Þjóðviljinn - 05.04.1950, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.04.1950, Qupperneq 4
I ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. apríl 1950. tMÓÐVIUINN Otgsfandi: Bameiningarflokkur alþýOu — Sósxalistaflokkurlnn Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttastjórl: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnúa Torfi Ólafsson, Jónas Sjmason Áuglýsingaatjóri: Jónstelnn Haraldsson Ritatjórn, afgrelBsla, auglýslngar, prentsmiðja: Bkólavörðu- •tíg 18 — Blmi 7500 (þrjár linur) Xakrlftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverö 50 aur, elnt Prentamlðja ÞJÓÖvilJana hj. Bósialistaflokkurinn, Þórsgötu 1 — Slml 7510 (þrjár llnnr) Hver hefur grætt? Hið mikla strik Ólafs Thors er dregið, þó ekki fengi liann að njóta þess heiðurs að halda einn um penna- skaftið, því svo leizt Framsókn vel á þetta „bjargráð“ íhaldsins, að hún krafðist að fá að vera með, og var það látið eftir henni, enda íhaldinu meinfanga lítið. Nú er tímabært að spyrja. Hver hefur grætt? Hver er betur settur, eftir að að íhaldið hefur fram- kvæmt „bjargráð“ sín, hvaða vandamál hafa verið leyst? Það er sjálfsagt fyrir alla hugsandi menn að nota skírdagshelgar og páska til að velta þessum spurningum fyrir sér. Hefur bátaútvegurinn grætt? Bátaútvegsmenn og sjómenn segja að bátaútvegurinn hafi aldrei verið verr settur en nú, ef íhalds-,,bjargráðin“ hefðu verið fram- kvæmd í vertíðarbyrjun hefði enginn bátur farið á flot og þrátt fyrir það þó nú sé hávertíð, liggur við að margir bátar hætti veiðum, og það beinlínis vegna þess að „bjarg- xáðslög“ íhaldsins voru sett. Hafa þá togararnir grætt? Sennilega hafa þeir ekki bsinlínis tapað á „bjargráðunum" enn þá. Þó er hagur- inn ekki betri en það að síðustu dagana hafa togarar, og það meira að segja nýsköpunartogarar, verið auglýstir til sölu, og liggur sjálfsagt að baki sú staðreynd, að eig- endum þessara togara er ljóst, að það er aðeins tíma- spursmál hvenær „bjargráðin“ hafa sömu áhrif á hag togaraflotans eins og þau hafa þegar haft á hag báta- flotans. En bændurnir; hafa þeir ekki grætt? Fyrstu viðbrögð hinna hyggnari bænda eru þau, að þeir hafa afturkallað vsrulegan hluta af áburðarpöntunum sínum, þetta þýðir að þeir eru ráðnir í því að draga bú sín saman, minnka framleiðsluna, því þeim er ljóst að „bjargráðin“ verða þeim að stórtjóni, og eina leiðin til að það tjón verði ekki þegar á þessu ári að algeru hruni, er að draga úr xekstrinum, svo tjónið veröi minna. Við komum svo að iðnaðarmönnum. Skyldu þeir ekki græða? Nú þegar er svo komið, að fjöldi iðnaðarmanna sér hrunið við dyrnar. Hvert iðnaðarfyrirtækið af öðru hlýt- izr að falla í rústir vegna „bjargráðanna“ og það mjóg fljótlega, og því fylgir auðvitað atvinnuleysi og sárasta fátækt fyrir fjölda manns. Við erum þá komin að launamönnum. Verkamönn- um, opinberum starfsmönnum og öðrum þeim sem lifa á launum einum saman. Allir vissu fyrirfram að þeim var ætlað að tapa á „bjargráðunum", þeir áttu aö fórna. En ao íhaldið færði yfir þá slíka flóðöldu verðhækkana og svo hraðvaxandi atvinnuleysi og versnandi afkomu, sem raun ber vitni, þáð' liefði fáa grunað, og að stéttir eins og t.d. bílstjórar fyndu fyrir hrammi íhaldsins með slíkum þunga, sem nú er orðið, því hefðu fáir trúað fyrir xiokkrum vikum. Þannig eru þá bjargráð íhaldsins. Þau eru eins og Ihaldið sjálft, dauð hönd sem lögð er á framfarir og ■vilja þjóðarinnar. En hefur þá enginn grætt? Ameríska auðvaldið hefur lánað ©kkur stórfé. Þetta fé eigum við að borga með vinnu þjóðarinnar. Ameríska auðvaldið vill selja okkur allskonar varning, þennan vam Matstofan í „Héðni“ V. V. skrifar: — „Kæri bæj- arpÓ3tur. — Eitt stærsta fyr- irtækið hér í bænum, Vélsmiðj- an Héðinn h.f., hefur tekið upp þá nýbreytni að selja starfsmönnum hádegisverð fyr- ir lægra verð en þekkist hér nú, kr. 5.00 máltíðina og er þar góður matur framreiddur. Þeir, sem notfæra sér þetta, munu vera um 150 menn. Það, sem vinnst við þetta, er það, að nú er hætt vinnu kl. 4.09 alla daga nema laugardaga, þá kl. 12 á hádegi. Áður var vinnutilhögun þannig að hætt var kl. 6 á mánudögum en kl. 5 hina dagana, nema laugar- daga, þá kl. 12 á hádegi. Við tökum aðeins Ví: tíma í mat nú og kaffitímar falla niður. □ Mjög ánægðir með fyrirkomulagið „Ég þarf ekki að lýsa því, að við starfsmennirnir erum mjög ánægðir með þetta fyrir- komulag, og á þó sennilega á- nægja okkar eftir að aukast þegar sumar tekur við og við fáum að hætta vinnu á meðan sól er hátt á lofti. — Matstof- an er mjög rúmgóð og vistleg og eldhús búið nýtízku áhöld- um. Aðeins 2 stúlkur vinna að matargerðinnli. Fyrirkomulagi og gerð matstofunnar réði Sveinn Guðmundsson forstjóri Héðins, og á hann þakkir skilið fyrir framtakssemi og dugnað í þessum málum. □ Fleiri fyrirtæld sottu að koma á eftir „Það sem fyrir mér vakir með því að biðja bæjarpóstinn að birta þennan pistil, er að vekja athygli á þessari ágætu nýbreytni, í von um að fleiri fyrirtæki komi í kjölfar Héðins. Því að þetta fyrirkomulag er, að mínum dómi til mikilla hagsbóta fyrir starfsmennina, sérstaklega á sumrin.... Þeim, sem inni vinna allt árið, veitir svo sannarlega ekki af að fá að njótar sólar eftir því sem mögu legt er. — V. V.“ □ Vantar pappír utan um skyr „Alma“ skrifar: „Það er allt- af verið að lýsa því fyrir okk- ur, hvað nú séu í uppsiglingu miklir tímar skorts og eymdar. Og málgögn óhófsstéttanna þreytast aldrei á að prédika yf- ir okkur sparnað.... En er ekki annars stundum eins og verið sé að gera grín að okkur? Hvað segja menn t. d. um það að nú er ekki lengur hægt að fá keypt skyr í mjólkurbúðun- um nema maður komi með pappírinn með sér að heiman? Getur það virkilega verið, að fátækt þessa lands sé orðin svo mikil, að það hafi ekki ráð á að útvega sér pappír utan- um skyr? Hlýtur þetta ekki frekar að vera trassaskap að kenna? Nema þetta sé yfirveg- uð eymdarspekúlasjón? Ég hallast samt helzt að þeirri skoðun, að þarna sé hreint og beint verið að gera grin að okkur. . .. □ Ef upp kæmi farsc'tt „Og þá er að snúa máli sínu til heilbrigðisyfirvaldanna: Hafið þið ekkert við það að at- huga, að fólk komi úr öllum áttum með meira og minna óhreinan pappír til að láta af- greiða í hann skyr í mjólkur- búðum? Segjum svo að upp kæmi skæð farsótt í landinu, hvaða leið mundi þá upplagð- ari fyrir smit hennar milli heimilanna en þessi líka þokka- lega skyrkaupaleið ? — Annars þarf ekki farsótt til að manni flökri við svona sóðaslcap, — svona villimennsku, liggur mér við að segja. — Alma“. ing eigum við að borga með vinnu. Nú er það staðreynd, að ef við gátum unnið af okkur ákveðna dollaraskuld, meö átta tíma vinnu í sumar, þá þurfum við að vinna í tuttugu tíma til áð losa okkur viö sömu skuld nú, með öðrum orðum ameríska auðvaldið heimtar af okkur 2V2 sinnum meiri vinnu, sem endurgjald fyrir vsitt lán og seldar vörur, nú eftir tvær gengisfellingar en áður var. Þetta er „buisness“ frá amerísku sjónarmiði. Sósíalistar hafa fyrir löngu sagt það fyrir að svo myndi fara fýrr eöa sednna, Ameríkanar færu að koma hér upp allskonar hervirkjum auk flugvallarins, við slíka virkjagerð skiptir það verulegu máli, að fá 20 vinnutíma fyrir sama dollarafjölda og áður fengust 8, það er heidur ekki með öllu þýðingarlaust, þegar farið verður að fala menn til slíkrar vinnu, að verulegt atvinnuleysi sé í land- inu, það er hægara aö fá menn til að sætta sig við ame- rískan aga, ef þeir eiga í fá hús að venda með vinnu. íhaldið sótti „bjargráðin“ til Ameríku, það var hag- fræðingur sem kom með þau að vestan, hann færði okkur fátækt, en húsbændum sínum, amerísku auðvaldsherr- unum, færði hann litla þjóð í fjötrum skortsins, hann kunni sitt verk pilturinn sá, enda fær Óli fígúra ekki dáð hann að vild, til þess skortir hann orð. Höfnin Egill rauði kom frá Englandi í gær. Bjarni riddari og Sævar komu og fóru. Þýzki togarinn Hans Böckler kom. RIKISSKIP: Hekla fer frá Reykjavík kl. 18.00 í kvöld vestur um land til Akureyrar. Esja var á Raufar- höfn í gærkvöld á austurleið. Herðubreið fór frá Reykjavík í gærkvöld austur um land til Siglu fjarðar. Skjaldbreið fer frá R- vík síðdegis í dag til Snæfellsness , liafna, Gilsfjarðar og Plateyjar. Þyrill er í Reykjavík. Ármann er í Reykjavík. ! DAG verður dregið í áskriíendahappdrætti Þjóðviljans. E I M S K I P : Brúarfoss fór frá Sarpsborg 1.4. til Reykjavíkur. Dettifoss fór frá Reykjavík 3.4. til Hull og Rotter dam. Fjallfoss fer frá Siglufirði 4.4. til Akureyrar. Goðafoss fór frá Hamborg 3.4. til Gdynia. Lag- arfoss fór frá N. Y. 1.4. til Sears- port og Reykjavíkur. Selfoss var væntanlegur til Akureyrar í gær 4.4. frá Siglufirði. Tröllafoss fór frá Reykjavík 25.3. til N. Y. Vatnajökull fór frá Marseilles 30.3. til Palestínu. Elnarsson & Zoega Foldin er á leið til Palestínu með freðfisk frá Bretlandi. Linge stroom fór frá Norðfirði síðdegis i gær, mánuaag, áleiðis til Amster dam. SKIP S. I. S. Arnarfell er á leið frá Húsavik til Reyðarfjarðar. Hvassafell er á leið til Italíu. s\ín. Söngæfing kl. 8 e. h. Þriðjudaginn apríl. 1. apríl voru gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni, Guð- finna Ingunn Jónasdóttir og Jón Magnússon út- varpsvirki. Gerist áskrifendui: Þjéðviljans. Næturakstur: Hreyfill, sími 6833, annast næturaksturinn um pásk- ana, nema á laugardag, þá B.S.R. — Simi 1720. Nýlega opinberuðu trúlofun sína, ung frú Kristín Gott- liebsdóttir frá Ól- afsfirði og Björg- vin Kristófersson, Silfurteig 4, Reykjavík. Aumingja Leopold. Hann á bágt í Mogganum í gær: Heldur við keipinn og raknar ekki úr kreppunni. Og þó er Ivar staddur erlendis. Starfsfólk Hraðfrystistöðvarinnar. í Reykjavík og gestir þess þakka Steingrími Árnasyni forstjóra og frú hans rausnarlegar veitingar’ og ánægjulega kvöldstund að hótel Höil 1. apríl 1950. ( fundur á morg un kl. 8.30 á venjulegum stað. S.Æ.2e. h. Helgidagsteknar: Á skírdag: Ólafur Tryggvason, Drápuhlíð 2. — Simi 6866. Föstudaginn langa: Kristján Hannesson, Auðarstræti 5. — Sími 3836. Laugardaginn fyr- ir páska: Ólafur Jóhannsson, Njálsgötu 55. — Sími 4034. Páska dag: Ófeigur J. Ófeigsson, Sól- vallagötu 51. — Sími 2907. Annan páskadag: Skúli Thoroddsen, Stór holt 37. — Simi 81619.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.