Þjóðviljinn - 05.04.1950, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 05.04.1950, Qupperneq 8
rktmi I flskverkunarstöð S.Í,F. Tvö hús eyðilögðast 0g mikiS skemmdist a! fiski í fyrrakvöld kviknaði í fiskverkunarstöð Sambands íslenzkra fiskframleiöenda á Gelgjutanga við EHiðaárvog. Eldurinn kom upp í vélahúsi út frá olíukyndingartækj- um og barst fljótt út. Tvö stálgrindahús, sem notuö voru til fiskþurrkunar, brunnu. Talið er að á annað hundrað tonn af fiski hafi skemmzt. Hámark fyririitningarinnar á aliennigi Framkoma skömmtunaryfirvaldarina um mánaða- mótin er áreiðanlega hámark ósvífninnar gagnvart al- menningi. Tveim dögum áður en skömmtunartímabilinu lauk tilkynntu skömmtunaryfirvöldin að „um þessi mán- aðarmót falla úr gikli allir vefnaðarvörureitir og sokka- reitir frá fyrra ári.“ Eftir að búðum hafði verið lokað 31. f. m. fór skömmtunarstjórinn í útvarpið og tilkynnti að miðar þessir væru í gildi!! Fyrri tilkynningin hafði þær afleiðingar að fólk er ekki hafði getað fengið neitt fyrir þessa miða sína ann- aðhvort brenndi þeim, fleygði, eða keypti fyrir þá eitt- hvað sem það að öðrum kosti hefði ekki látið sér detta í hug að líta við. Hver er skýringin á þessum hringlandahætti ? Vita skömmtunaryfirvöldin ekki sitt r júkandi ráð ? Eða halda þessir herrar að verkefni þeirra sé að hafa almenning að fífll? Eða var þetta bara gert til þess að kaupmennirnir gætu losnað við óútgengiiegt dót? Það var sannarlega ekki ofmikið áður traustið sem almenningur bar til skömmtunaryfirvaldanna, en með þessu síðasta tiltæki sínu glötuðu þau allri virðingu og síðustu leifurium af trausti almennings. Eldurinn kom upp um kl. átta í fyrrakvöld. Slökkviliðið kom fljótt á vettvang, en tókst ekki að ráða niðurlögum elds- ins,’ enda var að ýmsu erfitt um starfsemi þess, og aðaláherzla var lö'gð á að verja þvottahús og söltunarstöð, en þau hús voru áföst við hin, og tókst það. Mikið tjón hefur hlotizt af hruna þessum. Gizkað var á, að það mundi nema tveimur til þremur milljónum króna eða meiru. Við fiskverkunarstöðina unnu 50—60 manns, en nú mun Nýft tímaiit: Líf og lisf Nýít lista- og bókmenntarit hefur hafið göngu sína. Nefn- ist það „Líf og list“ og mun fjalla eingöngu um listir og mennjagjarmál. Stendur utan allra stjórnmálaflokka. Tímarit þetta kemur út einu sinni í mánuði og er 24 síður að stærð í hálfu dagblaðabroti. Efni 1. heftisins er m. a. Gengið á vit Kiljans (viðtal við Halldór Kiljan Laxness), á kaffihúsinu (intelligensa-þank- ar) Existensíalisminn og Sartre, Sinfóníuhljórnleikarnir, Koll- witz-sýningin, Hugleiðingar um nýjungar í enskum samtíðar- bókmenntum, Bókmenntagagn- rýni, Skáld og stafkræklinga- fræði, Ljóð, sögur og svip- myndir eftir ísl. og erl. höfunda, Kvikmyndir o. fl. — Ritstjór- ar tímaritsins eru Gunnar Berg mann og Steingrímur Sigurðs- son. Verðmunur 36 kr. Hver er skýrmgm? Fyrir skömmu eru komn- ir á markaðinn lijólbarðar á fólksbíla, stærð 560x16. Hjá Garðari Gíslasyni kosta þeir kr. 409, en hjá Agli Vilhjálmssyni og Ræsi ko;';a þeir kr. 444. Hjá öllum þess- um verzlunum er um sömu vörutegund að ræða er mun hafa komið með sömu send- ingu til Iandsins þar sem hjólbarðarnir komu jafn- snemma í búðirnar í gær. Bflstjóri tjáði Þjóðviljan- nm í gær að hringt hefði verið til verðlagsstjóra út af verðmismun þessum og hann gefið það svar að hjá öllum búðunum sé verðið rétt!! Verðmismunur á sömu vöru |er þó þarna rúm- Jega 30 kr. — Hver er skýr- Ingin? , ^ ... . ,,r . ,v hún verða ónothæf um ófyrirsjá anlegan tíma. Eldsvoði þessi er með þeim mestu, sem hér hafa orðið. Afarmikinn reyk lagði yfir bæ- inn, og enn logaði í rústunum fram undir hádegi í gær. Dr. Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri sjötugur 1 dag er dr. Þorsteinn Þor- túeinsson, hagstofustjóri, sjö- tugur. Dr. Þorsteinn var cand. polyt. árið 1908 í Kaupmannahöfn. Það sama ár gerðist hann starfsmaður í Stjórnarráðinu, en hagstofustjóri þegar Hag- stofan var stofnuð í byrjun ársins 1914. Því embæúti hef- ur hann gegnt allt til þessa dags. Persónulega þekki ég dr. Þor stein ekki mikið, en ég hef kynnzt honum allvel í gegn um ýmis helztu ritstörf hans. Þess- vegna sendi ég honum í dag þessa fáorðu afmæliskveðju. Ritstörf dr. Þorsteins eru viðamikil og fjalla að sjálf- sögðu aðallega um mál, sem Hagstofan hefur haft með að gera. Þannig hefur hann samið formála og texta allra rita Hagstofunnar, þ. á. m. þeirra 126 hagskýrslna, sem út hafa komið og aðallega fjallað um landbúnað, fiskveiðar, verzlun, mannfjölda og manntöl. Dr. Þorsteinn hefur ennfremur sam ið fjölda ritgerða um íslenzk hagefni í innlend og erlend tímarit. Þá hefur hann verið ritstjóri handbókarinnar „Ice- iand“, sem út hefur komið I fjórum útgáfum á vegum Lands bankans, en í hók þessari er geysimiltill og þarflegur fróð- leikur um íslenzka landshagi. Hefur dr. Þorsteinn samið margar greinar hennar. Þegar dr. Þorsteinn kom fram á sjónarsviðið var flest ógert á þeim vettvangi, sem hann hefur starfað á. Hann gerðist því brautryðjandi — og er slíkt ætíð erfitt og vanda samt. Ef vel á að fara þarf í slíkt starf mann, sem hefur Framliald á 7. síðu. Landsíiohkagiíman Ármann J. Lárusson UMFR varð sigurvegari í I. fl. á lands- flokkaglímunni á sunnudaginn. 1 2. fl. sigraði Gunnlaugur Inga son úr Ármanni. 1 3. fl. Sigurð- ur Hallbjörnsson úr Áraianni. 1 drengjafL vann. Þórður Jónsson frá UMFR. Dagsbrún íramlengír ébreytta samn inga með eins mánaóar uppsagnaríresti Verkamannafélagið Dagsbrún gerði 31. f. m. samkomulag við Reykjavíkurbæ um fram- lengingu á kaupsamningum á þeim grundvelli, að þeir .væru uppsegjanlegir hvenær sem er með eins mánaðar fyrirvara. En samningar við Vinnuveit- endasambandið drógust nokkuð vegna ágreinings um kaup starfsmanna í fiskimjölsverk- smiðjunni á Kletti. Dagsbrún hafði boðað verkfall í verk- smiðjunni frá og með 6. þ. m., en að kvöldi 3. þ. m. voru samn ingar undirritaðir fyrir milli- göngu sáttasemjara og fengu verksmiðjumennimir það kaup sem Dagsbrún fór fram á. Allir samningar Dagsbrúnar við atvinnurekendur, sem út- runnir voru um síðustu mán- aðamót, hafa nú verið fram- lengdir með eins mánaðar upp- sagnarfresti. Um síðustu mánaðamót sagði Dagsbrún upp samningum sín- um fyrir bílstjóra og verka- menn hjá Mjólkursamsölunni og eru þeir samningar útrunnir 1. maí n. k. Sundmeistaramótið Sundmeistaramóti Islands lauk á mánudags'kvöldið. Þá setti Þórdh Árnadóttir úr Ármanni nýtt met í 100 m bringusundi kvenna, á 1 : 28,7 sek. Millitími hennar á 50 m var 40,9 sek., sem einnig er nýtt met. Sveit Ægis setti nýtt met í 3X50 m þrísundi drengja, á 1 : 44,9 sek. Meistara stig skiptust þannig: Ármann 10, Í.R. 3, Ægir 2, HSÞ 2 og K.R. ekkert. Skíðaferðir um páskana Ferðaskrifstofa ríkisins, skíða- deild K.R. og Skíðafélag Reykja- víkur efna til margra skíðaferða í Hveradali um bænadagana og páskahelgina. Á miðvikudagskvöld verður ferð kl. 20, fyrir þá, sem ætla að dvelja í Skíðaskálunum í Hvera- dölum og nágrenni um páskana. Á fimmtudag (Skírdag) verða ferðir kl. 9, 10 og 13.30. — Föstu- dag (föstud. langa), 1 ferð kl. 10. — Laugardaginn, 2 ferðir kl. 14 og 18. — Sunnudag (Páskadag), 2 ferðir kl. 10 og 13.30. :— Mánudag (annan Páskadag), 2 ferðir kl. 10 og 13.30. — Einnig verða settar á aukaferðir eftir því sem þörf krefur. Verði gott veður, má þú- ast við mikilli þátttöku í ferðum þessum. Síðastliðinn mánuð skiptu þátttakendur í skíðaferðum Ferða- skrifstofunnar og skíðafélaganna, þúsundum, enda var veður og færi um helgar mjög hagstætt fyrir skíðafólk. Fegurðarglímuverðlaun hlutu í I. fl. Ármann J. Lárusson, 1 2. 'fl. Steinn Guðmundsson, í 3. fl. Pétur Sigurðsson ÍB Ak- ureyri, og í drengjafl. Gauti Arnþórsson, Eysteinn Þorvaids son og Þórður Jónsson. Hrygningarstöðvar síldarinnar Framhald af 1. síðu. nú haldið áfram eftir því sem tiðarfarið leyfir og gerðar hafa verið ráðstafanir til þess að safna ýsumögum á öllu svæð- inu frá Hornafirði til Akraness. Þó að þessi liður fiskirannsókn- anna sé rétt í byrjun hefur þegar náðzt árangur, sem gef- ur beztu vonir um að takast megi að fá yfirlit um hrygning arstöðvar síldarinnar. Síldaregg hafa þegar fundizt á botninum á fjórum stöðum, og voru 2 egg í einu sýnishorninu 9 í öðru 225 í því þriðja og 330 í því fjórða. Þess skal getið, að botn greipin sem notuð er til þess að ná sýnishornunum, grípur yfir einn tíunda hluta af fer- metra svo að eggjafjöldinn á hverjum fermetra hlýtur að vera að minnsta kosti tíu sinn- um meiri en eggjaf jöldinn í sýn ishomunum. Þá hafa fundizt síldaregg í ýsumögum á 6 stöð um, og hafa því fundizt 10 hrygningarstöðvar samtals hingað til. Sumir magarnir voru úttroðnir af hrognum og voru 12—15 þús. í einum. Síld- in virðist hafa byrjað að hrygna kringum miðjan marz, en nánari rannsókn á eggjun- um síðar mun leiða það betur í ljós. Hrygning virðist hafa farið fram allt í kringum Vest mannaeyjar sums staðar mjög nálægt landi og þaðan. út á 100 m. dýpi eða meir. Botninn á öllum hrygningar- stöðvunum, sem fundizt hafa, er svört möl, blönduð sandi og er mölin fíngerð, kornastærðin langoftast aðeins örfáir milli- metrar. Við malarvölurnar eru svo síldareggin límd. Ýsan, sem gæðir sér á þeim, verður að gera sér að góðu að eta mölina með, að öðrum kosti nær hún Alþjóðaþing esperanfista háð í Reykjavík 1951? Dr. Lapenna, júgóslavneski prófessorinn, sem hefur verið hér undanfarnar fimm vikur á vegum íslenzkra esperantista er nú farinn af Iandi brott. Héðan flaug hann áleiðis til London og situr þar um pásk- ana stjórnarfund Alþjóðasam- bands esperantista, en hann er stjórnarmeðlimur þess. Áður en hann fór fékk hann bréf frá forseta sambandsins hr. E. Malmgren í Svíþjóð, þar sem hann var beðinn að athuga um möguleika fyrir því, að Alþjóða þing esperantista verði háð í Reykjavík sumarið 1951 og mun próf. Lapenna mæla ákveð ið með því. I ár verður Alþjóða þingið háð í Paris. ekki eggjunum, sem aðeins eru 1,2—1,3 mm. í þvermál. Líklegt er að aðalhrygningar stöðvarnar hafi ekki fundizt enn, að þær séu á harðari botni, sem erfitt er að ná sýnishorn- um af. Rétt er að lokum að taka það fram, að hér er ekki að ræða um Norðurlandasíldina, sem merkingar hafa nú sýnt að gengur í stórum stíl til Noregs þar sem hún hrygnir á veturna, heldur er hér á ferðinni sá hluti „Faxaflóa-síldarinnar," sem hrygnir á vorin. Gaman verður svo að sjá hvort einnig verður hægt að finna egg sum- argotssíldarinnar sunnlenzku þegar þar að kemur (júní-júlí), en þeirra er að vænta meðal annars í Faxaflóa. Þegar þessum rannsóknum hefur verið lokið í vor verður birt skýrsia um árangur þeirra og uppdrættir af hrygningar- stöðvurium látnir fylgja.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.