Þjóðviljinn - 23.04.1950, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 23.04.1950, Qupperneq 4
* í> J Ó Ð V I LJÍ N N Sunnudagur 23. apríl 1950 Þióðviliinh Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árna- son, Eyjólfur Eyjólfsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 12.00 á mán. — Lausasöluverð 50 aur. eint, Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Alþýðuflokkurinn og vökulögin Vökulagamáli'ö er mjög glöggt og lærdómsríkt dæmi ®m þróun Alþýðuflokksins. í upphafi gerði Alþýðuflokkurinn þaö mál að einum meginþætti baráttu sinnar. Afturhaldið stóð sem veggur gegn þvi að sjómenn fengju lágmarkshvíld og vildu halda- takmarkalausri vinnuþrælkun aö geðþótta atvinnurek- enda. En Alþýðuflokkurinn hélt þá málinu fram af eld- rnóði og baráttuþrótti og geröi það að sameign allrar alþýðu. Og að lokum varð þrýstingurinn svo sterkur að afturhaldið bognaöi og 1921 var togarahásetum tryggð G stunda hvíld á sólarhring meöan skip voru að veiðum. í*að var fyrsti sigurinn í þessu rnáli. En baráttan hélt áfram og enn hélt Alþýðuflokkurinn áfram forustu sinni, og 1928 náðist hin upphaflega 8 tíma hvíldarkrafa. Síðar var tilhöguninni breytt í framkvæmd þannig að 6 tíma hvíld kom eftir hverja tólf stunda vinnu. Með þessum árangri er lokið hinum fyrra þætti í hinni sameiginlegu sögu Alþýðuflokksins og vökulaga- málsins, og mun hinnar ótrauðu baráttu flokksins á þess- um tíma lengi minnzt með þakklæti. Þegar togaravökulögin voru sett var vinnutími i landi aimennt 10 tímar eða lengri. Með baráttu alþýðu- samtakanna tókst cíðan smám saman að stytta hann niður í 8 tíma dagvinnu. En kjörin á sjónum voru óbreytt og brátt jókst þeirri réttlætiskröfu fylgi að baráttunni yrði haldið áfram og sjómönnum tryggð 12 stunda hvíld á sólarhring. Sá þáttur málsins hefst á Alþingi 1942 meö írumvarpi sem ísleifur Högnason, þingmaður sósíalista, flutti þess efnis. En þá gerðust þau tíðindi að Alþýðu- flokkurinn lét sér fátt um finnast, og málið dagaði uppi í nefnd. En baráttunni var haldið áfram. Árið 1946 fluttu þeir Sigurður Guðnason og Hermann Guðmundsson frumvarp um málið. Afturhaldið var þá sem fyrr alger- lega andvígt málinu, og anduð Alþýðuflokksforsprakk- :anna leyndi sér ekki. Finnur Jónsson ssm sæti átti í þeirri nefnd sem um málið fjallaði lýsti yfir því að hann iværi ekki reiðubúinn til að taka afstöðu til þess!! Enn dagaði máliö. uppi, en mikil hreyfing hafði nú orðið meöal sjóriianna og innan alþýðusamtakanna. Ura 400 starfandi sjómenn sendu alþingi kröfu um samþykkt frumvarpsins. Enn var það borið fram af sömu þing- mönnum 1947. Var þá kominn auðsær geigur í forsprakka Alþýðuflokksins, og tóku þeir nú þann kost að láta vísa rnálinu til ríkisstjórnarinnar til aö svæfa það og eyði- leggja á þann hátt. En málið verður ekki svæft. Þaö liggur enn fyrir alþingi flutt af þingmönnum sósíalista. Og nú hefur Al- þýðuflokkurinn lýst yfir fylgi við það. ALþýöuflokkurinn hefur bognað á sama hátt og afturhaldið bognáði 1921 og 1928. Hann þorir nú ekki annað af ótta við baráttu isjómanna undir forustu Sósíalistaflokksins. Árið 1921 hafði Alþýðuflokkurinn forustu í vöku- lagamálinu og beygði afturhaldið. Árið 1950 er Alþýðu- flokkurinn í hlutverki afturhal'dsins og bognar. Þannig er þróun þess flokks, svo alger er niðurlæging hans, svo fullkomin eru svik hans. Nú reynir hann að gera undan- hald sitt að dyggð, eins og afturhaldið gerði 1921, en sjómenn og öll alþýða man staðreyndirnar og dregur af Jeim réttar ályktanir. Kartöfiuskorturinn og áburðarskorturinn K.S. skrifar: — „Kartöflu- garðalandi hefur nú verið út- hlutað í holtinu Reykjavíkur- megin við Rauðavatn og virðist það vera vel íallið til kartöflu- ræktar, moldin þurr og landið liggur vel við sól. En áburð- arþörf er mikil því jörðin er mögiír, en áburður er eitt stærsta vandamáiið við alla ræktun. Nú er helzt ókleift að fá ’áburð með verði sem ekki er ofviða f járhagslega. Mér finnst nauðsynlegt að gerðar verði ráðstafanir til að hægt verði að nytja garðlöndin með því að auðvelda mönnum að afla sér áburðar í garðana, svo virðist erlendur gjaldeyrir af skornum skammti að ekki veiti af að hagnýta það sem hér getur aflazt. . • Sauðfé má ekki komast að „En það má ekki endurtaka sig að sauðfé sé að staðaldri í garðlandinu og eyðileggi það sem með ærnum tilkostnaði er unnið þar. Það var Ijót sjón að sjá á s. 1. hausti að búið var að naga b!öð og stöngla kartöflugrasanna, víða langt niður eftir leggnum. Við sem þarna eigum hlut að máli eig- um heimtingu á að verk okkar sé ekki eyðilagt fyrir slóða- skap, svo mikið er fyrir því haft. Krafa okkar er: Hafið fyrst og fremst girðinguna í lagi. Og i annan stað: Sjáið til þess að til sé nauðsynlegur á- burcur, svo að ekki sé unnið fyrir gig. — K. S.“ • I biðröð við Þjóðleikhúsið Stj. skrifar: — „Ég var hinn sjöundi í biðröðinni við Þjóð- leikhúsið, þegar byrjað var að selja „almenningi" hina 150 aðgöngumiða, sem höfðingjum þykja ekki samboðnir, þ. e. a. s. á 2. hanabjálka hússins. Það var einhver óánægjutónn í þeim fremstu í röðinni, sem ekki var nema von, því að hin 150 sæti reyndust vera nokkur sæti á 4. og 5. bekk hanabjálkans, og tók ég eftir því að meðan afgreiðslukonan var að afhenda þá svaraði hún í símann og lagði frá miða fyrir vini og vandamenn, sem ekki viidu leggja biðraðaerfiðið á sína fínu persónu. Svo komst ég að, en þá voru aðeins eftir sæti til hliðar á 5. bekk, og varð ég að láta mér það nægja, • Annað hvort eða ekki „En hvað á svona háttalag að þýða? Annað hvort eigum við að hafa þessa 150 miða til sölu á frjálsum markaði, eða þá að þjóðleikhússtjórnin ætti að úthluta þeim sínum vildar- vinum með hinum miðunum, svo að fólk þyrfti ekki að leggja á sig langar biðraða- stöður og stimpingar fyrir harla lítið eða ekki neitt. En þjóðleikhússtjórnin vill k'ann- ske ekki vera eftirbátur ann- arra í biðraðaskipulaginu, sem svo mjög er í tízku í okkar annars svo mjög ferfætlings- kennda þjóðfélagi. Mér dettur ekki í hug að cfunda forgangs- mennina, hvorki innundirvini þjóðleikhússins eða aðra, en við sem höfum erft biðraða- réttinn þolum heldur ekki að vera sviknir um það sem okkur hefur verið lofað. „Sitting pret‘iy“ „Svo kemur önnur saga. Ég bauð kunningja mínum í eitt bíóhúsið héma um daginn, og pantaði þess vegna miða í táma. Ég bað um sæti á 10. bekk niðri og var mér svarað í símann, að það væri í lagi. Þegar ég sótti pöntunina, þá vom sætin á 12. bekk uppi, og þegar ég sagði við af- greiðslustúlkuna, að ég ætti engan kíkir og væri nærsýnn, bauð hún mér tvö stúkusæti, sem ég þáði. Þegar í stúkuna kom, voru engin sæti, en hins vegar brakandi kjaftastólar fyrir aftan stúkuna, og spurði ég þá dyravörðinn, hvort seld væru stúkustæði, en hann svarað því að stólarnir væru forsvaranlegir og enginn hefði kvartað undan þeim. — Nú vil ég bara spyrja, er fé- græðgi kvikmyndahússeigend- anna takmarkalaus, því ekki dettur mér í hug að starfs- fólkið taki slíkt upp hjá sér að troða í húsin fleirum en þar geta setið? —Stj.“ ★ Skipadeild SIS Arnarfell lestar saltfisk í Faxa- flóa. Hvassafeil er í Cadiz. Ríkisskip Hekla er í Reykjavik og fer það an næstkomandi þriðjudag vestur um land til Akureyrar. Esja er í Reykjavík og fer þaðan næstkom andi föstudag austur um land til Siglufjarðar. Herðubreið fór frá Reykjavík um hádegi í gær til Breiðafjarðar og Vestfjarðahafna. Skjaidbreið er í Reykjavík og fer þaðan annað kvöld" til Húnaflóa- Skagafjarðar- og Eyjafjarðar- hafna. Þyrill var á Skagaströnd í gærdag. Ármann var í Vestmanna eyjum í gær. Elnarsson & Zoega Foldin er á leið til Englands frá Palestínu. Lingestroom er í Amsterdam. Eimskip Brúarfoss fór frá Vestmanna- eyjum 18.4. til Leith, Lysekil, Gautaborgar og Kaupmannahafn- ar. Dettifoss fer frá Hamborg 22.4. til Reykjavíkur. Fjallfoss fór frá Reykjavík 17.4. til Halifax N. S. Goðafoss kom til Reykjavík- ur 21.4. frá Leith. Lagarfoss er í Rej'kjavík. Selfoss fór frá Leith 20.4. til Vestmannaeyja og Reykja- víkur. Tröllafoss fór frá Balti- more 18.4. til Reykjavíkur. Vatna jökull kom til Genova 21.4. Fríkirkjan. Messa kl. 2 e. h. (Ferm- ing). — Séra Þor- steinn Björnsson. Laugarneskirkja. kl. 2 e.h. Ferming. Séra Garðar Svavarsson. Barna- guðsþjónusta kl 10 f. h. — Dóm- kirkjan. Messa kl. 11 f. h. — Séra Jón Auðuns. (Ferming). Messa kl. 2 e. li. — Séra Bjarni Jónsson. (Ferming). ------ Nesprestakali. Messa í kapellu Háskólans kl. 2. — Séra Jón Thórarensen. —• Óliáði Fríkirkjusöfnuðurinn. Messa í Stjörnubló kl. 11 f. h. Séra Emil Björnsson. ^ I dag verða gefin saman í hjónaband af séra Sigurbirni Einarssyni, Dag ___ ’ björt Guð- brandsdöttir og Björgvin Torfa- son. Heimili þeirra verður á Berg þórugötu 15A. —f 1 gær voru gef- in saman í hjónaband, ungfrú Ingibjörg Albertsdóttir og Sverrir Einarsson stud. med. — Heimili þeirra verður á Freyjugötu 37. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína, ungfrú Stéf- anía Ingólfsdóttir, Samtúni 20 og Kjartan Helgason að Unaðsdal við Isafjarðardjúp. —■ Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Sigríður Ingólfsdótt- ir, Samtúni 20 og Hjörleifur Guðna son, starfsmaður hjá H/F Shell. Gjöf tll Þjóðviljans. Frá S. S. (6 ferðir í Vogana) kr. 100.00 15.15 Miðdegistón- leikar. 16.15 Út- varp til Islendinga erlendis: Fréttir.— Frá vígslu Þjóð- leikhússins. 18.30 Barnatími (Skógarmenn K.F.U.M.) 19.30 Tónleikar: „Veizla Belsaz- ars,“ hljómsveitaryprk eftir Sibe- lius (plötur). 20.20 Tónleikar: Yehudi Menuhin leikur á fiðlu (plötur). 20.35 Erindi: Þegar múr- ar Pompei taka að tala (Júlíus Havsteen sýslumaður). 21.10 Karla kórinn Þrestir syngur (Söngstjóri: Páll Halldórsson; píanóleikari: dr. Victor Urbantschitsch). 22.05 Dans lög (plötur). — 23.30 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar): a) Alþýðulög (Þuríður Pálsdóttir svngur með hljómsveitinni). b) Forleikur að óperunni „Martha" eftir Flotow. c) „Die Schluchten des Sierre" eftir Geo Linat. 20.45 Um daginn og veginn (Gisli Guð- mundsson alþm.). 21.05 Tónleikar: Lanciers (plötur). 21.20 Erindi: Um kartöflur og kartöflurækt (Gisli Kristjánsson ritstjóri). 21.45 Sjórinn og sjávarlífið (Ástvaldur Eydal lincensiat). Helgidagslæknir: Bjarni Jóns- son, Reynimel 58. —- Sími 2472. Næturvörður er í Reykjavílcur- apóteki. — Sími 1760. Næturakstur í nótt og aðra nótt annast Hreyfill. — Sími 6633. FRÍKIRKJAN. Fermingarbörn 23. apríl. S T Ú L K U R Aðalheiður Sigr. Svavarsdóttir, Hverfisgötu 53, Agnes Kjartansd. Meðalholti 17, Bergþóra Guð- mundsdóttir Laugaveg 153, Björg Erla Steingrimsdóttir Grettisgötu 20C, Erna Hafdís Jóhannsdóttir Frakkastíg 5, Guðbjörg J. St. Viggósdóttir Laugaveg 149, Guð- munda H. Júlíusdóttir Kamp Knox A 2, Guðrún Guðmundsdóttir Baldursgötu 27, Hanna Gyða Kristjánsdóttir Barm'ahlið 6, Iris Ingibergsdóttir Vesturgötu 65, Jó- hanna Guðbjörg Guðbrandsdóttir Framhald á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.