Þjóðviljinn - 07.05.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.05.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. VILIINN Sunnudagur 7. maí 1950. 99. tölublað. Æ.F.R. . 1 suraar verður skrifstofa félagsins opin alia virka- daga kl. 6—7 e. h., laugar- daga kl. 1—3 e. h. Komið og greiðið félags- gjöldin! Hinar „rótlæku aðgerðir“ Framsóknar: Neöri deiid samþykklr að láfa kasfa ífdnga áf á götuna Dag eftir dag íöðrunga Framséknarmenn það fólk sem þeir biðluðu ákafast til i haust „Fjöldi Reykyíkinga býr við sárustu örbirgð í örg- ustu grenjum. Margt af þessu fólki hefur bókstaflega gefizt upp í vonlausri baráttu við húsnæðisleysi, kulda og átakanlegustu neyð. . Þaö eru ekki ölmusur sem geta rétt hlut þessa bágstadda fólks, heldur róttækar aðgerð- ir, sem geri það kleift að það fái eitíhvað, sem hægt er að kalla ibúð, þar sem andlegri og Iíkainlegri heilsu er ekki búin bráð hætta.“ Þannig komst Tíminn aS orði fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar í haust. í gær voru framkvæmdar hinar róttæku aðgeröir Framsóknarflokksihs, er neðri deild samþykkti xrumvarp hans um að húsaleigulögin, síðasta vörn leigjenda, skyldu falla-úr gildi á næstu tveim árum og þúsundum Reykvikinga þannig kastað út á götuna. í fyrradag felldu allir þingmenn Framsóknarflokksins tillögu sósíalista um fjárframlag til að útrýma heilsu- spillandi húsnæði. Þeir- sem samþykktu frum- varp Framsóknar um að kasta reykvískum leigjendum á göt- nna og hækka alla húsaleigu voru: Bjarni Ásgeirsson, Gísli Guðmundsson, Halldór Ás- grímsson, Helgi Jónasson, Ing ólfur Jónsson, Jóhann Hafstein Jón Gíslason, Jón Pálmason, Jón Sigurðsson, Jónas Rafnar, Jörundur Brynjólfsson, Kristín Sigúrðardóttir, Ólafur Thors, Páíl Þorsteinsson, Pétur Otte- sen, Sigurður Bjarnason, Skúli Guímundsson, Stefán Stefáns- son og Björn Óiafsson. Hjá sat: Ásgeir Bjamason. Nei :ögðu: Áki Jakobsson, Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur Sigurðsson, Einar Olgeirsson, <nr. Hlutavelta Þjóðviljans. Ákveðið hefur verið að efna til hlutaveltu til ágóða fyrir Þjóðviljann sunnudag- inn 14. maí. Undirbúningur er í fullum gangi. Þeir sem hafa hugsað sér að gefa muni á þessa hlutaveltu og eigi haft samband við skrif- stofuna eru beðnir að gera það nú þegar. Munir sóttir ef óskað er. Flokksgjöldin. Munið að greiða flokks- gjöldin skilvíslega við hver mánaðarmót. Tekið er á ■ móti þeim í skrifstofu fé- lagsins Þórsgötu 1. Emil Jónsson, Finnur Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Jónas Árna- son, Magnús Kjartan'son, Sig- urður Guðnason og Stefán Jó- hann Stefánsson. Fjarverandi voru: Eysteinn Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Sigurður Ágústson, Steingrím ur Steinþórsson. Frumvarpið fer nú til efri O deiidar. Stríðsbrjálæi- ingarnir hamast Bandaríski hershöfðinginn Ira Eaker hefur í ræðu í San Francisco skorað á Bandaríkja- stjórn, að hafa stöðugt til taks flugvélar til að senda með kjarn orkusprengjur yfir Sovétrikin. „Við verðum að svara Rússum með sprengjum en ekki með því að senda hermenn til Iran og Tyrklands," sagði hershöfðing- inn. Heimskautakönnuðurinn Bird aðmíráll hefur fundið þörf til að taka undir stríðsæsinga- kórinn. „Bandaríkin verða að beita pólitísku ofbeldi ef þörf krefur til að leysa ágreininginn við Sovétríkin,“ segir aðmíráll- inn og bætir við: „1 vissum skilningi erum við þegar í stríði við Sovétríkin.“ Henry Wallace sagði í ræðu nýlega, að stjórnendur Banda- ríkjanna væru farnir að líta á hvern þann sem dirfist að tala um frið, sem sovétvin og bylt- ingarmann. Hásnæðismálin: 2ðþús fyrir- fram! NÝLEGA auglýsti einu hinna mörgu húsnæftislausu Reykvíkinga efóir íbúð. Hann fékk eitt tilboð um 2 herbergi og eldhús. Leigan átti að vera 1200 kr. á máuL uði. Fyrsta árið átti að borgast fyrirfram og 500 kr. á mánuði fyrir það næsta, sairtals 20 þús, og 400 kr. fyrirfram fyrir 2 herbergi og eldhús í hálft annað ár. Þ.4NNIG er ástandið I húsnæðismálunum sömu dag ana og hinn nafntogaði elskari braggabúanna, Fram sóknarflokkurinn, afnemur húsaleigulögin til að leysa húsnæðisvandræði þess fólks er s. I. haust lét glepjast af samvizkulausu skrumi hans og fleðulátum. „ÞAÐ er ENGIN HÆTTA“ á að menn geti byggt yfir sig, segir borgarsí;jórinn í Reykjavík, Gunnar Thorodd sen! Þess vegna er nú óhætt að afnema húsaleigulögin, þá getur ekkert hindrað blóðpeningasöfnun húsa- braskaranna í $jálfstæðis- flokknum. Alþjóðalög banna að binda stríðsfanga en brezki nýlenduher- inn á Malakkaskaga virðir þa'u ákvæði að vettugi eins og sjá má á þessari mynd. Þar sjást brezkir hermenn umhverfis fanga úr skæruíiðaher sjálfstæðishreyfingar Malakkabúa. Hend- ur fangans eru bundnar við prik fyrir aftan bak. Síðasta ör- þrifaráð brezku nýlendustjórnarinnar á Malakka er að fyrir- skipa, að hver sú manneskja, sem safnar fé eða matvælum fyr- Ir skæruliða, skuli tekin af liíL i i VestiirIvréptiríkin hckesm mun í London krefj’ast að þau tvöfaldi hernaðarútgjöid sín — Truman boðar lækkuð hernaðarútgjöld i USA Blöð í Vestur-Evrópu fullyröa, að ein meginkrafa Acheson utanríkisráöherra Bandaríkjanna, á fundi utan ríkisráöherra A-bandalagslandanna í London verði að Vestur-Evrópuríkin tvöfaldi útgjöld sín til hernaöar- þarfa. Fínnlandsstjórn lét undan verkamönnum Finnlandsstjórr afturkallaði í gærkvöld tilskipun sína um að herskylda lestarstjóra, sem nú eru í verkfalli. Hefði stjórn in ekki gert þetta ætluðu aðrir járnbrautarstarfsmenn að leggja niður vinnu í gærkvöld. Ríkisstjórnin hefur falið Fager. holm þingforseta að leita um sættir milli verkamanna og at- vinnurekenda, svo að allsherjgj^ verkfalli á mánudag verðj af- stýrt. Fundur Átlan/hafsbandalags ráðsins hefst 15. maí að lokn- um fundi utanríkisráðherra Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna. Acfieson utan- ríkisráðh. lagði af stað flug- leiðis frá Washington í gær til Parísar, þar sem hann ræðir við Schuman. Acheson fer til London á þriðjudag og ræðir þar við Bevin. Fundur allra þriggja hefst svo á fimmtudag inn. Setur Vex'Iur-Evrópulöndin á hausinn. Bandaríkjastjórn krefst þe's, að Vestur-Evrópulöndin verji a. m. k. sama hundraðs- hluta ríkisútgjalda sinna til hernaðarútgjalda og Bandarík- in eða um 35%. Fyrir nokkru lýsti Schuman utanríkisráð- herra Frakklands yfir, að auk- in hernaðarútgjöld myndu setja Vestur-Evrópuríkin á hausinn. Truman Bandaríkjaforseti lýstí yfir í fyrradag á fundi með blaðamönnum, að hann ráðgerði lækkun. á hemaðarút- Franihald á 6. síðu ímirás á Pesca- doreeyjar að heljast? Kuomintangherstjórnin á Formósa tilkynnti í gær, að stórskotalið Alþýðuhersins hefði haldið uppi margra klukkutíma skothríð á flota- og flugstöðvar hennar á eynni. Sjú San i Pescadoreeyjaklas- anum. Á Sjú San er bækistöð herskipa og flugvéla, sem hald ið hafa uppi hafnbanni Kuomin tang á Sjanghai. Stórskota- hríðin þykir benda til að fyrir dyrum sé innrás Alþýðuhers- ins á þær Pescadoreeyja, sem enn eru á valdi Kuomintang.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.