Þjóðviljinn - 07.05.1950, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN
Sunnudagur 7. maí 1950. •;
i ,| i •i.T.trt WI.-ti*
Þióðviliinn
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Áxna-
son, Eyjólfur Eyjólfsson.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skölavörðu-
stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Askriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
Samsekt Alþýðuflokksins
í innrammaðri grein á fréttasíðu Alþýðublaðsins í gær
skartar fróm spuming-: „Vilja íhaldið og framsókn ekki út-
rýma heilsuspillandi íbúðum?“ Hér er ekki farið harkalega af
«tað, enda er þess skammt að minnast að ritstjóri Alþýðu-
blaðsins og vandamenn þess voru í innilegri stjórnarsamvinnu
við þá flokka sem þarna er myndazt við að álasa. En „stjómar-
andstaða" Alþýðuflokksins er öll með þeim hætti að ástæða er
■að vekja á nenni sérstaka athygli. Rammagreinin er þannig,
orðrétt:
„Ihaldið og Framsókn stóðu vandlega saman um það á
Alþingi í gæi* að fella tillögur um fjárveitingar til þess að
útrýma heilsuspillandi húsnæði. Tillaga um slíka fjárveitingu
var felld með 33 atkvæðum gegn 15. Þarf engum að koma á
óvart þótt íhaldið snúist gegn slíku máli, en t janúarmánuði
•íðastliðnum, fyrir bæjarstjórnarkosningamar, var Tíminn full-
nr 'af greinum og myndum af hinum hörmulegu húsnæðisvand-
iræðum, sem blaðið þá taldi reginhneyksli sem krefðist tafar-
lausrar leiðréttingar. Nú hika þingmenn Fráfifasóknar ekki við
að isegja nei við hverri tilraun til að fá heilsuspillandi íbúðum
útrýmt.“
Sízt skal hér dregið úr ádeilu Alþýðublaðsins á afstöðu
ihaldsins til heilsiuspillandi húsnæðis, né heldur ámælinu gegn
yfirdrepsskap og hræsni Tímamanna og Framsóknarflokksins í
því máli. Hvað eftir annáð hefur Þjóðviljinn sýnt með Jkýrum
rökum hvernig þessir tveir flokkar eiga höfuðsök á neyðinni í
Eúsnæðismálum Reykjavíkur og víðar’ um land. En að gefnu
Ailefni þykir rétt að rifja upp fáein atriði um afstöðu Alþýða-
flokksins til þessa málsi.
1 lögunum um opinbera aðstoð við byggingar íbúðarhúsa
frkaupstöðum og kauptúnum, sem sett voru á nýsköpunarárun-
nm, var það merka nýmæli að skylda bæjar- og sveitarstjórnir
til að útrýma heilsuspillandi húsnæði samkvæmt fjögurra ára
áætlun. Gert var ráð fyrir löngum og hagkvæmum lánum og
beinu framlagi ríkissjóðs fyrir allt að 85% byggingarkostnað-
•arins. Þegar við setningu þeirra laga lögðu þingmenn sósíalista
áherzlu á, að tryggja þyrfti í sjálfri löggjöfinni fjáröflun til
framkvæmdar henni. Finnur Jónsson, þá félagsmálaráðherra, og
Alþýðuflokkurinn lögðust gegn því og félldu breytingartillögur
sósíalista um það efni.
En þó kastaði fyrst tólfunum þegar Alþýðuflokkurinn
hafði myndað fyrstu rikisstjórn sína á Islandi. Þá samþykkti
Æann, ásamt íhaldi og Framsókn, að „fresta“ framkvæmd þess-
«ra lagaákvæða um útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Á öllum
þingum síðan hafa þingmenn sósíalista reynt að koma fram við
■afgreiðslu fjárlaga fjárveitingu sem tryggði að ha-fizt yrði handa
nm þessa Iögbundn-u útrýmingu heilsuspillandi hú3næðis en
móti • þeirri viðleitni hefur þar til í fyrradag staðið veggur
Aiþýðuflokksins, íhalds og Framsóknar. Þegar bent var á í
kosningabaráttunni á vetur, að í einni slíkri atkvæðagreiðslu
jþingsins hefðu úrSlit oltið á Alþýðuflokksforingjunum Stefáni
Jóhanni og Ásgeir Ásgeirssyni övaraði Alþýðublaðið með hroka-
íeiðará og varði þá kumpána með þeirri gáfulegu og sanngjörnu
ntaðhæfingu að ekkí hafi verið hægt að. framkvæma lagaákvæði
um útrýmingu heilsuspillandi íbúða vegna þess að Áki og
iBrynjólfur væru búnir að eyða öllum peningunum! Staðhæfing
sem íhald og Framsókn hafa eflaust kunnað að meta. Og það
er ekki lengra síðan en í fyrra, 12. apríl 1949, ^ð Sigurjón Á.
élafS3on, Stefán Jóhann. Stefánsson, Ásgeir Ásgeirsson, Barði
Ouðmundsaoa, Guðmundur í. Guðmundsson og Emil Jónsson,
Helmsóknatiml & sjúkrahúsum:
Landspítallnn, kl. 3—4 virka
daga, 2—4 helga daga. Landakots-
tpítali, kl. 3—5 alla daga. Hvíta-
bandið, kl. 3—4 og 6.30—7. Far-
sóttahúsið, 3—5.
Fréttir af
útnesjamönnum
N. N. frá Nesi skrifar: —
Kæri Bæjarpóscur- — Má ég
ekki einu sinni enn segja þér
fréttir af okkur útnesjamönn-
unum? — Það er líklega óþarft
að segja þér þau tíðindi að
vorið sé komið. En hver veit
nema vorið hitti okkur í hjart-
að á annan hátt en ykkur.
Hingar til hafa þeir ekki allir
verið með sama lagi söngvarn-
ir um vorið. — Hvað söngv-
um viðvíkur, þá hef ég ekki
mætur á söngvunum ykkar
þarna syðra, þessum, sem
skólabömin skrifa upp eftir út-
varpinu og kyrja í vorblíðunni:
„Nú veit ég fyrst, hvað ástin
er.
Ætlarðu ekki að elska mig?
Draumfagra mey!
laus maður hefði nýlega flutt
úr sveitinni, takandi með sér
í hafurtaski sinu ágætustu bók
safnsins héraa „Manninn með
stálhnefana". Og ég, sem hélt
að „Maðurinn með stálhnefana“
væri bara fyndni í leikriti eftir
Loft. — Þetta er ekki fyrsta
undrunarefnið, tem mætir mér
hér. I dag sá ég sólargeisla
gegnum vegg skólastofunnar.
Frómur maður er til vitnis um,
að þetta er satt.
Helgidagslæknir: Guðmundur
Björnsson, Lönguhlið 9. — Sími
81962.
Sjálpuðu thaldi og framsókn til að drepa nákvæmlega sams-
Enginn skýldi yrkja
t skammdegi
„Kennarinn hvggár sig við,
að þau skilji þó að minnsta
kosti ljóðlínuna „Eldgamla Isa-
fold“ eftir þennan vetur, „Isá-
fold! Það er blað“, svaraði ein-
hver rösklega í haust. Hvað
mínum söngvum viðvíkur,
brenndi ég í gær skammdeg-
isbraginn, sem ortur var imdir
laginu „Fátæktin var mín fylgi
kona“. Enginn maður, sem trú-
ir á framtíð þjóðarinnar, ætti
að yrkja í skammdegi.
Ef sveitaalmúginn
vildi fara i
Þjóðieikhúsið
„Nú vendi ég mínu kvæði í
kross: Hvernig fer það, ef ó-
breyttan almúga úr sveitinni,
sem hvorki á pípuhatta né
þúsuna króna kjóla, skyldi
langa til að líta inn í Þjóðleik-
húsið? Vekjum við eftirtekt?
Ég spyr í alvöra. — Dæma-
Framhald á 7. síðu.
Sólskin og krakkar
í fjöru
„Þarna koma þeir þá frá
því að vitja um rauðmaganet-
in og fleygja á land stórum,
gráum fugli; Ekki veit ég hvort
,hann hefur drukknað. en dauð-
ur er hann. Sólin skín, og létt-
klæddir krakkar stikla um f jör-
una. Ég fer að gæta að sam-
verkamanninum. Hann er kom-
inn bæði úr skinnúlpunni og
jakkanum. En ef hann fer úr
peysunni lika, hef ég það til
marks um, að liann hafi, þrátt
fyrir allt, einhverntíma langað
til að yrkja á vorin. Ég gef
honurn gætur um stund. Nei,
ekki 'fer hann úr péysunni.
Höfnln
Skeljungur fór í strandferð í
gærmorgun. Jón forseti kom af
veiðúm í gærmorgun og fór til
útlanda. Géir fór á veiðar í gær-
morgun, var nýkominn úr slipp.
Úranus var tekinn í slipp í gær.
Saltskipið Maikel fór til Kefla-
víkur í gærmorgun.
E I M S K I P:
Brúarfoss fór frá Gautaborg 5.
þ. m. til Reykjavíkur. Dettifoss
fór frá Reykjavík í gær til Leith
Hamborgar og Antwerpen. Fjall-
foss fór frá Halifax, N.S. 3.5. til
Reykjavíkur. Goðafoss fór frá
Hull í gær til Rotterdam og Ant-
verpen. Lagarfoss er í Reykjavik.
Selfoss fór frá Reykjavík 4.5. vest
ur og norður. Tröllafoss fer frá
Reykjavík kl. 20.00 í kvöld til N.Y.
Vatnajökull fór frá Denia 29.4. til
Reykjavíkur. Dido kom til Reykja
víkur 3.5. frá Noregi.
SkipadeUd S.I.S.
Arnarfell er í Oran. Hvassafell
er á Akureyri.
Haustsálir
og vorsálir
„Aldrei gleymi ég því, sem
Einar Kvaran segir um haust-
sálir og vorsálir. Ég var barn,
þegar -ég las það, og mikið á
ég þeim að þalcka, sem völdu
bækur í safnið heima. Vel á
minnzt bækur! Kona nokkur
sagði mén um daginn, að kæru-
Ríklsskip
Hekla var á Akureyri í gær.
Esja er á Austfjörðum á suður-
leið. Herðubreið er í Reykjavik.
Skjaldbreið er á Breiðafirði. Þyr-
ill var væntanlegur til Reykja-
víkur á morgun.
Frú Guðrún Pétursdóttir, Efsta-
shndi 37, er fe.rtug í dag.
Barnavinafélag Reykjavíkur bið-
ur félagana aS muna eftir að
•greiða félagsgjöldin, en þeim er
veitt viðtaka daglega kl. 11—12
f. h. hjá féhirði í Garðastræti 42.
konar tillögu og Alþýðublaðið hneykslast nú á að íhald og
Fraöisókn felli!
Samsekt Alþýðuflokksins um glæpinn gegn fátæklingunum
sem íslenzka auðvaldið dæmir til að lifa í heilsnspillandi hús-
næði er uppvís og skjalfest. ,,Hneykslun“ Alþýðublaðsins nú, og
„áhugi“ Framsóknar i janúar verða því sennilega álíka þung
á metunuin.
Næturvörður er i Ingólfsapóteki.
- Sími 1330.
Næturakstur: Bifreiðastöðvarn-
ar eru opnar allan hólarhringinn.
Nýlega hafa opin-
berað trúlofun
sína, ungfrú Ingi-
björg Pálsdóttir
frá Syðri-Steins-
mýri, V-Skafta-
fellssýslu og Tryggvi Tómasson
frá Syðri-Neslöndum Mývatns-
sveit.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
heldur skemmtifund annað kvöld
kl. 8.30 í Tjarnarcafé.
Ferming hjá séra EmU Björns-
syni í kapellu háskólans kl. 5 e.
h. sunnudaginn 7. maí 1950. — Út
varpsguðsþjónusta.
D R E N G I R:
Gylfi Jónsson, Hverfisgötu 73.
Reynir Bjarnason, Háaleitisveg
38. Sæmundur Gunnarsson, Selby
Camp 7. Þorsteinn Laufar Hjalta-
son, Óðinsgötu 25. Gísli Erlends-
son, Laugaveg 89. Magnús Þor-
steinsson, Sogablett 7.
STÚLKDE:
Erna Aðalheiður Guðjónsdóttir,
Njálsgötu 74. Ingibjörg Sumarliða
dóttir, Hverfisgötu 104A. Agnes
Ólsen, Sölvhólsgötu 12. Guðný Sig
urjónsdóttir, Sölvhólsgötu 7. Kol-
brún Kristín Sigurðard., Klappar-
stíg 27.
11.00 Morguntón-
leikar. 15.15 Mið-
degistónleikar a)
Ljóð fyrir fiðlu
og hljómsveit eft-
ir Chausson. b)
Lög úr óperum eftir Verdi. c)
„Karneval dýranna“ eftir Saint-
Saens. 16.15 Útvarp tU Islendinga
erlendis: Fréttir. — Erindi (Vil-
hjálmur S. Vilhjálihsson rithöfund
ur). 17.00 Messa í lcapellu Háskól-
ans; fermingargúðsþjónusta (séra
Emil Björnsson). 18.30 Barnatími
(Barnastúkurnar í Reykjavík);
Leikþættir — söngur — upplestur
— tónleikar. 19.30 Tónleikar;
Píanólög eftir Brahms (plötur).
20.20 Tónleikar: Tríó fyrir píanó,
óbó og fagott eftir Poulence (plöt
ur). 20.35 Dagskrá „Bræðralags"
kristilegs félags stúdenta: a)
Ávarp (Ingi Jónsson stud theol.).
b) Erindi: Æðsta úrskurðarvaldið
(Þorbergur Kristjánsson stúd.
theol.). c) Kvartett „Bræðralags"
syngur. d) Erindi: Kirkjan og
heimsfriðurinn (Ragnar Fjalar
Lárusson stud. theol). e) Upplest-
ur: Kafli úr bókinni ..Útnesja-
menn" eftir séra Jón Thorarensen
(höfundur les). 21.35 Tónleikar:
Pxanókonsert í F-dúr eftir Ger-
shwin (plötur). 22.05 Danslög (plöt
ur). 23.30 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgixn:
18.30 íslenzkukennsla; I. fl. —
19.00 Þýzkukennsla; II. fl. 19.30
Þingfréttir. — Tónleikar. 20.20 Út-
varpshljómsveitin (Þórarinn Guð-
mundsson stjórnar): a) Rússnesk
alþýðulög. b) „Berliner.Luft," for-
leikur eftir Paul Lincke. c)
„Marche Anna Mite" eftir Paul
Dupin. 20.45 Um daginn og veginn
(Sigurður Magnússon kennari).
21.05 Einsöngur: Einar Markan
syngur (útvarpað frá Dómkirkj-
unni): a) „Sjá þann hinn mikla
flokk“ eftir Grieg-Alnæs. b) „For
de saarede" eftir Thorvaid Lamm-
ers. c) „Rigning" eftir Christian
Sinding. e) Sálmur eftir Pál Is-
ólfsson. 21.20 Erindi: Um kartöflu-
rækt (Ólafur Jónsson í-áðunaut-
ur). 21.45 Tónleikar (plötur). 21.50
Frá Hæstarétti (Hékon Guðmunds
son hæstaréttarritari). 22.10 Létt
lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok.
Gjafir til ÞjóðvUjans.
Frá Bóa kr. 50. —, N.N. kr. 76.
— H.K. kr. 100. — J. F. kr. 100.
—, H. E. kr. 200. —, J. B. kr.
100. —