Þjóðviljinn - 16.05.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.05.1950, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudágur 16. maí 1950. Fyrir utan útvarpssal Framhald af 3. síðu. Jiossara bréfritara úti á landi I þorpum og sveitum lands- nns er lítið um skemmtanir, unga fólkið situr inni og hlust- ar á útvarpið, það óskar eftir léttri hljómlist, eins og unga " íóilcið í Reykjavík, sem fyllir kvikmynda- og kaffihúsin og rskemmtistaðina á hverju kvöldi. Unga fólkið úti á landi er ekk- --ert frábrugðið unga fólkinu í llteykiavík, en það hefur bara - ekki sömu aðstöðu, sem kannske • «r því til góðs, þótt það hafi sí-mu þrár. Og því má ekki út- varpið auka nokkuð léttu hljóm listartímana og verða að ein- hverju leyti við óskum þessara hlustenda? Eg sé enga ástæðu ‘til að svo geti ekki orðið, og ég vil beina þeiiTÍ áskorun til 'útvarpsráðs, að það taki þessa 'hlið málsins til alvarlegrar at- hugunar. Vel gæti svo farið að ineð aukinni skemmtiskrá út- varp3ins, væri unglingum úti á landi og jafnvel í Reykjavík sjálfri, forðað frá einhverjum - víxlsporum og þá væri nokkr- um harmonikuplötum sannar- iega vel varið. IV. 1 blöðum og ritum eru oft birtar, greinar um útvarpsstarf semina og hún gagnrýnd þar. • Oftast er svo að höfundar hafa -•eitthvað til síns máls, en sjald- an er það tekið til greina af útvarpsráði eða útvarpsstjóra. . Af hverju tómlæti þeirra staf- ar, gagnvart óskum hlustenda >er mér ekki kunnugt, en vel gæti mér til hugar komið, að ef þessir háu herrar hlustuðu, þó ekki væri nema einstaka sinnum, á útvarpið, ég tala nú •*ekki um, ef þeir hlustuðu eins mikið-og við í strjálbýlinu, þá xnundu þeira fara að hugsa isig tvisvar um, áður en þeir ;létu óskir hlustenda út um land, •eins og vind um eyru þjóta. - Ætli þeir hlusti nokkum tíma á „Utvarp frá sameinuðu þjóð- unum,“ vía útvarp Reykjavík? Eg get varla trúað því. Eg, sait að segja, býst við að ef svo hefði verið, þá væru þeir búnir að koma þeim ósóma fyr- ir kattamef fyrir löngu og bún ir • að ráðstafa þeim tíma út- varpsdagskrár til einhvers þarf ara og þá um leik kannske ekki eins kostnaðarsamrar starf semi. En það var ekki tilgangur minn með línum þessum, að' fara að skattyrðast við útvarps ráð eða útvarpsstjóra, heldur hitt, að vekja a'chygli þeirra á því að óskir h’.ustenda eiga rétt á sér. Útvarpið er menningartæki, sem þjóðin á og forráðamennirn ir eiga að standa vörð um, en það þarf ekki að rýra menning argildi þessarar stofnunar þótt breitt sé til og lagfært um starfsemina. V. En svo er anr.að mál, sem þessu er skylt og rétt að fara um nokkrum orðum og það eru systrastofnanir útvarpsins. Nú er svo komið að ekki er unnt að fá nokkum h!ut til viðhalds viðtækjum. Það eru ekki til ,i(a(mpar, loftnetavír, einangrarar bananstingir, loftnetavír, grunn tengisnarar og fl. þess háttar, sem nauðsynlegt er að ávalt séu birgðir fyrirliggjandi af. Já, ég nefni nú ekki ný víðtæki. En ekki held ég því fram að þetta sé forráðamönnum þess- ara stofnana að kenna, heldur munu gjaldeyris- og innflutn- ingsyfirvöld landsins ein eiga sökina. Ekki er því að leyna að fjárhagur okkar Islendinga er örðugur, en með <- góðum vilja og höftum á óþarfainnflutn- ingi, stöðvun á gjaldeyri til lúxusflakkara og öðrum slíkum sjálfsögðum ráðstöfunum, mættj sennilega bæta mikið þennan skort nauðsynlegra við- gerðarhluta. Og eitt er í þessu sambandi, sem gjaldeyrisyfir- völdin láta sér kannske í léttu rúmu liggja, en það er rýrn- un tekna útvarpsins því ekki verður betur séð, en með slíku áframhaldi verði flestir útvarps notendur að láta loka víðtækj- um sínum. Þá er líka kannske sama hvernig dagskrá útvarps- ins verður í framtíðinni og hvernig útvarpsráð verður við tilmælum útvarpshlustenda. Kristján Imsland. firJ OUA og astir John Stephen S t range 54. DAGUR. TILKYNNING Nr. 13/1950. ■'t * >• i Ríkis3tjórnin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á - |! ;■ skömmtuðu smjöri sem hér segir: í í heildsölu kr. 22.50 pr. kg. I smásölu kr. 24.00 pr. kg. Reykjavík, 15. maí 1950. Verðlagsstjórinn. --wnJVUVN^rtiWWUWWVWUW/VUVWWUWN. aVWWWWWW gert sér ljóst, hvaða þýðingu það hefði fyrir hana, ef hún missti hann. Framkoma hans sem var af ásettu ráði full af glensi og al- vöruleysi, hafði svo örsjaldan komið upp um alvöruna sem á bak við lá. Ef til vill hafði bún verið hrædd við að viðurkenna þessa alvöru, en hún hafði vitað, að fyrr eða síðar vrði hún að taka afleiðingunum af því ástandi, sem hún hafði sjálf skapað. Því ekki það? Aðrar konur höfðu gert hið sama. Var hún hrædd við að fóma einhverju af hinni dýr- mætu persónu sinni? Vildi hún ekki koma til móts við Bamey með göfuglyndi sem jafn- aðist á við göfuglyndi hans? Öll þessi ár hafði hann aldrei beðið hana neins. Hann hafði gef- ið henni ákvörðunarvaldið, vegna þess að hann vissi, að það var örðugt að viðurkenna uppgjöf sína og það var hennar að ákveða hvort hún vildi halda eða sleppa. Þetta sagði hún við sjálfa sig, þegar hugs- un hennar var skýr og síðan greip skelfingin hana aftur, eins og líf hennar hefði verið hrist af gmnni. Og skelfingunni fylgdi reiði og gremja. Framkoma hans við Grid var í rauninni fyrir neðan allar hellur. 1 því máli var hún að minnsta kosti sjálfri sér ráðandi. Hún leit á Barney yfir borðið — hann leit ljómandi vel út í samkvæmisfötum. Hvers vegna var honum svona illa við að vera í þeim? — og síðan brosti hún blíðlega til Carsons sem sat við hlið hennar. Ríta hafði sett Carson sér á vinstri hönd — snoturlegt hugsaði Muriel — næst honum sat Muriel og honum megin voru Hugh og frú Maarten til hægri handar Vincent. Hend- rick Maarten sat í heiðurssætinu og Dóra Lindlay við hlið hans og Bamey sat á milli Dóru og Rósu Saltenstall. Dóra, tófan sú rrna, daðraði við Bamey og hann reyndi að fcorga í sömu mynt, en það var ekki fyrir- hafnarlaust. Muriel var fegin því. Hún vissi, að Barney hafði litlar mætur á Dóru Lindl- ay. Hún fylgdist af athygli með athöfnum hans, meðan hún gerði sér of dælt við Car- son. „Hamingjan góða, ég er mesta ótukt,“ hugs- aði hún og hafði gætur á Barney. Þau voru að tala um morðið. „Lögreglan er búin að finna vopnið," var Carson að segja. „Eða það halda þeir að minnsta kosti. Vinur minn á lögreglustöðinni sagði mér af því. Þeir hafa fundið heimatil- búinn lurk í ruslafötu á götuhorni, rétt hjá húsi frú Moreno. Og hann var blóðugur. Og blóðið var úr blóðflokki Dimmocks." Það fór hrollur um Rítu. „Það er hræðilegt að hugsa til þess, að fyrir réttum fjómm árum var hann að borða með okkur í Batavíu — það var í afmælis- veizlu fyrir Grid eins og hér er núna.“ Maarten leit á Rítu. „Lögreglan — eða öllu heldur F.B.I. — hef- ur áhuga á þeirri veizlu. Em þeir búnir að tala við þig?“ „Já. Það kom maður hingað I dag — ein- hver herra Higgins. En ég gat engar upplýs- ingar gefið honum. Ég hitti aldrei Dimmock nema þetta eina kvöld — og nú fyrir einum mánuði rakst ég á hann á Rockefeller Plaza. Ég sagði honum frá því.“ Maarten kinkaði kolli. „Higgins kom líka til mín, en ég er hræddur um að ég hafi lítið getað hjálpað honum. Ég þekkti Dimmock, þegar hann vann hjá Meier- ling og ég hef hitt hann stöku sinnum. En í rauninni vissi ég lítið um hann.“ „Hver var hann í raun og veru?" spurði Ríta. Carson hló. „Hann var ein af fótaþurkunum, elskan. Einn af þeim sem fékk að gera þau skítverk, sem hinir stóru vildu ekki ata sig út á.“ Hann leit á Maarten. „Það er sagt, að hann hafi átt einhvem þátt í þinghúsbrunanum. Hefurðu aldrei heyrt það ?“ " „Ég hélt að það hefði verið Georg Bell.“ „Jæja, það getur verið. Bell var að minnsta kosti skotinn “ „Hver var Georg Bell?“ spurði Rósa Salten- stall hinum megin við borðið. „Hann var allra þjóða kviklndi,“ sagði Car- son henni. „Af sama kattakyni og Dimmock. Baktjaldamakkari. Það er álitið að hann hafi skipulagt þinghúsbrunann fyrir Hitler. Þar kom dálítið svipað fyrir. Um það bil ári eftir brun- ann fór fram réttarrannsókn og þar átti Bell að bera vitni. Hann varð hræddur og flúði yfir landamærin til Austurríkis og Gestapó elti hann og skaut hann.“ „Ertu að gefa í skyn, að F.B.I. hafi komið Dimmock fyrir kattarnef ?“ spurði Bamey glott- andi. Carson hrópaði upp yfir sig. „Hamingjan sanna, nei. Ég er bara að gefa í skyn, að sennilega verður mörgum hughægra þegar hann er úr sögunni." Hann muldi brauð- mola milli fingranna. „Ég vildi óska að ég vissi eitthvað um Dimmock," sagði hann. „Dóra segir, að ég verði að skrifa kafla um hann í nýju bókina mína.“ „Auðvitað verðurðu að gera það.“ Dóra Lindl- ay var ákveðin í rómnum. „Þú getur ómögu- lega gefið út bók um olíu núna, án þess að" minnast á Dimmock. Og það sem meira er: DaviB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.