Þjóðviljinn - 25.05.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.05.1950, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. maí 1950. 3 íþróttasamband íslands og Bí Greinargerð frá framkvœmdastiórn f.S.Í. „Blaðamannafélag Islands, hefur látið birta í dagblöðun- um samþykktir og greinargerð um mál sem verið hefur á döf- inni milli B.í.' og Iþróttasam- bands Islands varðandi ofek blaðmanna, að hafa frjálsan að gang að iþröttamótum innn I. S.í. Framkvæmdastjórn l.S.l. tel ur rétt vegna félaga sinna og sérsambanda. og annarra (þeirra er hafa áhuga fyrir þessu) að gera nokkuð fýllri grein fyrir gangi þessa máls en fram kemur í skýrslu B.í. Á fundi framkvæmdastjórnar I.S.t. 3. apríl er lagt fram bréf frá B.I. dagsett 31. marz þar sem farið er fram á það að „félagar B.I. hafi jafnan greiðan aðgang að íþrótta- knattspymu og sundmótum, sem haldin eru á vegum hinna ýmsu sérsambanda I.S.l. gegn framvísun félagsskírteinis. Framkvæmdastjóm l.S.I. leit á þetta sem nýja tillögu um fyrirkomulag um aðgang biaða manna að íþróttamótum og gerði þá jafnframt ráð fyrir að þeim yrði þá að ætla sömu sæti (beztu sæti) og venja er þegar aðgöngumiðar eru send- ir til blaðanna, og ætlaðir em þeim er um mótin rita. Var framkvæmdastjórnin á einu máli um að ekki væri hægt að gefa þetta leyfi án samþykkis sérsambanda I.S.I. enda var á s.l. ári samin reglugerð af full- trúum frá íþróttabandalagi Reykjavíkur, sérsamböndunum og framkvæmdastjórn Í.S.Í. þar sem gert er ráð fyrir aJ hvert blað fái 1 aðgöngumiða, og hefur upplýst að þáverandi formaður B.I. Helgi Sæmunds- SKiPAItTGeRO KIKISIWS Ðerðiiireið Tekið á móti fiutningi til Þórshafnar og Raufarhafnar í dag og á morgun. Reykjavikunnót 2. flokks i knattspyrnu heldur áfram í kvöld kl. 7.30 á Háskólavellin- um. Þá keppa K.R. og Valur og strax á eftir Fram og Vik- ingur. — Mótanefndih Ármann Skiðadeild Skíða og skemmtiferð á Tindí fjailajökul. Faríð á laugarda ki. 3. — Farmiðar seldir i skri stofu félagsins í kvöld kl. 8— Stjórnin son, hafi látið munniega í ljós það álit „að hann teldi það yf- irdrifið" og við það var stuðzt. Þess má geta hér, að tillaga um þetta kom fram á þingi I. B.R. 1949 og kom fram í um- ræðunum að mjög var kvartað undan fjölda boðsmiða og fri- aðgönguskirteina og óskað að það væri skorið niður sem hægt væri, Síðan fékk málið þar þá afgreiðslu, sem að tram an greinir og voru bæði stór og smá félög innan I.B.R. þvi samþykk. . Var B.I. skýrt frá þessu og send reglugerðin með bréfi dagsettu 11. apríl og jafn- framt óskað góðrax samvinnu við B.I. eins og verið hefði. 16. apríl fékk framkvæmda- stjórn I.S.I. annað bréf frá B.I. dagsett 14. apríl. Þar endur- tekur B.í. óskir sínar og telur sig óánægt með svar Í.S.Í. og biður um skýlaust svar. Á fundi framkvæmdastjórn- ar ÍSl 17. apríl er svo bréf þetta tekið til umræðu. Var á- kveðið að leita til Norðurland- anna: Danm., Noregs oð Sví- þjóðar og spyrjast fyrir um hvaða. reglur giitu þar í þess- um efnum, með það fyrir aug- um að hafa svipað fyrirkomu- lag hér og þar. Jafnframt er ákveðið gð leita álits sérsam- bandanna á málinu og að fengn um þessum upplýsingum að leysa það á friðsamlegan og vinsamlegan hátt. Frá þessu greinir framkvæmdastjórn I.S. I. í bréfi sínu til B.I. dagsettu 24. april. Með þessum aðgerð- um áleit framkvæmdastjómin að málið yrði öruggast leyst og tiltölulega fljótt. Það næsta sem framkvæmda- stjórnin fær að vit^ um þetta mál er það að formaður B.I. Thorolf Smith og ritari Jón Bjarnason, mæta á fundi fram- kvæmdastjómarinnar 15. maí eftir samkomulagi við Erling Pálsson, varaforseta Í.S.T. fyrr um daginn símleiðis. Skýrðu þeir félagar málið og gátu þess að þetta væri einn þáttur í því að afla blaðamönnum meiri við urkenningar og réttinda i starfi Þeir mundu- ekki kref jast beztu sæta og þeir gerðu ekki ráð fyrir að hætt yrði að senda blöðunum aðgangskort að mót- um og sýningum þó óskir þeirra yrðu uppfyJtar. Formaður B.í. gat þess að óþarft væri fyrir Í.S.Í. að bíða eftir svari frá Norðurlöndun- um hvað mál þetta snerti, því þar væri allstaðar sá háttur á hafður að blaðamenn fengju frjálsan aðgang að öllum í- þróttamótum og sýningum. Á fundinum ríkti hin mesta ein- ing og skilningur virtist gagn- kvæmur. Hinsvegar gat fram- kvæmdastjómin þess eins og hún hafði raunar áður gert, að hún gæti ekki tekið ákvörðun ÞJÓÐVILJINN upp á sitt eindæmi, án þess að bera það undir sambands- ráð I.S.I., og það því fremur sem fram hefði komið frá einu sérsambandi sú skoðun að ekki bæri að sinna þessari ósk B.í. Formaður og ritari voru spurðir hvort nokkuð það lægi fyrir sem gerði það knýjandi nauðsyn að hraða svo málinu að ekki mætti bíða eftir sam- bandsráðsfundi 10. júni og gáfu þeir ekkert sérstakt svar við þvi. Fundinum lauk með þvi að form. B.í. sagðist skilja afstöðu framkvæmdastjórnar 1.5.1. Kvöddu þeir síðan og fóru. Eftir stutta stund komu þeir formaðurinn og ritarinn aftur, og sögðust eiginlega, hafa gleymt eða ekki athugað að rétt hefði verið að skýr.i framkvæmdastjórn ISl frá því áður en þeir fóru, að búið væri að samþykkja í B.I. bann við öllum fréttaflutningi um í- , þróttamót og sýningar innan I. 5.1. og gilti þuð þar.gað tii gengið hefði verið að óskum B.í. Framkvæmdastjórnin lét í ljós notkkra undrun yfir þeirri meðferð sem málið hefði hlotið hjá B.I. og óskaði að þetta kæmi ekki til framkvæmda fyr en útséð yrði hvernig sam- bandsráðsfundur liti á þetta mál. Kváðu þeir sig bundna af samþykkt félaga sinna og gætu ekki upp á sitt eindæmi neinu breytt, en lofuðu að kalla sam an fund B.I. að riýju og skýra frá þeim undirtektum er má; þeirra fékk hjá framkvæmda- stjórn I.S.I. Óskuðu þeir eítir að fá bréf frá l.S:I, sem stað festi umræður fundarins og var því heitið, og bréfið sent næsta dag. Samkvæmt skýrslu B.í. um málið virðist það næsta sem gerist, að árla næsta dag 16. maí ítrek'ar funaur B.l. fyrri samþykkt sína um bann við fréttaflutningi frá íþróttum nv an I.S.l. Virðist það gert i krafti þess að þrjú félög Árm- ann, l.R. og K.R. hafi skriflega gengið að öllum óskum B.I. Hinsvegar hefur ekki borizi svar við bréfi því er fram- kvæmdastjórnin sendi daginn eftir fund formanns og ritara B.I. með ISl og þeir óskuðu að fá. Framkvæmdastjórn I.S.I viil taka fram að hún hefur altaf óskað góðs samstarfs við blaða menn, AÐ HÚN hefur gert sitt til að þetta yrði leyst á svip- aðan hátt og það er hjá öðrum þjóðum. AÐ HÚN hafi aldrei hugsað sér að draga þetta mál á langinn meira en nauðsyn- legt og eðlilegt er vegna öflun- ar upplýsinga og Sambands- ráðsfundar Í.S.l. 10. júní. Virðist framkvæmdastjórn- inni sem bann B.I. sé óeðlilegt og ósanngjarnt eins cg málin stóðu á því augnabliki, sem það var' samþykkt i B.l. og ejíki í samræmi við það góða samstarf sem verið hefur öll undanfarin ár, og ekki heldur í samræmi við þann góðv'Ija í garð íþróttanna sem fram kemur' í greinargerð B.I. um málið. Það kemur greinilega. fram hjá B.I. óblandin ánægja yfir því að þrjú félög skuli hafa gengið að öllum kröfum þeirra. Mundu þeir láta í ljós jafn mikla ánægju, ef einhverjir úr hópi þeirra sjálfra brygðust svo heildarsamtökum sínum í mikils verðum málum ?“ Nokkrar afhugasemdir frá stfórn BEaðamannaféíags Stjóm Blaðamannafélags ís- lands telur rétt að gera örfá- ar athugasemdir við greinar- gerð þá er stjórn íþróttasam- bands íslands hefur látið frá sér fara varðandi skipti blaða- manna og l.S.Í. Stjórn I.S.I. segir, varðanai reglugerð þá er l.S.Í. sam- þykkti 23. júní í fyrra um út- hlutim aðgöngumiða, að þáver- kndi formaðu'r B.Í., Helgi Sæ- mundsson, hafi látið það álit „munnlega" í Ijós að „yf- (lrifið1* væri að hvert blað fengi 1 miða. Stjórn B.I. leyfir sér að efast um gildi þessarar full- yrðingar, en úr því verður ekki skorið að sirini, þar sem Helgi er nú erlendis. I þessu sam- 'bandi er rétt að taka það fram að stjórn Í.S.I. sýndi blöðun- um ekki þann samstarfsvilja að leita álits þeirra um miðaþörf þeirra, né heldur Blaðamanna- félags Islands, en ákvað náðar samlegast, að hvert blað skyldi fá einn miða. Það ér ekki liægt að líta á þá ráðstöfun stjómar I.S.I. að sk-era þannig niður aðgang blaðanna. að íþróttamótum öðruvísi en refsiráðstöfun gagn vart blöðunum; minna en einn miða var ekki hægt að úthluta blöðumnn, nema eiga það á hættu að þau hættu að afla 1. S.I. vinsælda. Máske hefur I.S.Í, talið sig með samþykkt þessarar reglugerðar vera að tjá blöðunum þakklæti sitt fyr ir skrif þeirra um íþróttamál. Þeir sem til þekkja, vita hins- vegar að nauðsynlegt er á mörgum mótum, að blöðin hafi 2 inenn til að geta sagt frá þeim á viðunandi hátt. Stjórn B.Í., kemst ekki hjá þyí, þótt henni þyki það leið- inlegt að uþplj’rsá, að þegar B. I. óskaði að blaðmannaskír- eini gildi sem aðgangsheimild að íþróttaniótum skildi stjóm Í.S.I. það sem aðgang að „stúkusætnm**, og mun hafa leitað álits sérsambanda sinna samkvæmt þeim misskilningi og fengið svör þeirra í samræmi við það. Það þarf ekki að taka það fram, að fyrst stjérn Í.S. I. ekki skildi orðin „aðgang að íþróttamótum** hefði stjcrn B. 1. verið Ijúft að útskýra þau, hefði þess verið óskað. Stjórií B.l. telur að drengilegast hefðí verið fyrir stjóm I.S.I., þegar henni var ljós orðinn misskiln- ingur á þessum orðum, að leita á ný álits sérsambanda sinna, á hinum rétta grundvelli, og telur að þá hefði málið ver- ið leyst með góðu samkomu- lagi beggja. aðila. Stjórn B.I. leyfi sér að efast um að sá háttur er stjórn Í.S.Í hefur val: ið til afgreiðslu þessa máls sé í samræmi við vilja íþrótta- mánna almerint. Blaðamenn telja tregðu og seinlæti stjórnar Í.S.I. í þessu máli óviðunandi. 10 dögum eft- ir að Í.S.Í. barst seinna bréf B. I. svarar hún því að hún ætli að leita upplýsinga á Norður- löndum. Enda þótt mörgum. blaðamönnum væri af eigin. reynslu kunnugt um réttindx blaðamanna á Norðurlöndun* taldi B.I. rétt að leita upplýs- inga frá stéttarbræðmm sin- um á Norðurlöndum og fékk: svör þeirra um hæl. Stjóm I. S.I. mun hinsvegar ekki hafái fengið i hendur svörin frá Norðurlöndum enn. Það verður ekki komizt hjá að leiðrétta eitt atriði i grein- argerð stjómar I.S.Í. Þegar stjóm I.S.l. óskaði þess á við- ræðufundinum 15. þ.m. að af- greiðslu málsins yrði frestaö svaraði formaður B.I. þá þegar að fulltrúar B.I. væru bundnir af samþykkt félagsins. Hins- vegar harmar stjóm B.l. ná sem þegar 15. maí þau hlálegri. mistök að stjóm Í.S.Í, var ekki strax skýrt írá þrí hver sú samþykkt var, en það kom ein- faldlega til af því hve formað- ur B.í. lagði sig fram um að uppræta allan misskilning um málaleitan B.I. og hve umræð- umar snerust mikið um það. Erindi formanns og ritara B.í. á fund stjórnar Í.S.Í. var ein- ungis að útskýra málaleitan B. I. og skýra stjórn Í.S.Í. frá samþykkt félagsfundarins í B. I. 14. þ. m. og það gerðu þeir. Umræður þessar 15. þ.m. fóru af beggja hálfu mjög vin- samlega, fram og stjórn l.S.Í. lýsti yfir því að hún myndi beita sér fyrir að sérsambönd og félög innan I.S.Í. yrðu við óskum B.I. þótt hún hinsvegar teldi sig ekki hafa heimild til að ákveða. það án samþykkis þeirra. Blaðamenn fögnuðu þess ari afstöðu stjórnar l.S.l. og töldu að nú myndi allur ágreiní ingur milli blaðamanna og: flestra, ef ekki allra, íþróttafé- laga úr sögunni, og í samræmi við það samþykktu blaðamenni á fundi sínum 16. mai (senx var haldinn kl. 2 e.h. og er það venjulegur fundartími B.l. þótt stjóra I.S.I. telji það „árlai dags“), að frá hálfu blaða; manna. skyldi rikja jafngóð samvinna. og verið hefði við hvert það félag er yrði við ósk- um B.I. um réttindi blaða- mannaskirteinis. Nú hefur það hinsvegar komið í ljós, blaða- mönnum til mikillar undrunar, að stjórn l.S.l. telur þau fé- lög haía „brugðist heildarsam,'. Framhald á 7. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.