Þjóðviljinn - 25.05.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.05.1950, Blaðsíða 6
ÞJÓÐVILJINN FSmrotudagur 25. maí 1950. Fluo-ferðir uin hvíta- simnuna Vesfmannaeyjar: Föstudag 26. maí: Til Vcstmannaeyja • kl. 13:30 — 19:30 Frá Vestmannaeyjum: kl. 16:30 — 20:00 Laugardag 27. maí: Til Vestmannaeyja: Frá Vestmannaeyjum: kl. 13:30 kl. 14:00 — 15:30 — 16:00 — 17:30 . — 18:00 Mánudag 29. maí: Til Vestmannaeyja: Frá Vestmannaeyjum: kl. 13:30 kl. 17:00 — 19:30 — 20:00 — 21:30 — 22:00 Þriðjudag 30. maí: TII Vestmannaeyja: Frá Vestmannaeyjum: kl. 07:30 kl. 08:00 — 13:30 — 14:00 Akureyri: Föstudag 26. maí: Til Akureyrar: Frá Abureyri: kl. 09:30 kl. 10:30 — 21:30 — 22:30 Laugardag 27. maí: Til Akureyrar: Frá Akureyri: kl. 09:30 k'J. 10:30 — 19:30 — 20:30 Mánudag 29. maí: Til Akureyrar: Frá Akureyri: kl. 09:39 kl. 10:30 — 16:30 — 17:30 Þriðjudag 30. maí: Til Akureyrar: Frá Akureyri: kl. 09:30 kl. 10:30 — 15:30 — 16:30 LOFTLEIÐIR H/F Sími 81440 At vinna Um mánaðamótin júní—júlí getur rösk stúlka íeng- ið atvinnu við innheimtu- og skrifstofustörf hjá Þjóðviljanum. — Umsóknir ásamt meömælum leggist inn á afgreiðslu blaðsins, merkt: „Atvinna — 501“. I Smébarnaskóli Laugarness í Hofteig 40 — Sími 81593 Næstu daga verður tekið á móti umsóknum um skólavist fyrir n. k. vetur. JÓNAS GUÐJÖNSSON TEITUR ÞORLEIFSSON rfTl OLIA og asfir John Stephen Strange 59. DAGUK. húsinu ávarpaði maðurinn hann og rak byssu í bakið á honum. Honum var sagt að fara inn í bílinn og setjast á gólfið. Það var enginn ná- lægur, sem gæti komið til hjálpar. Það var dimmt og úrheilisrigning. Hann fór inn í bil- inn og svo man hann ekki eftir neinu fyrr en hann raknaði við, holdvotur, undir runna í Central Park“. „Það var og“, sagði Barney lágt. „Hann þreifaði í vösum sínum og þar var veskið hans og úrið. Þá var klukkan kortér yfir níu, Og svo tók liann eftir því að lyklamir hans voru horfnir. „Jæja, hann vissi hvað það þýddi. Andartak datt honum i hug að flýja frá öllu saman en svo t— eftir frásögn hans sjálfs — fékk hans betri maður yfirhöndina. Hann gat ekki yfirgefið vin sinn. Hann flýtti sér aftur heim. ,,Hann hafði enga lykla og komst ekki inn án þess að hringja bjöllunni, en það vildi hann ekki. Hann vissi ekki hvað til stóð. Enr hann yonaði að hann gæti bjargað Dimmock, ef hann kæmi nógu snemma. Hann var með byssu í rass- vasanum, sem ræningjamir höfðu ekki tekið eftir eða látið eiga sig. Og á heimJeiðinni lagði hanp á ráðin. „Hann vissi auðvitað um göngin undir næsta. húsi. Ef til vill var það ein ástæðan fyrir því að hann bjó þama. Hann fór þá leið og klifraði upp á svalimar. „Giugginn var opinn en tjöldin voru dregin fyrir. Ekkert hljóð heyrðist. Hann gægðist gegn- um rifuna. Það logaði aðeins á einum lampa, en samt sá hann að enginn var í herberginu. Stundarkorn datt honum i hug, að. Dimmock væi’i farinn og svo læddist haxxn inn og sá, hvað hafði gerzt.“ Higgins leit á Barney. „Það er ekki Ixægt annað en'kenna í brjósti um veslings manninn. En ef þetta hefur viljað til eins og liann lýsir því, þá hefur Ixann auð- vitað hagað sér eins og flón. En hann hafði fengið höfuðhögg og þama er búið að myrða be-zta vin hans á hinn hryllilegasta hátt. Það var því ekkert undarlegt þótt hann tapaði sér. „Og hann var milli tveggja elda, Iögreglunnar annars vegar og morðingjanna hins vegar. Hon- um datt að'eins tvennt í hug: að flýja og leyna líkinu í lengstu lög. „Hann skipíi um föt, þvoði sér og setti blautu fötin niður í tösku. Hann setti untanyfii-föt Dimmock inn i fataskápinn og bi’eiddi rúmfötin vandlega yfir líkið. „Hefði hann séð brotna úrið, hefði hann sennilega laumazt aftur út sömu íeið og hann kom og vonað að enginn h'efði séð hann. En það gei’ði hann ekki. Hann hafði sagt frú Mor- eno, að hann ætlaðj að koma aftur að sækja vin sinn, og hann vissi að hún kæmi upp til að horfa á eftir þeim. Og ef hann kæmi ekki, þá mundi hún rannsaka málið. Og hann þurfti á tíma að halda — tíma til að komast undan* og fela sig.“ ,,Þú heldur að þessi saga. sé sönn, er það ekki?“ spurði Bamey. „Já. Já, það held ég. Að minnsta kosti megnxð af henni.“ „Haltu áfram.“ „Hann fylltist skelfingu, þegar honum datt x hug að morðinginn kynnj að hafa tekið lykiliim með sér, en hann stóð í dyrunum. Hann hlust- aðí. Enginn var á ferli. Hann læddist yfir gang- ínn, opnaði útidyrnar og skellti hurðinni, fór aftur inn í herbergið, tók upp töskumar, slökkti Ijósið, læsti dyrunum og fór út. Á leiðinni yfin ganginn heyrði hann, að frú Moreno var að koma upp stigann. „Það var tómur leigubíll fyrir utan. Hannl þaut upp í hann og sagði bílstjóranum að aka' sér á Penn stöðina. Þar fór hann upp í neðan- jarðarlest, fór með henni niður á Waverly Place og settist að á gömlu gistihúsi, mjög rólegu, þar sem einkum bjuggu rosknar konur. Hann ákvað að hafa sig lítið í frammi, unz hann væri búinn að ráðgera eitthvað til frambúðar. En skrif- stofumaðurinn tók eftir einhverju kynlegu í fari hans og þegar lýsingin á honum kom í kvöld- blöðunum gerði hann okkur aðvart." Augu Barneys leiftruðu. „Spurðirðu hann um dagblaðið?" „Já. Og það er undarlegt, Bamey. Fyrst hélt hann að við ættum við blaðið sem Maria keypti fyrir hann og hann hafðj skilið eftir á skápn- um í herbergi sínu. Hann mundi ekki eftir neinu öðru blaði. Og síðan sagði hann, að það hefði að visu legið dagblað ofaná öskutunnunni. Hann steig á það þegar hann klifraði upp vegginn. Þess vegna bar hann ekki ösku inn í herbergið.“ „Veit hann hvað klukkan var, þegar hanxx fann Dimmock?" „Nei. En hann heldur að hann hafi verið um það bil tuttugu mínútur á leiðinni frá skemmti- garðinum. Og eftir því hefur klukkan verið fimm mínútur yfir hálftíu. Það var næstum hætt að rigna. Það var alveg stytt upp, þegar hann fór alfarinn frá húsinu.“ „Og heldur hann því fram, að hann viti ekki hver morðinginn er?“ „Já. En ég held að það sé vitleysa. Eg held að hann sé hræddur.“ „Auðvitað er það vitleysa. Segir hann hver hafi haft gætur á íbúð Dimmoeks ?“ „Hann segist ekki hafa séð neinn, hann viti ekki neitt af neinu tagi um málefni Dimmocks."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.