Þjóðviljinn - 13.06.1950, Side 5

Þjóðviljinn - 13.06.1950, Side 5
Þriðjudagur 13. júni 1950 ÞJÓÐVILJI™N B Þessa uppdrætti hefur Sig- valdi Thordarsen arkite' gert fyrir Leigjendafélag Keykjavíkur, en það hefur í h.vggju að ráðast í bygg- mgaframkvæmdir fyrir með- limi sina, og yrðu íbúðir þessar leigðar félagsmönn- um á kostnaðarverði. Ibúð- irnar eru af tveimur gerðum, fjögurra og þriggja her- bergja, og er gert ráð fyrir að þær verði í þriggja hæða sambyggingum, ca. 30 íbúð- ir í bloklí. Leigjendafélagið vill ráðasi i byggingu íbnða er leisðar verl félagsmönnni á bostnaðarverði Sigvaldi Tliordarseii laeffiir gerí upgidrætti af fveimur ibíidarger ðaisii fyrir félagid Þao er á allra vitorði, sem eitthvað hafa kynnt sér hyggingamál Reykjavíkur, að þær íbúðir, sem reistar hafa verið hér á síðustu árum eru alltof dýrar fyrir láglaunafólki, að eignast þær eða leigja. Þáð vandamál hefur enn ekki veriö Isyst, að sjá fátækasta fólkinu hér x þessum bæ fyrir ódýrum en þó góðum og hollum íbúðum. Þegar Leigjendafélag Reykjavíkur var stofnað fyrir röskum tveim árum síðan, var það eitt af stefnumálum þess að ráöast í byggingu leiguíbúða fyrir félagsmenn, auk þess sem þaö gætti hagsmuna leigjenda almennt í viðskiptum þeirra við húseigendur. Nú hefur félagið fengið ungan og áhugasaman arkitekt, Sigvalda Thordar- sen, til að gera uppdrætti áð tveimur íbúðagerðum fyrir félagið, þar sem leitast er við að hagnýta byggingar- efni og húsrými sem bszt, um leið og fullnægt er kröf- unni um hagkvæmar og heilsusamlegar íbúöir. Gunnaz M. Magnúss: Þegar æðukollan flýgur fyrir skotið Nýlega afhenti stjórn Leigj- endafélagsins blaðaraönnum iþessa uppdrætti ásamt með- fylgjandi greinargerð, þar sem settar eru fram. hugmyndir félagsins í sambandi við hinar fyrirhuguðu byggingafram- kvæmdir: „Leigjendaféiag Reykjavíkur álítur brýna nauösyn. béra til þess, að félagið sjálft leggi út í byggingaframkvæmdir leigu- íbúða fyrir meðlimi sína eins fljótt og því verður við komið. Hefur stjórn félagsins snúið sér til Sigvalda Thordarsen arkitekts, og fengið hann til iþess að teikna meðfylgjandi uppdrætti að tveini íbúðargerð- iUm. Er þar lögð sérstök á- iherzla á að hagnýta sem bezt rými og efni, er fullnægi þó að öllu þeim kröfum, sem gera verður til mannsæmandi hús- næðis. Stærri íbúðargerðin, sem er 4 herbergi, borðikrókur, eld- hús og bað er 89,5 nr brúttó með hálfu stigahúsi. í stiga- Ihúsi er komið fyrir rafmagns>- jnælum o. þ. h. ásamt sorp- rennu. Auk þess eru svalir ca. 5 m2. Minni íbúðargerðin, sem er 3 jhetbergi, borðkrólcur, eldhús og bað, er 75,75 ms brúttó með hálfu stigahúsi. Auk þess eru svalir ca. 5 m\ Rúmmál stærri íbúðargerðar- innar er ca. 250 m", fyrir utan hlutdeild í kjallara og þaki, en minni íbúðargerðirnar ca. 210 m", reiltnað á sama hátt. Eins og sjá má á teikningum þess- um, er við skipulag íbúðanna lögð aðaláhersla á það að gera störf húsmóðurinnar sem létt- ust. ■ Leikskáii (borðkrókur), sval- ir, eru í nánu sambandi við eldhúsið, ennfremur svefnher- bergið og aðrir hlutar íbúðar- innar. Og segir það sig sjálft, að slíkt fyrirkomulag íbúða auðveldar mjög alla umsjón með börnum. Ennfremur er lögð á það mikil áherzla, að sem minnst verði af göngum og dimmum forstofum í íbúðinni. Innri gangurinn, sem komið er inri í úr stigahúsinu, er í senn bæði leikskáli og borðkrókúr. Fata- geymsla sem ekki nær til lofts, skilur borðkrók frá sjálfum inn- ganginum. Gert er ráð fyrir þriggja hæða sambyggingum (blokk- um), tneð ca. 30 íbúðum í hverri. I kjallara verði komið f.yrir auk geymslna, sameigin- legu þvottahúsi er búið sé öll- um nýtízku vélum. Séu húsin ekki á hitaveitu- svæði er gert ráð fyrir sam- eiginlegum ,.hitacentral“, helzt fyrir fleiri blokkir. Auk barnaleikvallar, er að sjálfsögðú mjög nauðsynlegt að hafa barnaheimili og vöggu- stofur í sambandi við slíkar blokkbyggingar. En gerð og fyrirkomulag þeirra heimila færi vitanlega eft-ir því hve miklu framlagi félagiS, hefði yfir að ráða. í þessum hugmyndiun sem hér eru settar fram, er gerð tilraun til þess að samræma sem bezt hagnýtingu rýmis og efnis við þarfir íbúanna. Og í öðru lagi er þeim hluta alþýð- unnar í landinu, sem skarðast- an hlut hefur með alla tekju- öflun, veittur möguleiki til þess að búa í góðum og hollum íbúð- um, þar sem félagið hugsar sér að íbúðirnar verði leigðar fé- lagsmönnum með aðeins kostn- aðarverði. En fjöldi láglauna- fólks hefur engin tök á að leggja fram þær fjárupphæðir, sem til þess þarf að eignast góðar íbúðir. Hinsvegar er vit- að, að húsaleigan er flestum alþýðufjölskyldum ærið þung byrði, en ekki alltaf að sama skapi haganlegar íbúðir þær, sem almenningur verður að sætta sig við. Hér er því um mjög mikilsvert þjóðþrifamál að ræða, sem i framkvæmdinni ætti að geta orðið drjúgur þáttur í að ráða bót á þeirri verðbólgu, er nú þjáir allan þorra láglaimafólks. 1 Danmörku og Svíþjóð hafa samtök leigjenda lagt út í mikl ar byggingaframkvæmdir með svipuðu fyrirkomulagi og hér eru hugsaðar, og gefið ágæta raim.“ I Vestur-ísafjarðarsýslu var að orðtaki haft, að ekki væri það skyttunnar sök, þótt æðu- kollan flygi fyrir skotið og steyptist til jarðar. Þetta má gjarnan vera motto fyrir nokkrum orðum út af grein Benedikts Gröndals í Al- þýðublaðinu, sem beint er til mín. Fyrir rúmri viku skýrði ég frá þvi, að Benedikt Gröndal hefði gerzt árásarmaður að mér með svokölluðum ritdómi um Virkið í norðri, en sýndi jafn- framt fram á, með fullum rök- um og tilvitnunum, að sá sami Benedikt hefði notað hina for- dæmdu bók sem aðalheimild og jafnvel einu heimild að útvarps- erindi um hernámsdaginn 1940. Benedikt Gröndal reiddist þessu og svaraði með nokkrum vind- spenningi í Alþýðublaðinu. En þar sem grein hans er mjög flekkuð óhreinum handbrögð- um, tel ég skylt að láta hið rétta koma í ljós í þeim atrið- um, er hann dregur fram. Að vísu tekur B. Gr. þann kostinn, er ég þröngvaði hon- um til, að „játa það blvgðun- arlaust, að ég athugaði frásögn Virkisins um nokkra atburði, sem þar eru og ekki annars- staðar“, eins og hann orðar það. — Nú jæja, þetta má nú gott heita, en þessi játning Benedikts verður mjög á kostn- að hans betri manns og tekur hann nú að gera mér getsakir og skrökva ýmsu sér til hug- arhægðar. Það skal játað, að B. Gr. virðist hafa töluverða þjálfun í því að láta blekkingar og ósannindi líta út sem tærasta sakleysi, en þó fer enn sem fyrr, að hann dylst ekki þeim, sem nennir að beita hann smáveg- is gagnrýni. Ég hirði ekki um að taka nema tvö atriði. B. Gr. segir, að ég hafi setið í laun- sátri til þess að koma fram hefnd gegn honum fyrir rit- dómana, reynir jafnframt að sýna, að hann beri engan per- sónulegan kala til mín. I öðru agi segir B. Gr., að ég hafi irt um hann níðbrag í hefnd- rskyni. — Nú skal ég láta al- .nenning dæma hér um, og segja hið sanna í þessum atriðum. Þetta er þá fyrst: Þegar fyrsta hindið af Virkinu kom út, ósk- ði ritdómari Alþýðublaðsins, Ie’gi Sæmundsson, eftir eintaki :f bókinni til umsagnar. Ilann ’ákk það. Nokkrum dögum síð- r kom ritdómur í blaðinu. En tann var ekki eftir Helga, íeldur Benedikt Gröndal. Ég íringdi þá til Helga og spurði ívort hann hefði verið að biðja im bókina til þess að fá hana hendur manni, sem virtist era með óvildarhug gegn mér. — Nei, sagði Helgi, það var ekki mitt eintak, Benedikt hef- ur víst keypt bókina, og hann vildi endilega skrifa um hana. — Nú kom annað bindið út síð- ar á sama ári. Þá var það, að Guðm. G. Hagalin ritaði mjög um bækur í Alþýðublaðið. Bað Hagaiin mig að senda sér bók- ina, og kvaðst ætla að skrifa ’im hana strax, er hún væri :omin út. En hvað skeður. lómur Hagalíns kom aldrei, og agði G. G. H. mér sjálfur, að •itstjórri Alþýðublaðsins hefði ■kki viljað láta sig skrifa um •>ókina. Aftur á móti kom dóm- ur eftir Ben. Gröndal, af því að i.ann vildi „endilega" halda á- ’ram. Má augljóst vera, að hér á nokkuð við, og B. Gr. þurfti ■ lúta áráttu þeirri, er hann irtist haldinn. Og hvers vegna hann vildi „endilega" skrifa um bókina í þeim tón, er hann gerði, er mér enginn leyndar- dómur. Ég skipti mér þó aldr- ei af þessu, en taldi rétt að benda á vinnubrögð B. Gr., þeg- ar hann flcgraði í útvarpið hér á dögunum. Þá segir B. Gr., að ég hafi birt um sig níðbrag í hefndar- skyni. En ég hafði fulla ástæðu til að kalla dóm hans níðdóm, en að sögn B. G. á rithöfund- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.