Þjóðviljinn - 16.06.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.06.1950, Blaðsíða 8
Tímumót í saitfishverhun: Vél er þvær 450-500 skippund á einum sélarhrmg eða jafnntikið og 20—25 slúlkur afkssta á 5 dögum ÞlÓÐVILIlNM Frá aðalfundi Máls og mezmmgar Fclagsbœhurnar 1949 samt• 80 arhir — figrir 50 hr• úrgjaid, Haraldur Kristjánsson slekkviliðsstjóri í Hafnarfirði fann vél þessa upp * Haraldur Kristjánsson, er var um 15 ára skeið verk- stjóri hjá Bæjarútgerð Hafnarfj., hefur fundið upp salt- fisk þvottavél er getur þvegið 2 þús. fiska á klst. eða ná- lægt 50 þús. fiska á sólarhring. Sé fiskurinn vænn mun lá.ta nærri að vélin geti þannig afkastað að þvo 450—500 skippund á 24 klst. — Til samanburðar má geta þess að þurfa myndi 20—25 stúlkur í minnst 5 daga til að af- kasta því verki sem vélin skilar á einum sólarhring. Vélin er drifin með raforku og er orkueyðsla hverfandi lítill kostnaður, eða 40—50 kr. á sólarhring í fullu starfi. Það er álit kunnugra manna, er séð hafa vélina starfa, að hún sameini þá kosti er slík vél þarf að hafa svo þvottur saltfisksins verði eins góður og á verður kosið. Ennþá vantar þann hluta vélarinnar er tekur himnu úr þunnildum og blóð úr hnakka fisksins, en Haraldur gerir sér vonir um að geta fullgert hann áður langt um líð ur og er ráð fyrir gert að vél- in fullhreinsi og þvoi saltfisk- inn. ur alltaf er, sem og jafnframt að skapa betri vinnuskilyrði fyrir verkafólkið á fiskverkun- arstöðvunum. Eins og kunnugt er lagðist saltfiskframleiðsla að miklu leyti niður yfir striðsárin og fyrstu árin á eftir, en er nú aft ur að aukast allverulega. Var þá alm. álitið að erfitt myndi verða að fá þann fjölda af kvenfólki til fiskþvottar, sem mikil saltfiskframleiðsla krefst. Sú hefur Hka orðið raunin. Á- kvað þá Haraldur að gera til- raun með að láta smíða full- komna saltfisksþvottavél, og hófst smíði hennar í marz 1950 Á árinu 1949' gerði Haraldur fullkomið model af vélinni og sýndi það nokkrum mönnum, sem hvöttu hann eindregið til að smíða fullkomna þvottavél. Leitaði Haraldur stuðnings stjórnar Fiskimálasjóðs um fjárframlag til að standast kostnað af byggingu vélarinn- ar. Veitti sjóðurinn loforð fyr ir styrk í þessu augnamiði, sem gerði það kleift að kaupa efni og vinnu við smíði vélar- innar. Ennfremur hafa hafn- firzkir útgerðarmenn lagt fram fé í sama skyni. Að síðustu er rétt að minna á það, að fyrir nokkrum árum fann Haraldur Kristjánsson, á- samt Þorbimi Eyjólfssyni upp borðþvottavél fyrir togara, sem reynzt hefur ágætlega. KdsSinn E. Andrésson om!ui*kiörínn íoiseti Máls og menningaz Bókmenntafélagið Mál og menning hélt aðalfund í félagsráði 4. þ m. Formaður félagsins, Krict nn E. Andrés son, flutti skýrslu félagsstjþrnar um starfsemi félagsins á «1. ári. Útgáfa félagsins liafði aðe ns eitt ár 1946, verið jafnmikil og s. 1. ár eða 80 arkir. Gaf félagið út á árinu þrjár úrvalsbækur: íslenzkar nútímabókmenntir; End- urminningar Nexös og Lífsþorsti (síðara bindi). Tímarit Máls og menningar var stærra en nokkurt ár áður: 22 þéttprentaðar arkir. Allar þessar bækur fcngu félagsmenn fyrir aðeins 50 kr., en það er árgjald til félagsins. Forlag Máls og menningar, Hcimskringla, gaf út á s. 1. ári þrjár bækur, heildarútgáfu af ljóðum Jóhannesar úr Kötl- um, skáldsögu hans Dauðs- mannsey og Dittu mannsbam eftir Martin Andersen Nexö. Þá hafði Mál og menning tekið að sér útgáfu á tímariti kvenna, Melkorku. Or félagsráði áttu að ganga að þessu sinni: Bjöm Sigfús- son, háskólabókavörður, Guð- mundur Thoroddsen prófessor, Jakob Benediktsson magister, Ólafur Eiríksson, verzlunarstj. og Páll Isólfsson tónskáld, og vom þeir allir endurkjörnir. Formaður var endurkjörinni Kristinn E. Andrésson, vara- formaður Jakob Benediktssoa og meðstjórnendur Ragnar ÓI- afsson, Halldór Kiljan Laxness og Sigurður Nordal prófessor. Vélin vegur nokkuð á annað tonn og er vel færanleg milli stöðva. Fullsmiðuð mun hún þurfa 10—12 fermetra gólf- pláss. Hreint vatn eða sjór dælist inn á vélina við fiskþvott inn, en óhreinindi og affall renna jafnóðum burt. Áður mun aðeins ein erlend fiskþvottavél hafa verið reynd hér, en reyndist ekki hæf til að skila viðunandi verki. Haraldur Kristjánsson er nú slökkviliðsstjóri í Hafnarfirði tók við því starfi á s.l. ári. Við stófnun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar gerðist hann starfsmaður fyrirtækisins og síðar verkstjóri og var við það starf í 15 ár. Á þessum ámm var venja að verka mestan hluta saltfisks ins, og fór þá Haraldur að brjóta heilann um, hvort eigi væri hægt að smíða fullkomna saltfisksþvottavél, sem leyst gæti kvenfólkið frá hinu mjög svo erfiða starfi, sem fiskþvott 12 tíma hvíld Framhald af 1. s!8o Jóhann Havsteen hvað málið „of margbrotið" (!!) til þess að hægt væri að samþykkja til 'lögu Guðmundar, en flutti till. um að bæjarstjóm lýsti á- nægju yfir þeirri tilraun er gerð var og vonaði að slíkar tilraunir myndu greiða fyrir samningum millj sjómanna og útgerðarmanna, og var sú til- laga vitan'lega samþykkt. íhaldið samþykkti — með að- stoð Framsóknarmannsins — að vísa tillögu Guðmundar til bæjarráðs, en Sósíalistafl. og Alþýðufl. greiddu atkvæði gegn þvi. Tillaga bæjarfulltrúa sósíalista í atvinnumálum: Hafínn verði nú þegar undirbúningur að auknum framkvæmdum á vegum Reykjavikurbæjar Samstarf verkalý&sfélaga og bœ\arst]ýrn- ar um ráSstafanir vegna yfirvofandi at- vinnuleysis Guðmundur Vigfússon flutti á bæjarstjómarfundi í gær eftirfarandi tillögu: „Far sem fyrirsjáanlegt er að á komandi hausti verði ríkjandi alvarlegt atvinnuleysi hjá verkalýð bæjar- ins telur bæjarstjóm óhjákvæmilegt að gerðar verði all- ar þær ráðstafanir sem tök em á til þess að bægja vágesti atvinnuleysis og skorts frá dyrum alþýðuheimilanna í bænum. Bæjarstjóm samþykkir því að fela bæjarráði að láta nú þegar framkvæma nauðsynlegar undirbúnings- ráðstafanir að auknum framkvæmdum á vegum bæjar- ins og undirbúning verkefna handa atvinnulausum verkamönnum á komandi hausti, og hafa um allt er að þessu lýtur samráð við þau verkalýðsfélög, sem fyrst og fremst eiga hlut að máli“. I framsögu fyrir tillögunni lýsti Guðmundur viðhorfinu í atvinnumálunum, en það er eins og kunnugt er þannig að nú, í byrjun sumars er þegar um töluvert atvinnuleysi að ræða. Borgarstjóri upplýsti í svar- ræðu að h já Vinnumiðlunarskrif stofunni væru nú skráðir 26 menn atvinnulausir (hefðu flest ir verið 83), en hjá Ráðingar- stofu Rv. 147, og væru lang- flestir þeirra námsmenn. Borg- arstjóri lagði til að till. Guð- mundar yrði visað til bæjar- ráðs, — þ.e. líkhús bæjarstjóm armeirihlutans — og var það samþykkt með 8 atkv. Ihaldsins gegn 6 atkv. Sósíalistafl. og Al- þýðufl. en Framsókn sat hjá. VQrmót 4. flokks Úrslitakeppni fer fram a Grimsstaðaholtsvellinum og hefst í kvöld kl. 7.30.. Fyrst keppa Fram—Vikingur, og strax á eftir Þróttur—KR. Fram að þessu hafa leikir farið sem hér segir: KR—Fram 1:1; Valur—Víkingur 4:0; Fram—Þróttur 2:0; K.R.— Víkingur 1:0; Þróttur—Viking ur 2:0; Fram—Valur 3:0 KR. —Vikingur 1:0 og Þróttur- Valur 3:0. Fram er nú hæstur með 5 stig, markatölu 6:1; Þróttur 4 stig, 5:2; Valur 4 stig, 5:6; KR. 3 stig, 2:2 og Víkingur 0 stig, 0:7. LEIÐRÉTTING. PrenVvilla varð í niðurlagi grein arinnar um Sigurjón Friðjónsson í gær. Þar átti að standa um kvæði skáldsins: ....... en þau eru hugljúf andstæða bæði við rímleysuljóð og innantóm eða fag- urglamrandi kvæði.“ 17. jÚDB í Hafnarfirði Eins og undanfarin ár verð- ur efnt til hátíðahalda í Hafnar firði 17. júní n.k. að tilhlutan. bæjarstjómar Hafnarfjarðar og í samvinnu við sömu aðila og áður. Nefnd sú, sem falið hefur verið að undirbúa og sjá um hátíðahöldin hefur að trndan- fömu unnið að undirbúningi hátíðahaldanna. En hátíðahöld- in að þessu sinni verða með nokkuð svipuðum hætti og að undanförnu, og er þar helzt að nefna: Emil Jónsson alþingis- maður flytur ræðu, tveir kórar syngja: Karlakór Reykjavíkur og karlakórinn Þrestir. Kóram ir syngja fyrst sinn í hvoru lagi og svo sameiginlega. Þá eru ýmsar iþróttir svo sem boðhlaup, handknattleikur kvenna og handknattleikur karia, reipdráttur og fimleika- sýning undir stjóm Þorgerðar Gísladóttur, en hún hefur þjálf að flekk stúlkna með sérstöku tilliti til þessara hátíðahalda, þá má nefna einsöng Einars Sturlusonar óperusöngvara og siðast en ekki sízt lúðrasveit Hafnaríjarðar, sem mun leika við hátíðahöldin. Loks er þess að geta að um kvöldið verður stiginn dans á Strandgötunni ef veður leyfir, og verða dansaðir þar gömlu- og nýju dansamir, en ef veður verður óhagstætt mun verða dansað í Alþýðuhúsinu og Góð- templarahúsinu. Það er einlæg von og ein- dregin áskomn nefndarinnar til Framhald á 3. síðru

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.