Þjóðviljinn - 28.06.1950, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 28.06.1950, Blaðsíða 8
Þróttur lýsir óánægju yíir því að Al- þýðusambandssijórnin bafi sam- / |ykktir verkalýðsráðstefn- unnar að engu I Siglufirði 26. júní. Frá fréttaritara Þjóðviljans. A tundi í verkamannafélaginu Þrótti í dag var til umræðu hið fræga bréf Alþýðusamband sstjórnar, sem hún hefur ný- lega sent verkalýðsfélögunum. Urðu nokkrar umræður um bréf Jþetta og var eftirfarandi tillaga samþykkt með atkvæðum íflestra fundarmanna gegn 3: „Fundur í verkamannafélaginu Þrótti, haldinn 26. júní 1950, lýsir yfir undrun sinni og óánægju yfir bréfi stjórnar Alþýðusambands íslands frá 15. júní s.l., þar sem lagt er til að samið verði strax um kaupgjald í síldarvinnunni, án tillits til þess hvort nokkrar kjarabætur náist eða ekki- Telur fundurinn bréfið ótvírætt sýna að sam- bandsstjórn hafi að engu haft samþykkt verkalýðs- ráðstefnunnar, sem haldin var 12.—14. marz s.l., og auk þess beinlínis blekkt sambandsfélögin með því að láta allt annað í veðri vaka en nú er fram komið." Erindreki Alþýðusambands- stjórnarinnar, Jón Hjálmars- Bon, mætti á fundinum og tal- aði fyrir málstað Alþýðusam- feandsstjórnarinnar. Fann hann m.a. að því að verkalýðsfélögin hefðu ekki 1 bent stjórn Alþýðusambands ins á neinar leiðir í kjara- málunum!!! Höfðu menn hið mesta gam- an af málflutningi Jóns. Þá samþykkti Þróttarfundur- 5an ennfremur, með öllum jgreiddum atkvæðum, að stjórn Siglfirðingar nnnu félagsins skuli halda áfram til- raunum til samninga við Síldar- verksmiðjur ríkisins og vinnu- veitendur, og skuli, með tilliti til ört vaxandi dýrtíðar, gera það á þeim grundvelli sem áður hafði verið lagður með sam- þykkt félagsfundar, þrátt fvrir það að stjóm Alþýðusambands- ins hvetji til samninga án til- lits til kauphækkana. Lýgin bir! en sannleikurinn falinn Morgunblaðið segir í gær að Peet, aðalfréttaritari Reuters í Berlín, sem fyrir skömmu gafst upp við að þjóna stríðslygurum vestur- veldanna og afhjúpaði vinnu- brögð þeirra, sé uppvís að atómnjósnum fyrir Rússa. Morgunblaðinu láist að geta heimilda. Þann 14 þ. m. sendi Reut- er hins vegar frá sér svo- hljóðandi skeyti: „Þýzk blaðaummæli þess efnis að reuterfréttaritarinn John Peet, sem fyrir skömmu leit- aði aðseturs meðal aust- manna, hafi haft samband við kjarnorkunjósnarana Klaus Fuchs og Harry Gold, eru alger þvættingur að sögn brezkra yfirvalda. Frá- sögn um að gagnnjósnir vest urveidanna hafi tekið málið í rannsókn eru algerlega ‘iil- hæfulausar". Þetta Reutersskej’ti fékk Morgunblaðið og stakk því undir stól. 10 dögum síðar er lygafréttin hins vegar birt! Það voru einniXt slík vinnubrögð sem ollu því að Peet neitaði að þjóna leng- ur „fréttamálgögnum“ aað- valdsins. Davíð Ólafsson fiskimálastjóri segir frá norrænu fiskimálaráðstefnunni í Lysekil Norræn fiskimálaráðstefna var haldin í Lysekil í Sví þjóð dagana 15. og 20. þ. m. Hin fyrsta ráðstefna af þessu tagi var haldin í fyrra í maí á Hindsgaul á Fjóni. Á ráðstefnu þessari voru rúmlega 100 fulltrúar frá Norðurlöndunum sex. Siglufirði í gær. / Frá fréttaritara Þjóðviljans Bæjakeppni í frjálsum Iþrótt ‘um milii Siglfirðinga og Is- firðinga, hin 4. í röðinni, fór fram hér á Siglufirði dagana 23.—24. þ.m. Lauk henni með •sigri Siglfirðinga er hlutu 10879 stig, en ísfirðingar fengu 10728. Keppnin var jöfn og skemmti leg, en veður var óhagstætt. Kalsaveður var á föstudaginn, en rigningarsúld á laugardag- inn. ' Eitt athyglisverðasta afrekið í þessari keppni var þrístökk Friðleifs Stefánssonar, Siglu- firði, stökk hann 13,04 metra og bar sigur úr býtum í keppn- iani. Friðleifur er aðeins 16 ára og hefur ekki keppt fyrr. Flestir voru frá Svíþjóð 33 að tölu, en frá Færeyjum kom 1 -fulltrúi. Héðan voru þrír, Hans G. Andersen deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, Ámi Friðriksson fiskifr. og Davíð Ólafsson fiskimálastjóri, og skýrði hann blaðamönnum frá ráðstefnunni í gær. Á ráðstefnum þessum eru rædd ýms mál er varða sameig- inlega hagsmuni Norðurland- anna og auk þess ýms almenn mál varðandi fiskveiðarnar. Að þessu sinni voru haldnir fyrirlestrar um eftirfarandi: 1. Fiskmerkingar, 2. Ofveiði, 3. Laxveiði í Eystrasalti 4. Norskar fiskveiðar, 5. Flotvarp an, 6. Fiskneyzla heimilanna, 7. Útflutningur og markaðir, 8. Takmörk fiskveiða landhelg- innar. Of langt yrði að skýra hér frá innihaldi fyrirlestranna, sem voru yfirleitt mjög fræð- andi og sömuleiðis þær umræð- ur, sem fram fóru á eftir hverj- um fyrirlestri. Þó er sérstök á- stæða til að minnast á fyrirlest urinn um fiskveiðalandhelgina, sem Hahs G. Andersen deildar- stjóri \ utanríkisráðuneytinu flutti á síðasta fundi ráðstefn- unnar. 1 fyrirlestri þessum rakti hann málið frá sögulegri hlið og rakti kenningar fræði- manna og framkvæmdir ríkis- stjórna á ýmsum tímum. Með tilliti til þess sló hann því föstu að í þjóðaréttinum væri ekki að finna neina fasta reglu um víð- Framhald á 6. síðu. IÍ.F.U.M. Boldklub keppir við Val í kvöld Eins og áður hefur verið frá sagt hefur Valur boðið hingað !K.F.U.M.-Boldklub frá Kaup- znannahöfn og koma þeir hing- að í dag og keppa í ikv’öld við Val. Lið þetta er framarlega í H. deild og hefur • Býnt góða leiki þetta keppnis- -ár, Það sést bezt á því að fé- lagið lék nýlega við A.B. og tapaði með aðeins 1 gegn 0 en A.B. var í úrslitum í 1. deild og gerði þar jafntefli við K.B. sem vann deildina og fékk 28. en A.B. 27. Gera má ráð fyrir að hinn harði melavöllur verði Dönunum erfiður, því þeir leika Framhald & 6. síðn Fyscsta síldin á sumrinu Sæbjörg skýtur á rússneska veiðiþjófa sunnan Langaness Fékk 30—40 tunnur síldar í rússneskum netum Fyrsta sumarsíldin hefur veiðzt. í fyrradag kom Sæ- björg að rússnesku síldveiðiskipi úti af Digranesi, sunnan Langaness og taldi að nokkur af reknetum þess væri innan landhelgi. Skaut Sæbjörg 3 aðvörunarskotum að hinu rússneska skipi, en það hélt á brott og lét netin eiga sig. Sæbjörg elti veiðiþjófana í 40 mín. en sneri þá við og mældi hvað netin hafði rekið langt inn fyrir landhelgislínu. Sæbjörg tók netin, er höfðu verið lögð 2 faðma nið- ur í sjóinn og voru í þeim 30—40 tunnur af síld. Fitu- magn síldarinnar reyndist 9—16%. Flest sæti skipuð í landskeppni Islendinga og Dana Danska landsliðið kemur hingað frá Osló á sunnudaginn Landskeppni Dana og íslendinga ! frjálsum íþróttum verður hér í Reykjavík dagana 3. og 4. júlí, sem kunnugt er. Er nú búið að ákveða að mestu hverjir keppa þar og mun þar valinn maður í hverju rúmi. Danska lands- liðið kemur hingað flugleiðis frá Oslo sunnudaginn 2. júlí. Móttökunefnd danska lands- liðsins, er einnig sér um keppn ina, átti tal við blaðamenn í gær, og skýrði þeim frá tilhög- un landskeppninnar og vali keppenda. Dönsku íþróttamenn imir búa á Garði meðan þeir dvelja hér. Mánudaginn 3. júlí verður fyrri hluti mótsins. Hefst hann kl. 8 e.h. með því að' Lúðrasveit Reykjavíkur leik ur á vellinum. Síðan hefst mót- ið og verður það sett af form. mótsnefndar, Erlendi Ó. Péturs syni. Seinni hluti keppninnar fer fram daginn eftir á sama tíma, en um kvöldið verður kaffisamsæti fyrir alla keppend urna að Hótel Garði. 5. júlí verður farið til Þingvalla í boði bæjarstjómar, síðan farið um Sogið og Hveragerði í heimleið og um kvöldið munu Danimir sitja boð danska sendiherrans hér. 6. júlí fer fram aukakeppni í frjálsum íþróttum á íþrótta- vellinum, en ekki mun ákveðin tilhögun hennar. 7. júlí verður danska landsliðinu haldið kveðjusamsæti í Sjálfstæðishús inu, en daginn, eftir, kl. 12 á hádegi, fer það heimleiðis með Drottningunni. Fyrri dag landskeppninnar verður keppt í 9 íþróttagrein- um, og eru þær þessar: 100 m hlaup. Keppendur: Knud Schi- bsbye, Haukur Clausen og Hörður Haraldsson. 400 m hl. Keppendur: Frits Floor, Fred- lev Nielsen, Guðmundur Lárus- son og Ásmundur Bjamason. 1500 m hlaup. Keppendur: Erik Jörgensen, Poul Nielsen, Pét- ur Einarsson og Stefán Gunn- arsson. 400 m gríndahlaup. Keppendur: Torben Johanns- sen, Albert Rasmussen, Reynir Sigurðsson og Ingi Þorsteins- son. Stangarstökk. Keppendur: Framhald á 6. síðu. kom út í gær! Á í fyrrakvöld birtist í öt- varpinu svohljóðandi auglýsing, tvítekin: „Alþýðublaðið kemur út á morgun. Al)þýðublaðið“. Á sama hátt og það þykja tíð- indi um venjuleg blöð þegar þau koma ekki út, ‘telst það nú til tíðinda ef Alþýðublaðið kem- ur út. Og Alþýðublaðdð kom sannarlega út í gær eftir níu daga hvíld. Og það skýrði frá hinu tímabundna andláti sínu á þessa leið: „Hlé varð á útkomu Alþýðublaðsins alia vikuna sem leið vegna pappírsskorts.... hefur nú rætzt úr pappírsskort- inum“. Sannleikurinn er hins vegar sá að Alþýðublaðið fékk pappírssendingu í marz s. 1. um sama leyti og Þjóðviljinn. Það gat hins vegar ekki greitt hann fyrr en nú og fékk af þeim ásXæðum á sig mikinn skell Framhald á 7. síðu. Stó rstúkuþingið Fimmtugasta þing Stórstúku Islands hefur setið að störfum undanfarið og gert margar sam þykktir. Hin ágæta friðarsam- þykkt þess er birt á 1. síðu blaðsins i dag. Aðrar samþykkt ir þingsins verða birtar síðar. — Þinginu mun ljúka í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.