Þjóðviljinn - 10.08.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.08.1950, Blaðsíða 3
'immtudagur 10. ágúst 1950. ÞU ÓÐVlLJINfl sr ® .«c a«iu»K*a*s*E»ece**ra».tur«rBgpgimi um framtíS mannkynsins STRAX í lok. síðttstu styrj- aldar 1945 komú konur frá hin- um a hrjáðj^Oe út|)índu styrjald- arlöndum samán á ráðstefnu í París, sem var boðað til af bandalagi franskra kvenna með það fyrir augum að skipuleggja konur í öllum löndum heims til baráttu fyrir því, að heim- inum yrði aldrei hrundið aftur út í þær hörmungar, sem flest- ar þessar konur höfðu horft upp á og orðið sjálfar að þola að meira eða minna leyti öll styrjaldarárin. En þetta kvenna þing varð einnig sögulegur at- burður, því þar var lagður grundvöllurinn að Alþjóða- bandalagi lýðræðissinnaðra kvenna, sem er einn sterkasti armurinn í friðarsókn þjóðanna í dag, með 90 milljónir kvenna að baki sér í öllum löndum heims. 1 dag, þegar öll afturhalds- blöð Vesturálfu skýra fagnandi frá því að milljörðum og aftur milljörðum sé varið til fram- ieiðslu á kjarnorku- og vetn- issprengjum og orð Trumans Bandaríkjaforseta hljóma enn í eyrum manna eins og rödd.frá undirheimum eftir ræðu hans í Poeatello 10 í maí í vor. „Það var ég sem lét kasta kjarnorku- sprengjunni á Hírósíma og Nagasaki og ég mundi láta gera það aftur ef við þyrfti." Hafa þjóðirnar um allan heim svarað stríðsæsingamönnunum með því að skipa sér hver af annarri í friðarsókn þá, sem háð er undir forustu heims- friðarnefndarinnar og þar eru konurnar hvarvetna í fremstu víglínu. I ávarpi frá alþjóða- bandalagi lýðræðissinnaðra kvenna segir meðal annars: „Konur í öllum löndum og af öllum þjóðum heims! Þung ábyrgft hvílir á herðum okkar gagnvart börnum okkar, þjóð og sögu. Ef Við konurnar sem erum helmingur mannkynsins stöndum sameinaðar og ákveðn- ar móti styrjaldaröflum þeim, sem hrinda vilja heiminum út í nýja styrjöld, þá getum vift hindrað aft nýjar liörmungar ægilegri en okkur grunar gangi aftur yfir löndin. Konvir um allan heim, systur í sameiginlegri baráttu.! Stönd- um allar saman og vinrtum frið- inn“. I óteljandi löndum, þar á meðal Bandaríkjunum , Eng- landi, Ðanmörku, Sviþjóð, Nor. egi, Holiandi, Belgíu og Vestur- T*ýzkalandi hefúr almenningur, þrátt fyrir Atlantshafsbandalag risið upp til virkrar baráttu fyrir heimsfriðnum og fyrsta ífti'gið í þeirri baráttu er að krefjast algers banns á kjarn- orkuvopnum. Atburðirnir frá Hírósíma og Nagasaki, þar sem 300 þúsund borgarbúa létu lífið, karlar og konur, börn og gamalmenni, sýna að kjarnorkuvopnum er fyrst og fremst ætlað að jafna varnarlausar borgir og bæi við jörðu. Þessvegna krefst Stokk- hólmsávarpið fyrst og fremst afnáms kjarnorkuhernaðar og lýsir hverja þá ríkisstjórn stríðs glæpamenn, sem hefur slíkt árásarstríð. Stokkhólmsávarp- ið og undirritun þess er fyrsta stigið í algerðri afvopnun og friði meðal þjóðanna á jörðu. Konur þær sem séð hafa bæi cg borgir landa sinna i rústum eftir flugvélaárásir síðustu styrjaldar vita gleggst hvað bíð 'ur barna þeirra og heimila ef til kjarnorkuhernaðar dregur. Enginn maður, hvorki karl né kona getur verið hlutlaus í þeim átökum sem nú fara fram í heiminum um framtíð mann- kynsins. í Vestur-Þýzkalandi var gönv ul kona sem safnað hefur þús- undum undirskrifta undir Stokk hólmsávarpi spurð að því hvers vegna hún þetta gömul, sem tilheyrði ekki neinum pólit- ískum flokki, væri að tefla ör- yggi sínu og ef til- vill vanda- manna sinna, í hættu (því að í Vestur-Þýzkalandi hafa menn verið settir í fangelsi fyrir að vera á móti kjarnorku- styrjöld). „Við heyrum öll til einum flokki í dag“, sagði kon- an rólega, „annað hvort þeim sem vilja nýtt heimsstríð eða hinum sem hafa tekið upp hug, rakka baráttu fyrir friðnum. Ég tilheyri fjölmennari flokkn- um, þeim sem vill frið. Það er sterkasti flokkurinn í heiminum í dag“. Hver og einn maður, arl eða kona, hvar sem hann er á jörðinni, sem skrifar und- ir Stókkhólmsávarpið, er rödd úr hópnum, sém segir nel við nýrri heimsstyrjöld, og tekur undir ákvörðun þeirra hundruð milljóna sem hafa þegar sýnt vilja sinn í verki og eru nú þegar orðin að því friðarafli- sem heimurinn hefur aldrei þekkt áður. Konur! Sendið kvennasíð unni greinar um áhugamál yku ar. KVÖLD "I REYKJAVÍK Staðið a biðröð Aldrei skyldi maður segja aldrei. — Einu sinni hafði ég þó heitið því, þegar biðraða- farganið hófst hér á landi und- ii stjórn fráfarandi og núver- andi ríkisstjórnar, að fara aldr- ei í biðröð meðan ég ætti ein- hverja sokkagarma eða spjör til að fara í. Því mér hafði ekki svo sjaldan hitnað í hamsi og meira að segja komizt við að sjá kynsystur mínar híma hóp- um saman undir búðarveggj- um höfuðstaðarins, hvernig sem viðraði til að fá einhvern pír- ing utan á sig eða krakkana. En svo skeður það að hin góðkunna verzlun Egill Jacob- sen skorar á bæjarbúa að „koma, skoða og verzla" í hin- um nýju salarkynnum verzlun- arinnar í Austurstræti. Gæða- vörur og allskonar hnoss voru á boðstólum — og ég stóðst ckki mátið. Um sjö leytið var ég komin niður að Pósthúsi og var þá komin alllöng halarófa, sem iiáði frá verzluninni og góðan spöl niður í Pósthússtræti. Það var hálfsvalt í veðri og himin- inn grámyglulegur, mér fannst ekki betur en regndropi detta á nefið á mér, en ég smeygði mér eigi að síður inn í „röðina" og var bjartsýn á máttarvöld himins og jarðar. • Þrjár ungar stúlkur gengu hlæjandi fram hjá, sögðúst vera að fara að fá sér hressingu — einhver hafði komið og leyst þær af. — Þær sögðu hreykn- ar frá því að þær hefðu beðið frá kl. hálf eitt í nótt — „við vorum þó ekki fyrstar, það hafði verið kominn dálítill hóp- ur strax klukkan ellefu“. ítöðin lengist. Fleiri og fleiri bætast í hópinn. Allir virðast vera í bezta skapi. Nú er aðeins rúmur klukkutími þangað til opnað verður. Afgreiðslan hlýt- ur að ganga fljótt, búðin er stór og náttúrlega eru margir við afgreiðsluna á svona degi, þegar vitað er um að hundruð ef ekki þúsund háttvirtra við- skiptavina bíða fyrir utan. .: Konurnar í kringum mig tala um kjólaefnin, útlenzka prjóna- garnið og sængurveradamaskið. Ég stend í sælum draumi, er búin að ákveða að fá mér rós- ótt efni í kjól, eina sokka og helzt að ná mér í tvö hand- klæði. Og svo fer ég að hugsa um hvort ekki sé nú munur að lifa í landinu okkar núna um miðbik tuttugustu aldarinnar heldur en á hérvistardögum hans Jóns okkar Hreggviðsson- ar, þegar snærisleysið var að drepa þjóðina. Marsjallhjálp þeirra tima hélt sér við „ölm- usukornið" og fussaði við snær- um. Marsjallhjálp vorra tíma sendir landsmönnum aftur á móti stórar og vatnsmiklar kartöflur Og hefur með hjálp góðra manna komið upp mót- virðissjóði, sem blessaður Marshall mim sjá um að verði ráðstafað á réttan hátt. Ég hrekk upp úr þessum hug- leiðingum við það að einhver hrópar: „Það er búið að opna“. Röðin þokast áfram um nolckra sentimetra. Frétt berst í loft- inu um það, að 20 manna hóp sé hleypt inn í einu og hverjum sér úthlutað einum sokkum, einu kjólefni eða einu damask sængurveraefni og þremur hesp um af prjónagarni. „Það er ekki að spyrja að henni frú Soffíu, hún lætur nú ekki hamstra", segir eldri kona, sem hefur staðið síðan kl. 4 til að ná í sængurver handa tengda- dóttui’ sinni, sem ku vera kom- in á steypirinn. Klukkan er að halla í tíu. Fólk er að fara til vinnu sinn- ar og margur á leið um Aust- urstræti. Flestir karlmennirnir stanZa' örlítið við á gangstétt- inni hinumegin og horfa kýmn- ir á svip og hálf-gíottandi á halarófuna við Landsbankann. „Hvað er þetta“, segir strák- hnokki, sem er í hópi áhorf- endanna, „er bomsuslagur hjá kerlingunum í dag“. Hvað svona lítið gerpi gat lagt mikla fyrirlitningu í röddina. Þrjár feitar dúfur sitja uppi á húsþaki og halla undir flatt. klýndasmiðir eru líkai komnir upp á þak. Við búðardymay á verzlun Ragnars Blöndal virð, ist vera að myndast önnur, „röð“ til að horfa á biðröð nr., eitt. Tíminn seitlast hægt og drepandi áfram. „Það gengur Framhald á 6. síðu. Matar skrift i BERJASAFT * i ÞAÐ ER mikið talað um að það mundi verða gott berjaár í ár„ og flestar húsmæður munu því reyna að birgja sig eitthvað upp; með þessa hollu og vítamínríku fæðu þótt það sé hart að geta ekki hagnýtt sér hana sem skyldi vegna sykurskorts. — Hvernig eri það, hefði ekki mátt nota eitt- hvað af þeim gjaldeyri sem gekk í kaup á 5 lúxusbílum, sem komu með síðustu ferð Lagarfoss frá Ameríku, til sykurkaupa. Kraekiberja-hrásaft * 4 kg. krækiber 500—750 gr. sykur í einn lítraí af saft. 2 litlar matsk. uppleyst vín-< sýra í hvern lítra af saft. Berin eru þvegin vel, lauf og; óhreinindi tind frá. Söxuð í berja-< kvörn eða venjulegri kjötkvörn. Saftin siuð og mæld. Sykurinn og vínsýran látin í. Hrært vel í, með- an sykurinn bráðnar. Látin á flöskur merkt og dagsett. Hrat- ið frá berjunum soðið í dálitlu vatni og síað, sykur látinn í eftir, yild. í ! Sykurlaus krækiberja-hrásaft < * ’t Berin hrein§uð og söxuð á samá hátt og áður. Saftin síuð og mæld. 1 gr. vínsýra eða sítrónsýra látin í hvern lítra af saft. Einnig 1 gr. bensósúrt natfón (1 lítil matskeið uppleyst bensósúrt natrón, eða at- amon). Saftin- er látin á flösk- ur með tappa og gipsað eða bundi ið vel yfir. ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.