Þjóðviljinn - 24.08.1950, Blaðsíða 5
ÞJÓ Ð V1L J l N N
Fimmtudagur 24. ágúst 1950.
Opið bréf til bandarískra
hermanna
Aðgerðaleysi Alþýðusam-
bandsstjórnarinnar yekur
vaxandi ugg
Jæja, þú ert þá aftur kom-
inn í einkennisbúninginn. Þú
hefur kannski verið kallaður
í herinn. Eða ertu í „varalið-
inu ?“. Einn þeirra miljóna, sem
bandaríska einstaklingsframtak
ið getur ekki látið hafa neina
atvinnu, og nú verða fegnir því
að fá frítt fæði og geta séð
fyrir konu og börnum.
Þú ert e.t.v. á leið til víg-
stöðva í Kóreu eða frumskóg-
anna á Filipseyjum eða fjall-
anna á Formósu.
Síðast þegar þú varst í her-
mannabúningnum fagnaði allt
heiðvirt fólk þér sem vopna-
bróður. En nú er svo komið, að
þér mætir beiskja og hatur,
hvar sem þú lætur sjá þig.
Æskirðu eftir vingjarnlegu
brosi, verðurðu að kaupa það
með dollurum eða hótunum.
Verið getur að þú hittir annað
veifið braskara eða þrælasala,
,sem skríða flatir fyrir yfir-
mönnum þínum.
En börn og mæður líta und-
an og draga sig i hlé þegar þú
nálgast. Synimir leggja á sig
þyngstu þrautir til þess að
rejma að komast að þér á nátt-
arþeli og svipta þig lífi.
Hvarvetna lýkur hatrið um
þig. Aiþýðuhermennirnir hafa
yfirgefið heimili sín og tekið
sér vopn í hönd til þess að berj
ast harðvítugri baráttu fyrir
frelsi ættjarðarinnar — alveg
eins og forfeður þínir gerðu á
sínum tíma. Nú standa þeir
sameinaðir gegn þér og stjörnu
fáninn hefur verið gerður að
■blóðugu ofbeldistákni.
Fyrr eða síðar verður þér á
að spyrja hvernig þetta hafi
byrjað, og hvað þú sért í raun
og veru að gera.
Þér verður svarað þvi, að þú
sért að verja Bandaríkin, varð-
veita friðinn, bjarga lýðræðinu.
hrinda árás, hlýða Sameinuðu
þjóðimum, uppfylla hermanna-
skyldur þínar. Allt þetta eru
ósannindi.
Verja Bandaríkin? Tíu þús-
und kílómetra frá strönd
IBandaríkjanna. Heldurðu að
Kóreubúar hafi ætlað að ráðast
á þig ? Er það þess vegna sem
Truman forseti lætur fljúgandi
virki jafna hús þeirra við
jörðu — bæði Norður- og Suð-
urkóreumanna ?
Varðveita, friðinn? Fyrir
hverjum ? Fyrir ólukkans Rúss
unum? Hefur þér nokkurn
tíma dottið í hug að athuga
hverjir eiga í ófriði um þess-
ar mundir?
Á Malakkaskaga — Englend-
ingar. ENGINN RÚSSI. 1
Víetnam — Frakkar. ENGINN
RÚSSI. Á Kóreu — Banda-
rikjamenn. ENGINN RÚSSI.
1 öllum iþessum löndum eru
það forvígismenn „laga og
réttar“, krossfarar „kristin-
dómsins gegn efnishyggjunni",
sem þlaða eldflaugar og þrýsti
loftsflugyélar, og senda þús-
undir kílómetra frá sínum eig-
in landamærum til þeus að
vernda fjárfestingu, heruaðar-
lega mikilvæga staði og ekru-
þræla fyrir íbúum, sem verja
sín eigin heimili.
Bjarga lýðræðinu? Hverjir
eru þeir, sem foringjar þínir
'hafa samvinnu við? Hverjir
eru þeir, sem á að koma aftur
til valda?
Spillingin umhverfis Sjang-
kaísék hefur verið gerð lýðum
ljós m.a. af þeim Marshall og
Acheson. Á að gefa honum
völd aftur? Eða Hírohito Jap-
anskeisara, sem fyrirskipaði
árásina á Perl Harbour, lét
hálshöggva ameríska fanga og
sýslaði við sýklahernað? Eða
Syngman Rí? Hvernig var „lýð
ræðinu“ háttað hjá honum í
Suður-Kóreu? Fjöldi blaða var
bannaður, andstöðuflokkar
hans bannaðir með tölu, stjórn
málaleiðtogar myrtir, þing-
menn teknir fastir, tugþúsund-
ir manna hnepptir í fangelsi
án þess að þeir væru yfirheyrð-
ir eða dæmdir, föngum var mis
þyrmt, kjósendur myrtir á
leið til kjörstaðar. Hann reyndi
að halda völdunum enda þótt
þrir fjórðu hlutar hans eigin
þings greiddi atkvæði gegn
■honum.
Frá ferczka
skáldínu
Ivar
Montagn
( Hrinda árás? Árás hvers á
hvern? Eina árásin sem framin
hefur verið í Kóreu, hefur ver-
ið framin af hermönnum TrU-
mans forseta. Þið eruð einu
útlendingarnir þar. Þar eru eng
ir Rússar.
Þér er sagt að Norður-
Kóreumenn hafi ráðizt á Suð-
ur-Kóreumenn. Þetta eru ó-
sannindi.
Eg geri ráð fyrir að það hafi
ekki farið fram hjá þér, að
þeir Truman og MacArthur sáu
til þess, að komið var í veg
fyrir, að Norður-Kóreumenn
fengju tækifæri til þess að
flytja mál sitt hjá Sameinuðu
þjóðunum. Þeir létu hefja
sprengjuárásir fimm klukku-
stundum áður en þeir fóru
fram á samþykki SÞ til þess.
Það er heldur ekki verið að
segja þér frá því að Syngman
Rí lét fangelsa þingmenn þá
sem lýstu sig andvíga árás á
jNorðurkóreu; að hershöfðingj
1 ar hans grobbuðu opinberlega
af því að þeir hefðu ráðizt
norður fyrir 38. breiddarbaug
í fyrra, og innanríkisráðherra
hans skýrði opinskátt frá því
í útvarpsræðu, að það hefði
verið Rí sem byrjaði stríðið.
Hvað er Norðurkórea og
hvað er Suðurkórea, þegar öll
kurl koma til grafar? Enginn
aðili hefur nokkru sinni stað-
fest landamærin þar á milli.
Það hefur aðeins verið látið
gott h'eita, að þama væru bráða
birgðatakmörk eftir ósigur
Japana.
Sjáðu þama líkin af konun-
um sem hafa orðið fyrir
sprengjuregni amerískra flug-
véla. Geturðu sagt mér, hvort
líkin eru af konum frá Norður-
Kóreu eða SuðurKóreu?
Þú sérð púðurreykinn á háls-
inum þama fyrir handan. Eru
hermennimir þar frá Norður-
eða Suðurkóreu? Þeir eru að-
eins Kóreúbúar sem óska einsk
is heitara en þú hverfir á brott
og látir þá hafa sitt land í
friði.
Sameinuðu þjóðiraar ? Eg
geri ráð fyrir að þú vitir deili
á sáttmála þeirra sem fóstur-
jörð þín hefur undirskrifað.
Hann leggur bann við því að
SÞ skipti sér af innanríkis-
málum nokkurs lands. Hann
leggur svo fyrir, að í deiiumál
um skuli báðir málsaðilar fá
að flytja mál sitt. (Það var
ekki gert i þessari deilu). Hann
leggur bann við því, að nokk-
ur þjóð hefji hemaðáraðgerð-
ir án samþykkis Öryggisráðs-
ins, nema í nauðvörn.
Sáttmálinn leggur einnig
bann við því að Öryggisráðið
veiti heimild til hernaðarað-
gerða nema fulltrúar þeirra
fimm þjóða sem fast sæti eiga
í ráðinu, veiti allar jákvæði
sitt. í þessu - máli vonx tveir
þeirra fjarverandi. Fulltrúi
Kína — vegna þess að ríkis-
stjóm þin meinar honum sæti
í ráðinu — og fulltrúi Sovét-
ríkjanna — í mótmælaskyni
vegna útilokunar Kína.
Fyrirsvarsmönnum þeirra rík
isstjórna sem fagna afskipt-
um Bandaríkjanna í Kóreu, er
mjög annt um að láta svo líta
út sem þau afskipti séu í sam-
ræmi við sáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
Stundum halda þeir því jafn
vel fram, að þessi afskipti séu
að öllu lögura samkvæmt.
En stundum segja .þeir:
„Auðvitað verðum við að játa,
að aðgerðir okkar eru ekki ná-
kvæmlega í samræmi við sátt-
málann, en að öllu athuguðu
megum við ekki láta lagabók-
stafinn verða okkur fjötur um
fót“.
Hugsanaferill þeirra er sá
sami og Hitlers' á sínum tíma,
eða þeirra sem standa að skríl
morðum í Suðurríkjunum.
Um Formósuaðgerðirnar láta
þeir Truman og MacArthur
ekki einu sinni í það skína, að
no'kkur lagalegur snefill sé fyr
ir hendi.
Hvers vegna heldurðu að
Truman og MacArthur leggi
Framhald á 6. síðu :
Fyrir nokkrum dögum
birti Þjóðviljinn grein úr
Siglufjarðarblaðinu Mjölni
um viðhorf manna til að-
gerðaleysis Alþýðusambands
stjórnar. Hér fer á eftir
grein úr Akureyrarblaðinu
Verkamanninum, þar sem
lýst er sömu viðhorfum
verkamanna á Akureyri.
Ýmis helztu verkalýðsfélög
landsins hafa sagt upp samning
um sinum við atvinnurekendur,
svo sem lagt var til af stjórn
Alþýðusambandsins. Flestar
eru þessar uppsagnir miðaðar
við 15. september n. k. Þess
hefur aftur á móti ekki orðið
vart, að stjóm ASl hafi gert
eitt eða neitt til þess að undir-
búa hinar væntanlegu vinnudeil
ur svo sem nauðsynlegt er,
bæði að því er varðar samræm-
ingu þeirra krafna sem félögin
gera og einnig sameiginlega
yfirstjóm baráttunnar, en
það eru grundvallarskilyrði
þess, að sá árangur náist, sem
nauðsynlegur er og viss, ef
verkalýðssamtökin standa sam-
einuð í baráttunni.
Það orkar ekki tvímælis, að
áskorun miðstjórnar Alþýðu-
sambandsins til sambandsfé-
laga sinna, um að segja upp
samningum sínum, þegar kunn-
ugt varð um síðustu stórfölsun
vísitölunnar, var í samræmi við
vilja alls þorra verkalýðsins
um land allt. Alþýðan treysti
því, þegar. gengislækkunarlögin
voru samþykkt á sínum tíma og
lögfestur nýr grundvöllur visi-
tölunnar, stórum mun óhag
stæðari launafólki en sá, sem
gilt hafði, yrði sá grundvöllur
í heiðri hafður og honum fylgt.
Mun sú trú mestu hafa um það
ráðið, að ekki var þá þegar lagt
til baráttu fyrir bættum kjör-
um. — En nú þegar enn er
höggvið í sama knérunn, er þol-
inmæði verkalýðsins þrotin. En
verkalýðurinn má ekki blekkja
sig á því að halda, að uppsögn-
in ein sé nægileg til kjarabóta
Einmjgis fullkomlega samstillt-
ar kröfur og barátta alls verka
lýðsiiis er nægjanlegt til skjóts
sigurs verkalýðssamtakanna.
Hver er fyrirætlun
sí jórnar A.S.I.?
En hvernig hugsar miðstjórn
Alþýðusambandsins sér að
þessi deila verði rekin? Þegar
er hún hafði tekið ákvörðun
sína um að skora á félögin að
segja upp samningum sínum,
bárust henni fjöldaáskoranir
um að kalla saman ráðstefnu
sambandsfélaganna til þess að
rædd yrði tilhögun deilunnar og
stjórn hennar. Slík ráðstefna,
þar sem verkalýðsfélögin bæru
saman ráð sín og samræmdu
baráttuna, er að sjálfsögðu
grundvallarskilyrði þess, að
einhver verulegur árangur ná-
ist. En stjórn Alþýðusambands-
ins þegir. Kröfur verkalýðsfé-
laganna hefur hún ekki virt
svars, og er alls óvitað á hvern.
hátt hún ætlast til að deilan
verði rekin. Sé það meining
miðstjórnar A.S.I., að deilan
verði alls ekki samræmd, hvert
félag beri fram sínar kröfur án
samráðs við önnur og engin
sameiginleg yfirstjórn verði
skipuð, hefur miðstjómin kvatt
verkalýðinn til baráttu, sem
fyrirfram er dæmd til ósigurs
og væru slík vinnubrögð bein
vélráð og skemmdarverk. Að
þessi sé afstaða stjómar A.S.Í.,
verður ekki trúað að óreyndu.
En tíminn líður, og miðstjóm
in getur varla dregið það mik-
ið lengur að gera það kunnugt,
hverjar séu fyrirætlanir henn-
ar.
Afskipti ríkisvaldsins af
líjaramálum alþýðunnar.
Frá því að „fyrsta stjórn,
sem Alþýðuflokkurinn mynd-
aði á lslandi“, Stcfáns Jóhann»
stjórnin, var mynduð, hafa af-
skipti ríkisvaldsins af kaup- og
kjaramálum verkalýðsins farið
sívaxandi. Ríkisvaldið hefur
ýmist með einfaldri lagasetn-
ingu, eða beinni íhlutun, komið
í veg fyrir að verkamenn og at
vinnurekendur gætu samið um
kjaramál sín á milli, óhindrað.
Nægir í þessu sambandi að
minna á íhlutun ríkisstjórnar-
innar í vinnudeilunni 1947, þeg
ar hún beinlínis hindraði, að
samningar gætu tekizt í langan
tíma, og ekki sízt vísitöluföls-
unina, þar sem allir kaup-og
kjarasamningar á landinu voru
að engu gerðir með lögum frá
Alþingi.
Að fenginni þessari reynslu,
hlýtur hverjum heilskyggnum
manni að vera það ljóst, að
ríkisvaldið mun nú ekki síður
i en endranær, blanda sér inn í
vinnudeilurnar, og myndi því
reynast auðvelt, að brjóta
hvert einstakt féla-g á bak aft-
ur, ef baráttan væri ekki sám-
ræmd og undir sameiginlegri
stjórn.
Alþýðublaðið hefur orðið.
Alþýðublaðið, sem eins og
kunnugt er, hefur oftast, ef
ekki ávallt, túlkað skoðanir
miðstjórnar Alþýðusambands-
ins, hefur ekki síður en mið-
stjórnin verið grafþögult um
fyrirkomulag vinnudeilunnar
og kröfur verkalýðsins. Siðastl.
laugardag rýfur það þó þögn-
ina að nokkru. Segir svo í
leiðara blaðsins:
„Verkalýðshreyfingin tekur
skynsamlega og ábyrga af
Framhald 4 6. síðu.