Þjóðviljinn - 02.09.1950, Síða 3
Laug'ardagur 2. september 1950 ÞJÓÐVILJINN ......... ... ......... • 3
MeSan launþegum wé
Bændur teljá sig þurfa 21,4 prós. verðhækkun!
Ömurlegar lýsingar & áhrif-
um gengisiœkkunarinnar á
landbúnaðinn
Aðalfundur stéttarsambands bænda hefur staðið yf-
ir undanfarið á Kirkjubæjarklaustri. Hafa þar einkum
verið rædd verðlagsmál landbúnaðarins, en nú stendur
fyrir dyrum verðlagning landbúnaðarafurða. Hefur stétt
arsambandið látið hagfræðinga rannsaka áhrif gengis-
lækkunarinnar á landbúnaðinn. og hafa þeir komizt að
þeirri niðurstöðu að reksturskostnaður meðalbús hafi
hækkað um hvorki meira né minna en 21,4% fyrir tií-
verknað þessa bjargráðs Framsóknar og íhalds. Krafa
bænda verður svo að sjálfsögðu sú að afurðaverðið hækki
að minnstakosti sem þessu svarar, um rúman fimmta
hluta!
i*nð getur orðið ódgrara uð vsmu menm og
og honur heldur en uð uuka nmt-
viplíiiraml eiðsluna
ÞEIR VILJA LÁTA VANA
FATÆKLINGA
^ Viðreisnin í
landbúnaðinum.
1 ræðu sem Sverrir Gíslason
hélt í upphafi aðalfundarins
Ikomst hann þannig að orði um
áhrif gengislækkunarinnar á
landbúnaoinn, að sögn Tímans:
„Athugunin á áhrifum
gengislækkunarinnar leiddi
í ljós, að hún hefur stórauk-
ið rekstrarkostnað .búanna
Innlendur fóðurbætir hefur
hækkað um 77%, útlendur
fóðurbætir um 125%, áburð
ur um 88%. Byggingarkostn
aður hefur einnig mjög
hækkað: Timbur um 45%,
þakjárn 60%, málning 35%,
Kostnaður við vélanotkun
hefur stórhækkað, benzín
80%, smurningsolíur 102%,
varahlutir og viðgerðir 40%.
Flutningskostnaður hefur
hækkað um 34% og vinnu-
laun 15%. Niðurstaðan er
því sú, að rekstrarkostnaður
meðalbús hafi hækkað um
21,4%“.
^ Hækkunin kemur
fram innanlands.
Kröfur Stéttarsambands
bænda eru síðan þær að þessar
afleiðingar gengislækkunarinn-
ar verði bættar bændum með
hækkuðu vöruverði. Það magn
sem flutt er út er sem kunnugt
er sáralítið, þannig að verð-
hækkunin mun svo að segja
öll koma fram innanlands. Og
til, þess að vega upp yfir 20%
útgjaldahækkun. þarf jafn-
mikla tekjuhækkun, jafnmikla
verðhækkun á landbúnaðaraf-
urðum. Samþykkti stéttarsam-
ibandið þessa tillögu í því sam-
bandi:
„Fundurinn felur stjórn
Stéttarsambands bænda að
gæta þess, að bændur fái á
komandi hausti þá fyllstu verð
hækkun á landbúnaðarvövur,
sem landslög leyfa. Þetta er því
frekar krafa hans, þar sem
gengisfallið og hækkun á er-
lendri vöru hefur í reyndinni
lagzt með tvöföldum þunga á
bændur landsins. Heitir því
fundurinn á alla þá, er bera
hag byggðanna fyrir brjósti að
fá því til vegar .komið, að verð
landbúnaðarvara í framtíðinni
og þar af leiðandi lífskjör bænd
anna tryggi að landbúnaður-
inn verði eftirsóttur“.
Jafnframt var samþykkt a&
segja upp núgildandi verðlags-
grundvelli, þar sem hann
myndi ekki tryggja nægilega
verðhækkun.
★ 21,4% og 2,7%!
Á sama tíma og bændur búa
sig undir að knýja fram um
fimmtungs hækkun á afurða-
verði, mjólk, kjöti og öðrum
neyzluvcrum almennings, eru
launþegum rétt 2,7% launa-
hækkun, rúmar tvær krónur á
dag. Með þá hækkim að bak-
hjarli er þeim ætlað að tryggja
bændum fulla uppbót fyrir
gengislækkunina og raunar
meira en það; takmarkið er að
gera hag bænda betri en verið
hefur. Er það að sjálfsögðu
mjög lofsverð hugsjón, en hvað
um framkvæmdina ? Eins og nú
er komið málum er augljóst að
almenningur neyðist til að
hætta að kaupa landbúnaðar-
afurðir nema á hátíðum og
tyllidögum. Meira að segja
mjólkin, brýnasta nauðsyn
barnanna verður spöruð á al-
þýðuheimilunum. Afleiðingin
hlýtur að verða ,,offramleiðsla“
á landbúnaðarvörum, hinar
dýru afurðir hrúgast upp í
landinu óseljanlegar. Og hvað
tekur þá við? Á að selja hin-
ar dýru íslenzku afurðir í sam
■keppni á erlendum markaði,
þar sem kjötverðið er um 4 kr.
og aðrar afurðir eftir því?
^ Kjósendur gengis-
lækkunar-
flokkanna.
Flestir fulltrúar á aðalfundi
Stéttarsambands bænda munu
vera kjósendur Framsóknar-
flokksins og íhaldsins. Þeir
horfast nú í augu við afleið-
ingarnar af fylgi sínu við þessa
flokka. í kosningunum s.l.
haust voru þeir að kalla yfir'
sig þær óhemjulegu verðhækk-
anir sem yfir þá hafa dunið og
þá sjálfheldu sem nú blasir
við. Þeim ætti nú að vera ljóst
Framhald 4 6. síðn.
Ég hef nýlega fengið til um-
sagnar bækling sem heitir
Fólk gert ófrjótt. Aðferðir til
algerrar vönunar, eftir R. L.
Dickinson og C. J. Gamble, en
bókin fæst hjá Hinu ameríska
áætlunarbarneignafélagi, Mad-
ison Avenue 501, New York
og víðar í Ameriku.
í bókinni er gnægð mynda sem
sýna skurðaðgerðir til þess
að vana fólk. Reyndar er vafa-
mál að sumar myndirnar kæmu
skurðlækni að haldi, en viss
hópur lesenda mun kunna að
meta þær.
Höfundarnir telja það köllun
sína, „að frelsa mannkynið frá
hættulegri offjölgun".
„Við Ameríkanar“, segja þeir,
„höfum lagt til grundvöllinn
og ættum að verða öðrum þjóð-
um til fyrirmyndar“.
Læknisaðgerðir þær sem lýst
er eru ekki alger gelding. Som-
ræði eiga menn að geta haft
| eftir sem áður, sér til mikillar
ánægju, að því er virðist.
„Verndun".
Höfundarnir halda því fram
að þrjár tegundir manna beri
að vana.
í fyrsta lagi þá sem eru fá-
bjánar og haldnir arfgengum
sjúkdómum. í öðru lagi þær
konur sem vegna sjúkdóma eða
vansköpunar geti ekki fætt
börn nema lífshætta stafi af.
í þriðja lagi „það fólk, sem
þegar hefur fært þjóðfélaginu
svo mörg afkvæmi, sem það
eða ríkið getur alið upp og
séð fyrir. Þeir tímar munu
brátt koma“, bæta þeir við, „að
varanleg f járhagsvandræði rétt
-læti varnarráðstafanir á kostn-
að þess opinbera“.
Ég geri ráð fyrir, þótt marg-
ir séu mér ósammála, að ekki
sé rangt að koma í veg fyrir
að kona eigi barn, ef hún get-
ur ekki fætt það nema lifi henn
ar sé alvarleg hætta búin.
Einnig get ég fallizt á, a. m.
k. að ræða um réttmæti þess
að gera menn ófrjóa í nokkrum
tilfellum arfgengra sjúkdóma;
þó ber þess að gæta, að aldrei
erfir kvillann meira en helm-
ingur barnanna.
Um fábjána er það að segja,
að mér skilst, að í Ameriku
sé farið að vana þá á aldrinum
tíu til fjórtán ára.
Þetta skulum við athuga nán
ar. Prófessor Trouton sálugi.
félagi í konunglega vísindafé-
laginu brezka, lærði ekki að
lesa fyrr en hann var tólf ára
að aldri. Þá tók hann allt í
einu svo skjótum framförum,
að seytján ára uppgötvaði
hann hann lögmál það sem við
hann er kennt um bræðslu-
mark.
Raunveruleg hætta.
Foreldrar hans voru sæmi-
lega efnum búnir og reyndu
tvímælalaust mikið til þess að
troða í hann. Hefðu foreldr-
arnir verið fátækir hefði hann
verið sendur á skóla fyrir vand
ræðabörn, og í Ameríku, þó
ekki í Bretlandi enn sem kom-
ið er, gæti verið að hann hefði
verið vanaður. Slíkt hefði verið
hörmulegt því að ekkert er
út á börn hans að setja.
En aðalhættan fyrir mann-
kynið er fólgin í ráðabrugginu
um að vana fátæklinga. „Sú
uppástunga“, segja þeir Dick-
inson og Gamble,“ á rætur sín-
ar að rekja til Suðurríkjanna,
en þar eru hlutfallslega miklu
fleiri lágtekjumenu, sem jafn-
framt eru frjósamir mjög.“
Þess er ekki getið hvort að-
gerðir þessar eigi að ná jafnt
til hvítra manna og svartra.
Sennilegra er þeim einkum
beint gegn þeim svörtu, því
að þeir eru fátækir en barn-
margir.
Ef bók þessi hefði verið skrif
uð í einhverju landi þar sem
kristindómurinn hefði orðið að
þoka fyrir einhverjum öðrum
trúarbrögðum, hefði hún áreið-
anlega verið notuð í röksemda-
færslu gegn „efnishyggjunni“.
En þar sem Amerika á að
heita kristið land, geri ég ráð
fyrir að þeir sem samþykkir
eru efni bókar þessarar muni
vilja breyta einni ritningar-
grein og láta hana hljóða svo:
„Sælir eru fátækir því að þeir
munu geltir verða“.
1 bókarauka er rætt um van-
anir í Þýzkalandi. Nazistar eru
ekki nefndir á nafn en höfund-
E FTIR
J. B. S. HALDANE,
próíessor, íélagsmann
í konunglega brezka
vísindaíélaginu
arnir virðast dást að fordæmi
þeirra. Amerískur ferðamaður
„mætti fullum skilningi á hinu
gagngerða ameríska frum-
kvæði“, og læknisaðgerðum
framkvæmdum í Þýzkalandi er
gaumgæfilega lýst.
Gaskleíar.
1 sérstökum stofnunum þar
sem allrar varúðar var gætt,
fóru fram aðgerðir á 6000 kon-
um. Dánartala var 1 af hverj-
um 204. Þess er ekki getið,
hve margar urðu örkumlamanu
eskjur.
„Hinar mjög svo leynilegu af-
tökur fábjána og annarra geð-
bilaðra, með eiturgasi, seint á
stríðsárunum, er varla hægt að
kalla vönunaraðgerðir; þeim
var hætt vegna mótmæla al-í
[ mennings".
Eg stóð í þeirri trú, að af-
tökum þessum hefði verið hætt
af því að Þjóðverjar voru sigr-
aðir í stríðinu. Eg fæ ekki séð
hvernig almenningur getur mót
mælt aðgerðum sem eru mjög
leynilegar. Vert er að veita því
athygli, að það sem Dickinson
og Gamble nefna aftökur, var
réttilega kallað morð fyrir
fimm árum.
Þeir vilja láta vananafyrir-
komulagið ná til alls heimsins.
„Bæði sameinaðar og sundur-
þykkar þjóðir“, skrifa þeir,
„hafa opinberlega óskað að-
stoðar“, að því er virðist
vegna „hinnar ört vaxandi of-
fjölgunar mannkynsins“.
Það er vafalaust bæði ódýr-
ara og fljótlegra að vana menn
og konur heldut' en auka mat-
vælaframleiðsluna svo að allir
fái nægju. sína. Það er sömu-
I leiðis hægt að fækka fólki með
stórkostlegum loftárásum.
Ef takmark hjónabandsins
er fullnæging kynhvatarinnar,
þá eru til margar aðferðir,
segja þeir félagar, til þess að
Framhald á 6. síðu,;, ]