Þjóðviljinn - 02.09.1950, Side 5

Þjóðviljinn - 02.09.1950, Side 5
Laugardagur 2. september 1950 ÞJÓÐVILJIN N S JénaM Árnusom Ueyrt og séð Meðfram ströndinni úteftir nesinu norðuraf Þórshöfn skipt ast á klettar og sandar, og æð- arfuglinn á þarna heima. Koll- urnar hlaupa hópum saman með unga sína í sjóinn þegar þær sjá mann koma, synda á brott eins hratt og þær geta, en gefa sér þó tima til að líta við öðru hverju og muldra lágt og geðvonzkuJega gúngíkrú, krú, krú, krú, sem hljóm- ar eins og baktal, — og mað- ur tekur það til sín. Því það er einsog þær séu að segja hver við aðra: „Hvurgi nokk- urstaðar er hægt að vera í friði fyrir þessum leiðinlegu mannfuglum. Frekjan í þeim fer að verða alveg óþolandi. Það þyrfti endilega að kæra málið fyrir æðarkónginum naest þegar hana kemur“. Grænlenzkur Kavaler í varpinu. Kóngur þessi kemur nefni- lega stöku sinnum í heimsókn. Hann er svipaður á vöxt og venjulegir blikar, en fram á nefið á honum gengur tignar- legur hnútur, svo að úr verður reglulegt kónganef. — Koll- urnar verða, að sögn kunnugra, alveg utanvið sig af hrifningu, og sumar af hreinni og beinni ást, þegar þessi flotti kavaler íbirtist í varpinu. Blikarnir munu hinsvegar ekki vera al- veg eins ánægðir með hann. Annars skilst mér að fugla- fræðin gefi ákveðna skýringu, o.g ekkert mjög rómantíska, varðandi þennan afbrigðilega æðarblika. Hann mun tilheyra sérstakri tegund æðarfu^ls sem lifir m. a. á Grænlandi. Og þegar hann birtist í varplandi íslenzka æðarfuglsins, þá er það ekki vegna konunglegs embættisreksturs, heldur fyrir asnaskap hans sjálfs. Hann hefur sem sé viilzt að heiman. Þannig segja vísindin, að sá fugl, sem kallast kóngur á ís- landi, sé ekki neitt meira en hversdagslegur bliki á Græn- landi. Og sannast hér hið forn- kveðna, að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Hvað verður um blikana? En það væri freistandi að skrifa miklu lengra mál um æð- arfuglinn. Þvi að hann er í sannleika merkilegur fugl, enda hafa margir gaman af að velta fyrir sér lifnaðarháttum hans. Til dæmis bregður svo við, þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum, að blikarnir verða, að því er virðist, leiðir á sam- búðinni við kollurnar, hverfa smátt og smátt og láta síðan lítið seip ekkert á sér bera fyrren líða tekur fast að næsta hausti. — Þetta hef ég heyrt suma menn skýra þannig, að blikarnir fari útá reginhaf til þess að halda þar hver öðrum selskap nokkra mánuði, laus- ir úr návist kvenkynsins, og mætti þá kannski líkja fyrir- bærinu við klúbba þá og fé.lög sem aðeins eru ætluð karlmönn um, tildæmis Oddfellow- og Frí múrarareglur. En hér koma vísindin og eyðileggja rómantíkina, einsog fyrridaginn. Þau segja sem sé að blikamir gangi ekki í neina Oddfeilowreglu, heldur glati þeir ósköp einfaldlega sérkenn- um sínum, þegar ekki þykir lengur þörf fyrir föðurlega um- hyggju þeirra kringum hreiðr- in, og verði seinast alveg eins og hverjar aðrar kollur í útliti; þessvegna beri ekkert á þeim sem slíkum fyrren með haust- inu, að kynferðileg sérkenni út- litsins birtast aftur. Orgeltónar í æðarvarpi. Flestir munu hafa heyrt um skrautgirni æðarfuglsins, ef til dæmis hengd eru upp lit- skrúðug flögg í einum hólma, yndi af músíkk þeirri sem vind ar loftsins léku á þessi hljóð- færi. En nú eru Eols-hörpurnar þagnaðar, þær gengu smám- saman úr sér og urðu seinast alveg ónýtar (enda átti hér í hlut sá hljóðfæraleikari sem seint þreyttist), og þó að þessi só kannski ekki fyrst og fremst ástæðan til þeirrar rýrn unar sem orðin er á varpinu, (sumir telja að olía frá sokkn- um skipum í stríðinu hafi eink- um orsakað hina miklu fækkun í stofni æðarfuglsins sem raun vitnar um, aðrir álíta að ein- hyerskonar fár hafi þar meiru valdið), þá kveðst séra Þórður ekki efast um a,ð liann mundi aftur, einsog forðum, geta aukið til muna eggtekju og dún í varplandi bújarðar sinnar, ef sér tækist að útvega nýjar Eols hörpur. En því miður er svo að sjá sem þessi þýðingarmiklu hljóðfæri séu ekki lengur til sölu í heiminum. Greiðasölustaður íyriríinnst þar enginn. Það mun láta nærri að klukkustundar gangur sé frá Hið nýja frysti- og sláturhús á Þórshöfn þá sækir hann miklu frekar þangað helduren í aðra hólma, þar sem ekki er flaggað; — (hér kemur þó auðvitað einnig til greina sú staðreynd að flögg in fæla burt svartbak og ann- an varg). En færri munu vita hvað æðarfuglinn er hneigður fyrir músíkk. Prófasturinn í Sauðanesi, Þórður Oddgeirsson, keypti sér frá útlöndum fyrir 20-30 árum svonefndar Eols-hörpur, sem gáfu frá sér orgeltóna þegar vindar blésu gegnum þær, og kom þeim fyrir í æðarvarpi bújarðar sinnar, — en það er mikið varp. Og með þessu móti tókst honum að auka til muna eggtekju og dún. Æðarfuglinn virtist hvergi annarstaðar fremur vilja verpa en í nánd við Eols-hörpumar, og hafði þannig bersýnilega hið mesta Upphaf síldarsöltunar á Þórshöfn Þórshöfn að prestsetrinu Sauða nesi. Svo að þessar hugleið- ingar hafa farið nokkuð úr leið í fróttagrein sem átti að fjalla um kauptúnið sjálft. — En þá er líka bezt að snúa við. íbúar Þórshafnar munu vera um 300 talsins, eg þetta er kauptún af algengustu íslenzkri gerð, vinalegt pláss sem hefur |að mestu harkað af sér skipu- ; lagsáhyggjur hinna stærri plássa og leyfir húsum sínum yfirleitt að standa einsog þau hafa helzt löngun til, — mátu- leg fisklykt og hressandi mótor skellir á daginn, ilmur af þangi og róandi sjávarniður á nótt- unni. Það er sundlaug á Þórshöfn, myndarlegt mannvirki. Ung- mennafélag staðarins byggði hana fyrir nokkrum árum, — en síðan dó það víst. Afturámóti er, einsog stend- ur, ekki neinn opinber greiða- sölustaður né gistihús á Þórs- höfn. Og þetta getur orðið til mikilla óþæginda fyrir aðkomu fólk. Til dæmis hafa sagt mér tveir opinberir erindrekar, sem dvöldu einn dag á Þórshöfn í sumar, að þeir gátu samasem ekkert útvegað nema , harðfisk og kex í kaupfélagsbúðinni til að seðja hungur sitt á meðan. Má mikið vera ef þeir fengu ekki báðir langvarandi brjóst- sviða, eða eitthvert ennþá verra innanmein, uppúr öllu saman. — Saga þeirra kemur þó illa heim við orð það sem fer af íþúum staðarins, því að þeir eru, að-sögn gamals vinar míns sem þama hefur dvalizt nokk- urn tíma, og að fleiri manna sögn, með afbrigðum gestrisíð fólk og hjálpsamt. (Kannski þeim sé bara ekkert um opin- bera erindreka?). En hvað sem öðru líður, þá er það auðvitað slæmur galli, að þarna skuli ekki vera neinn greiðasölustað- ur nó gistihús. Skothríð á aðalgötunni. Annar dálítið slæmur galli er sá, að púströrið á íshúsinu stendur beint útá aðalgötuna. Aðkomumenn, sem ekki hafa hugmynd um þetta hættusvæði, vita þessvegna eftilvill ekki fyrr til en þeir fá uppí andlitið á sér sótuga skothríðina frá mótorunum. — Hinumegin við húsið er fáfarinn grasvcllur, og venjulegu fólki finnst að ein- mitt þangað hefði átt að láta mótorana pústa. — En vegir islenzkra arkítekta hafa löng- um verið órannsakanlegir, — og erfitt að skilja hina djúpu speki þeirra. Sömuleiðis virðist vanta hljóðdúnk á fyrirtækið, því að tveir menn sem ganga hlið við hlið verða næstum að kallast á í návist þess. En allt stendur þetta til bóta. Nýtt íshús er að taka við af því gamla. Nýja húsið sendur dálítið af síðis norðantil í plássinu. Það var verið að steypa undir vél- arnar þegar ég kom á Þórs- höfn í sumar. Samband ísl. samvinnufélaga reisir þetta hús, og.Helgi ;Bergs yngri hefur gert teikninguna. Samskonar hús er á Vopnaíirði, Fáskrúðs- firði og víðar. Þetta er stórt hús, einsog myudip sýnir. Og það á ekki bara að frysta þarna. Það á líka að slátra. — Vonir standa til að fyrirtækið taki til starfa áðuren slátrun hefst fyrir alvöru í haust. Síldarsöltun og hin listrænu áhrií hennar. Menn munu hafa veitt því athygli að í sumar fóru, aldrei þessu vant, að gerast síldar- fréttir á Þórshöfn. Það var nefnilega tekið í notkun söltun arplan. Söltunarféiagið Sunna á Siglufirði stendur fyrir þeim framkvæmdum. Eg kom á Þórshöfn fyrsta daginn sem saltað var. Kven- þjóð staðarins hafði brugðiS við skjótt, sett upp olíusvunt- ur og vopnað sig hnífum, tíl að koma hinu mjögumtalaða „silfri hafsins" niðrí tunnurnar. En ekki munu þar allar tunn- ur hafa fyllzt á augabragði, því að stúlkumar voru óvanar starfinu. I hópnum var satt að segja aðeins ein sem áður hafði saltað síld. — Ef dæma skal eftir áhuganum, gat þess þó varla verið langt að bíða að að þær næðu allar fullkominni leikni í starfinu. Það ríkti yfirleitt alstaðar hressandi andrúmsloft, nokkurs konar nýsköpunarhugur, í til- efni af þessum merka, og sjálf sagt langþráða, viðburði, fyrstu síldarsöltuninni. Og það var ekki bara í atvinnulegu tilliti sem hann gat kallazt góðs viti. Það var einnig ástæða til að fagna honum sem fegurðarauka í arkítektúr staðarins. Því að tunnustaflar, sem standa hrein ir og gulir og gljáandi í sól- skininu, eru óneitanlega til- ■komumikil mannvirki. Enda heyrði ég á tali tveggja manna sem virtu fyrir sér staflana á planinu, að þeim fannst þetta ánægjuleg sjón. En hitt licrm- uðu þeir jafnframt mikið, sem voníegt var, að öll sú atvinnu- lega gleði, og öll sú listræna prýði, sem fylgir síldarsöltun, skyldi ekki löngu fyrr hafa rat að til Þórshafnar. Soíið á miðju planinu. Einn mórauðiir hundur hafði samt ekki gert sér grein fyrir þessum breyttu kringumstæð- um, því að hann lá þar sem mest var umferðin á planinu og svaf. Var þetta háttalag hans óneitanlega æði kyndugt og ekki beinlínis viðurkvæmi- Framhald á G. ufiu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.