Þjóðviljinn - 06.09.1950, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.09.1950, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJIN N Miðvikudagur 6. sept. 1950. HIÓÐV1LIINH Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkuriim. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Slgurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ari Kárason, Magnús ’íbrfl Ólafsson, Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu- stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 60 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Nýjar stórárásir í kjölfar smánarbótanna Bæjarstjórnaríhaldið hefur nú fært Reykvíldngum þær gleðifréttir að ætlunin sé að hækka gjaldið á raf- magni og heitu vatni. Og hækkunin er engir „smámunir“, eins og Vísir sagði um vísitöluhækkunina, heldur hækk- ar rafmagn um allt að 50% og heita vatnið um ca 55%. í heild nema þessar hækkanir nýjum sköttum á Reyk- víkinga sem svara yfir 10 milljónum á ári. en hvert meðalheimili mun verða að greiða um 100 kr. meir á mánuöi en fyrr, um 1200 kr. meira á ári! Þessar gleðifréttir berast nokkrum dogum eftir að tilkynningin kom um hinn mikla sigur Alþýðusambands- stjórnar — kr. 2,24 á dag, kr. 56 á mánuð:, kr. 672 á ári fyrir Dagsbrúnarmann sem hefur fulla atvinnu. Að sjálf- sögðu eru þessar tvær fréttir í samhengi hvor við aðra; það er engin tilviljun að hækkunin á rafmagni og heitu vatni kemur í kjölfar smánarbótanna. Það litla sem meö þeim fékkst skal étið margfaldlega upp af öilum hpgs- anlegum aðilum. Að sjálfsögðu sá Alþýðusambandsstjórnin þetta fyr- ir. Það hefur ekki farið neitt leynt aö þessi væru áform bæjarstjórnaríhaldsins, og þegar Helgi Hannesson cg kumpánar hans sátu á leynifundum sínum með gengis- lækkunarstjórninni vissu þeir að ein saman hækkunin á rafmagni og heitu vatni myndi verða tvöfalt meiri en kaupuppbótin. Þeir vissu einnig að íjölmargar vörur höfðu hækkað í verði síðan 1. júlí, þeir vissu að framund- an voru verðhækkanir á svotil öllum vörum. vegna hækk- aðrar álagningar og síðast en ekki síst vissu þeir að mjög tilfinnanl. hækkun myndi verða á landbúnaðarafurðum en upphaf hennar birtist almenningi í dag. Þrátt fyrir allt þetta töldu þeir rúmar tvær krónur hæfilegar bætur handa launþegum! Sú staðreynd verður ekki dulin að stjórnendur Al- þýðusambandsins sömdu þannig um kauplækkun en ekki kauphækkun handa launþegum. Það er erfiðara að lifa nú fyrir kr. 10.63 um tímann en það var fyrir tveimur mánuðum fyrir kr. 10.35. Raunverulegt kaup hefur þann- ig lækkað aö mun. Og raunverulegt kaup mun fyrirsjá- anlega halda áfram að lækka viku eftir viku — á með- an ráðamenn heildarsamtaka íslenzkrar alþýðu birta einn langhundinn af öörum í Alþýöublaöinu um hinn „glæsilega sigur“ sinn. Þetta er sú þróuix sem Alþýðusambandsstjórn hefur boöið heim. Iiún heínr lýst yfir því að öil kaupgjalds- barátta sé ástæðulaus, launþegar hafi fengið sinn fulla skerf, og hvaö er þá eðlilegra en aö rí'kisstjórnin og henn- ar hyski gangi á lagið 1 vissu þess að heildavsamtökin séu fjötruð. En launþegar eru ekki á sömu skoöiui. Þeir vita að siíkum árásum er aöeins hægt að mæta meö virkri bar- áttu, með grunnkaupshækkunum. En áöur en hægt sé að hefja þá sókn fyrir alvöru verður að leysa heildarsam- tökin undan yfirráðum auðmannastéttarinnar. Það er bein kaupgjaldsbará.tta sem háð veröur í kosningunum tjl Alþýðusambandsþings sem hefjast eftir 10 daga, það er kosiö um lífsafkornu alþýðuheimilarina, þaö er kosiö um það hvort launþegasamtökin eigi að þola bótalaust eina stórárásina af annari. Og í þeim kosningum munu tveggjakrónusvikarar Alþýðusambandsstjóinarinnar fá þau málagjöld sem þeir verðskulda. Bíkisship: Hekla, var væntanleg til Reykja víkar í mprgun. Esja var á Akur e'yri í morgun. Herðubreið var væntanleg til Reykjavík í nótt. Skjaldbreið er í Reykjavík og fer þaðan í kvöld til Snæfellsnesa- og Breiðafjarðarhafna. Þyrill er í Faxaflóa. Eimskip: Brúarfoss kom til Akureyrar 2.9. fer þaðan síðdegis í dag 5.9. til Húsavíkur. Dettifoss fór frá Akur eyri 1.9. til Hollands og Hamborg ar. Fjailfoss fer frá Leith 2.9. væntanlegur til Reykjavíkur í dag 6.9. Goðafoss fer frá Reykjavík í dag kl. 14.00 6.9., til Hull, Brem en, Hamborgar og Rotterdam. Gullfoss fór frá Leith kl. 19.30 4.9. til Reykjavíkur. . Lagarfoss kom til N.Y. 27.8. fer þaðan vænt anlega 7.9. til Halifax og Reykja- víkur. Selfoss lcom til Gautaborg- ar 31.8. Tröllafoss kom til Bot- wood í New Foundland 2.9. ferm- ir þar 2500 tonn af pappír til N.Y. Loftleiðlr h.f. Innanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyja kl. 13.30. Til Akureyr- ar kl. 15.30. Til lsafjarðar og Siglufjarðar. Á morg un er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyja, Akureyrar, Isafjarðar og Patreksfjarðar. Geysir er í Reykjavík. Happdrættisbíll S. Ú. J. kom á nr. 19735. Aðrir vinningar voru kr. 500. — á nr. 11681 og 21081. BM fundur í kvöld á venju- legum stað og tíma. Sl. laugardag voru gefin sam an í hjónaband af sr. Jakob Jónssyni, ung- frú Emilía Guð rún Baldursdóttir og Sæmundur Þorsteinsson, starfsmaður hjá Öl- gerðinni EgiII Skallagrímsson. — Heimili ungu hjónanna er að Stór holti 28. — Nýlega voru gefin sam an í hjónaband af sr. Bjarna Jóns syni, ungfrú Sigurlaug Pétursdótt ir, verzlunarmær frá Hvamms- tanga og Reimar Snæfells,. síma- maður, Skólavörðuholti 23. ------- Heimili ungu hjónanna er á Sól- vallagötu 32. Heilsuvernd, tíma- rit Náttúrulækn- ingafélags Islands, 2. hefti 1950, er ný komið út. Efni: Liðagigt, eftir rit- stjórann, Jónas Kristjánsson. Kjarni málsins, eftir Gretar Fells. -- Um barnatennur, eftir Margréti Bergmann, tannlækni. — Náttúr- leg lækning og varnir krabba- meins, og er það síðasta greinin í greinaflokki um það efni eftir Björn L, Jónsson. — Húsmæðra- þáttur: Grænar blaðjurtir, með hrásalatuppskriftum (Dagbjört Jónsd.) Frásagnir af lækningu tveggja krabbameins- og tveggja liðagigtarsjúklinga. — Ný krúsku uppskrift. — Lífrænn og tilbúinn áburður (tilraunir). — Brauðin og fytinsýran. — Spurningar og svör. — Reykingar og kvillasemi. — Röng næring orsök ofdrykkju. — Varnarefni gegn sýkingu í hveiti- kími. — Félagsfréttir o. fl. Krossgáta nr. 23. Lárétt. 1 beygja — 7 kaupst — 8 gamalt skip — 9 hratt — 11 skyldfólk 12 borðandi — 14 tvíhl. — 15 morandi — 17 íþróttafélag — 18 frjáls — 20 hæga. Lóðrétt. 1 köld — 2 fiskiþorp — 3 ósamstæðir — 4 gegnsæ — 5 samþykkja — 6 oftar — 10 hrein 13 skákir — 15 krubba — 16 veit- ingastaður — 17 saman — 19 stjaka. Lausn á nr. 22 Hafið þið munað eftir að líta Lárétt. 1 búrgeis — 7 óm — 8 yfir smáauglýsingarnar á 7. biða — 9 kló — 11 kul -r- 12 TT síðu? — 14 RL 15 stal — 17 ÆÆ) — 18 púa — 20 flissar. Farfugiar Berjaferð verður í Sæból á Jaugardag. Upplýsingar í Stefánskaffi, Bergstaðast. 7, í kvöld. Lóðrétt. 1 bóka — 2 uml —- 3 GB _ 4 eik — 5 iður — 6 salli — 10 ótt — 13 taps 15 sæl — 16 lús — 17 æf — 19 AA. LITI0 HEBBEB6I óskast handa 16 ára stúlku sem stundar nám í Gagn- fræðaáhóla. Austurbæjar. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. gefur Aðalbjöm Pétursson sími 6809. IVUUW^kVWWVVWVVVUVVUW Bólusetning gegn barnaveiki. Vegna mikillar aðsóknar verður tekið á móti pöntunum um bólu- setningu gegn barnavpiki miðviku daginn 6.9. kl. 10—12 i sima 2781. Hellsuhælissjóði Náttúrulækn- ingafélags Islands hefur borizt áheit fyrir heilsuhjálp, að upphæð eitt þúsund krónur frá A.L. Kærar þakkir. — Stjórnin. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Erna Sigurðardóttir, Ak- uréýri og Magnús **. Á. Guðmundsson, skrifstofustjóri_ Akranesi. — Ný- lega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Fjóla Jóhannsdóttir, Soga- veg 158 og Guðmundur V. Ólafs- son, Knarrarnesi, Vatnsleypu- strönd. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Mjóuhlíð 10 og Jón Óskarsson Vesturgötu 23. Þjóðviljann vantar ungling til að bera blaðið til kaupenda í Ljósvaliagötu og Eskihlíð Þjóðviljinn, sími 7500. Vakta- ráðskona óskast í mat- og veitingahús. Stuttui vinnutími. Herbergi fylgir ef vill. Umsókn með upplýsingum um fyrri störf ásamt kaupkröfu leggist inn í af- greiðslu Þjóðviljans fyrir 15. sept., merkt: „Starf — 149“ 19.30 Tónleikar. 20.30 Útvarpssag- an. 21.00 Tónleik- ar: Divertimento nr. 10 í F-dúr eftir Mozart. 21.20 Er- indi: Undir erlendum himnum; II. (Karl ísfeld ritstjóri). 21.45 Danslög. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 Danslpg, 22.30 Dag- skrárlok. . TILKYNNING InnflutningSr og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðiö að verð hverrar seldrar vinnustund- ar hjá skipasmíðastöðvum, vélsmiðjum, bifreiða- verkstæðum, raívirkjum og pípulagningarmönn- um, megi hæst vera. sem liér segir: !! Dagvinna Eftirvinna kr. 17.83 kr. 24.62 kr. 15.32 kr. 20.60 kr. 14.04 kr. 18.87 Ákvæði tilkynningar þessarar gdda frá og með 1. ágúst, 1950. Sveinar Aðstoðarmenn Verkamenn Nætur og helgid. v. kr. 31.42 kr. 25.84 kr. 23.70 Reykjavík, 5. sept. 1950. VEBÐLAGSSTIÓBINN wvwvvwyyuwwwAPkwtFuykwtwtfwvvwvwMvvwvwvvwvw

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.