Þjóðviljinn - 06.09.1950, Blaðsíða 6
E
;35Sisí3KCT£:
* 3D> ;:-r-T2S13- C
ÞJÓÐVILJINN
•■-rarmT-_i^KgV-~ «a
tRWf. cí>ísa ,<J
' - - Miðvikudagur 6, - sept: 1950»
Dönsku kosningesrnar
4~
Framh. af 5 síðu.
i
það ráð að þegja um styrj-,
aldarundirbúninginn, sem nú er
orðinn langstærsti liðurinn á
fjárlögum danska ríkisins. Þeir
halda því í staðinn fram að í
þessum kosningum sé fyrst og
fremst barizt um hvaða leiðir
éigi að fara til að bæta úr þeim
gfeysilega gjaldeyrisskorti og
skuldum sem Danir eiga nú
við áð búa, en það er bein af-
léiðing af mársjall„viðreisninni“
og viðskiptasamningum þeirra
við Bretland. Sömu söguna er
að segja af hinum borgaraflokk
unum, nema þá beizt íhalds-
mönnum. Þeir reyna ekki að
leyna því, að fyrir þeim vaki
aukin hervæðing, enda er það í
samræmi við alla sögu þess
flokks. Róttæki flokkurinn sem
á- sínum tíma var einbéittasti
andstæðingur hins prússneska
anda í dönskum stjórnmálum,
hefur ekki þorað að bregðast
sögu sinni opinberlega. Hann
greiddi atkvæði á móti hinum
stórauknu framlögum til her-
væðingar, þó að fulltrúar hans
á þingi hafi hingað til fylgt
hinum sósíaldemokratísku
stríðsmönnum að málum, svo
til án þess að mögia. Vinstri
flokkurinn hefur valið sama
kostinn og kratar, sem sagt að
þegja um vígbúnaðinn, og trúð-
leikararnir í réttarríkinu lofa
öllum öllu sem fyrri daginn..
Stríðsæsingamönnunum
verður Iítið ágengt
Á móti sameinuðu fjármagni,
blaðakosti og áróðursvéium I
allra borgaraflokkanna berst I
danski kommúnistaflokkurinn |
fyrir stöðvun hins óða víg-1
búnaðar, gegn þeim kjaraskerð-
ingum sem hann hefur í för
með sér, fyrir friði og betri
lífskjörum. En hann á í vök
að verjast. 1 dagblað á móti
391, það eru hlutföllin. En
hann á styrk sinn í einlægum
friðarvilja "dönsku þjóðarinnar,)
sem aldrei mundi láta nota sig,
til að bera vopn á aðra að
ósekju, ef henni væri sjálfrátt. 1
Þó að ekkert hafi verið til
sparað hefur stríðsæsingamönn-
unum orðið lítið ágengt í að
breyta friðsamlegu hugarfari
Dana. Sá maður er vaftdfundinn
sem í sjálfu sér mælir vígbún-
aðinum bót: Danir eru góð-
látir og gamansamir og þeirn
hættir til að brosa að stríðs-
tilburðunum í stað þess að horf
ast í augu við staðreyndirnar
og viðurkenna alvöruna. En
þeir hafa lengi litið á her-
• mennsku sem óhjákvæmilegt og
ekki óskemmtilegt prjál, svip-
uðum augum og þeir líta á allt
stússið umhverfis kónginn.
Reikningurinn
kemur eftir kosningar’
Það er því ekki við því að
búast að þeir kunni að forð-
ast þær gildrur sem hinir borg-
aralegu pólitíkusar eru búnir
að leggja fyrir þá, Þeir munu
flestir taka þessar kosningar
eins og hverja aðra tilbreytní,
eins og að horfa á lífvörð
kóngsins spankúlera um göt-
urnar í skrautlegum búningum
við hornaþyt.
En eftir kosningamar fá þeir
reikninginn. 786 milljónum
danskra króna verður á þessu
ári varið til vígbúnaðar. Það
er á sjöunda hundrað danskra
króna á hverja fjölskyldu í
landinu, og dönsk króna hef-
ur þrisvar til f jórum sinn-
um meiri kaupmátt en íslenzk,
Það fé verður tekið af dönsk-
um afmúga með auknum skött-
úm og tollum. Og það verður
ekkið látið við það sitja. Banda
ríkin hafa krafizt þessarar
aukningar á fjárveitingum til
vígbúnaðarins og þau hafa þeg-
ar látið það uppi, að hún væri
hvergi nærri nægjanleg. Sultar-
óliii verður hert, fólki sagt
að leggja enn meir að sér. Það
er ekki eingöngu á Islandi að
Evrópufólk hefur fengið að
kenna á bandarískri „gjaf-
mildi“.
700 milljóna kr.
greiðsluhalli.
Þó að vígbúnaðurinn sé þann-
ig mál málanna í dönskum
stjórnmálum í dag, eru þó
ýmis önnur atriðr í dönsku
þjóðfélagslífi sem gætu ver-
ið lærdómsrík fyrir íslendinga.
Á þetta ekki sízt við dönsk
utanríkisviðskipti. Danir voru
í svipaðri aðstöðu og Islend-
ingar hvað það snerti þegar
heimsstyrjöldinni lauk. Þeir
voru fyrst og fremst matvæla-
framleiðsluþjóð og framleiðslu-
geta þeirra var óbreytt eða
jafnvel aukin frá því fyrir
stríð, á sama tíma sem mat-
vælaskortur var um alla álf-
una. Þeir áttu því örugga
markaði fyrir alla sína fram-
leiðslu við góðu verði. I stað
þess að beina viðskiptum sínum
til þeirra þjóða sem mesta
þörfina höfðu og bezt vildu
greiða fyrir afurðirnar, kusu
þeri að einbeina allri utanrík-
isverzlun sinni á Bretland. Það
hefur haft geigvænlegar af-
leiðingar fyrir danska þjóðar-
búið. Undanfarin ár hafa Danir
t. d. selt kílóið af smjöri til
Bretíaiids á ‘6,12 kr. meðan
VOjðið á Evrópumarkaðinum
hefúr verið milli 8 og 9 kr.
Samtímis hafa þeir bundið sig
<-
til þess að selja nær alla land-
búnaðarframleiðslu sína til Bret
lands á föstu verði 7 ár fram
í tímann, jafnframt því sem
engar verðhömlur eru á vörum
innfíuttum frá Bretlandi. —
Bretar hafa þannig óhindrað
getað hækkað verð á útflutn-
ingsvörum sínum til Danmerk-
ur með þeim afleiðingum, að,
greiðsluhalli Danmerkur við út-
lönd nemur nú 700 milljónum
danskra króna á árin. Sá reikn-
ingur verður einnig lagður fyr-
ir danska alþýðu að aflokn-
um kosningum.
Khöfn, 2. sept. 1950.
A. S.
Geitrnd Lilja:
Hammgjtileitin
42. DAGUR.
„Veslings mamma þorir varla að stíga fæti
þangað.
„Veslings mamma? Mér hefur alltaf fundizt
henni hlíft við öllum áhyggjum. Og þið hafið
veitt henni þá ánægju að hlaða þeim yfir á
ykkur, og þið hafið tekið við þeim með glöðu
geði“.
Marta leit dálítið undrandi á Hillu. Auðvitað
hafði hún á réttu að stánda. En það var ólíkt
Hillu að vera svona hlífðarlaus. Hún hafði allt-
af verið opinská og hreinskilin, en um leið
hlý og einlæg, svo að hún særði engan. Fjör
hennar hafði stafað af innri ró, hún hafði verið
uppörvandi en aldrei þreytandi. En nú var
einhver eirðarleysisblær yfir henni, sem fylgir
venjulega taugaóstyrku fólki. Auk þess var
ytra útlit hennar breytt. Hún var horaðri og
fölari og augu hennar óróleg. Bráðum var ár
liðið síðan Mats dó. Svona þrjózkuleg sorg
var óeðlileg.
„Þetta verður erfitt vor fyrir pabba", sagði
Marta rólega. „Fyrsta vorið sem hann fer á mis
við hina kæru stúdenta".
Augnaráð Hillu varð milt og fallegt.
„Er ekkert hægt að gera?“
„Ég held að hið eina sem hægt er að gera,
sé að láta stúdentana ráða, koma og syngja
fyrir hann eða sleppa þvi, láta æskuna sjálfa
taka ákvarðanir sínar, hverjar sem þær verða,
það líkar pabba áreiðanlega bezt“.
Marta tók bréfspjald upp úr vasa sínum og
rétti Hillu. Hilla las undrandi hinar illa skrif-
uðu línur sem moruðu af stafvillum. Kortið
var frá Alfridu, og á því stóð að hún væri
farin úr vistinni hjá Fahlgren og hafði feng-
ið vinnu í Stokkhólmi.
„Enn er tvísýnt um úrslitin í Alfridumálinu",
sagði Hilla rólega.
-Marta var áhygjufuil á svipinn.
„Bara hún hafi hitt á gott fólk. ...“.
„Hún virðist hafa verið búin að fá nóg af
vistinni hjá frú Fahlgren", hélt Hilla áfram
miskunnarlaust. „Til lengdar er ekki hægt að
láta sér nægja að horfa á silldblússur og tré-
perlur, maður verður líka að eignast það. En
vertu-róleg, það er sagt að enginn spörfugl
falli til jarðar nema það hafi verið fyrir-
fram ákveðið af forlögunum að hann ætti að
falla...
Hilla gekk um stofuna meðan hún talaði,
lagaði bók í bókaskápnum og fitlaði við arm-
bandsúrið sitt.
„Viltu koma á göngu? Ég kom eiginlegá til
að spyrja þig um það“.
Andartak var Hilla hikandi á svipinn.
„Ég á von á heimsókn", sagði hún.
,.Þá er bezt að ég fari, svo að ég tefji þig
ekki“, sagði Marta. En í hjarta sínu var hún
undrandi yfir þessum orðum Hillu: ég á von á
heimsókn. Hilla var ekki vön að taka svona
til orða. Hvers vegna sagði hún ekki eins og
vanalega:, frú Svensson ætlar að líta ínn, eða:
Eva hringdi, hún ætlar að koma. Hilla, sem var
vön að hlægja að kunningjum sínum, þegar
þeir sögðu: ég er upptekinn, í stað þess að
segja: ég ætla að borða kvöldverð hjá Ohlssoh.
Leyndarmál og makk var eitt af því sem Hilla
var vön að áfellast harðlega.
Marta mætti Þór Hedman, þegar hún var
komin niður á götuna. Ef hún hefði litiö við,
hefði hún séð að hann gekk upp tröppumar hjá
Hillu.
Hættulegasti tími vorsins, tími þunglyndis og
tæringar, þegar geðveikin er á hæsta leiti og
sjálfsmorð tíð — hið gráleita húm í febrúar,
rakinn í marz, leysingamar í apríl, — sá tími
var liðinn og það var komið ósvikið vor. Það
sást bezt fyrir utan borgina, þar sem vor-
blómin voru að springa út, lækirnir niðuðu og
fiðrildin suðuðu, gmnlaus um þann fögnuð sem
þau vöktu ef þau vom ljós, en vonbrigði ef
þau voru dökk, þegar mannlegt auga leit þau í
fyrsta sinn. Ef fyrsta fiðrildi vorsins var ljóst,
varð sumarið hamingjusamt. Snjórinn hafði
fengið nýjan örvandi lit og hljóðfall, hann end-
urspeglaði vorið, og það gerðu líka blómin á
torginu, léttklætt fólkið sem hraðaði sér viðut-
an um götumar.
Hinrik var á heimleið af kennarafundi. Það
var áliðið kvölds, í rauninni var komin nótt.
Fundurinn hafði dregizt á langinn- og menn
höfðu verið skapillir, næstum móðursjúkir og
reynt að draga nemendurna niður, læklca hegð-
unareinkunnir og gera þessum kvölurum sínum
allt það illt sem unnt var, eins og til að borga
lítillega fyrir þjáningar skólaársins. Yfirspennt-
ar taugar, niðurbældur ofsi fékk loks útrás;
þarna sat hin háleita köllun í allri sinni nekt,
svipt dýrðarl jómanum: einstaklingurinn gegn
hópnum, hinn vopnlausi gegn villidýrunum.
„Það er merkilegt“, sagði einn af félögum
Hinriks sem átti samleið með honum spotta-
korn, „að allir þessir busar, sem fæstir ná máli
hvað greind, hegðun og' fram.komu snertir,
eiga eftir að verða embættismenn ríkisins og
virðulegir heimilisfeður. Hvernig liggur í þessu?
Geta þeir leynt illgimi sinni sem fullorðnir
menn, eða hverfur hún með aldrinum?“
„Það er hvorttveggja til, held ég“, sagði
Hinrik. „Þeir eru farnir að batna í hærri bekkj-
unum. En sumir, margir, eru kyrrir á busa-
stiginu — og tekst alls ekki alltaf að leyna
því“,-
Þetta hafði sannarlega verið heitur kenn-
arafundur. Hinrik mundi varla eftir öðru eins.
o v i ð