Þjóðviljinn - 21.09.1950, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. sept. 1950.
ÞJÓÐVILJINN
Ritstjóri: Þóra Vigfúsdóttir.
Samtal tveggja húsmæðra
„Ég er alveg að gefast upp
á þessari tilveru", sagði ein
viukona mín, sem ég mætti fyrir
utan fiskbúðina okkar nýlega.
Ég varð víst eitthvað hissa á
svipinn, vissi ekki betur en
hún væri stjórnarsinni, Mars-
hallvinur og allt þessháttar.
,,Er ekki von að maður segi
það, fyrst á þcnum allan morg-
uninn í fisk- og mjólkurbúðum,
veltandi hverjum eyri svo hið
sílækkandi kaup slái til. Þess á
milli hímandi í biðröðum til að
fá eitthvað utan á sjálfa sig og
krakkana. t gær f.ór ég t.d.
inn í eina lyfjabúðina og ætlaði
að ná í lýsisflösku, þá var mér
sagt að ég þyrfti fyrst að fá
lyfseðil, svona þarf maður að
hlaupa milli Heródesar og Píla-
tusar frá morgni til kvölds.
Með hverjum degi vex dýrtíðin,
ef þá ekki á hverjum klukiku-
tíma, eins ög stórfljót í vor-
leysingu, og svei mér þá ef
maður opnar munninn og segir
meiningu sína um ástandið, þá
er það kallað kommúnismi, og
það er ég viss um að Mogginn
lýsir því yfir bráðlega að það
sé Stalín að kenna að eggin
hafi hækkað um 5 kr.......Já,
ef ástandið á voru landi er ekki
í dúg eins og á vdtlausraspítala,
þá veit ég ekki hvað Kleppur
er.“
„Ég veit ekki betur en það
séu þínir menn, sem fara með
völdin í landinu“, segi ég.
Dælan í vinkonu minni minnti
mig óþyrmilega á það að mig
vantaði ljósaperur og hafði ég
þó fyrir noikkru hangið í „peru-
biðröð“ en án þess að ná í nokk-
uð. „Og ég get hreint ekkert
verið að vorkenna ykkur“, held
ég áfram, „sem kusuð gengis-
lækkunarpostulana um síoustu
kosningar, og það er eins gott
að þið fáið að súpa seyðið af
heimsku ykkar og blindni. Trúa
endalaust þehn mönnum, sem
sýna alltaf að þeir svíkja al-
menning þegar þeir eru komnir
í- valdasessinn. Það ert þú og
þínir líkar, sem bera ábyrgð á
ástandinu í landinu í dag. Hver
hefur lyft þeim upp í stjórnar-
sætin, mér er spurn?“
„Vertu ekki svona æst, vina,
þú veizt að maður þarf alltaf
að reka sig á. Heldurðu að ég
-sé ekki farin að sjá áð þetta
með Rússann á 4 síðum Mogg-
ans daglega er ætlað þeim al-
heimskustu að gleypa., en það
vona ég bara að guð gefi að
. kosningamar, sem fara nú
fram á Alþýðusambandsþingið
í haust, sýni öllu stjórnar- og
afturhaldshyski i landinu að
verkalýðsfélögin sameinist nú
svo um muni um þá menn, sem
þeir geta treyst í launabarátt-
unni, því þó við millistéttar-
fólikið, svo kallaða, höfum látið
teyma okkur undanfarið á asna
eyrum í pólitíkinni, þá ætti
verkalýðurinn, sem hefur staðið
lengst allra stétta að kjarabót-
um í landinu ekki að láta
blekkja sig og hleypa vissum
persónum í sauðagærunni inn
í samtök sín“. — „Hvað held-
urðu að elsku Mogginn þinn
segði, ef hann heyrði til þín,
er hann ekki alltaf að skora
á verkamenn að losa sig við
kommúnista, kjósa heldur krata
og Framsókn og rétt að lofa
íhaldinu að komast inn fyrir
þröskuldinn".
„Því ertu að stríða mér, Þú
veizt eins og ég að sterk og
einhuga verkalýðssamtök eru
það eina sem hjálpar okkur
núna, það eina sem getur blátt
áfram spornað við að skapist
hallærisástand í landinu og við
sökkvum ekki lengra niður í
aumingjaskap og úrræðaleysi,
og ég er viss um að fleirum
finnst eins og mér að framtíð
vinnandi fólks í landinu, hvar
í stétt sem er, sé undir því
komið að íhaldinu og fylgifisk-
um þess takist ekki núna á
þessum örlagaríku tímum að
smeygja sér inn í venkalýðs-
samtökin“.
„Mér heyrist ekki betur en
þú sért það sem kallað er á
máli stjórnarblaðanna, harð-
snúinn kommúnisti“.
„Mér er alveg sama hvað ég er
kölluð. Ég veit bara að öngþveit
inu í landinu og meðferðinni
á húsmæðrastéttinni í sambandi
við verzlunarmálin verður á-
reiðanlega einhverntíma jafnað
til einokunartímabilsins, sem
hefur hingað til þótt með svört-
ustu blettum í sögu þjóðar-
innar.
Hjálpi mér> klukkan er orð-
in matur. Þú mátt gjarnan
setja allt sem ég hef sagt í
Kvennasíðu Þjóðviljans“.
Og hérna fáið þið, lesendur
góðir, samtal tveggja húsmæðra
í stjórnartíð Bjarna Benedikts-
sonar fyrir utan eina fiskbúð
bæjarins.
G.G.
NYTÍZKl
ELDHÚS
Nohhrar huí$leiðingar út
af piflsuhaupum
Nýlega er farið að framleiða
skálar diska og bolla úr plastik.
I Svíþjóð vinnur rannsóknar-
stofnun heimilanna meðal ann-
ars að því að safna að sér öll-
um tegundum af eldhúsáhöld-
um — síðan eru áhöldin prófuð
og prentaðar niðurstöður, oft
með skarpri gagnrýni, sendar til
allra fyrirtækja, sem framleiða
viðkomandi áhöld. — Það eru
félagssamtök sænskra kvenna,
sem hafa beitt sér fyrir stofn-
un þessari.
IÍ\Lenfélag sósíalista
heldur
FIIND
í kvöld klukkan 8.30 að
Þórsgötu 1
Fundarefni:
1. Félagsmál.
2. Ræða: Einar Olgeirsson.
3. Kaffi.
Félagskonur!
Fjölmennið á íyrsta íund haustsins.
FÁUM mun kunnugra en
reykvískum húsmæðrum hve
mjög kjötiðnaði höfuðstaðarins
er ábótavant. Þótt maður kunni
ekki mörg ráð til úrbóta er
ekki úr vegi að hugleiða dálitið
þau óþægindi sem fjclskyldan
verður fyrir, þegar skemmdur
matur er borinn á borð, en
slíkt hendir oft þegar keyptur
er tilbúinn kjötmatur svo sem
kjötfars, bjúgu og pylsur. Kjöt-
farsið er oft of salt og sterkt
af pipar, pylsurnar líkastar
þurri og gamalli kæfu og bjúg-
un úldin og allt of sölt. Það
skal þó tekið fram að sum
þeirra fyrirtækja sem fást við
kjötiðnað búa oftast góð bjúgu
og kjötfars, þar á meðal Búr-
fell, en þá er sá gallinn á að
flestar búðir, sem fá vörur frá
Búrfelli skipta við fleiri kjöt-
iðnaðarfyrirtæki ,svo þótt mað-
ur fái góð bjúgu í dag er hætt
við að þau séu næstum óæt
næsta dag, þótt þau séu keypt
í sömu búð. Ekki er það eins-
dæmi að þessi matur fari beint
úr pottinum í sorptunnuna, og
situr maður þá eftir sár í
skapi með svcng og grátandi
börn, sem heimta pylsur af
mömmu sinni, en þær eru uppá-
haldsmatur allra barna og er
það því sérstaklega tilfinnan-
legt hvað þessi matur er sjald-
tn góður.
NÚ mætti halda að þegar
húsmóðirin hefur ef til vill oft
í röð fengið óætar eða skemmd-
ar pylsur, að þá hefði him lært
af reynslunni og sneri bakinu
við þessum vörukaupum.
EN svo er þó elcki. Eftir viku
leggur húsmóðirin enn af stað
og er nú orðin aftur bjartsýn á
þessa hluti. „Ætli verði ekki
til góð bjúgu í dag. Ætli aum-
ingja maðurinn hafi ekki misst
saltdallinn ofan í ikjctið þarna
um daginn. Eða ef til vill hefur
kjötið verið svo skemmt þegar
það kom til pylsugerðarmanns-
ins að hann hefur neyðzt til að
moka á það salti í stórum stíl
til að yfirgnæfa annað bragð,
sem er kannski enn verr liðið
en hið sterka saltbragð“. Maður
trúir því nefnilega aldrei að
ekki sé hægt að fá góð bjúgu
og pylsur í Reykjavík. íslenzk-
ar sveitakonur búa þennan mat
ágætlega til og geyma hann
óskemmdan fram á suraar og
hafa þó ekkert annað matvæla-
eftirlit yfir sér ea sitt heima-
fólk.
JÆJA, húsmóðirin var komin
í búðina og biður um bjúgu.
Hún finnur strax þegar hún
fer að sjóða, að hún hefur
keypt köttinn í sekknum eins
og fyrri daginn, en heimilisfólk-
ið þvælir bjúgunum í sig. „Hve-
nær ætlarðu að hætta að kaupa
þennan ómat, kona“, segir hús-
bóndinn höstuglega. Allir kom-
ast í vont skap og umræðuefnið
■er pylsumenningin á víxl. Síðan
er stáðið upp frá borðum og
rifizt um vatnskranann það sem
eftir er dagsins.
VITANLEGA eru nýtizku
kjötvinnslustöðvar, sem hafa
samvizkuscmum og færum
mönnum á að skipa og vinna
undir daglegu eftirliti matvæla-
eftirlitsins, eina úrræðið sem
kemur að gagni í þessum mál-
um, en eins og ástandið er í
gjaldeyrismálum þjóðarinnar er
ekki trúlegt að fjárfestingar-
leyfi fengist til slíkra bygginga,
þótt einhver hefði hug á að
koma þeim upp.
VIÐ húsmæðurnar . verðum
að vera vel á verði gegn því að
kaupa skemmd matvæli, en
komi það fyrir, skulum við
samstur.dis kvarta við matvæla-
eftirlitið á skrifstofu borgar-
læknis, það er ekki nema sjálf-
sagt og getur orðið jtil úrbóta
í þéssum efnum. Húsmóðir.
Matar
upp-
skrift
v r
: \
Hvítkál með kjöti
350 gr hvítkál
500 gr lambakjöt
1 matsk. hveiti
2 dl heitt vatn.
Kálið er hreinsað og skorið frem
ur smátt, kjötið er einnig. skorið
i smáa bita. Kálið og kjötið er
sett í lögum í pott, á milli er
stráð hveitinu og piparnum. Efsta
lagið er kál, vatninu ér hellt á,
og þetta soðið við hægan hita í
tæpan klukkutíma. Borðað með
soðnum kartöflum. ., ^ 9J