Þjóðviljinn - 21.09.1950, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.09.1950, Blaðsíða 6
V ÞJÓÐVILJIN N Fimmtudagur 21. sept. 1950. TILKYNNING j frá Loftleiðum hi. og ij Loftferðaeftirliti ríkisins ji ÞaS tilkynnist hér með, að öllum er óheimilt !j að hreyfa við flakinu af ,.Geysir“ eöa varningi I; þeim er hann flutti og liggur nú uppi á Vatna- J jökli. Ráðstafanir hafa þegar verið gerðar til björg J unar á vörunum og munu flugvélar fljúgja daglega yfir slysstaðnum til eftirlits þegar veður leyfir, unz búið er aö bjarga því sem bjargað verður og gera aðrar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar teljast. Einníg er öllum óheimilt að hreyfa við banda rísku Dakóta-flugvélinni, sem enn er á jöklinum. LOFTLEIÐIB H, F. LOFTFEBÐAEFTIBLITI® Útreikningm sáttanefndai Framhald af 5. síðu. inn væri ufsi og lýsið ekki allt í 1. og 2. flokki. En eins og allir vita hefur ufsi verið veidd- ur allmikið í salt og seldur til Grikklands og víðar. Enn- fremur eru aflaverðlaun reikn- uð á núverandi gengi þó gengis- lögin frá í vor mæli svo fyrir að þau skuli reiknuð með gamla genginu kr. 26,09. Eftir því gæti maður ályktað að • þetta ákvæði gengislaganna væri úr gildi fallið og ættum við þá að <eiga inni þann mismun sem það gerir í kaupgreiðslu til okkar frá þyí lögin gengu í gildi og þar til í sumar að verk-, fallið hófst. Sé svo ekki verður að líta svo á að útreikningarnir séu markleysa allir frá upphafi til enda. Þegar þetta hefur verið athugað, dylst engum lengur að samningstilboðið felur ekki í sér neinar kauphækkanir fyrir háseta en í sumum tilfellum stórfellda lækkun og munu sjó- menn ekki láta blekkja sig með útreikningum sem prentaðir eru i áróðursskyni fyrir samnings- uppkasti sem algjörlega er ó- viðunahlegt. — Sjómenn munu ganga samhentir að kjörborð- inu og veita verðugt svar. Þeir fella þetta smánartilboð. G. Sigurðsson. „HerSubrei5“ til Breiðafjarðar og Vestfjarða hinn 25. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna í dag og árdegis á morgun. Far- seðlar seldir árdegis á laugar- dag. Ármann Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja. dagleg KAVPIÐ happdrættismiða ÞJÓÐVIUANS Sænskur próf. flytur fyrirlestra við Háskéia ðslands Með Gullfossi á morgun er væntanlegur hingað til lands prófessor dr. Hakon Nial frá háskólanum í Stokkhólmi. Kem ur prófessorinn hingað í boði Háskóla Islands og mun halda hér tvo fyrirlestra í hátíðasal háskóians, hinn fyrri fimmtu- daginn 21. sept. og hinn síðari föstudaginn 22. sept., báða kl. 18.00 réttstundis. Fjallar fyrri fyrirlesturinn um lögfræðikennslu í Svíþjóð og nýjungar á því sviði, er nú eru þar á dagskrá, en hinn um nokkrar þróunarlínur sænsks réttar um samninga. Prófessor Nial varð dósent við Stokk- hólms háskóla árið 1929, þá rétt þrítugur, en prófessor varð hann í einkarétti og alþjóðleg- um einkamálarétti 1937. Mikil ritstörf liggja eftir hann og hann nýtur mikils álits sem á- gætur vísindamaður. Hann er fyrsti sænski lögfræðingurinn, sem Háskóli Islands býður til fyrirlestrahalds, og er óhætt að segja, að hann sé góður full- trúi sænskrar lögvísi, en hún er nú um stundir, svo sem löng um áður, í miklum blóma. Þéil þeiir íaii.. . Framh. af 5. síðu eins viðurkennd sú staðreynd að sjómenn hafa þegar knúið fram 12 stunda hvíld á veiðum í salt. Eina tryggingin sem okkur er boðin er kr. 1250,00 á mán- uði. Hver treystir sér til að lifa á því? Þessar tillögur eru ögrun sem. við munum svara á viðeigandi hátt. Áliti nefndin að við höfum háð 83 daga verkfall til þess að kn-ýja fram kauplækkun þá reiknar hún skakkt. Við grátum þurrum tár um þó hún hóti áð segja af sér og-taki fram að einn nefnd- armanna sé þegar farinn til Ameríku. Við munum fella þessa tiltögu þótt þeir fari allir westur. ■ Af: ' : 'y""- ’ HH hVVUVVUVUVWWVJVUWUWUWUVUVAfl/WVVUVUVdVVUVVVVVUVVWVVVfiW Mwyvuwuw, Geitrud Lilja: Hamingjuleitin hTWU-JWJVUW 55. DAGUK. starfsfólki. Og umfram allt hafði hann lag á þjónum, sem Hilla óttaðist í laumi. I félags- skap Rádbergs var dekrað við mann á allan hátt. En Hilla hefði samt heldur kosið látlaus- ara veitingahús, þar sem einn þjónn nægði til að annasfc þarfir þeirra og héldi sig fjær borðinu. En smám saman smitaðist Hilla einnig af því andrúmslofti gleði og áhyggjuleysis, öryggi og ánægju, sem grípur fólk oft á veitingahús- um gagnvart hinum auðmjúku þjónum, kurteisa yfirþjóni, hinum Ijúffenga mat og vínum. Það 'var byrjað að dansa milli borðanna. Þór bauð Iris upp og Rádberg Hillu. Þau gengu nokkra hringi og settust aftur við borðið með alvöru- svip. Iris lagfærði aftur á sér andlitið. „Hér dugir ekki annað en heimskona“, hvísh' aði hún að Hillu. Hilla brosti í kampinn. „Yfir hverju eruð þið að skemmta ykkur?“ „Konan þarna heldur vitlaust á sígarettunni11, sagði Iris alvarleg. Þór leit þangað. „Mér sýndist hún halda rétt á henni“, sagði hann einfeldnislega. „Svei mér ef einn minna gömlu þorpara sit- ur ekki þarna“, sagði Rádberg. „Hvar?“ En Rádberg var farinn að horfa í aðra átt. „Þagnarskyldan er mér heilög. En nú, kæru konur“, hélt hann áfram, „og þú líka Þór, nú getið þið fengið tækifæri til að reyna skarp- skyggni ykkar í sambandi við eitt af málum mínum. Hver á að fá barnið við hjónaskilnað, þegar báðir aðilar Úafa framið hjúskaparbrot?“ „Móðirin", sagði Hilla. í sömu andránni eld- roðnaði hún. „Faðirinn“, sagði Þór. „Það hjónanna, sem óskaði eftir barninu“, sagði Iris þurrlega. Rádberg þagði við. „Hvortigt óskaði eftir því“, sagði hann loks. Það varð dálítil þögn. Danslögin hljómuðu skerandi í eyrum þeirra; lágvær hlátur konu við næsta borð virtist næstum óviðeigandi. „Eins og ég sagði, þá vildi hvorugt þeirra barnið“, endurtók Rádberg. „Bæði vildu vera frjáls að helga sig nýjum hugðarefnum. .. . Það er þegar búið að dæma í málinu. Ekkert ykkar getur getið upp á úrslitunum?“ Þau hristu höfuðið. „Barnið var dæmt hinni ógiftu fóstru til eignár. Allir aðilar urðu stórhrifnir; einn aðil- inn komst í sjöunda hirnin: fóstran". „Átti þetta að vera lærdómsrík frásögn?“ spurði Iris. „Þetta var sönn frásögn úr lífinu, dálítið dæmi um fallvaltleik tiiverunnar“, sagði Rádberg. Reykskýin urðu þéttari, kliðurinn hærri, and- litin rjóðari. Þór fór að skotra augunum æ oftar að hálsmálinu á kjól Iris. Hilla virti fyrir sér andlit Þórs. Það var drengjalegt, en dálítið ein- feldnislegt. Hann horfði á mannfólkið með ró- legu en dálítið sljóu augnaráði, sem flestir töldu stafa af sjálfsáliti, en hefði annars gefið persónunni dálítið rytjulegan blæ. Hann reis skyndilega upp, einblíndi ennþá niður um hálsmálið á Iris og bauð henni upp í dans.‘ Hilla og Rádberg sátu og horfðu á eftir þeim. Iris var mjög glæsileg og hún hreyfði sig mjúklega, næstum eins og slanga. Aldur henuar var óútreiknanlegur, hún gat bæði ver- ið eldri og yngri en hún leit út fyrir. Hún var vinkona Rádbergs, eins og það var kallað á Stokkhólmsmáli. Hún hafði ekki fengið neina viðurkenningu sem listakona, en hún átti það ef til vill í vændum, því að það var álitið að hún hefði hæfileika. Þau áttu vel saman, Þór og hún, engum gat dulizt að þau áttu margt sam- eiginlegt, voru andlega skyld. „Þór lætur frægðina ekki stíga sér til höfuðs“, sagði Rádberg í viðurkenningarróm. „Þetta er heiðursmaður“. Heiðursmaður? Hilla svaraði ekki. Hilla hafði ekki gert sér neinar hugmyndir um skapgerð Þórs og hún efaðist um að hann hefði nokkra. Ef hann breytti rétt, þá var það af tilviljun, og þegar hann breytti rangt var það á undar- lega sakleysislegan hátt. Og er hægt að kalla þann mann heiðursmann, sem hikaði ekki við að taka konuna frá vini sínum? Þegar hún horfði út á dansgólfið, sá hún að Þór beygði sig yfir Iris — varir hans struk- ust við hár hennar. Rádberg hlaut að hafa séð það líka, hann leiddi athygli hennar að öðru. Það var jafnmikið í þágu hans og Hillu að taka ekki eftir neinu. „Eigum við líka að dansa?“ spurði hann. „Þakka þér fyrir, ekki núna. Langar þig til þess?“ „Ég vil heldur sitja kyrr“, sagði hann bros- andi. Þau þögðu og nutu þess að þegja. Rádberg tottaði vindlinginn og leit yfir salinn. Augu hans voru vitur, rannsakandi og reynd, og létu ekki blekkjast við fyrstu sýn. „Það leynir sér ekki að þú ert tortrygginn", sagði Hilla. „Hvernig þá?“ „Það er auðséð á andliti þínu. það er eins og á verði“. „Já, ég er mjög tortrygginn. Það fylgir at- vinnu minni. Það liggur við að það sé skylda mín“. D a v i 3 11 IlflfiÐf- rP ■ -r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.