Þjóðviljinn - 04.10.1950, Page 6
V ¥ 1 ;£ a í ‘7 5 i t' V*
ÞJÓÐVILJIN N
J l
Miðvikudagur 4. október 1950.
------«---,---------—
• ji
140 kílóa flug“
farþegi olli dauða
10 manns
Álitið er að orsök flugslyss
í Svíþjóð, sem varð t;u manns
að bana, hafi verið að mjög
þungur farþegi hafi setið á ó-
heppilegum stað í vélinni. Far-
þeginn, sem var 140 kíló á
þyngd, sat aftast í vélinni, og
telja sérfróðir menn það hafa
getað nægt til að hún missti
jafnvægið.
ÁRBÓK
iandbúnaðarins
19 5 0
Út er komin Árbók landbún-
aðarins fyrir árið 1950, mikið
rifc, 259 bls. að stærð. Hefur
Arnór Sigurjónsson bóndi á
Þverá safnað efninu, en útgef-
andi er Framleiðsiuráð land-
búnaðarins.
Aðalgreinar bókarinnar eru;
Framkvæmdir í sveitum cftir
Pálma Einarsspn, Fjárskipti og
sauðfjárveikivamir eftir Sæ-
mund Friðriksson, Kjötfram-
leiðslan eftir Arnór Sigurjóns-
.son, Mjólkurframleiðslan eftir
Arnór Sigurjónsson og Svein
Tryggvason, ennfremur ýmsar
skýrslur um framleiðslu land-
búnaðarvara og um tekjur og
gjöld bænda, og hugleiðing um
aíkomu landbúnaðarins árið
1948, éftir Arnór Sigurjónsson.
í næstu árbók birtast væntan-
lega skýrslur um iðnað úr land-
"búnaðarvörum, milliliðastarf-
. semi í þágu landbúnaðarins,
búreikninga, sandgræðslu, skóg
rækt o.fl.
Gjöf til Þjóð-
leikhússins
Ólafur Hallgrímsson, fulltrúi,
kom nýlega færandi hendi frá
Hublin, en hann hafði meðferðis
plötusafn með upptöku á hiiium
lcunna sorgarleik „Riders to
the sea“ eftir J. M. Synge eins
og leikarar írska Þjóðleikhúss-
ins, Abbey-leikhússins, léku
þennan leik sérstaklega með
það''fyrir augum ,að uþptakán
rpætti verða eign Þjóðleikhú^s-
ins • hér. — Leikstjóri ■ Abfoey-
leikhússins, ’Miss' Riá1 Monney,
sijórnaði upptþku .lejþ^ips og
leikur sjálf eitt af hlutyerkun-
iim,'— Væntámlega mun Þjóð-
teiklíúsíð geta- gefið þeim, sem
áhuga hafa fyrir menningar-
tengslum íra og íslendinga,
kost á að heyra „Riders to the
sea“ innan skamms í eínhverj-
um salarkynnum Þjóðleikhúss-
ins.
SÖFNIN:
Landshókasafnið er opiö alla
•virka daga kl. 10—12, f.h. 1—7 og
S—.10, nema’laugardaga kl. 10—Í2
f.h. og 1—7-e.h. — Þjóðminjasafnið
er opið kl. 1—3 þriðjud., fimmtu-
dága og sunnudaera. — .Náttúru-
gripasafnið er opið sunnudaga -kl.
1.30—3 og þriðjudaga og fimmtu-
<laga kl. 2—3. —. Listasafn Einars
Jó.nssonar er opið kl.1.30—3.30 á
sunnudögum. ..
Frönsk árás í
Indó Kína
Franska nýlenduherstjórnin
i Indó Kína hefur tilkynnt, að
menn hennar hafi náð á sitt
vald borg 65 km norður af
Hanoi nyrzt í Indó Kína. Borg
in er miðstöð hrísgrjónahér-
aðs og þaðan liggja þrír vegir
til Kína.
För til tunglsins
eftir nokkra
aratugi
Vísindamenn á ráðstefnu í
París hafa ákveðið að setja á
stofn alþjóðlega miðstöð til að
dreifa fróðleik um allt, sem
Ijdur að ferðalögum milli
hnatta. Formaður brezka hnatt
ferðafélagsins sagði, að vísinda
menn væru þess nú fullvissir,
að ekki myndi margir áratugir
!íða áður en ferðast verður til
tunglsins.
Leiksijórnaznámskeið
Framh. af 5. síðu
Bandalags íslenzkra leikfélaga
og Ungmennafélags íslands, en
síðarnefnda félagið hefur veitt
nokkurn fjárstyrk í þessu
skyni.
Það er skoðun stjórnar
Bandalags ísl. leikfélaga að
leiklistin í dreifbýlinu taki ekki
verulegum framförum fyrr en
hægt sé að veita efnilegum
mönnum, búsettum í sama hér-
aði og leikfélag, nauðsynlega
menntun í undirstcðuatriðum
leikstjórnar, og er framangreint
námskeið fyrsta tilraunin til
þess að bæta úr þessn.
Félög þau, sem hafa í hyggju
að senda menn á námskeiðið
tilkynni það bréflega eða í
simskeyti til Ævars Kvaran,
Bergstaðastræti 36, Rvk., fyrir
þ. 10. okt. n.k.
RádiðmiSiinar-
sföðvar á Siér-
öfða og
larisksga - '.
• , ; J _ ■> , 'l*
Stjórn Slysavarnafélags - ís-
ands er ákveðin í að Iiosta
uppsetningu á radiomiðimar-
stöðviím á Stórhöfða í Vest-
mannaeyjum og á Garðskaga,
ef samkomulag næst um þetta
við landssímastjórnina og vita-
málastjórnina, sem góðar liorf-
iir eru á.
Starfræksla radiomiðunar-
stöðvar á Akranesi hefur sýnt
og sannað öryggi þeirrar starf-
rækslu fyrir fiskibáta, er leita
verða lands í livernig veðri sem
er.. Er hér um að ræða mikið
áhugamái sjómanna og slysa-
varnadeilda á viðkomandi svæð-
ym. Er þess. að. vænta að þess-
a.r þýðingarmiklu öryggisfram-
kvæmdir geti orðið nú á næst-
unni.
Gertrud Lilja:
Hamingjuleitin
66. DAGUR.
AKWJVAV
rólegri gleði. Hann gat ekki óskað sér neins
betra í svipinn. Hann var eins og maður, sem
hafði lengi beðið árangurslaust eftir bréfi —
nú var það loks komið, nú hélt hann á því
í hendinni, las utanáskriftina með hinni yndis-
legu rithönd og fylltist öryggi. Það nægði
honum fyrst um sinn, hann gat látið bíða að
lesa bréfið, hann gat beðið lengi....
Fyrir aðeins hálfri klukkustund hafði hann
gengið sömu leið með Dagmar. Þá hafði verið
nauðsynlegt að tala allan tímann, nú gat hann
þagað og hvíit sig. En skyndilega mundi hann
eftir lýsingu hennar á Karinu Dahl.
„Þú þekktir Karinu Dahl, var það ekki?“
spurði hann.
„Ekki mikið“.
„Dagmar var að tala um hana áðan, þess
vegna datt mér hún í hug. Veiztu að hún er
geðveik ?“
„Já“.
„Og það er ef til viíl mér að kenna?“
Marta leit undrandi á hann.
„Ég var trúlofanður henni og sagði henni
upp“.
Marta þagði. Loks sagði hún:
„Mér þykir leitf að þurfa að svipta þig þess-
um hugmyndum, en þarna er ég hrædd um að
þér skjátlist“.
„Veizt þú eitthvað um það?“
„Já, það held ég. Þegar, Karin Dahl sótti
um stöðuna hér, hikaði pabbi þrátt fyrir henn-
ar góðu meðmæli. Starfsskýrslur hennar sýndu
nefnilega löng veikindaforföll. En hinir prýði-
legu hæfileikar hennar réðu þó úrslitum og
pabbi réð hana. Síðar meir komst pabbi að því,
að hún þjáðist af geðbilun á köflum. Þegar
þú trúlofaðist henni, sagði pabbi mér frá öllu
saman í öngum sínum. Hann var að velta
því fyrir sér, hvort hann ætti að vara þig við.
En pabbi var ekki framhleypinn, eins og þú
veizt, og hann vildi ógjarnan skipta sér af einka-
málum annarra. Og Karin virtist heilbrigð, og
ef til vill var þetta liðið hjá. Og — þú komst
yfir það“, bætti Marta við dálítið biturlega.
Hinrik þagði svo lengi að Marta leit loks undr-
andi á hann.
Skyndilega rak hann upp snöggan, undarleg-
an hlátur.
„Þarna sést hver máttur skapanornarinnar
er, þegar hún er færð úr' dularhjúpnum“, sagði
hann. „Og það er skrýtið að hafa álitið sjálfan
sig sérstakan leiksopp -örlaganna og uppgötva
svo að það er aðeins sjálfsblekking.... “
Hann nam staðar. Hann lagði hendurnar á
axlir. Mörtu og hristi hana lítið eitt.
• „Laun -eru ímyndun, reiðin taugaveikluii,- G-ott
og illt er ekki til, aðeins máttur og máttleýsi'
— vondi mað.urinn er ekki ,vondur, hánn er
sterkur".
Þetta var eins og reiðikast.
„Góði maðurinn er sterkari“, sagði Marta
stillilega. „Hann —“ Marta leitaði að orði, —
„hann afvopnar".
Þau stóðu og horfðust í augu, alvarleg eins
og einu sinni áður, og vottaði ekki fyrir brosi.
E:i örvílnunin og óróinn í andliti Hinriks hurfu
smám saman og skyndilega brosti Marta, hinu
fáséða, fagra brosi sínu, fegurra en nokkru
sinni fyrr og óendanlega blíðu.
Hann dró hana að sér. Öryggið gagntók
þau, streymdi milli þeirra, þar sem þau stóðu
1 faðmlögum — fyrir handan þau, 1 óra-
fjarlægð var heimurinn, grimmur, ömurlegur,
ótryggur.
ÁTTUNDI KAFLI
Brotna skálin.
Hilla gat hlustað með rólegum áhuga á
félaga Þórs, þegar þeir heimsóttu hann, drukku,
reyktu og töluðu um bókmenntir. Stundum vöktu
þeir hjá henni dálitla virðingu, ef þeir til
i@1^
Tjarnarbíó:
Kristófer Kólumbus.
Þess hefur verið getið
til að Kólumbus hafi ein-
hverntíma lagt leið sína
hingað til lands að leita'
sér upplýsinga um landa
fundi fornra íslenzkra sæ
garpa i vestur. Hjá höf-
undum kvikmyndarinnar
í Tjarnarbíó er þetta
atriði ekki lengur tilgáta,
þeir slá því föstu sem
staðreynd. „Eg hef siglt
alla leið norður til Is-
lands,“ láta þeir Kólum-
bus segja snemma í
myndinni. Og það er ó-
peitanlega dálítið gaman
að heyra hann segja það.
En hann getur þess auð-
vitað ekki til hvers hann
tókst á hendur slíka för,
enda hefði nafn Leifs Ei-
rikssonar af eðlilegum á-
stæðum orðið til ’ að
draga allmikið úr áhrifa-
mætti þeirrar myndar
sem átti að fjalla um
fur.d Ameríku 492 árum
eftir árið 1000.
Leikarar í kvikmynd
þessari eru yfirleitt g'óð-
ir, sumir með afbrigðum
igóRt. Ekkert virðist héld
ui:..; hafa verið til sparáð
að látá sviðin vera sem
tilkomumest, þáu ein út-
af fyrir sig eru þónokk-
urs virði. Sérstak'ega
held ég að mörgum muni
kærkomið það tækifæri
sem þeim gefst þarna til
að skoða sig um i húsa-
kynnum spænsku hirðar-
innar á dögum Isabellu.
Myndin er tekin i „techni
color,“ og það eru þægi-
legustu þesskonar litir
sem ég hef séð.
Eg er ekki nógu sleip-
ur í sögu til að geta
dæmt um satt eða logið
í efni myndarinnar. En
þetta er skemmtilegt
efni. Það er kannski lang
dregið um of á köflum.
En það slakar sjaldan
á athygli manns. Merki-
legt er það annars hvað
maður gat orðið spenntur
þegar Kólumbus var á
leiðinni vestur og allt
var komið i eindaga- hjá
honum með fund Amer-
íku. Pinnur hann hana?
Finnur liann hana ekki?
Samt vissi maður jú að
samkvæmt staðreyr.dum
sögunnai’ var. allt annað
óhugsándi en það eitt,
að hann fyndi liana...
Má mikið verá, ef það
stóð ekki líka í pró-
gramminu. J,Á.
D a v i ð