Þjóðviljinn - 05.10.1950, Blaðsíða 4
í
ÞJÓÐVILJINN
Fimmtudagur 5. október 1950.
Útgeíandl: Sameinlngarflokkur alþýBu — Sósíallstaflokkurlna.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson (úb.) Sigurður Guðmundsson.
Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðamenn: Arl Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnas.
Auglýsingastjórl: Jónstelnn Haraldsson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu-
stíg 19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: kr. 14.00 á mán. — Lausasöluverð 80 aur, elnt,
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
1 SJÓMENN íSÓKN
Þeir birta sigurfregn um kosninguna í Sjómannafélagi
Heykjavíkur í Alþýðublaðinu og Morgunblaðinu, sigur Sæmund-
arklíkunnar . og bandamanna hennar, útgerðarburgeisanna í
Sjálfstæðishúsinu. Að vísu virðist gleði Sæmundar og kumpána
hans eitthvað vera tempruð af ótta við framtíðina, aðalfyrir-
sógn Alþýðublaðsins er svona: „Kommúnistar bíða enn ósigur
5 Sjómannafélagi Reykjavíkur", — það er tilhugsun Sæmundar
nm framtíðina sem hefur skotið inn smáorðinu enn í þá fyrir-
sögn, og jafnframt undrun vegna þess að enn skyldi takast að
smala nógu mörgum á kjörstað til að hindra að sjómenn ráði
í stærsta stéttarfélagi sínu, Sjómannafélagi Reykjavíkur.
Af hentiástæðum þótti rétt að láta líta svo út að það væri
Alþýðuflokkurinn sem hefði forystu í baráttu svörtu samfylking-
arinnar í Sjómannafélaginu, þó var íhaldsmaður drifinn inn á
fulltrúalistann og kjörskrá Sjómannafélagsins send niður í Sjálf
£'tæðishús með örvæntingarhjálparbeiðni Sæmundar og kumpána
til kosningarsmölunarvélar íhaldsins að duga á úrslitastund.
Bætist þar við nýtt „góðverk" þeirra höfðingja Alþýðuflokks-
ins við verkalýðshreyfinguna: að afhenda útgerðarburgeisum
Sjálfstæðisflokksins, mitt í togaraverkfalli, meðlimaskrá Sjó-
mannafélags Reykjavíkur með eins nákvæmum upplýsingum og
stjóm og starfsmenn stéttarfélagsins, ásamt njósnurum Alþýðu-
flokksins öðrum, hafa getað aflað sér um stjórnmálaskoðanir
sjómanna. Þarf ekki mikil kynni af baráttu verkalýðsfélaga við
illvígustu arðránsburgeisa landsins til að skilja hvílíkur fengur
nafnaskrá Sjómannafélags Reykjavíkur með ðllum nákvæmum
npplýsingum um stjómmálaskoðanir meðlimanna hefur verið
togaraeigendaklíku Sjálfstæðisflokksins einmitt nú þegar sverf-
nr að sjómönnum í verkfalli. Nú verður þeim hægara að beita
hungursvipunni, reyna að ýta togarasjómönnum úr vinnu ann-
arsstaðar eins og upp komst á dögunum hjá Sláturfélagi Suður-
lands, er gefin var sú fyrirskipun að taka ekki togaraháseta í
vinnu. Með afrit af meðlimaskrá Sjómannafélags Reykjavíkur
liggjandi á borðum útgerðarburgeisa Sjálfstæðisflokksins ásamt
upplýsingum um einstaka menn sem Alþýðuflokkurinn lét í té
1 þessum kosningum geta togaraeigendur samið fullkomnari
„svarta lista“ um verkfallsmenn en nokkrir atvinnurekendur
hafa getað til þessa á Islandi. Afhending meðlimaskrár Sjómanna
félags Reykjavíkur til útgerðarburgeisannna í Sjálfstæðishúsinu
sem eru að reyna að svelta sjómenn til auðmýktar er níðings-
verk gegn sjómönn'um, níðingsverk gegn öllu því bezta sem til
«r í verkalýðsh reyfingunni af samheldni og stéttvísi.
★
1 blaði útgerðarburgeisanna er fagnað „sigri“ Sigurjóns Á.
Ólafssonar, Ólafs Friðrikssonar, Garðars Jónssonar, Sæmundar
Ólafssonar og annarra ,,sjómannaleiðtoga“ Alþýðuflokksins, mitt
1 einu erfiðasta verkfalli sem sjómennirnir hafa háð við þessa
sömu útgerðarburgeisa! Fjandinn þekkir sína. Útgerðarburgeis-
arnir sem gefa út Morgunblaðið meðal annars til að sví-
virða málstað sjómanna í verkfallinu, eru ekki í neinum vafa um
að þeirra menn komust að sern fulltrúar Sjómannafélags Reykja-
víkur á 22. Alþýðusambandslþing. Svarta samfylkingin sem á að
lama alþýðusamtökin varð ofan á — enn segir Alþýðublaðið.
Enn — en ekki til frambúðar. Það var enginn sigurbragur
á foringjum svörtu samfylkingarinnar í Sjómannafélaginu í gær
þó þeir reyni að bera sig mannalega í blöðum. Þeir vita hvað
það þýðir að sjómannalisti fær 431 atkvæði en þrautsmalað lið
Alþýðuflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar 593 í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur. Þeim er ljóst að þetta er stærsti sig-
ur, stærsti áfangi, sem náðst hefur í sókn reykvískra sjómanna
til að taka völdin í félagi sínu.
Sjómenn vita það líka. Einmitt þessar kosningar hafa brent
1 hug þeirra nauðsyn þess að bandamenn útgerðarburgeísanna
verði að víkja úr stjóm stéttarfélagsins. Sjómenn hafa áreiðan-
lega fengið nóg af „hlutlausum" leiðtogum á úrslitastundum
-haráttunnar um bætt kjör og lágmarkshvíld. Það munu þeir sýna
næstu mánuðina. Svo gæti farið að „sigur“-glottið á útgerðar-
hurgeisunum og bandamönnum þeirra í Alþýðuflokknum yrði
ckki varanlegt.
Krossgáta nr. 48
BÆJARPOSTIRINN
-----
Vitneskjan um sólina,
og mannorð Rússa.
Mikið mega Rússar þakka
fyrir að vísindamenn vita sitt
af hverju merkilegt um sólina.
Það er ómögulegt að segja
nema þeir hefðu bókstaflega
glatað öllu mannorði sínu á
þessum hnetti ef sú þekking
hefði verið svolítið minni en
hún er. Við skulum hugsa okk-
ur nokkrar fyrirsagnir í Morg-
unblaðinu. I gær hefði verið
tveggja dálka fyrirsögn á öft-
ustu síðu: Rússar auka út-
varpstruflanir um allan heim.
Næsta haust mundi svo málið
vera komið á fremstu síðu:
Útvarpstruflanir Rússa aldrei
meiri en núna. — Geta ekki
þolað að mannkynið fái sannar
fregnir af kúguninni fyrir aust-
an járntjald. — Warren Austin
leggur málið fyrir öryggisráðið'.
Síðan mundu líða tvö ár, og
þá kæmi Morgunblaðið með
seinasta uppslátt í málinu:
Rússar hafa látið sér segjast.
— Útvarpstruflanir þeirra mjög
í rénuiri. Ha! ha! nú eru þeir
orðnir hræddir, o, ræflarnir.
•
Blettir á sólinni, —
ekki Rússar.
Morgunblaðið hefur það sem
sé efir verkfræðingum Lands-
símans í gær, að útvarpstrufl-
anir muni aukast allmjög í
framtíðinni og ná hámarki
næsta haust, síðan á að draga
úr þeim smátt og smátt, þang-
aðtil ástandið verður aftur eðli-
legt árið 1953. En þessar trufl-
anir eru ekki Rússum að kenna
einsog flestar þær aðrar út-
varpstruflanir sem við höfum
lesið um í Morgunblaðinu sein-
ustu árin. Þessar truflanir eru
sólinni að kenna. Það eru blett-
ir á sólinni, en ekki Rússar, sem
valda þessum truflunum, segja
verkfræðingarnir.
•
Annars hefði kannski
orðið stríð.
Við getum ekki vitað hverj-
um ósköpum þessi þekking vís-
indanna á eðli sólarinnar kann
að hafa afstýrt. En án liennar
hefði ástand alþjóðamála allt-
eins getað þróazt þann veg að
Bandaríkin í broddi fylkingar
hinna „frjálsu þjóða“ hefðu
séð sig tilneydd að hefna trufl-
ananna með stríði á hendur
Rússum. Og mundi þá naumast
áður hafa heyrzt um svo lang-
sótt tilefni til að berja á ná-
unganum: Vegalengdin frá
jörðinni til sólarinnar er sem sé
149,5 milljón kílómetrar, eða
einsog miðjarðarlínan marg-
földuð með þrjú þúsund sjö
hundruð þrjátíu og átta.
•
Áhríf tunglsins á
heimspólitikina.
1 þessu sambandi var mér
svo að detta í hug hvort áhrif
stjörnukerfisins á heimspóli-
tíkina væru ekki meiri en al-.
mennt er álitið. Hvað er til
dæmis um tunglið? Það er göm
ul trú að tunglið geti raskað
taugakerfi manna og dýra, jafn-
vel valdið sturlun, — og komi
þessi áhrif meðal annars fram
á hundum sem tryllast af að
sjá fullt tungl og upphefja æð-
islegt spangól framaní það, þó
þeir séu annars mestu rósemd-
arhundar þess á milli. Þetta
atriði minnir síðan á þá stað-
reynd að mister Forrestal hinn
bandaríski, höfundur Atlants-
hafsbandalagsins, sturlaðist
kvöld eitt í bezta veðri og hljóp
þvínæst útum glugga. Og þá
vaknar spurningin: Það skyldi
þó ekki vera að þetta virðulega
bandalag væri til orðið fyrir
áhrif tunglsins?
Lár. 1 vonar — 6 fisks — 7
keyrði — 8 börn — 10 fjanda —
11 deilt — 14 á fæti — 15 forfeöur
— 17 líkamshlutarnir.
Lór. 2 und — 3 á kerruhesti —
4 ílát — 5 tal — 7 ofbýður — 8
úldið — 9 glaðan — 12 glöð —
13 skrift — 16 guð.
Lausn á nr. 47
Lár. 1 ýsuna -—• 6 krá — 7 K.K.
— 8 morðinu — 10 nál — 11 ræð-
an — 14 at — 15 rak — 17 aumrar.
Lóðr. 2 sko — 3 urrið — 4 náð
— 5 skulu — 7 kná — 8 Mára —•
9 innar — 12 æta — 13 arm —
16 K.A.
Níræð er í dag Bergljót Sigurðar
dóttir, Gai'ðastræti 45, hér í bæn-
um. Bergljót dvelur í dag á heimili
sonar síns Karlagötu 12.
Ríklsskip
Hekla er í Reykjavík. Esja var
á lsafirði í gærkvöld á norðurleið.
Herðubreið var væntanl. til Horna-
fjarðar í morgun á norðurleið.
Skjaldbreið fór frá Reykjavík í
gærkvöld til Húnaflóahafna. Þyrill
er í Faxaflóa.
Sklpadeild StS
Arnarfell fór 3. þ.m. frá Ibiza til
Valencia. Hvassafeil fór frá R,-
vik. 2. þ. m. áleiðis til Italíu.
Elmskip
Brúarfoss er í Færeyjum. Detti-
foss fór frá Reykjavík kl. 10 í
gærkvöld til Hull, Hamborgar og
Rotterdam. Fjallfoss fór frá R,-
vík 30.9. til Svíþjóðar. Goðafoss
er í Vestmannaeyjum. Gullfoss
fór frá Leith 2.10., væntanlegur
til Reykjavikur i nótt. Skipið kom
að bryggju kl rúml. 7 í morgun
5.10. Lagarfoss fór frá Akureyri
3.10. tii Norðfjarðar og útlanda.
Selfoss er i Keflavík. Tröllafoss
fór frá Halifax 3.10. til R-víkur.
yyf , 20.30 titvarpshljóm
sveitin: Islenzk al-
þýðulög. 20.45 Dag-
skrá Kvenfélaga-
sambands Islands:
Erindi: Á víð og
dreif (frú Aðalbjörg Sigurðardótt-
ir). 21.10 Tónleikar. 21.35 Sinfónísk
leikar (framhald). 22.35 Dagskrár-
lok.
Hjónaefnunum
Þóru Guðm. og
Helga Jónss. Njáls
götu 3, fæddist 15
marka sonur 22.
september s. 1.
Upplestur úr þýzkum bókmenntum
í háskólanum. Frú Elisabeth Göhls
dorf les upp úr þýzkum bókmennt
um í 2. kennslustofu háskólans
fimmtudagskvöld 5. okt. kl. 8.30
(Gaman og alvara úr þýzkum bók
menntum). öllum er heimill að-
gangur.
Morgunblaðið seg-
lr í gær um aukn-
ar útvarpstruflan-
- . ir: „Það sem veld-
ur þessu eru sóí-
blettir á sólinni."
— Menn mega sem sé ekki rugla
fyrirbærinu samanvið tungibietti á
tungiinu.
Næturvörður
er í Laugavegsapóteki.
1616. —
Simi
Morgunblaðið seg-
ir í fyrirsögn á for
síðu í gær: „Verk-
föllin hafa ollið
Flnnum óhemju-
tjóni.“ — Skyldi
hann ekki líka hafa „ollið“ mönn-
um hrolli þessi skolli?
Nýlega opinberuðu
trúlofun sína, ung
frú Elínborg Stef-
ánsdóttir og Guð-
mundur Benedikts
' son stud. med.,
Hafnarfirði. — Nýlega opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Helga Sig-
urgeirsdóttir, símamær og Jón
Árnason bifreiðastjóri, bæði til
heimilis í Húsavik. — S. ]. mánu>-
dag opinberuðu trúlofun sína, ung
frú Erla Ólafsson, Laufásveg 57
og Haraldur Sigurðsson, Hring-
braut 80.
Stefán Þorvarðsson, sendiherra Is-
lands í London, verður til viðtals
í utanríkisráðuneytinu föstudag-
inn 6. október kl. 10—12 f.h.
Næturiæknir
í læknavarðstofunni, Austurbæj-
arskrólanum. — Sími 5030.
Frá Skólagörðunum: Þau börn,
sem ekki eru enn búin að sækja
kartöflur sinar eru beðin að sækja
þær í dag kl. 3 til 6.30.
Nýlega voru gef
in saman í
■.. ........ hjónaband af sr.
I Jóni Thoraren-
I W/l 'WBjffl sen, ungfrú
‘"‘eff® Kristín Magnús
dóttir, Hamri við Isafjarðardjúp
og Ingvar Jónsson, skipasmiður,
Kaplaskjólsveg 12, Reykjavik. —
Nýlega voru gefin saman i hjóna
band ungfrú Aðalheiður Kristjáns
dóttir frá Eyrarbakka og Valgeir^
L. Lárusson frá Káranesi í Kjós.
Húsfreyjan, 2. tbh'
er komið út. Efni:
Guðrún Sveinsdótt^
ir: Ávarp. Bodil
Begtrup: Samein-
uðu þjóðirnar og
konurnar. Frú Gloerfelt Tarp þing
kona. Guðm. Ingi Kristjánsson: I
tilefni af 20 ára afmæli Sambands
vestfirzkra kvenna. Frá sambands
þingi húsmæðrafélags Norðurlanda
eftir Guðrúnu Pétursdóttur. Jóse-
fina Helgadóttir: Minningarorð
um frú Jónínu Sigurðardóttur Lín
dal. Frá félagsstarfinu og sam-
böndunum. Dr. Jón Sigurðsson
Matareitrun. Gróður og garðyrkja.
Foreldrar fyrr og nú. — Nýtt mán
aðarrit, fslenzkur iðnaður, gefið
út af Félagi íslenzkra iðnrekenda
hefur hafið göngu sína. Auk á-
varpsorða útgefenda eru í 1. hefti
þessar greinar: Stærsta verkefni
. dagsins, Nýjungar í iðnaði, Áætlun
um iðnþróun og Úr ýmsum áttum."