Þjóðviljinn - 07.10.1950, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.10.1950, Blaðsíða 1
15. árgangur. Laugardagur 7.október 1950. 223. tölublað. Raf- magns- eldavél er einn vinningurinn HAPPDKÆTTI ÞJÓÐVILJANS Afríkubúar munu leita hjálpar Indlands og Kína Samtöb um alla Afríku gegn nýlendukúgun Vesturveldanna undirbúin Kúgunarlög stjórnar brezka samveldislandsins Suð- ur- Afríku munu aðeins verða til að' stæla svertingjana, sem þeim er beint gegn, í baráttunni fyrir rétti sínum, segir J. S. Moroka, forseti samtaka svertingja í Suður- Afríku. Ríkisstjórn Malans í Suð ur- Áfríku hefur sett hver lög in öðrum verri til að þrengja kosti svertingja og annarra lit- aðra kynþátta, sem eru þrír fjórðu hlutar af íbúatölu lands ins. I viðtali við blaðið „Evening Post“ í Port Elizabeth sagði Moroka, að samtck svertingja myndu ekki unna sér hvíldar fyrr en fengið væri fullt jafn- rétti við hvíta menn. Þau munu leita samstarfs við Indverja og kynblendinga og kæra kyn- þáttakúgun Malans fyrir SÞ. Kvað Moroka svertingja eink- um reiða sig á stuðning Ind- lands og Kína á alþjóðavett- vangi. Moroka sagði, að unnið væri að því að koma á samstarfi árásir á Frakka milli sjálfstæðishreyfinga Af- ríkubúa um alla álfuna og markmiðið væri að binda endi á kynþáttakúgun og nýlendu- kúgun Vesturveldanna. Sameiningar- menn vinna Esju foaar cfæmdir fii dauða Fulltrúakjör til Alþýðusam- bandsþings í Verkalýðsfélaginu Esju í Kjós fór þanuig að Hans Guðnason formaður fé- lagsins var kosinn með 26 atkv. en Axel Jónsson, fulltrúi Ihalds ins fékk 23 atkv. — Varamað- ur var kosinn Halldór Lárus- son með 25 atkv., en fulltrúa- efni íhaldsins fékk 22. Afturhaldið átti fulltrúa Esju síðast og taldi það sér hann vísan einnig nú. Heimskunnur stœrðfrœðing- ur snýr heim til Póllands Stærðfræðingurinn dr. Infeld sem verið hefur prófessor í hagnýtri stærðfræði við háskólann í Toronto í Kanada, hefur sagt af sér þeirri stöðu og ákveöiö að setjast að í Póllandi. 19 grískir verkalýðsleið Hérréttur í Grikklandi hefur dæmt 19 forystumenn í grískri verkalýðshreyfingu til dauða eftir réttarhöld yfir 118 mönnum úr forystu ýmissa verkalýðsfélaga. I Franska nýlenduherstjórnin í Indó Kína tilkynnti í gær, að Viet Min, her sjálfstæðishreyf- ingarinnar hefði ráðist á setulið stöðvar Frakka um allt landið. Sögðu Frakkar, að árásirnar hefðu verið geysi harðar þótt árásarsveitirnar hefðu víðast ekki verið fjölmennar. Játar franska herstjórnin, að setulið hennar hafi neyðst til að hörfa úr einni borg undan sjálfstæðis hernum. Jón Tímóteus- son ðg ingé- myndnr Siefáns- i Bðlungavík Verkalýðsfélag Bolunga- ’ víkur kaus einróma þá Jón 1 Tímóteusson og Ingimnnd ; Stefánsson sem fulltrúa sína ; á Alþýðusambandsþingið. Varamenn þeirra sömuleið is kosnir einróma, eru Ágúst | Vigfússon og Hafliði Haf- | liðason. Dr. Infeld, sem Reutersfrétta stofan kallar „einn fremsta stærðfræðing í heimi,“ hefur rit að Torontoháskóla kveðjubréf' frá Varsjá. Hann er fæddur í Póllandi en hefur kanadiskan ríkisborgararétt og segir m. a. í bréfinu: „Ég hef ákveðið að setjast að í föðurlandi mínu til að vinna eftir mætti að rannsókn- um í vísindagrein minni og til að starfa fyrir frið um heim allan.“ Infeld ér 52 ára gamall og hefur í 11 ár verið prófessor í hagnýtri stærðfræði við Tor- ontoháskóla. Hann skýrði frá því í marz s.l. að hann ætlaði í heimsókn til Póllands og vakti sú fregn mikinn úlfaþyt. Drew, foringi stjórnarandstöð- unnar, tók málið upp á Kanada þingi. Drew sagði, að Infeld væri náinn vinur Albert Einsteins og hefði nokkra vitnesku um kjarnorkuleyndarmál. Honum þótti það sérstaklega grunsam legt, að spádómur Infeld 1946, að Sovétríkin myndu ráða yfir kjarnorkusprengjum eftir þrjú ár hefði reynzt kynlega ná- Verkíalli lokið í Aestorríki Allslierjarverkfallinu í Aust urríki var aflýst í fyrrakvöld og lauk þvi í gær. Unnið var að því í alla fyrrinótt að ryðja burt vegartálmunum af jám- brautum, strætisvagnaleiðum og götum og brjóta niður götu vígi í Vínarborg. kvæmur. Vildi Drew, að Infeld yrði hindraður i að fara til Póllands. Ógnaröldin í Grikklandi, sem rénaði nokkuð meðan stjórn Plastiras sat við völd, hefur með þessum dauðadómum haf- izt á ný. Voru pyndaðir í fangelsinu. Fyrir herréttinum lýstu margir hinna ákærðu því, hvernig þeir voru pyndaðir í fangelsinu og þannig neyddir til að undirrita játningar um verknaði, sem þeir aldrei höfðu imnið. Tsakiris, einn hinna ákærðu, gat sannað að hann hafði ver- ið handtekinn áður lögin, sem hann er ákærður fyrir að hafa brotið, voru sett. Annar sakborningur Therm- os, skýrði frá að hann hefði setið í fangelsi síðan 16. febrú ar. 1948. I júlí sama ár dæmdi IJm 12.000 ‘brezkir hermenn hafa failið og særzt í nýlendu- styrjöidinni, sem sósíaldemókratastjórnin brezka heyr fyrir tin- og gúmmíhringana, sem ausa upp fé í þessu auðuga iandi. Á myndinni sést særður Breti iátinn uppí helikopterflugvél, sem á að flytja hann á sjúkrahús. Aidan Crawley, aðstoðar fiug málaráðherra Bretlands, hefur verið í viku eftirlitsferðalagi um stöðvar hrezka fiughersins á Malakkaskaga. í gær skýrði hann frá því í Singapore, að ákveðið hefði verið að senda eina flugsveit þrýstilofsorustu- flugvéla frá Bretlandi til Mal- akkaskaga til að efla brezka flugherinn í styrjöldinni, sem Bretar heyja gegn sjálfstæðis- lireyfingu landsbúa. Nýlendustyrjöld Breta á Malakkaskaga hefur nú staðið á þriðja ár og hefur Bretum stað mannæta orðið lítið ágegnt gegn skæru- liðum sjálfstæðishersins, sem leynast í frumskógum og fjall- lendi, þar sem brezka herliðið getur ekki beitt sér. Ein af fyrstu ráðstöfunum Breta í nýlendustyrjöldinni var að flytja til Malakkaskaga Dyaka, mannætur frá Borneó, og von- uðu þeir, að þær myndu verða skæruiiðunum skeinuhættar. Það fór þó á annan veg, mann- æturnar reyndust til einskis nýtar og voru sendar heim, en nú fá Bretar sem sagt þrýsti- loftsflugvélar í staðinn. herréttur hann til dauða án nokkurra sannana. Eftir ár var réttur settur yfir honum á ný og nú er hann ákærður í þriðja skipti fyrir sömu sakir, en sann anir eru engar frekar en fyrri daginn. Dæmdir fyrir stjórnmála- skoðanir sínar. Verkamenninrir eru í raun og veru dæmdir fyrir stjómmála- skoðanir sínar. Tsakiris var dreginn fj'rir rétt vegan þess að hann neitaði að afneita stjórnmálaskoðunum sínum en hann er kommúnisti. Hann bar fyrir réttinum, að lögreglu- þjónn hefði sagt við sig, hvort honum þætti ekki hart að fara fyrir herrétt vegna einnar und- irskriftar. Yfirheyrsla dómar- ans yfir Thermos snerist næst- um eingöngu um stjómmála- skoðanir hans en ekki um fals- ákæruna gegn honum. Ýmsir hinna dæmdu voru á- kærðir fyrir þátttöku sína í mótspyrnuhreyfingunni gegn. Þjóðverjum á stríðsárunum. skatnmasJ ssn fyrlr Rliee Bandaríkjastjórn er nú orðið ljóst að Syngman Rhee, lepp- ur hennar í Kóreu, -er fyrirlit- inn um allan heim og mest í Kóreu. Kom þetta í ljós á þingi SÞ í gær, er Austin fulltrúi Bandaríkjanna sór og sárt við lagði að Bandaríkjastjórn ætl- aði alls ekki að þröngva stjórn Syngman Rhee upp á Kórea. Austin og brezki fulltrúinn Younger lögðu sig einnig í fram króka til að lægja grunsemdir um að ætlunin sé að brezkt og bandarískt herlið hememi Kór- eu um .langt árabil. Þykir það mjög tortryggilegt, að í tiliög- Framhald á 8. síðu. Flugvirkjafélag íslands: Sigurður Ingólfsson Flugvirkjafélag Islands kaus fulltrúa sinn á Alþýðusam- bandsþing í gær. Sigurður Ingólfsson var sjálf kjörinn. Varamaður var kosinn, Viggó Einarsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.