Þjóðviljinn - 07.10.1950, Síða 8

Þjóðviljinn - 07.10.1950, Síða 8
iMtateiitg i iiuaiFia kcfst kL 12 í das — sem Kosning þriggja (ulitrúa Félags járniðnaðarmanna á 22. þing Alþýðusambantls Islands hefst í dag kl. 12 á há'legi og stendur í dag til kl. 8 síðdegis og heldur á- fram á morgun kl. 10 og lýkur kl. 6 annað kvöld. Kosn ingin fer fram í skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli. Listi járnsmiðanna í þessum kosningum, sam- þykktur á fundi í Félagi járniðnaðarmanna, er A-LISTI og er liann skipaður þessum mönt um: Snorra Jónssyni, Kristni Ág. Eiríkssyni og Kristian IJaseby, og til vara Sigurjóni Jónssyni í Stálsmiðjunni, Tryggva Benediktssyni og Lofti Ámundasyni. A-LISTINN er listinn sem járniðnaðarmenn bera fram sjálfir, Á fundi í Félagi járniðnaðarmanna í haust var kosjei nefnd til að gera uppástung'ur um val fulllrúa á Alþýðusambandsþing. Nefnin lagði tillögur sínar fyr- ir fund í Félagi járniðnaðarmanna fyrir nokkru og voru þær einróma samþykktar, enda er listinn skipaður þeim mönnum er fremst hafa staðið í hagsmunabaráttu Fé- Iags járniðnaðarmanna, þegar hún hefur verið hörðust. B-listinn er skipaður eintómum gengislækkunar- mönr.um og borinn fram samkvæmt skipun flokksskrif- stofu Ihaldsins i Holstein. Kosi ingin í dag hefst kl. 12 á hádegi og stendur til kl. 8 í kvöld. — Sk'uldugir félagsmenn geta greitt gjöld sín í skrifstofu félagsins frá kl. 10 til 12 f.h. í dag. Þa.ð eru eindregin tilmæli kosninganeínd ar A-listans að allir stuðningsmenn listans, sem geta því við komið, kjósi strax í dag. FéL kjötiðnaðaímanna: Siprfer Ófafsson Félag kjötiðnaðarmanna kaus fulltrúa sinn ..á Alþýðu- sambandsþing í fyrradag. Kos- ' inn var Sigurður Ólafsson með 6 atkv. gegn 3. Varamaður var kosinn Sigurður Steindórsson. Fél. ssL hsjjóðfæraleikara: $mmr Gestsson Félag íslenzkra hljóðfæra- leikara kaus fulltrúa sinn á Al- þýðusambandsþing í gær. Kos- inn var Svavar Gestsson. Sameiningar- maðnr frá Flalcy Verkalýðsfélagið í Flatey á Breiðafirði kaus nýlega fulltrúa sinn á Alþýðusambandsþing og var Jón Guðmundsson fulltrúa . efni Sameiningarmanna kosinn. Ný tónverk eftir Hallgrím Helgason NÍLEGA eru komnar til Iandsins nýjar útgáfur af tón- verkum eftir Hallgrím Helga- son tónskáld, og verða þær sýndar í skemmuglugganum hjá Haraldi um helgina og að sjálfsögðu seldar í verzlunum. TÓNVERKIN eru þessi: Són ata nr. 2 fyrir píanó, Islenzkur dans fyrir píanó, Smalastúlkan við texta Matthíasar Jochums- sonar, Gróa laukur og lilja, mótetta fyrir blandaðan kór við texta Guðmundar Friðjónsson- ar, Dygg skal sál, fyrir eina rödd og píanó, við ljóð Einars Benediktssonar, Nú afhjúpast ljósin, fyrir einsöng og píanó, við kvæði Jóns Helgasonar, Sigiir dýra súðih, fyrir biandað an kór, við kvæði Einars Bene Framh. á 2. síðu. „SIGURINK": SaStfiskur og físrðfiskyr hækksr Viðreisnin heldur áfram eftir hinn mikla sigúr AI- þýðusambandsstjórnar. Saltfiskurinn er nú kominn upp í kr. 4,15 þrátt fyrir miklar niðurgreiðslur úr ríkissjóði, en kostaði fyrir fisksalaverkfallið kr. 3,75, og nemur hækkunin þannig rúmlega 10%. Barinn harðfiskur hef- ur einnig hækkað um eina krónu kílóið, kostar nú pakk- aður 18 kr. en ópakkaður kr. 16,80. Fyrir þremur árum kostaði fcarðfiskurinn 12 og 13 kr. kílóið og nemur hækkunin á honum þannig 40% það sem af er marsj- alltímabilsins. Saraetninpr- ieii vínna Stjömima Verkalýðsfélagið Stjarnan á Grundarfirði kaus nýlega full- trúa á Alþýðusambandsþdng. Kosinn var Jóhann Ásmunds son frá Kverná með 20 atkv., en frambjóðandi afturhaldsins fékk 10 atkvæði. Afturhaldið átti fulitrúa þessa félags á síð asta Alþýðusambandsþingi og reiknaði sér hann öruggan aftur nú. Taugaveiklaðir Uráiantenn LejTiifundir landráðaflokk- anna um nýjustu kröfur Banda ríkjanna mótast af óvenju- legri taugaspennu og vanstill- ingu sem einnig mótar skrif landráðablaðannz. Alþýðublað- ið sver og sárt við leggur í gær að forsprakkar AlþýCuflokks- ins hafi ekki fengið neitt að vita um kröfurnar enr.þá og leynifundur þingflokksins hafi fjallað um allt annað mál! Morgunblaðið heldur áfram ó- Ijósum skrifum um að nauðsyn legt sé að „leggja á sig þungar byrðar“ og að „varnarleysið bjóði hættunni heim“. Vísir sem froðufelldi af miklum æsingi í fyrradag og vildi láta uppræta aílan „glæpalýc“ og vanþóknan legar „lífsstefnur“ með hernað araðgerðum, inrJcndum eða er lendum, reynir í gær að háma ofan í sig öll stóru orðin og talar helzt um nauðsyn þess að nægilegt sé til af matvælum í landinu! íslendingar þekkja þennan taugaæsing, og þessa hræðslu þau merki hafa fylgt hverju skrefi sem stigið hefur verið á landráðabrautinni. Það eru merki þess að enn er ekki feng in nic'iirslaða um hinar endan legu aðgerðir og að mismun- andi sjónarmið togast á bak við tjöldin. Taugasperningurinn breytist svo í algeran trylling þegar riðurstaða er fengin. Kristján Guðlaugsson liefur nú tvívcgis geystst fram full- sienuaa til að Iáta hina vest- rænu yfirboðara f já þjónustu- Kpurð sína, er. hann fær eflatist bráðle'ga tækifæri til að æsa s'g upp á réttri stund. Bílstjórafélag Akureyrar kaus fulltrúa sína á Alþýðu- sambandsþing s.l. fimmtudag. Kosnir voru Þorsteinn Svan- laugsson og Lárus Jóhannsson. Verkalýðsfélag Stykkishólms kaus nýlega fulltrúa sína á Al- þýðusambandsþing og voru kosnir Guðmundur Ágústsson og Kristinn Gíslason. þJÓÐVILIINN Lisfi stjérnar og Kosning tveggja aðalfullírúa og tveggja varafull- trúa Starfsstúlknafélagsins Sóknar á 22. þing Alþýðusam bands Islands fer fram á morgun og mánudag, að við- hafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Kosið verður í skrif stofu FuIItrúaráðs verkalýðsfélaganna að Hverfísgötu 21. Á morgun stendur kosningin yfir frá kl. 10 f. li. til kl. 6 e h. Á mánudaginn hefst kosning kl. 2 e.h. og lýk- kl. 10 um kvöldið. Stjórn félagsins og trúnaðarmannaráð ber fram A-LISTA, og skipa hann: Viiborg Ólafsdóttir, formað- ur félagsins og Helga Þorgeirsdóttir ritari þess, og til vara: Bjarnfríður Pálsdóttir og Ríkey Eiríksdóttir. Allar þessar konur eiga að baki sér langt starf í Sókn og öðrum stéttarfélögum alþýðunnar og mún vart að efa að Sóknarkonur hafi fullan hug á að tryggja kosningu þeirra á sambandsþing. Atvimurekendur, undir for'ustu Gísla í Ási, for- stjóra Elliheimlisins, hafa borið fram kauplækkunar- lista í Sókn við fullirúakosningarnar, og er hann B- listi. Skipa hann fjörgömul kona suður á Kópavogshæli, Steinunn Þórarinsdóttir að nafni og Dagrún nokkur Þórlindsdóttir í EHiheimilinu, sem ekki er kunnugt um að nokkru sinni hafi komið náiægt málefnum Sóknar og sennilega aldrei komið á fund í félaginu! K G 3 E á Meiftur ti! kirkju- sögUEiáms í Noregi 1 maímánuði síðastliðnum barst tilkynning frá norska sendiráðinu í Reykjavík, að Norðmenn hefðu ákveðið að veita íslenzkum stúdent styrk að fjárhæð 2500 norskar krón- ur, til framhaldsnáms í Noregi í vetur. Samkvæmt meðmælum háskólaráðs ákvað menntamála ráðið, að Jónas Gíslason, cand. theol. skyldi hljóta styrkinn, en hann hyggst stunda fram- haldsnáms í kirkjusögu í Nor- egi. ( Frá menntamálaráðuneytinu). Skélamtíi í frjálsum ijsréttnm hefst kl. 3 í d«tg Skólamótið í frjálsum íþrótt 'am hefst í dag kl. 3 e. h. og heldur áfram á morgun kl. 10 f.h. 1 dag verður keppt í þessum íþróttagreinum: 100 m hlaupi, 110 m grindahlaupi, 1500 m hlaupi, 1000 m hlaupi, hástökki stangarstökki, kringlukasti, 4 X100 m hlaupi kvenna og langstökki kvenna. En á morg un verður keppt í 4 X100 m boðhlaupi karla, langstckki, kúluvarpi karla og kvenna og 400 m hlaupi. Nemendur úr flestum fram- haldsskólum bæjarins taka. þátt í móti þessu og eru í hópi þeirra margir af fremstu í- þróttamönnum landsins. Framh. af 1. síðu Vesturveldanna um framtíð Kóreu er þess vandlega gætt að setja ekkert tímatakmark fyrir dvöl erlends hers í land- inu. Bandaríska herstjórnin sagði í gær að lepphersveitir hennar væru komnar um 130 km norð- ur fyrir 38. breiddarbaug og að mótspyrna alþýðuhersins væri veikari en í fyrradag. Bandaríkjamenn halda áfram loftárásum á borgir og þorp í Norður-Kóreu enda þótt flug- herinn hafi tilkynnt fyrir mörg um vikum, að þar hafi allt það verið lagt í rústir, sem sprengj- um sé eyðandi á. ^ Kosntngar s Bakarasveiaa- félagi Islands hefjasi í i'á g kl 1 Kosningar á fulltrúa og varafulitrúa Bakarasveinafé lags íslands til 22. þings AI- þýðusambands Islands hefst í dag ld. 1 og stendur til kl. 9 e.h. og á morgun frá kl. 1-—9 e.h. Kosið er á skrif- stofu félagsins í Alþýðuhús- inu. Komið hafa fram tveir listar í félaginu A-listi með Jóni Árnasyni sem aðalfull- trúa og Guðmundi Hersir sem varafulltrúa B-listi með Alfreð Antonsen sem aðal- fuiitrúa oc Geir Ólafssyni sem varafulltrúa.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.