Þjóðviljinn - 07.10.1950, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.10.1950, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. október 1950. ÞJÖÐVILJIN N S „Eg þekkl Bandðríkjamenn - þai er Sseifa fáIkM En þaS eru likq Bandarikjamenn sem i Kóreu fremja hrylUlegri hrySju- verk en þýzku nazistarnir í fjöllum Kóreu liggja synir brezkra mæðra rotnandi lík, fæða stóru gammanna sem hnita hringa yfir þeim. Óþarft er að leggja áherzlu á nauffsyn þess að skilið verði hvers vegna brezk ungmenni eru þarna og hver verður afieíðing hinna hættulegu atburða í Austur- Asíu. Daily Worker sendi mig til Kóreu til þess að ég gæti kynnzt ástandinu milliliðalaust og lýst því fyrir brezkum al- menningi. Til Kóreu kom ég 16. júlí og var þar í fimm vikur. Að sjálfsögðu vissi ég áður en ég lagði af stað að Banda- ríkjamenn gerðu ofsalegar loft- árásir en börðust lélega. Ég rvissi að her Syngmans Rhee var einungis til sem dreifðir hópar og enginn „suðurkóresk- ur her“ var lengur til, að þetta var í raun stríð milli Bandaríkjanna og Kóreu. Þær staðreyndir voru á vitorði alls heimsins. En hitt játa ég að ég var alveg óviðbúinn því sem ég kynntist. Það er staðreynd að Bretar og Rússar voru bandamenn Bandaríkjanna í stríðinu gegn nazistunum. En síðan eru Roosevelt og félagar hans horfn ir af sjónarsviðinu og atóm- stefnan orðin einvöld. En samt ægði mér það sem ég sá Banda- ríkjamenn gera í Kóreu, meira en orð fá lýst. Líklega vegna þess að ég hef alla ævi heyrt áróðurinn um að Bandaríkja- menn séu menningarþjóð, eitt- hvað af því hefur loðað við. Hvernig sem það nú er, ég hélt aldrei að Bandaríkjamenn færu nákvæmlega elns að og naz- istarnir, fyrr en ég sá það sjálfur. ^ „Algerar sprengju- árásir”, hryllilegri Coventryglæpnum Vér Bretar tölum enn um loftárásina á Coventry sem dæmi um hroðalega og tilgangs- lausa sprengjuárás en Banda- ríkjamenn eru orðnir þýzku nazistunum miklu fremri í því sem þeir kalla kurteislega „al- gerar sprengjuárásir“. Hernað- ur Bandaríkjamanna í Kóreu er sams konar og hernaður þýzku nazistanna, en þegar tekið er tillit til stærðar landsins er hann enn hrottalegri og jafn heimskulegur. Wonsan er miklu minni bær en Coventry, ekki líkt því eins stór og Londonútborgin Walth- amstow. 1 fyrstu miklu loft- árásinni í júlí vörpuðu B-29 risaflugvirki 500 smálestum sprengna á bæinn, 60 smálestum meira en Coventry lá undir hina ægilegu nótt fyrir 10 árum. Ekki var miðað á neitt mark. 1 hernaðartilkynningu MacArth- urs var játað að yfir bænum hafi verið „þétt skýjalag'* sem „híndraði að hægt væri að gera sér grein fyrir árangri árásarinnar“. -— Raunar var skyggnið 0 þegar árásin var gerð því það var steypiregn. I Coventry voru 1000 dánir Brezki blaðamaðurinn Alan Winnington dvaldi í !; ;! Kóreu í sumar og lýsir í grein þeirri cr hér biríist kynnum sínum af á- !; standinu þar. — Fyrir !; þessa grein hótaði dóms- !l !; málaráðherrann brezki !; Winnington málssókn !; ; samkvæmt landráðalög- !; ;! um, en eftir þeim er hægt !; ;! að dæma til þyngstu refs- !| ingar fyrir „aðstoð við !; óviri á stríðstímum“. '4 og særðir eftir árásarnóttina. Eftir fyrstu árásipa á Won- san létu 1249 lífið og norður- helmingur bæjarins lagður í rúst. I ágúst var önnur slík árás gerð og var þá hinn helmingur bæjarins lagður í rústir. Ekki var minnzt á neitt annað hernaðarmark í bænum en að hann væri járnbrautar- stöð. ^ 1000 smálestir sprengna — frið- samur bær hvarf Eitt þúsund smálestir sprengna; bær þurrkaður út; yfir 4000 dánir og særðir, tug- þúsundir' manna heimilislausir og rændir ættingjum sínum — og allt þetta til að eyðileggja járnbrautarteina. Er þessa þörf? Þetta eru verri loftárás- ir en nokkur brezkur bær hef- ur nokkru sinni orðið fyrir. Ég sá Coventry og var í London allan tímann sem loftárásirn- ar miklu stóðu, og ég sá Won- san eftir þessar árásir. Það var miklu ljótara en eftiir ijótustu aðfarir þýzkra naz- ista. Og því sunnar sem dregur þeim mun algengari verður þessi mynd gereyðingar. Pyong- tak, Chichiwon, Taichun eru ekki lengur í tölu bæja. Fáein sprengjueyðilögð hús hanga uppi, íbúamir eru fluttir burt, en Bandarikjamenn koma hvað eftir annað og varpa sprengj- ‘um á rústimar. Það er ekk- ert leyndarmál að járnbraut liggur um þessa bæi og það er heidur ekkert leyndarmái að slíkar loftárásir eru árangurs- lítil aðferð til að eyðileggja þessháttar hernaðarmikilvægi. Hægt væri að nefna ótal dæmi ,um árangursleysi og klaufa- skap í árásum með sprengjum og fallbyssuhríð á hernaðar- stöðvar, ef það heyrði ekki enn undir hemaðarleyndarmál, —- það verður að bíða, ^ Ásetningsmorð á móður og barni Skotárásir þeirra eru sams- konar. Ég hef séð orustu- sprenguflugvél hika og fljúga í hringi í 10—15 mínútur áð- ur- en liún reyndi að ráðast á herstöð sem varin var léttum loftvarnarbyssum, og steypa sér svo klaufalega yfir markið, of hátt til árangursríkrar sprengjuárásar, varpa sprengj- unum og flýta sér svo heim á leið, hetjurnar hafa sjálfsagt þurft að kappræða hætturnar í stríði. Og ég hef séð þessar hetjur steypa sér hvað eftir annað yfir akurskákir og vegi og skjóta öllum skotfærum vél- byssna sinna og jafnvel eld- flaugum á fólk úr ekki meira en 100 m hæð, þegar enginn var í nánd nema nokkrir ó- breyttir borgarar eða fáeinir kofar — og ég liggjandi í skurði. Það þarf ósvikinn nazista- hugsunarhátt til að drepa með köldu blóði móður með barn — og beita til þess nokkrum þús- undum hestafla og skotkrafti yfir 100 vélbyssukúlur á sek- úndu. Ég sá það gerast. Hún var eina manneskjan á þeim vegarspotta, allir aðrir höfðu hent sér í skurðina þegar heyrð ist til flugvélarinnar. Það vom engin mistök af flugmannsins hálfu, í Kóreu er enginn vandi að greina konu í jafnvel nokk- urra kílómetra fjarlægð. Konan bar lítið baiui bundið á bak sér eins og landssiður er hér, stóran böggul á höfði og var í síðum flaksandi kjól. Flugmaðurinn vissi að hann var að drepa konu og barn, en hann opnaði kærulaus vélbyss- ur sínar og hóf skothríðina. Áður fyrr sögðu menn: „Ég þekki nokkra Þjóðverja, Bezta fólk. Hvar gátu þeir grafið upp menn sem fengust til að gera það sem nazistam- ir gerðu?“ Minnist þess! Ég þekki Bandaríkjamenn. Bezta fólk. .. . Þegar ég kom til Taichun í Suður-Kóreu frétti ég að mikill fjöldi „pólitískra fanga" hefði verið myrtur þar í nánd, enn fleiri en myrtir höfðu verið í bæjunum milli Seoul og þess bæjar. Sumir sögðu 3000, aðr- ir 4000. Eins og oftar í Kóreu voru staðreyndirnar enn hrottalegri en orðrómurinn, því um það leyti höfðu Kórear yfirleitt ekki varíizt Bandaríkjamönn- Framh. á 7. síðu HiraS hafa þeis g©r! mönnun- kkí? i?etía kér- eska barn við !ík méður sinn- ai er eins ag Isesiding íil hesmsins um þær ægilegu ógnis sem íbú- ar Kóreu hafa liðiS vegna hryðjuverkaloft árása banda- ríska innrásar- hersins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.