Þjóðviljinn - 29.10.1950, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 29.10.1950, Qupperneq 1
Samninga M sjómennina sjáifa Fjórir mánuðir eru nú liðnir síðan tog- aradeilan hófst. Upphafið var það að stjórn sjómannafélagsins ákvað deilutímann upp á sitt eindæmi, án samráðs við sjómennina sjálfa, og valdi þann tíma sem útgerðarauð- valdinu var hagstæðastur. Hún hafnaði einnig karfasamningum án samráðs vlð sjómenn, en þeir hefðu tryggt sjómönnum drjúgar tekjur í sumar og þrýst á um heildarlausn. Stjórnin hefur yfirleitt forðast allt samband við sjómenn allt til þessa dags, aðeins haldið tvo fundi sem ekki varð und- an komizt. Atferli hennar í sjálfri deil- unni er á allra vitorði. Eftir þriggja mánaða verkfall var hún allt í einu „hlutlaus" um fyrra smánartilboðið, án sam- ráðs við sjómenn. Eftir nærri fjögurra mánaða verkfall mælti hún af tryllingi með síðara smánartilboðinu, einn- ig án samráðs við sjómenn. Og hún gerði meira. Hún lýsti yfir því að engin leið væri að komast lengra, að.frekara verkfall væri „þýðingarlaust", að sjómenn værú „skepnur" ef þeir héldu fast við 12 stunda hvíld! Með þessu hef- ur stjórnin raunverulega lýst yfir því skýrt og skorinort að afskiptum hennar af verk- fallinu væri lokið. Togarastöðvunin hefur nú kostað þjóðina 90 milljónir króna í dýrmætum erlendum gjaldeyri og fórnir sjómanna eru geysilegar. Það er aug- Ijóst mál að dcilan verður ekki leyst með meðalgöngu sjómannafélagsstjórnarinnar, hún hefur lýst yfir algeru gjaldþroti sínu, enda er hún ekki fulltrúi sjómanna og nýt ur einskis trausts þeirra. Af- leiðingin er augljós: Það verð ur að semja við sjómennina sjálfa. Þeim hefur verið hald- ið utan samninga í fjóra mán uði, en útgerðarauðvaldið í staðinn verið að semja við þjóna sxna. Þess var ekki að vænta að góður árangur feng ist af slíkum vinnubrögðum, og það er fyrir löngu kominn tími til að stjórnarvöldin horfist í augu við staðreynd- ir. Það verður þegar í stað að hefja samninga við sjáifa sjómennina, á þeirri sjálf- sögðu íorsendu að þeir kvika ekki frá 12 stimda hvíld og sæmilegu kaupi. 15. árgangur. VIU Sunnudagur 29. október 1950. 242. tölublað. Almenningur krefst samninga við sjómenn Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur er hlaupin uadan merkjum og hsfur þar með fyrir- gert rétli sínum sem fulllrúi sjómanna. — Sjómenn kreljast fundar_ 1 fjóra mánuði hefur staðið yfir verkfall togarasjómanna. Lausn þessarar deilu hefur aðeins strandað á óskammfeilni útgerðarburgeisanna. Það hefur komið æ betur í ljós að þeir sem fóru með umboð sjómanna á samningavettvangi hafa þegar ailt kom til alls ekki gengið erinda sjómanna lieldur andstæðinga þeirra, að sáttanefndin, sem um þessi mál lief- ur fjallað, hefur allan þennan tíma ekki mælt orð við neinn raunverulegan fulitrúa togarasjómanna í þessari deilu, held- ur félagsstjórn, sem fyrir löngu er orðin að einskonar til- raunadýri útgerðarauðvaldsins. við stjórn Sjómannafélags H- víkur er skrípaleikur til þess eins gerður að tefja fyrir lausn deilunnar. Hér er- að- eins um eitt að ræða, og það er: að ganga að meginkröf- um sjómanna, því þær eru réttlí’.'tiskröfux' og að semja við sjómennina. Með hinu freka liðhlaupi frá meginkröfum sjómanna, skósveinshlutverki í þágu út- gerðarmanna, og lítilmannleg- um yfirlýsingum í Alþýðublað inu, hefur stjórn Sjómanna- félags Reykjavíkur raunveru- lega sagt af sér sem aðili í þessari deilu sjómannamegin og fyrirgert rétti sínum þar. Sjómenn gei'a sér ljóst hversu komið er í þessu efni og hafa krafið félagsstj. um fund. Augljóst er að eins og nú er komið málum verða sjó- menn að taka mál sín í eigin hendur. Það sér hvei’t manns- barn að frekara makk sátta- nefndar og útgerðarmanna ÍSLENZKA FRIÐAKNEFNDIN minnir menn á að ljúka sem fyrst söfnun undir- skrifta undir Stokkhólms- ávarpið og skila söfnunar- listum fyrir nœstu helgi. Hlaðbúðarbækur Þjóðviljanum hafa borizt tvær bækur frá Hlaðbúð. — Nefnist önnur Formannsævi í Ey.jum og hefur að geyma æfisagnaþætti eftir Þox-stein Jónsson, Laufási. Jóhann G. Ólafsson hefur skrifað for- mála. Ljósmyndir eru í bók- inni og vignettur teiknaðar af Engiibert Gíslasyni. Hin bókin er Þjóðsagnakver Magnúsar Bjarnasonar frá Hnappavöllum, en þær þjóð- sögur eru skráðar um 1870. Jóhann Gunnar Ólafsson ann aðist útgáfuna. — Bóka þess- ara verður nánar getið síðar hér í blaðinu. Stjórnarvöldin skipuleggja framleiðslubann Húsvíkingar krefjast þess a0 fá a$ starfrækja hraðfrystihús siff Eftirfarandi tillaga var samþykkt einróma á almennum borgarafundi í Húsavík 6. október síðast liðinn: „Almennur borgai'afundur haidinn í Húsavik 6. okt. 1950 iítur svo á að vegna atvinnuástæðna á staðnum sé brýn nauðsyn á því, að hraðfrystihús Fiskiðjusamlags Húsavíkur taki til starfa sem fyrst á komandi vetri. Vegna þessa, svo og þjóðarnauðsynjar á öflun gjaldeyris, skorar fundurinn á bæjarstjórn Ilúsavíkur og þingmann kjördæmisins að gera sitt ýtrasta til að þetta mál nái fram að ganga, þar á meðal að leita aðstoðar stjórnarvalda þjóðarinnar málinu ti lfram- dráttar ef með- þarf.“ Á Húsavík er fullgert prýði- legasta hraðfrystihús. Á Húsa vík er ágætur bátafloti. Á miðunum undan Húsavík er nú ágætur afli. Þar eru því allir möguleikar til gjaldeyr- isöflunar í stórum stíl, en möguleikarnir eru aðeins ekki hagnýttir. Ríkisstjórnin bann- ar hraðfrystihúsinu að fram- leiða útflutningsafurðir, þar sem þær séu „óseljanlegar". Þannig er gjaldeyrisskortur- inn skipulagður og afleiðing- ÍSLENZKAR ÁR Ferðaskrifstofa ríkisins hef ur gefið út bók eftir hinn kunna brezka laxveiðimann Stewart og nefnist hún Riv- ers of Iceland. Mr. Stewart hefur dvalið hér mikið á sumrum við lax- veiðar, allt frá árinu 1912 og lengst af haft Hrútafjarðará á leigu. I bókinni ræðir hann um íslenzkar ár og veiði í þeim og þótt hún sé á ensku og aðallega ætluð útlending- um munu íslenzkir veiðimenn engu síður hafa gaman af henni. Bókin er um 200 síð- ur og í henni margar mynd- ir. Hún er prentuð í Alþýðu- prentsmiðjunni. Áttnx'ður er í dag Oddur ÓÞ afsson, sem lengi bjó að Lækj arbaug í Fróðárhreppi, nú að Haðarstíg 22, Reykjavík. Helgidagsiæknir: —1 Kristján Hannesson, Auðarstr. 5. Sími 3836. lívenfélag sósíalasfa Félagsfundur verður hald- inn n. k. miðvikudag. Nánar auglýst síðar. ar hans: vöruskorturinn, at- vinnuleysið og fátæktin. Fyrir alþingi liggur nú frumvarp frá sósíalistum um afnám einokunarskipulagsins. Samkvæmt því yi-ði hraðfrysti húsinu á Húsavík heimilt að selja framleiðslu sína og kaupa í staðinn nauðsynjar. Yrði slík heimild gefin myndi ekki standa á framkvæmdum bátarnir myndu sækja fisk á miðin, hraðfrystihúsið fram- ‘leiða af kappi, atvinna yrði næg og vöruskorti aflétt. En auðmenn Reykjavíkur standa sem múrveggur gegn slíkri lausn; þeir telja sér auðsjáanlega hag í því að leiða sem sárasta eymd yfir þjóðina. Fyiir hvem |ssíe a3 spara? I launalagafrumvarpi miliiþinffanefndar sem ÓI- afur Björnsson og Arngr. Kristjánsson eiga sæti í er gert ráð fyrir að lækka laun flug vallarstarfsmanna — „til samræmis". Valborg Bentsdóttir spurði þessa menn við störf hvaða maima hefði verið borið saman. Og fyrir hverja voru þelr að spara með því að Iækka laun þessara manna? Eru þau ekki end- urgreidd í dollui'um að verulegu leyti frá Alþjóða f lugmálastof nuninni ? Skipafréttlr: Brúarfoss fór frá Ceuta 27. þ.m. til íslands. Dettifoss og Fjallfoss eru í Rvík. Goðafoss kom til Hauge sund 26. f.m., fer þaðan til Siglufjarðar og Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er á Akranesi. Sel- foss kom til Uleá í Finnlandi 25. þ.m. Tröllafoss kom til Stephansville í New-Found- land 24. þ.m. frá Rvík. Laura Dan fermir í Halifax 20. þ.m. til Rvíkur. Pólstjarnan ferm- ir í Leith 1—2 þ.m, til Rvík- ur. Heika fermir í Hamborg, Rotterdam og Antwerpen 3—8 þ.m. — Arnarfell lestar salt- fisk á Austfjörðum. Hvassa- fell er í Denía á Spáni. — Hekla, Esja, Herðubreið og Þyrill eru í Rvík. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á morgun til Húnaflóahafna. Straum- ey er á Austfjörðum á norð- urleið. Þorsteinn fór frá R- vík í gærkv. til Vestm.eyja. Undanfarið hafa farið fram kosningar í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur um fulltrúa á næsta þing flokksins. Hafa þar verið miklir flokkadrættir milli „hægri“ og ,,vinstri“(!) og upplausnarástand flokks- ins komið glöggt I Ijós. Af úrslitunum má nefna að Gylfi fékk flest atkvæði, eða 120, Stefán Jóhann næstflest eða 105! Þrír mektarmenn féllu: Jón Axel Pétursson, Sæmundur Ólafsson og Stefán Péturs- son, og einnig féll Jóhanna Egilsdóttir. Jón Axel er fyrsti varamaður, fékk einu atkvæði minna en Vilhelm Ingimundarson! Miklar deilur munu nú vera um það í flokknum hvorir hafi sigrað „hægri“ menn eða „vinstri"! Ráðstefna um einingu Þýzkalands Blað sósíalistíska einingar- flokksins í Austur-Þýzkalandi, „Neues Deutschland", skýrði frá því í fyrrad., að hundruð manna úr stjórnmálaflokkum Vestur-Þýzkalands, kaþólska flokknum, sósíaldemokrötum og kommúnistaflokknum, hefðu nýlega setið á leynilegri ráðstefnu með stjórnmála- mönnum frá Austur-Þýzkar landi, þar sem rætt var um sameiningu Þýzkalands. Lýsiz B.S.R.B. samúð með togarasjómönnum? Á þingfundi BSRB í gær flutti Pétur Pétursson eft- irfarandi tillögu: „13. þing BSRB lýsir yf- ir samúð sinni með sjó- mönnum í baráttu þeirra fyrir 12 stunda livíld á' sólarhring.“ Tillögunni var vísað til allsherjarnefndar. Deildarfundir Aðalfundir allra deilda Sósíalistafélags Reykjavík- ur verða n. k. þriðjudags- kvöld á venjulegum stöð- xim. Áríðandi að félagar fjölmenni á fundina. Sæmimdiir og smánartilboðið 1 þjónkun sinni við útgerð-af .öllum gæðaflokkum fisks og Ihaldssfúcknfar í minnihlula TJrslit stúdentaráðskosn- inganna urðu sem hér segir: A (Alþ.fl.) 59 atkv. (einn) B (Frams.) 60 atkv, (einn) C (Rótt.) 106 atkv. (tvo) D (Ihald) 230 atkv. (fjóra) E (verkfræðinemar) 56 at- kvæði (einn). Frá hapfdsrætfÉz'H Vegna rúmleysis í blaðinu í dag verður útkoman í deilda samkeppni happdrættisins ekki bii't fyi'i' en á þriðjudag. — Allar deildir eru beðnar að gera skil á morgun. Háskólafyrlrlestur. Hallvard Mageröy sendikennari flytur fyrirlestui- í I. kennslustofu háskólans miðvd. 1. nóv. kl. 8.15 e. h. um Johan Herman Wessel og det norske Sel- skap. — Öllum er heimill aðg. Bölusetning gegn bai'naveiki. — Pöntunum veitt móttaka þriðjudaginn 31. okt. og þriðju daginn 7. nóv. n. k. kl. 10— 12 f. h. í síma 2781. Menningartengsl Islands og Ráðstjórnarríkjanna. Stjórn MIR minnir félagsmenn sína á fundinn í Stjörnbíó í dag, stundvíslega kl. 2. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Þeir, sem ætla að greiða ár- gjöld sín eru beðnir að mæta tímanlega. Gjöf til Handíðaskólans. 1 s. 1. viku barst Handíða- og myndlistaskólanum frá sendi- ráðinu franska hér góð og verðmæt gjöf. Voru það rúmi- lega 130 frábærlega vel gerð- ar ljósmyndir af listaverk- um í frönskum söfnum. — í þessari viku hefur sendiráðið enn sent skólanum rúml. 70 myndir til viðbótar. Eru það myndir af málverkum, högg- myndum og franskri bygging arlist. Baldur Möller, skákmeistari Norðurlanda, teflir fjölskák kl. 1.30 í dag í Listamannask. Hjónaband. I gær voru gefin saman i hjónaband af sr. Bjarna Jónssyni, ungfrú Guð- björg Guðmundsdóttir hár- greiðslumær og Harry Sonder skov, járnsm. Heimili ungu hjónanna er að Sjafnargötu 8. armenn ræðst kexverksmiðju- stjórinn Sæmundur Ólafsson fram á ritvöll Alþýðublaðsins síðastliðinn fimmtudag til þess að fegra smánartilboðið, sem hann vildi að togarasjó- menn samþykktu. Hafa nokkrir útgerðarmenn svo sem Jón Axel, vinur hans, lánað honum yfirlitsi'eikn. yfir nokkrar veiðiferðir gerðar fyrripartinn á einhverju ári (sennilega á árinu 1950). Mik- ið að hann skyldi ekki fara aftur til ársins 1936, því svo gamlir eru víst eldri samn- ingar sjómannafélagsins á saltfiskveiðum. Fær hann út úr þessu allmikinn mismun á kaupi samkvæmt eldri samn- ingum og smánartilboði fyrr- nefndu. Eðlilegt hefði verið að hann hefði tekið saman- burð miðað við að veiðiferð væri gerð á sama tíma, er hann reiknar út fi'á hverju fyrir sig, eldri samningi og smánartilboðinu, en ekki kom ið fram með stórkostlegar vísitölufalsanir í útreikning- um sínum með því að gera sömu veiðiferð einhvern tíma í fyrndinni í öðru tilfellinu en hina á fimmtudaginn, því út úr þessari fölsun fær hann kr. 5,67 í mismun á dag á fastakaupi sem verða kr. 170,10 á mánuði. Auk þess metur hann fisk og lýsi eftir eigin geði og segir svo til sjómannastéttarinnar: Ef þið skilið ekki svona miklu magni aflans í 1. fl. þá er það fyrir lélega vöruvöjidun. Meðal- sólarhringsveiði reiknar hann sleppir löndunartímanum og fær með því allveruleg auka- aflaverðlaun, en í smánartil- boðinu var skýrt tekið fram að meðalsólarhringsveiði reiknaðist aðeins af 1. fl. þorski og löngu. Flestir sjómenn hafa sjálf- sagt fengið að kynnast fals- aðri vísitölu fyrr svo óþarft mætti teljast af Sæmundi Ól- afssyni að leggjast svo lágt að falsa hana vísvitandi enn- þá meir til að gylla sitt smánartilboð. Ég ætla að setja hér upp auðvelt dæmi fyrir þig Sæ- mundur, sem ég tel að þætti lélegt af barni innan við ferm ingu ef það fengi ekki rétta útkomu. Við förum báðir út á salt- fiskveiðar í dag sinn á hvor- um togara og veiðum ufsa. Ég er skráður samkv .síðasta samningi ,en þú samkv. smán ai’tilboðinu. Ég fæ 260 tunnur af lifur, en þú samsvarandi 20 tonn af lýsi. Ég fæ: Lifur 260 tunnur á kr. 6,086 + vísitöluuppbót 16,75% eða kr. 7,05 pr. tunnu. Alls kr. 1833,00 Þú færð: Lýsi 20 tonn á kr. 40,00 tonnið. Alls kr. 800,00. Mismunurinn verður kr. 1033,00 eða sem svarar afla- verðlaunum af röskum 413 tonnum af 1. fl. ufsa, en það magn mun enginn íslenzkur togari bera. Geta ekki útkom urnar orðið svipaðar í fleiri dæmum, Sæmundur? Sjómaður. 2. dagTir 13. þlngs B.S.R.R.: Látlaus ádeila á framkomu formanns og vara- formanns B.S.R.B, „Formaður B.S.R.B. smíðaði vopnið í hendur þeim sem vilja láta örðugleikana koma þyngst niður á launþegum" Annar þingdagur BSRB fór í látlausar ádellur á formann sambandsins, Ólaf Bjömsson og varaformann, Arngrfm Kristjánsson og voru þeir taldlr bera ábyrgð á að vinnu- tíminn var lengdur, taldlr hafa brugðlzt í launalaganefnd. Þingfundur hófst með er- indi Hjálmars Blöndal um norræna samvinnu, síðan kaus þingið fastanefndir. Þá flutti gjaldkeri BSRB, Þor- valdur Árnason skýrslu sína. Arngrímur Kristjánsson tók fyrstur til máls um skýrslu stjórnarinnar og svaraði á- deilum Guðjóns B. Baldvins- sonar. Taldi hann sig og Ól- af Björnsson hafa „náð til- tölulega hagkvæmum samn- ingum" við ríkisvaldið við endurslcoðun launalaganna. — Prófessor Ásmundur Guð- mundsson taldi ádeilur á Ól- af Björnsson ómaklegar, líkti honum við öruggan skip- stjóra „hann veit hvar brýt- ur" — vitnaði auk þess í heil- aga ritningu. Maríus Helgason lýsti hryggð sinni yfir að þingið byrjaði með óeiningu og deilum. Helgi Þorláksson vitnaði til fyrri samþykkta BSRB, sem þeir Ólafur og Arngrímur hefðu sniðgengið við endur- skoðun launalaganna. Sam>- bandið hefðl gert kröfu til að Iaun tækju breytingum ef 5% breyting yrði á launum annarra stétta en í launa lagafrumvarpinu stæðl að launalög skyldu endurskoð- ast ef laun annarra stétta tækju breytlngu um 10%. Þá átaldi hann harðlega að fuiitrúar þeir er félögin kusu í þessu máli fengu ekki að fylgjast með störfum launa laganefndarinnar nema endr um og eins og þegar frumv. var lagt fyrir þá var þeim neitað um eins dags frest til að athuga það á þeirri for- sendu að það ætti að leggj ast fram strax!! — Hvað hef- ur stjórnin gert til framkv. samþykktum fyrra þings BS RB í vísitölu- og dýrtíðar- málum? jú, formaðurinn samdi gengislækkunarlögin. Hvað um aðstoð við einstök starfsmannafélög? Hvað um húsnæðismál? Hvað um menn ingarmál? Hefur ekki kom- ið fram í skýrslunni að stjórn in hafi framkvæmt neitt af samþykktum sambandsins. Þorsteinn Egilsson átaldi framkomu Ólafs og Arngríms í launamálinu og lengingu vinnutímans og flutti þeim kveðju undirritaða af 20 starfs mönnum útvarpsins, þar sem þeir voru taldir bera höfuð- sök á því að vinnutíminn var lengdur. Valborg Bents- dóttir og Pétur Pétursson éu- töldu einnig mjög alvarlega gerðir fyrrnefndra manna, einkum þó það að hafa lækk- að laun allra flugvallastarfs- manna og hafði Pétur ekki lokið máli sínu þegar þing- fundi var slitið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.