Þjóðviljinn - 12.11.1950, Page 3

Þjóðviljinn - 12.11.1950, Page 3
Sunnudagur 12. nóv. 1950. Þ J Ö Ð VI L J I N N Opið bréf til Steins Steinarr Þeir voru að spjalla við þig á dögunum, ritstjórar Lífs og listai', og það er í tilefni af því að ég sting niður penna nú. Nú heldur þú náttúrlega ég ætli að uppbyrja á þig skammir fyrir atómkveðskap, svo að það er víst bezt ég láti þess getið strax, að ég er ekki á móti slik um ikveðskap — og að ég hef löngum dáð þig sem skáld, eða allt frá því að rauður loginn brann á kreppuárunum. Síðan þá hefur mat mitt á ljóðum að vísu breytzt, en þú hefur jafn- framt í ljóðagerð þinni vaxið að þroska og snilld — að vissu marki þó. Og þó — þú ert kannske alltaf að þroskast, og atómyrkingar þínar á síðustu árum hámark þitt hingað til — nema þú sért i þann \eginn að stranda utan í einhverskon- ar bárðarbungu annarlegs skáld skapar; ég veit það ekki — —• En hvað sem því líður: þú ert kannske mesta ljóðaskáld ís- lendinga þessa áratugina — ég býst við þvi, og engan þekki ég heimssnilling („kristni Inmd urinn“ Elíot meðreiknaður og aðrir útlenzkir, sem þið minnist á) að ekki mætti hann vera hreykinn af að hafa kveðið þessa perlu þína imi vorið: Tveir guibrúnir fuglar flugu jsfir bláhvíta auðnina. Tvö örlítil titrandi blóm teygðu rauðgul höfuð sin upp úr svartri moldinni. Tvö fölleit, fátækleg böm leiddiut út hrjóstruga strör.dina og hvísluðu í feiminni undrun út í fiöktandi ljósið: Vor, vor! ★ Það er ástæðulaust að eyða pappír í að færa sönnur á snilld þína — fegurð ljóða þinna, mannúðina og tregann, meistaralega tjáningu fallvalt- leikans — jafnvei sárbiturri en Ómars, bragvísi þína, fágaðan smekk og alhliða kunnustu í faginu. En þeim mun sárara er að sjá. þig í blaðaviðtali tjá þig sem verandi enn á kynþroska- skeiði í viðhorfum þínum til listarinnar og fólksíns, maður þinna. afreka, — og kominn á- þennan aldur. Já, ég sagði fólksins, af því að mér finnst þú eiga. skyldum að gegna við fólkið, þótt þú þykist varla vita, að það sé til. „Hið hefðbundna ljóðform er nú loksins dautt“, segir þú. Ójá, shkt getur maður staðliæft 16—17 ára, þegar allir feru fífl nema Maður Sjálfur og allt er húmbúklc nema það sem Mað ur slær Sjálfur föstu. Meinarðu, að dróttkveðinn háttur sé dauður, prómeþevs eða ferskeytla — eða áttu við, að allt sem þeir sögðu, Jónas, Matthías, Stephan G. og Einar sé dautt og ómerkt en hitt sé bara nokkurs virði, sem þeir segja, Hannes Sigfússon og Elias Mar? — Eða hljóðstafur? Eða stuðlar og hrynjandi (sem reyndar eru nú ekki slorlegt hjá þér, jafnvel í atómljóðum, af þvi að þú getur ekki losað þig við né afneitað í verki hefð- bundnu formi) ? Hvað er dautt? Hefurðu lesið snilldarkvæði eftir Hjört bróður þinn, „Vöggu vísu“, sem birtist í „Reykja- lundi“ nm það leyti sem þú sagðir hefðbundið ljóðform loksins dautt? Það eru, að ég hygg nokkur ár síðan þú hefur gert eins gott kvæði. Þetta kvæði lýtur hefðbundnu formi HONVETNSK FRÆ8I Meðal bóka sem Norðri hef- ur nýlega sent frá sér, á haust markaðinn, eru tvær ritaðar af Húnvetningum um húnvetnsk fræði. Önnur þeiiTa, og sú fyrri, heitir Skammdegisgestir, og er á síðustu öld. Það má segja að tuttugasta öldin sé að lcort- leggja mannlifið á þeirri nítjándu. Skammdegisgestir eru nokkrir drættir á því korti. Kannski er leyfilegt að líta eftir Magnús F. Jónsson, burt- þetta liðna mannlíf þess eigin, þúsund ára dautt? jg hvað er Nei, Steinn, það er kannske merkilegt á sína vísu að láta mjmda sig með alskegg eins og jesúleikari í Oberammergau, og láta hafa eftir sér allskonar hótfyndni og vitleysu — vera dálítið excntriskur, það getur meira að segja „klætt“ ýmsa litla karla sæmilega, en æ og ó, þú ættir að Vera upp úr því vax inn. Þú hefur marg sýnt og sannað, að þú kannt að yrkja. flestmn betur og þú getur þvi leyft þér jTnis súrrealistisk hlið- arhopp, allt í la.gi með það — en umfram allt: reyndu ekki að telja okkur trú um, að Hannes & CO séu að leysa Jónas og Stephan, — já, og ykkur bræð- urna KristmmidRsjTii af hólmi. Þessi staðhæfing þín um end- anlegan dauða hins liefðbundna forms helzt í hendur við þá firru, að þú vitir tæpast, hvað fólkið sé — og jafnfrarat að listform það, er við muni taka r.ái sermilcga aldrei til fólks- ins. Vonandi trúir þú þessu ekki sjálfur, þvi að það væri aö trúa á endanlegan dauðn. —- ekki einasta hefðbundins ljóðforms, heldur og Ijóðlistarinnar sjálfr- ar. Sú Ijóðagerð, sem ekki riær til fólksins er fyrirfram dauða- dæmd, á enda engari tilvcru- rétt. Þú hefnr lengst af ort fyrir fólkið — þjóðina, ■ af því að þú stendur föstum fótum í íslenzkri ljóðhefð. Takist þér einhverntíma að slíta þær ræt- ur, sem tengja þig við þá arf- leifð (sem ég Iield þér takist ekki) — þá ert þú endanlega strandaður útan' í áðurnefndri bárðarbimgu — og þar eru eng- ir til að yrkja fyrir, utan dauðir hundar og auðnin- tóm. 1 ræðu þínni umvefur þú þjóð skáldin gæsalöppum — en þau ortu ljóo, sem þjóðin skildi og naut. Hún naut fegurðar þeirra og mikilleika, töfra þeirra og mýktar í orði og háttum, og hún hugleiddi boðskap þeirra — þau boðuðu semsé eitt og annað : málhreinsun, ást á sögu þjóðarinnar, landinu, náttúru þess og fólkinu, sem byggir það. Þau boðuðu framfarir í atvinnuvegum þjóðarimiar, aukna tækni, lausn undan dönsk um, ást á Maríu mey og guði, dýraverndun, sósialisma — og þau sögðu frá atburðum. Þau deildu á kaupmann, kóng og kierk. Þau boðuðu frið á jörð og voru á móti nýlendukúgun. Já, skapendur bókmenntanna héldu lífinu í íslenzku máli og íslenzkri þjóð um aldaraðir. Og þjóðskáldin okkar ortu mörg mjög vel — ég veit þú neitar því ekki, en samt ert þú að forheimska þig á því að segja, að það sé ómóralskt að yrkjá mjög vel (Hvað sem kúlu varpi á la Husebý líður) og vitnar í útlenzkar bullur eins og Byron þvi til staðfestingar. Nei, Steinn, sjálfur hefur þii oft ort móralskt (og meira að segja mjög vel jafnframt), hvort sem það var um brezka heimsveldið, Snorra Sturluson, húsameistara ríkisins cða Jón Pálsson látinn og þér væri skammar nær að yrkja mór- alskt nú: á móti ómcnningu kanans, marshallölmusu, Atl- anzháfsbandalagi og atóm- sprengju — mef friðardúfu og Stokkhólmsávarpi og frjálsri hugsun cg hananú — og láta að ööru leyti ekki eins og strák ur á kynþroskaskeiði. Þú þckkir eklci fólkið, ónei — hefur reyndar eitthvað heyrt minnot á hulduíólk. Nú skal ég gera þér þann greiða, að segja. þér, hvað fólkið er: Fyrst skal þá frægan telja vin þinn Dósó- þeus Tímóteusson — þá kemur Þerbjörg prjónakona, Jón Rafnsson og Hjörtur, ég og kon an mín, Brynjólfur í slippnum og Guðmundur á Háeyri, Borg- ar bróðir hans Stebba, Kristín á Bergþórugötunni og svo fram- vcgis sinnum þúsund. Já, þetta ér nú fólkið og við njótum cll íslerrzks kveð'skapar í þúsund ár; fram, fram fylkmg: Egill, Jón Arason, Hallgrímur, Jónas og Bja-mi, Matthías, Hjálmar, Grímur, Einar, Þorsteinr. og Stephan — já, Jóhannes, Davíð (þó móralskur sé) — — óg Stéínn Steinarr. Við skiljum, hvað þið eruð að se-gja, okkur þýkir vænt um Ijóðin ykkar — við rjótum þeirra. fluttan bónda úr Húnavatns- sýslu á trésmíðaverkstæði í Reykjavík. 1 bókinni eru 18 þættir, um ofdirfskuferðir, reim leika, álög, galdur, stórhríðir, hafis, hungur, heyþrot, og um nokkra samsýslunga höfundar á síðustu öld. Lengsti ‘kaflinn lýsir vertíð höfimdar á Suður- nesjum, en í formála greinir Jónas Jónsson, frá því að þessi miðfirzki bóndasonur hafi um tíma verið í förum og heim- sótt mörg lönd og margar þjóð ir. Síðan kcm hann aftur heim og setti bú saman. En bókin þegir með öllu um hafsiglingar höfundar síns. Eg held þessi bó;k sc betur rituð en almennt gerist. Málið á henni er auðugt, án útlendra slettna; klassiskt án dýrleika og torskilni; hreint, án fymsku. Og höfun.durinn er gæddur þeim skipuleik í hugsun sem nauð- synlegur er frásögn svo hún verið góð. Sést þetta einkar glöggt ef athugaðar eru hug- leiðingarnar í uppliafi kaflans: Hafís, lumgur og heyþi-ot, en þær eru miklu ólæsilegri en meg inhluti bókarinnar sem fyrst og fremst er frásaga. Meginið af þeim bókum þjóð- fræðalegs efnis sem nú koma út fjalla um menn og atburoi Og taktu eftir þessu: Við erum ekki á móti órímuðum ljóðum eða atómkveðskap sem slíkum — en við gerum lág- marlcskröfu til skýrrar hugsim- ar (sleppum öllu öðru ef í það fer). Við teljum ljóð, sem eng- inn fær notið (nema kannske höfundarnir, sem hafa gaman af prentuðum stöfum) jafn óvið' komandi okkur íslenzkum al- múga og Miami-baðströndina eða spilavítin í Monte Carlo. Og við neitum þvi, að hefð- bundið ljóðform sé dautt, og við neitum því, að við — fólk- ið — séum. ekki til gagnvart íslenzku ljóði. Það sem ég vildi sagt liafa um atómkveðskap (við skuJum bara nota þetta orð, þó að það sé raunar út í hött) er þetta: Eg hef lesið mikið af s.n. ó- rimuðum ljóðum, sem ég hef haft óblandna ánægju af. Eg álít formið sem slrkt ek.ki skipta afar miklu máli, mér finnst aðal atriðið, hvað sagt er cg hveruig það er sagt og hvaða áhrifum ég verð fyrir af því. Sumt af þessum kveðskap er að mínu viti virðingarvérðar til- raunir til þess að leita nýs fcrms — en ef ég get ekkert fundið út úr slíku kvæði, þótt ég sé allui’ af vilja gerour — Framhald á 6. síðu. augum, enda þótt okkur nútima mönnum kunni þá að þykja ýmislegt skjóta skökku við í þeirri landafræði. Einn þáttur umræddrar bókar fjallar um Stefán nokkurn Helgason, kjm- legan auðnuleysingja og arm- ingja. Ungur heyrði höfundur Stefán segja „frá. tildrögum að óhamingju sinni og auðnuleysi, sem fylgdi honum alla ævi“. En orsökin var hefnd huldukonu sem taldi sig eiga bre.kkuna þar sem Stefán tíndi fjallagrös sin, firnin öll af fjallagrösum þrátt fyrir aðvaranir eigandans, í draumi. Höfundur leggur engan dóm á þessa skýringu, en leitar heldur ekki annarrar, enda lík- ast til torvelt að koma röksemd um þar að. En hér vaknar dá- lítið merkileg spurning um þjóð fræðaritun: Eigum við að rita forsöguna af „hlutleysi", eða Ieggja á hana vora eigin stiku, dóm vors eigin tíma? Eg tæki síðari kostinn. Þess vegna cr ég andvígur huldukonuhefnd- inni sem skýringu á ævi og á- lögum Stefáns Helgasonar. Við Islendingar eigum að hafa skil- jtöí til skarplegri sagnritunar og meira skýrgreinandi. — — Hin liúnvetningabókin heitir Hlynir og hreggviðir, er 2. bindi af Svipum og sögnum sem út kom fyrir tveimur árum,' rituð af fimm mönnum. Sumir þeirra eru nokk-uð kunnir rit- hLfundar, svo sem Gunnar prestur á Æsustöðum og Magn. ús Björnsson á Hóli. Þessi bók er öll, að tveimur þáttum und- anskildum, um ákveðnar persón ur, og er þar raunar sumsstaðar seilzt um loku 19. aldar og opn- uð í hálfa gátt liurð þeirrar átjándu. Ekki þykir mér þessi bók eins fróðleg óg hin. Þó mætti kannski segja að hún væri of fróðleg, en miima sögusýn, óslkyggnari á það sem er sögulegt og frá- sagnar kyrini að vera vert. Hin Ianga ritgerð um ÞorLeif í Stóradal er t.d. fyrst og fremst ættartafla og ártalaskrá, og ó- læsileg eftir því. Annars1 konar galli er á ritgerð séra Gunnars um Jóhannes á Gimnsteinsstöð- um. Það er oflofið. Fyrst talar presturinn, og maður á von á stórum hlutum. En þegar kem- ur að sönnuninni, þá fellur ó- hjákvæmilega fölvi á ræðu kierksins. Það virðist c.cin liann sé óvandiátari á stórmenni en flestir vildu teljast. Og dreg ég •þó ekki í efa að Jóhannes liafi á ýmsa lund veríð mesti merkis maður. Það er ekki erfitt að segja. hver á bezta þáttinn í bókinni. Hann heitir Jónas Illugason. Þátturinn er rösk hálfönnur bL bls., nefnist Réttarsiagur og er forkostulegt skrif. B.B.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.