Þjóðviljinn - 25.11.1950, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.11.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. nóv. 1950. P í ð Ð VI LIINN tf GRIKKLAND sömustu flokksbrotum miðflokk anna liaft helming þingsæta. I bili varð gríska íhaldið að bíta i það súra epii að fara frá völdum, að minnsta kosti að nafninu til. Páll Grikkjakonung ur varð að gera svo vel og láta Plastíras hershöfðingja mynda stjórn skipaða fulltrúum mið- flokkanna og hægri arms sósí- aldemókrata. Pyrst hugðu margir vinstri sinnaðir menn gott til stjórnar Plastíras. Plast íras hefur nefnilega. hafþ á sér gott orð meðai vinstri flokka 'Evrópu. 1923 átti hann. mestan þátt í því að velta konungsætt inni grísku frá völdum og gera Grikkland að lýðveldi. 1933 og 1934—1935 reyndi liann ásamt hinum gamla og mikilhæfa leið toga grísku miðflokkanna, Venezelos, að velta afturhalds- stjórn Tsaldaris úr völdum. Sú tilraun var barin niður í blóð- ugri borgarastyrjöld; Venezelos gamli varð að flýja land og dó í útlegð og Grikkland varð aft- ur konungsríki. 1945—1949 dvaldi Plastiras lengi í París og tók engan þátt i grisku borg arastyrjöldinni á móti kommún istum. Það var því engin furða þó griska afturhaldið fylltist skelfingu og verkaiýður lands- ins fengi öriitla von þegar Plast iras var orðinn forsætisráð- herra. Þær vonir brugðust þó að mestu. Fangelsi og fanga- búðir Grikklands voru áfram full. liommúnistaflokkurinn var Grimmdaræði afíurhaldsins í grísltu borgarastyrjöidinni gekk svo langt, að jafnvel brezkum og bandarískum st'uðningsmönn- um þe ís þótti nóg um. Þessi mynd, sem sýnir handtekna skæru- liða innanum afhöggvin höfuð félaga sinna á torgi í grísku sveitaþorpi, birtist í baiularíska vikublaðinu „Time“. áfram bannaður, en Plastiras vildi ekki setja fleiri inn í svart holið en þegar voru komnir þangað. Svo reyndi hann að ná sam- -komulagi við hinn veika flokk sósíaldomókrata í Grikklandi. Þetta voru hlutir sem gríska íháidið gat ckki fyrirgefið hon- um. Brátt fekk hann slíkt fjúk i fangið frá hægri flokkunum, að meðráðherrar hans fóru að* kveinka sér, enda var Plastíras brígslað um það i grisku íhalds blöðunum að hann hefði samúð með kommúnistum og hefði jafnvel samband við Stalín á. laun. Fyrir milligöngu rúss— neska sendiherrans í Aþenu, sögðu hinir grisku íhaldsmenn, átti Plastiras að hafa lofað Framhald á 7. síðu. Vegna þcirra stóru- viðburða, scm gerzt hafa í Asíu, hefur Grikkland í bili gleymzt og horfið sjórrum manna, sem á- huga hafa á stjórnmálum. En þó hafa gerzt þar margir merki legir hlutir hina síðustu mán- uði. Eing og kunnugt er hófst 1945 borgarastríð í Grikklandi jafnskjótt og striðinu við Þjóð- vérja var lokið. Var sú borg- arastyrjöld aðallega háð milli kommúnista og hægri flokk- anna. Grísku miðflokkamir og grísku sósíaldemókratarnir klofnuðu á þann hátt, að sumt af fylgismönnum þeirra barðist með hægri flokkunum, en sumt méð kommúnistum, en margir réyndu að gæta hlutleysis og veita hvorugum. Það er ekki langt siðan þess ari borgarastyrjöld lauk. Kom- múnistar og bandamenn þeirra biðu ósigur eins og kunnugt er. Þegar friður var kominn á, neyddust haegri flokkamir, vegna heimsálitsins, til þess að láta fara fraTn kosningar. Þó hinir ihaldssömu hægri flokkar hefðu á vaidi sínu her og lögreglu, hina æðstu em- bættismenn, blöðin og fjármagn ið, biðu þeir samt ósigur. Þeir fengu aðeins fjórða part at- kvæða og þingsæta í kosning- unum þó þeir beittu kosninga- svikum, mútum og kjörþvingun í mjög stórum stíl. Það voru miðflokkarnir, sem sigruðu í KONSTANTIN TSALDARIS kosningunum og fengu þeir á- samt sósíaldemókrötum nærri þrjá fjórðu atkvæða og þing- sæta. Grísku íhaldsblöðin sögðu reyndar að þessar kosningar væru markleysa, kommúnistar og fylgismenn þeirra hefðu all- staðar kosið frambjóðendur mið flokkanna og sósíaldemókrata, til að velta úr vöidum hinum „þjóðlega“ meirililuta þings\ns. Þannig tilkynnti griska íhaldið heiminum að kommúnistar væru ótrúlega margir í Grikk- landi, því fyrir kosningarnar höfðu íhaldsmenn ásamt íhalds- >: 1 ; é í ; ; FYRSR getið þér eignast ef Keppnm er með Stoíusett ...................... Stoíuskápur .................... ísskápur ....................... Málverk ........................ Þvottavél ................'..... Saumavél ....................... Kaííistell 12 manna (úr ísl. leir) Gólíteppi ...................... Raíhavél ....................... Ryksuga ........................ Kaffistell 6 manna (úr ísl. leir) . Matarstell Heildarútgáfa af verkum Kiljanr Hrærivél ....................... Hrærivél ....................... 15000.00 7000.00 6000.00 5000.00 4000.00 3000.00 2000.00 2000.00 1000.00 1000.00 1000.00 1000.00 800.00 600.00 600.00 Samtals kr. 50000.00 Happdrœtti Sósíalisfaflokksins ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.