Þjóðviljinn - 28.11.1950, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 28.11.1950, Qupperneq 4
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. nóvember 1950. iMÓÐyiLIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritatjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjórl: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg t0. — Sími 7500 (þrjár línur). Áakriftarverð: kr. 14.00 á m&nuði. — Lausasöluverð 60 aur. eint Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. VerkaSýðshreyfingin gegn ' fliigvajlárhneykslinu Eui þeirra samþykkta 22. þings Alþýöusambandsins, er vakið liefur óskipta ánægju alþýðumanna er samþykt- in. um uppsögn Keflavíkursamningsins. Samþykktin er þfcim mun athyglisveróari að hún var gerö einróma á jafnsundurleitu þingi. „Tiuttiigasta og annað þing Alþýðusanibands Islands skorar á Alþingi að segja upp Keflavíkursamningnum, strax og ákvæði hans leyfa, og tryggja þannig óskotuð yfirráð Islendinga yfir flugveliinum í Keflavík seni íslenzku landi — svo og það, að ftagvöllmrinn verði á engan hátt notaður til hernaðarþarfa.“ Aúk þess var samþykkt sú áskorun til Alþingis og rkisstjórnar aö gengið yrði ríkt eftir því aó innheimtir séu þeir skattar og tollai- sem íslenzka ríkinu' ber af tekjum erlendra starfsmamia á Keflavíkurflugvelli og innflutningi til vallarins. Víst er um það að í þessu máli birta samþykktir Aiþýöusambandsþings vilja alþýðunnar, vilja mikils mein hiuta þjööarinnar. Allt frá því aö svikizt var aö þjóðinni með samþykkt Keflavíkursamningsins, hefur hverjum sönnum íslendingi sviðið að vita um þaö tangarhald á Íslandí .sem bandaríska ágengnisstefnan fékk haustiö 1946, vita um yfirgang og frekju „herraþjóðarinnar" þar suður frá, en þó hefur liklega sviðið sárast vitneskjan um takmarkalausan undirlægjuhátt og vesældóm íslenzkra stjómarvaida gagnvart hinum erlendu yfirgangsseggjum, vita „digru fígúruna“ buktandi sig og beygjandi sem full- trúa íslendinga fyrir glottandi bandarískum húsbændum, er taka sér þann rétt sem þeim sýnistx, Afturhaldið veit hve Keflavíkursamningurinn er ó- vinsæii, og bæöi Bandaríkjastj órn og leppar hennar ís- lenzkir kysu heldur að reynt væri að dulbúa ágengni Bandarikjamanna, til dæmis með því aö svo væri látiö heita að gamla Keflavíkursamningnum yrði sagt upp, en nýf' samningur geröur um afnotarétt vallarins fyrir hern aoarbandalag Bandaríkjanna, Atlanzhafsbandalagið svo- nefnda, Einmitt með þetta í liuga vei’ður síöasta setning samþýkktar Alþýðusambandsins mikilvæg, þar sem skor- *a'ö er á Alþingi að tryggja að flugvöllurinn veiði á engan hátt notaður til hernaðarþarfa. Þá er ekki síður þörf sú áminning Alþýðusambands- þings aö gengið verði ríkt eftir að innheimtir séu þeir skattar og tollar sem íslenzka ríkinu ber af tekjum er- iendra starfsmanna á Keflavíkurflugvelli og innflutningi til vallaríns. Þau mál eru ein hneykslissaga allt frá því Keflavíkursamningurinn var gerður, íslenzka afturhaldið hefur löngu gefizt upp áð verja þann ósóma og má minnast þess, er Bjarni Ben. lét brjóta þingvenjur til að hindra að þingnefnd fengi kvatt til sín hlutaðeigandi embættismenn og kynnt sér undanlátssemi íslenzkra sijómarvakla við Bandaríkjamenn á Keflavíkurflug’velli. Glöggt dæmi þess hve viðkvæmt þetta mál er Bar.da- ríkjaþjónunum á íslandi em undanbrögð ráðherra að svara nokkrum fyrirspurnum á Alþingi um ýmis mál er Keflavíkurflugvöll varða. Það er sjálfsagt vilji bandarísku húsbændanna aö hvorki Alþingi né íslendingar almennt fai aö fylgjast með því sem er að gerast bar suður frá, enda þótt völlurinn hafi veríð „afhentur“ hátíðlega ís- lendingum og þeim beri þar lögum samkvæmt óskoruö yíirráö eins og annarsstaðar á íslenzkri jörð. Rökheldir menn. Það er alltaf hvimleitt að reyna að rökræða við menn sem eru ónæmir á rök. Kjallara pistill-Alþýðublaðsins á sunnu- daginn gengur út á að reyna að sanna hina frægu staðhæf- ingu Helga Hannessonar, að tekizt hafi að varðveita kaup- mátt .launa síðastliðin tvö ár. Eins og að likum lætui* geng- ur það ekki vel, því að ætíð er erfitt að verja rangan mál- stað. Sérhver launþegi getur litið í eigin barm og sagt sér það sjálfur, hvort kaupmáttur launa hans sé jafnmikill og hann var fyrir tveimur árum. Það er ekki rugl Þjóðviljans, eins og Alþýðublaðið segir, heldur staðreynd, að kjör verka manna hafa verið skert æ ofan í æ að undanförnu, og ekki er vert að gleyma því, að margar skerðingarnar eru til komnar vegna aðgerða ríkisstjórnarinn- ar á meðan Alþýðuflokkurinn hafði þar forystu, og fyrir að- gerðaleysi Alþýðusambandsins undir forystu Helga Hannes- sonar. Kjaraskerðing en ekki * minni kaupmáttur launa. Það er heldur ekki laust við, ið Alþýðublaðið finni, að það stendur ekki föstum fótum í pessari röksemdafærslu, því að pað viðurkennir að kjaraskerð- ng hafi orðið af gengislækkun- nni. Mikið var. En hvernig má pað ske, að kjaraskerðing verði, in kaupmáttur láunanna hald- st óbreyttur? Heldur Alþýðu- blaðið, að hægt sé að telja mönnum trú um að einhver muriur sé á þessu? Verkamað- urinn segist hafa orðið fyrir kjaraskerðingu. Alþýðublaðið segir, já, ég veit það, en það gerir ekkert til, því kaupmátt- ur launanna þinna hefur ekkert breytzt. Mikið méga þeir vera sælir sem eru nógu einfaloir til að skilja svona speki. m 39. sýning. í kvöld verður íslandsklukk- an eftir Laxness sýnd í 39. skipti. 1 íslandsklukkunni fer saman stórbrotið efni, góður leikur og glæsileg sviðsetning. En þetta þrennt er ekki alltaf einhlítt til þess að afla leikriti vinsælda. Stundum hefur farið svo, að slík leikrit liafa fundið náð fyrir augliti nokkurra út- valdra, en farið fyrir ofan garð og neðan hjá fjöldanum. Um ís- landsklukkuna er þessu ekki þannig farið. Hinar miklu vin- sældir hennar byggjast ekki sízt á því, að hún snertir strengi í brjóstum allra fslendinga. Það er brugðið upp myndum úr sögu okkar, en á þann hátt, að margt sem við sjáum og heyr- um, gæti eins hafa gerzt í gær, eða það er að gerast í dag. Is- lenzkir leikliúsgestir hafa sýnt, að þeir kunna að meta það sem vel er gert, og forráðamenn leikhússins eru ríkari um hvað almenningi fellur í geð. Ríkisskip: Hekla fer frá Reykjavik j kvöld austur um land til Siglufjarðar. Esja er i Reykjavík og fer þaðan næstkomandi fimmtudag vestur 'i Ég bakka ykkur öllum, sem glödduð mig og j! heimili mitt á fimmtugsafmæli mínu, 22. nóv. s.l. í Sérstakar þakkir færi ég samherjum mínum í í Góðtemplarareglunni og fríkirkjusöfnuðinum í ij Hafnarfirði fyrir fagrar gjafir, hlýhug og vináttu. V Kristinn Stefánsson. í i L © i k s k ó I i minn tekur til starfa á næstunni. Væntanlegir nemendur tali við mig í dag og á morgun milli klukkan 5 og 7 e. h. LÁRUS PáLSSÖN, Víðimel 70. — Sími 7240. kW.V”V,.*VVVV,JVV^^VWWWWUV-"J'^WWi".*\ MMWVWWW Verkalýðshreyfingunni er sónii að hinni einróma samþykkt um Keflavíkurflugvöll. Með því! að fylgja henni fast eftir geta verkalýðssamtökin unnið málstað íslenzks sjálfstæðis ómetanlegt gagn. um land til Akureyrar. Herðubreið er i Reykjavík. Skjaldbreið fer frá Reykjavík í kvöld til Skaga- fjarðar- og Eyjafjarðarhafna. Þyr- ill er í Faxaflóa. Straifíney fer frá Reykjavik í kvöld til Hornafjarð- ar, Vopnafjarðar og Bakkafjarðar. Ármann fer frá Reykjavík síðdeg' is i dag til Vestmannaeyja. Eimskip Brúarfoss fór frá Hamborg 25.11. til Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. Dettifoss fór frá Reykjavíkur 20.11. til N.Y. Fjail- foss fór frá Gautaborg 25.11. til Færeyja ag Reykjavikur. Goðafoss fór frá N. Y. 20.11. til Reykjavík- ur. Lagarfoss er í Antverpen, fer þaðan til Rotterdam og Hull. Sel foss fór frá Reykjavik 23.11. til Austur- og Norðurlandsins og til útlanda. Tröllafoss fór frá Reykja vík kl. 22.00 í gærkvöld 27.11. til N.-Foundland og N.Y. Laura Dan væntanleg til Halifax í byrjun des ember, lestar virur til Reykjavík ur. Skipadeild SIS Arnarfell fór frá Piraeus á laug ai'dag áleiðis til Ibiza. Hvassafell fór frá Hafnarfirði s.i. laugardags kvöld áleiðis til Gautaborgar. 20.00 Tónleikar: ,i . « Kvaftett i d-moll °P- 76 nr- 2 eftir Haydn. 20.35 Er- indi: Reykingarog' krabbamein í lung um (Níels Dungal prófessor). 21.00 „Sitt af hverju tagi“ (Pétur Pét- ursson). 22.10 Vinsæi Iög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Flugferðir innan lands þriðjudaginn 28. nóv. 1 dag er áætlað að fljúga til: Akureyrar kl. 10.00 og til Vest- mannaeyja kl. 14.00. Á morgun er áætlað að fljúga til: Akureyrar og Siglufjarðar kl. 10 til Isafj. og Patreksfjarðar kl. 10.30 og til Vestmannaeyja ki. 14.00. Prófessor Símon Jóh. Ágústsson flytur þriðja erindi sitt um fagur fræði í dag (þriðjudaginn 28. nóv.) ki. 6.15 i I. kennslustofu háskól- ans. Efni: List og tækni. Öllum er heimill að gangur. I'Iýlega voru gefin saman í . hjónaband af sr. Friðrik J. Rafnar vígslu- biskupi ungfrú Hulda Kristinsdóttir, Samkomu- gerði, Eyjafirði og Ásgeir Guð- jónsson, bóndi, sama stað. Hinn 25. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Jóni Thorarensen, Áslaug Löve og Ragnar Sigurðsson, verkamaður. — Heimiii ungú hjónanna er að Hverfisgötu 53. Nýlega opinberuöu trúlofun sína ung- frú Rannveig Þórs dóttir frá Göngu- skörðum og Jón Guðmundsson, Dal vik. — Nýlega opinberuðu trúiof- un sína ungfrú Óla K. Þorsteins- dóttir og Magni Friðjónsson, bif- reiðarstjóri á Akureyri. Æskan, 9,—10. tbl. þessa árgangs er komið út. Efni: Það var ekkert annað en draum- ur (smásaga), Snæ dalabörnin (framhaldssaga), Hann lék á tíu hrekkjalóma (saga), Styrktarmenn Æskunnar, Úr sögu fluglistarinnar o. fl.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.