Þjóðviljinn - 06.12.1950, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.12.1950, Síða 4
.3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. des. 1950. plðÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýSu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónaa Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsia, auglýslngar, prentsmlðja: Skólavörðuatig 19. — Sími 7500 (þrjár línur). Aakrlftaiverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 80 aur. alnt. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. „Stjémarandstaða"_______________________ Alþýðnflokksbroddanna Foringjalið Alþýðuflokksins er nú í einhverjum þeim mesta vanda statt, er að höndum þess hefur borið. Og um þennan vanda bera ályktanir hins nýafstaðna Al- þýðuflokksþings gleggst vitni. „Slepptu mér —haltu mér“ var hin óbjörgulega afstaða, er þar var tekin. Vandi Alþýðuflokksins nú stafar af hinni neyðar- legu aðstöðu foringjaliðsins, sem er mestallt fætt og fóðrað á bitlingajötu ríkisvalds gengislækkunarflokk- anna. Annarsvegar togar í hin hraðvaxandi fátækt og ó- ánægja vinnandi stéttanna, sem krefjast róttækrar bar- áttu einnig af Alþýðuflokknum. Hinsvegar eru stanslausar hótanir gengislækkunar- húsbændanna, sem krefjast algerrar þægðar af Alþýðu- flokknum í innanlandsmálum sem utanríkis. Stjórnmálaályktun 22. þings Alþýðuflokksins ber yf- irskriftina: „Einbeitt andstaða við núverandi ríkisstjórn í innan- landsmálum“. Ályktun þessi einkennist fullkomlega af tvístigi Al- þýðuflokksforingjanna. Fyrst er staöhæft, að Alþýðuflokkurinn sé í einbeittri andstöðu við ríkisstjórnina í innanlandsmálum. En síðan er .staðhæft, að Alþýðuflokkurinn eigi ekki og geti ekki haft neitt samstarf við Sósíalistaflokkinn. Út úr þessu dæmi er ekki hægt að fá neina útkomu nema ósigur Alþýðuflokksins í einhverri mynd. í fyrsta lagi eru það hrein ósannindi, að Alþýðu- flokkurinn sé í einbeittri stjórnarandstöðu í innanlands- málum, m. a. vegna þess, að stuðningur við ríkisstjórnina í utanríkismálum, t.d. Marshallpólití^inni, sem setur nú svip sinn á allt atvinnulíf landsins, er einnig stuðningur við innanlandsstefnu hennar. En fyrst og fremst eru það hrein ósannindi og blekk- ing, vegna þess, að á þýðingarmesta vettvangi innanlands málanna, í verkalýðssamtökunum, þ. e. á sviði kaup- og kjaramála, er Alþýðuflokkurinn ekki aðeins í engri stjórn arandstöðu, heldur beinlínis í samningsbundinni sam- vinnu við ríkisstjórnina. Á nýafstöðnu þingi Alþýðusambandsins, gaf Sæ- mundur Ólafsson þá athyglisverðu yfirlýsingu í ræðu, að Alþýðuflokkurinn hefði gert bindandi samning við geng- islækkunarflokkana um verkalýðsmál og að þeim samn- ingí yrði að framfylgja. Svo kemur foringjalið ALþýðuflokksins og segist vera í ,,einbeittri“ andstöðu við ríkisstjórnina í innanlands- málum. í öðru lagi sannar bann Alþýðuflokksforingjanna við samvinnu sósíalista og Alþýðuflokksmanna, að stjórn- arandstaðan er síður en svo „einbeitt“. Bann Alþýðuflokksforingjanna við þessari sam- vinnu er framkvæmd á samningi þeirra við gengislækk- unarflokkana. Það er loforð bitlingamannanna til stjórn- arflokkanna um að v,era góðu börnin til þess að þeim verði ekki stuggað frá jötunni. Helzt myndu þeir kjósa að geta farið strax í ríkisstjórn undir því yfirskyni, að bjarga þyrfti öryggismálum landsins! En þetta bann samrýmist ekki þróuninni. Þetta bann ier þegar farið að bila. Það tók að bila þegar á verka lýðsráðstefnunni í vetur, 1. maí í vor, í Alþýðusambands Einmitt þess vegna. — Hvernig getið þið ætlazt til þess að við sjáum af fé í happdrættismiða á sama tíma og raunverulegt kaupgjald stór lækkar, atvinna dregst saman og allt verðlag hækkar dag frá degi? Þannig munu ýmsir vel- unnarar Þjóðviljans hugsa nú þegar lokasóknin er hafin í sölu happdrættismiðanna. En þessi spurning er ranghugsuð. Fólk á að sjá af naumu fé í happdrættismiða —■ einmitt vegna þess að verðlag hækkar, atvinna rýrnar og kaupgjald lækkar. Á tíma kreppu og aft- urhalds á alþýðan aðeins eina vörn, stéttarsamtök sín og stjórnmálasamtök, og dýrmæt- asta eign aimennings eru þessi samtök. Happdrættismi&isalan er kjarabarátta. Þjóðviljinn er eign íslenzkrar alþýðu, og henni vinnur hann allt sem hann má. Stórsigrar þeir sem alþýðusamtökin unnu á nýsköpunarárunum hefðu verið óhugsanlegir án Þjóðvilj- ans, og fyrir harðskeytta and- stöðu Sósíalistaflokksins hafa árásir afturhaldsins seinustu árin náð miklum mun minni árangri en ella hefði orðið. Þegar enn kreppir að verður barátta Sósíalistaflokksins og Þjóðviljans dýrmætari en nokkru sinni fyrr. En sú bar- átta verður ekki háð nema með fjármagni. Með því að kaupa happdrættismiða er alþýðan að safna í vopnabúr sitt, hver happdrættismiði sem keyptur er tryggir aukna baráttu fyrir sæmilegum lífskjörum almenn- ings. Happdrættismiðasalan er þannig kjarabarátta, og það er á valdi þínu að stuðla að því að sú barátta verði sigur- sæl. Verffur Sinfóníuhljóm- sveitin óstarfhæf vegna f éleysis ? Borizt hefur annað bréf várð andi Sinfóníuhljómsveitina: — Eftir að hafa hiýtt á Sinfóníuhljómsveit Reykjavík- ur í gær — sunnudaginn 3. des. — í Þjóðleikhúsinu, varð mér á að hugsa, að forráðamenn þjóðarinnar mættu vera frekar tilfinningalitlir ef þéim þætti ekki ástæía til að leggja eitt- hvað af mörkum til þessarar hljómsveitarstarfsemi á næsta ári. Eins og eflaust mörgum öðrum, fundust méh hljómleik- arnir í gær stór sigur fyrir hijómsveitina. Er það eflaust hinum þýzka hljómsveitarstjóra Hildebrandt, frá Stuttgart mest að þakka. Má það teljast stór- furðulegt hverjum árangri hann hefur náð á ca; þrem vik- um — og mikill skaði að fá ekki að njóta stjórnar hans á hljómsveitinni áfram. • Skorar á forráðamenn. ,,Ég er þess fullviss, að tón- listarunnendur hér í bæ mundu ekki telja eftir sér að greiða mánaðarlegan styrk til Sinfón- íuhljómsveitarinnar, ef það mætti koma að gagni. Ekki tel ég minni ástæðu fyrir íslend- inga að styrkja sína einu Sin- fóníuhljómsveit frekar en aðr- ar þjóðir; því það mun allstað- ar vera gert með menningar- þjóðum, enda rekstur slíkra hljómsveita afar kostnaðarsam ur., — Vil ég því skora á for- ráðamenn ríkis og bæjar að stuðla að því, að Sinfóníu- hljómsveit Reykjavíkur megi lifa vel og íengi. Rvík. 4. des. 1950 „Áheyrandi". Eiga þær ekkert að baka? Loks er orðsending frá einni húsmóður: — „Það líður að jólum, og ef allt væri með felldu mundum við nú farnar að hugsa alvarlega til að hefja hátíðabaksturinn, húsmæðurn- ar. En það eru krepputímar. Og krepputímar eru á móti jóla- bakstri. Við fáum ekkert til að baka úr. Og þó. Eigum við að trúa því að ekki verði veittur einhver :agnar aukaskammtur af t. d. smjörlíki fyrir jólin, svo að við getum að minnsta kosti haft ofurlítinn mála- myndabakstur? Og. mikið væri nú gaman að sjá líka í augl. frá skömmtunarstjóra þó ekki væri nema pund af sykri, jóla- sykri. — Húsmóðir.“ lega í gær til Rvíkur. Selfoss er á Raufarhöfn. Tröllafoss kom til Nýfundnalands 4. þ. m., fer þaðan til N. Y. Laura Dan kom til Halifax 4. þ. m., lestar vörur til Rvíkur. Foldin fór frá Leith í gær til Rvíkur. Vatnajökull fór frá Bremen 3. þ. m. til Gdynia og Rvíkur; \. SldpadeiW S.l.S. Arnarfell er í Gandia. Hvassa- fell er á leið frá Gautaffbrg tií * Stettin. lsfisksaian Hinn 30. nóv. seldi m. b. Krist- ján 1445 vættir í Fleetwood fyrir 4096 pund, Goðaborg 719 vættir í Aberdeen fyrir 1891 pund og Suðurey 501 vætt í Fleetwood fyr- ir 1425 pund. Sama dag seldi For- seti 1609 kits í Grimsby fyrir 4906 pund. VÍN eða VIT ? Afengisvarnanefnd REYKJAVÍKUR Eimskip Brúarfoss fór frá Khöfn 2. þ. m. til Rvíkur. Dettfoss kom til N. Y. 28. f. m., fer þaðan væntanlega 8. þ. m. til Rvíkur. Fjailfoss kom til Rvíkur 4. þ. m. frá Færeyjum. Goðafoss fór frá Rvík 4. þ. m. til Hamborgar, Bremerhaven og Gautaborgar. Lagarfoss kom til Hull 2. þ. m., fór þaðan væntan- Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.30 Kvöldvaka: Séra Eiríkur Brynjólfs- son á Útskálum flytur erindi: Eitt ár í prestsembætti í Winnipeg. b) Kristinn Pétursson les frum- ort ljóð. c) Tónlistarfélagskórinn syngur; dr. Urbantschitsch stjórn- ar (plötur). d) Sigurður Benedikts son blaðamaður flytur tvær ferða- minningar. e) Frú Oddfríður Sæ- mundsdóttir .flytur frásöguþátt: I sveit fyrir þrjátíu árum. 22.10 Danslög (plötur) til 22.30. '■B'M/M' fundur í kvöld ki. 8,30 á venjul. stað. Stundvísi. Hve margt fólk getur jörðin fætt? Svör við þessari spurniugu og mörgum fleiri, sem nú eru ræddar víða um lieim, fáið þið í grein M. Iljins í nýjasta Róttar- hefti. Afgreiðsla Réttar er að Skólavörðustíg 19, sími 7500. — Gerizt áskrifendur strax í dag. Nýlega voru gefin saman i : hjónaband á.Ak ureyri, ungfrú Helga Davíðs- dóttir og Þor- steinn Sigurgeirsson, iðnverkamað ur, Hólabraut 17, Akureyri. Enn- fremur Áslaug Jónsdóttir og Haddur Júlíusson, vegagerðarmað- ur, Norðurgötu 3. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ung- frú Guðrún Krist- jana Ármannsdótt- ir frá Leifsstöð- um í Vopnafirði Stefánsson, Akureyri. og Sveinn kosningunum og á sjálfu Alþýöusambandsþinginu. Þessar staöreyndir sýna, aö þróunin heldur sinn gang. íslenzkur verkalýður mun brjóta niður til grunna bann Alþýðuflokksforingjanna viö samvinnu Alþý'öu- flokksmanna og sósíalista í baráttunni fyrir lífskjörum alþýðunnar. Og vsi þeim foringjum, sem lenda utangarðs við þá samfylkingu verkalýðsins. Samtíðin, 10. hefti 1950, er komið út. Efni: Hvað kostar gistihúsaskortur- inn? Boots — og Trent lávarður. Nýja borgin við Ölfusárbrú. Svip- urinn í Cambridge-háskóla. Verk- smiðjan, sem sækir hráefnið á öskuhaugana. Vizkusteinninn er Framhald á 6. sxðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.