Þjóðviljinn - 06.12.1950, Page 5
Miðvikudagur 6. des. 1950.
ÞJÓÐVIL'JINN
5
Leynilögreglusaga frá PRESTVlK
Þessi frásögn hefst á ofur-
lítilli leynilögreglusögu.
Flugvélin Gullfaxi fór til
Kaupmannahafnar þann 7.
nóvember síðastliðinn, en á leið
inni stanzaði hún í Prestvík, og
þar urðu eftir 10 eða 12 af far
þegum hennar. Allt virtist
þetta mesta meinleysisfólk, að
minnsta kosti var enginn í
hópnum svo skuggalegur út-
lits að hann gæti fyrir þá sök
talizt líklegur til að hafa tek-
izt ferð á hendur heiman frá Is
landi gagngert í því augnamiði
að gera eitthvað illt af sér í
útlöndum. En tollverðirnir í
Prestvík eru engir bjánar. Það
;er ekki nóg að „gera sig heið-
arlégan í andlitinu" til að kom-
ast framhjá tollvörðunum í
Prestvík. Þeir hafa lesið sög-
una um úlfinn secj fór í sauðar
gæru til að villa á sér heimild-
ir, og margar .fjeiri góðar
leynilögreglusögur hafa þeir
lesið. Enda fundu þeir í þess-
um meinleysislega hópi tvo
náunga sem vissast mundi fyr-
ir Stóra Bretland að passa sig
á. Þessir náungar voru Þór-
bergur Þórðarson úr Suður-
sveit og undirritaður. Við vor-
um látnir bíða utan dyra við
tollramisóknarskálann unz all-
ir hinir höfðu hlotið farsæla
afgreiðslu.
Að svo búnu fengu tollverð-
ir Hans Hátignar Bretakon-
ungs tækifæri til að sýna hvað
þeir væru milklar leynilögregl-
ur.
Samkvæmt stafrófs-
röð eða...........?
Ég var kallaður til yfir-
heyrslunnar á undan Þórbergi
og er ekki gott að segja hvort
þar hefur ráðið reglan um
stafrófsröð eða það sjónarmið
að þeir sem skuggalegastir
væru og líklegastir til að koma
Stóra Bretlandi úr jafnvægi
skyldu lengst bíða utan dyra
hér í Prestvík. Nema hvað,
maðurinn fór að spyrja mig út-
úr, og Þórbergur mátti enn
bíða nokkra hríð.
Maðurinn spurði hvert ég
væri að fara.
„Til Sheff:ield“, sagði ég.
„Hvað að gera í Sheffield?“,
sagði maðurinn.
„Vera á þingi í Sheffield“,
sagði ég.
„Vera á hvaða þingi í Shef-
field?“ sagði maðurinn.
„Vera á þingi friðarins í
Sheffield“, sagði ég.
Maðurinn hafði staðið róleg-
ur við púltið og horft niðrí
skilríki mín meðan hann spurði
mig útúr. En nú leit hann upp,
hnj^klaði biýrnar og renndi
rannsóknaraugum eftir mér
endilöngum frá hvirfli til ilja;
fór síðan að ganga um gólf.
Það var einsog sá friður sem
ég reyndist bendlaður við
hefði svipt þennan mann hans
eigin friði. Hér virtist með
öðrum orðum ekki pláss fyr-
ir frið okkar beggja.
Margt vildi hann vita.
Síðan hætti maðurinn að
ganga um gólf og hélt áfram
að spyrja. Hann vildi fá að
vita stjórnmálaskoðanir mínar.
Og margt fleira vildi hann fá
að vita. Til dæmis sá hann á
vegabréfi mínu að ég var blaða
maður og spurði hverskonar
blað þetta væri sem ég ynni
við. Eg sagði það væri venju
lega 8 síður, en að undan-
förnu hefði það lengi ekki ver-
ið nema 2 síður, og bar, mig
illa útaf pappírsleysi. En mað-
urinn tók frammi fyrir mér og
hafði aftur hnyklað brýrnar,
renndi síðan augunum uppí
loftið og spurði með einkenni-
legri stillingu hvort ég hyggð-
ist vinna nokkur skipulags-
störf hér í Bretlandi? Þetta
var mjög hátíðlegur mað-
ur. Eg kvaðst ekki hafa
í hyggju að vinna nein
slík störf, enda teldi ég vist að
skipulag væri hér allt í bezta
lagi.
Þá sneri maðurinn sér aftur
frá mér og gekk að öðru púlti
þar seui annar maður hafði
staðið og fylgzt nákvæmlega
með því sem fram fór hjá hinu
púltinu. Síðan var alvöruþrung
ið hljóðskraf nokkrar mínútur
og gáfulegt augnaráð uppi loft
ið unz báðir mennirnir hurfu
inní lítið afherbergi þar sem
þeir heyrðust hringja í síma
mikið og víða nokkra stund.
Á meðan stóð lögregluþjónn
útí horni í skálanum þögull og
hreyfingarlaus og þóttist
hreint ekki hafa nokkurn á-
huga á þessu merkilega máli.
Loks voru mennirnir búnir
að síma og sá hátíðlegi sagði
mér að setjast. Kallaði síðan
á Þórberg.
Grunsamleg Lundúna-
dvöl Þórbergs.
Fyrir Þórberg voru lagðar
flestar sömu spurningarnar og
lagðar höfðu verið fyrir mig,
og lengi vel fanhst ekkert voða
legt í fari hans umfram það
sem auðvitað mátti búast við
af manni sem var á leiðinni til
Sheffield. Þangaðtil það kom
uppúr dúrnum að hann hafði
verið í London árið 1947. Rann
sóknardómarinn varð sérlega
hátíðlegur við þessa frétt, og
sömuleiðis félagi hans, cg þeir
vildu íá að vita hversu lengi
Þórbergur hefði dvalizt þarna
í London.
„Eg var þar í einn mánuð“,
svaraði Þórbergur.
Þeir vildu fá að vita hvað
hann hefði verið að gera þenn-
an mánuð þarna í London.
„Eg var að hugsa“, svaraði
Þórbergur.
Þetta svar virtist auka grun
se-mdir mannanna um allan
helming. Var kvaddur til enn
einn rannsókpardómari, svo að
nú urðu þeir þrír, sömuleiðis
fjölgaði lögregluþjónum í
skálanum, við vorum yfirheyrð-
ir sitt á hvað, og gangur máls-
ins nálgaðist dramatáskar hæð-
ir. Þórbergur var spurður um
það aftur og aftur hvað hann
hefði verið að gera heilan mán
uð í London árið 1947. Og
Þórbergur hafði verið að
hugsa.
Farangurinn
rannsakaður.
Á meðan fór fram rannsókn
á farangri okkar. Mennirnir
rifu uppúr töskunum hvert
tangur og tetur, fóru inní alla
hluti, kíktu jafnvel ofaní sokka
Þórbergs með sérstökum leyni-
lögreglusvip. — 1 minni tösku
fundu þeir bréf sem vinur minn
einn skozkur á Islandi hafði
beðið mig að færa foreldrum
sínum sem búa skammt frá
Prestvík. Bréf þetta rifu menn-
irnir umsvifalaust upp og fóru
að lesa. Eg spurði hvort það
væri mikill siður hér ao hnýs-
ast í einkabréf manna. Sá há
tíðlegi svaraði með því að
spyrja hversvegna ég væri eig
inlega svona hræddur við að
vitneskja fengist um innihald
bréfsins ha?, og var alltíeinu
orðinn ókurteis. — Annars
verður að segja það Bretunum
til hróss, að í gegnum allt þetta
leynilögregluævintýri tókst
þeim furðanlega að tolla í því
yfirborði siðlegrar hegðunar
sem heitir kurteisi.
Innganga leyíð
gegn loforði.
Og enn váA haldið áfram að
yfirlieyra, rýna niðrí þessi ein-
földu plögg sem við höfðum
meðferðis, og hringja út og
austur. — Loks þegar á þessu
hafði gengið hátt á aðra
klukkustund kom tilkynning
um að1 eftir þrjú kortér yrði
hægt að skera úr um það hvort
við fengjum að fara inní land-
ið eða ekki.
Við biðum reyndar rúma
klukkustund eftir svarinu, og
lengstaf þeira tíma stóð sá há-
tíðlegi við sitt púlt, hugsandi
á svipinn cg skrifaði eitthvað
á blað, milli þess sem hann
renndi augunum afar gáfu-
lega uppí lcftið.
Eg hafði orð á því við Þór-
berg að sennilega mundi nú
þessi klóki rannsóknardómari
Hans Hátignar Bretakonugs
vera farinn að yrkja. En Þór-
bergur var á annari skoðun og
kvaðst viss um hann væri að
leggja saman tvo og tvo — og
fá íit fimm. Þórbr'r<xim bafðí
fremur Htið álit á andlegum
þroska tollvarðanna í Piestvík.
Loks kom svo svarið, og við
máttum fara inní landið gegn
því loforði að vera farnir útúr
því aftur þann 22. nóvember,
og ekki degi seinna.
Lauk þannig þessu leynilög-
regluævintýri í Prestvík. Það
hafði staðið rúmar 3 klukku-
stundir.
Þóbergur í
Sheffield. Það
heitir Victor-
ia Hall fyrir
aftan hann.
Græn tún í
Skotlandi.
Við sváfum á flugvallar-
hótelinu í Prestvík um nóttina,
og næsta morgun snemma var
haldið af stað með járnbraut-
arlest til Sheffield.
Það gerðist ekkert maikvert
á þeim hluta ferðarinnar. Tún
voru ennþá græn í. Skotlandi
og skjöldóttar kýr á beit. Kind
ur með langan dindil sáust
líka í hópum uppum aflíðandi
hæðadrcg og voru orðnar of
vanar járnbrautarlestum til
þess einusinni að líta upp þeg-
ar við fórum framhjá. Listi-
lega hlaðnir grjótgarðar skiptu
landinu í afmarkaða reiti til
marks um að hér væru sam-
eiginleg heimkynni sauðkindar
og einkahagsmuna. Þar sem
voru akrar stóðu krákur og
ræddust við. I fljótu bragði
gæti. maður villzt á kráku c-g
hraiiii. En við nánari athug-
un er vkt margur munuri. ti
á þcssum tveimur fugium, og
þá fymt og fremst sá (sam-
kvæmt því sem Þórbergur
hafcí eftir fuglafrcðum mömi-
um), að krákan er hvergi
nærri eins aadlega þroskuð og
hrafninn;
Það skipti oft um ferðafé-
laga í vagninurn hjá olakur,
því að enginn var að fara eias
langt cg við. L-engst voru tveir
skóladrengir í fylgd með
kaþólskum presti. Presturina
sagöi drengjunum frá ýmsum
merkum mönnum, og mest frá
einhverjum írskutn bróður
Fást sem innleiddi fótbolfana
í Kína. — 1 smábæ einum, þar
sem stanzað var stundarkorn,
hljóp ég útá stöðvarpallinn og
keypti bæjarblaðið. Það flutti
,meðal annars nýjar fréttir af
Loch Ness-skrímslinu.
I; t ,
Síða.h vcrum við komnir til
j Shef field.
I J. A.
UPPBOD
vöraim
Á uppboði, er haldið' verður af bórgarfóget-
anum í Reykjavík þriðjtidagmn 12. þ.m., verða,
samkv. heimild í 29. gr. laga nr. 63 frá 1937,
seldar til lúkningar aðfiutningsgjöldum allar þær
vörur, er inn hafa veriö fluttar í Reykjavík fyrir
árslok 1948 og ekki hafa v;rið tcllafgreiddar fyrir
nefndan uppboðsdag.
Tollstjórinn í Reykjavík, 4. desember 1350.