Þjóðviljinn - 06.12.1950, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 06.12.1950, Qupperneq 6
6 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 6. des. 1950. Hin glæsilega yfirlitssýnmg íslenzkrar í í>jóðminjasafninu nýja, 2. hæð, opin daglega klukkan 10—22. Aðgangseyrir kr. 5.00. — Aögöngumiðar fyrir allan sýningartímann, er hljóða á nafn, kosta kr. 10.00. 19 þing S.B.S. Laugardaginn 2. des. var 19. jíiiiR Sambands bii)dindisfélat>;a í skólum haldið í Samvinnu- skólanum. Mættir voru ál iun- trúi frá 8 skólum. Fyrrverandi formaður Guð- bjartur Gunnarsson setti þingið með ræðu. Form. sambands- stjórnar flutti skýrslu stjórnar innar um störf sambandsins seinasta ár. Sambandið stóð m. a. fyrir ræðuhöldum og skemmt unum 1. febr., hélt málfundi um bindindismál og íþróttamót innan skólanna. Gaf einnig út blaðið Hvöt. Þingið taldi nauðsynlegt að auka starfsemi sambandsins úti um land og þyrfti helzt að hafa sérstakan erindreka. Var þess- vegna samþykkt að stofna erindrekasjóð, til þess síðar að kosta erindreka til starfa fyrir sambandið. Þingið samþykkti tilboð frá hinu nýstofnaða íþróttabanda- lagi framhaldsskóla um sam- eiginlega útgáfu Hvatar, blaðs Samb. bindindisfélaga í skólum. Var stjórninni falið að semja við íþróttabandalagið um sem bezt og nánast samstarf fyrr- nefndra sambanda. Stjórn sambandsins er nú skipuð þessum mönnum: For- maður: Óli Kr. Jónsson, Kenn- araskólanum. Varaformaður: Jón Böðvarsson, Menntaskólan- um. Féhirðir: Guðmundur Georgsson, Menntaskólanum. Ritari: Elísabet Gunnlaugsdótt- ir, Kvennaskólanum. Meðstjórn andi: Valdemar Örnólfsson, Menntaskólanum. Að lokum ávarpaði hinn ný- kjörni formaður þingið og sleit því. Bönnuð barnabók Bæjarfréttir Frámh. af 4. síðu holui- innan, eftir Loft Guðmunds son. fslendingar í suðurvegi. Sveitarstjórnarmál, .3.—l. hefti er komið út. Efni: Sveitarstjórn- ai lcosningarnar 25. júlí 1950. Sveit- arfélög á landinu 1950. Mann- fjöldi á íslandi í árslok 1949, Dóm- ar og úrskurðir. Bökun og matreiðsla á smurðu brauði verður kennt á námskeiði er Húsmæðrafélag Reykjavikur gengst fyrir og hefst 5. des. n.k. i Borgartúni 7, Námskeið þetta stendur yfir í 3 daga. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki. — Sími 1760. Nýstárleg barnabólc Fyrir nokkru kom á bókamark- aðinn nýstárleg barnabók sem nefnist „Stafa og myndabókin". Er þetta snoturt kver, og mun það að líkindum verða vinsælt meðal yngstu lesendanna. — Á hverri blaðsíðu bókarinnar er bók- stafur auk tveggja mynda og vísnahendinga. önnur hendingin er um dýrin og er myndskreyttur upphafsstafur í byrjun þessarar visu, hin vísnahendingin er um börnin, Gunnu og Jón, og fylgir henni mynd af börnunum við ýmsar athafnir. — Þótt bókin muni ekki samin sem kennslubók, má gera ráð fyrir því, að börnin, sem eignast hana, muni læra að þekkja stafiiía af henni, án þess að þau finni beint til þess, að þau séu að læra. — Atli Már. hefur teiknað’ myndirnar, en Ste- fán Jónsson samið vísurnar. Pálmi H. Jónsson, bóksali á Akureyri, gefur bókina út. Islenzk-Ameriska félagið heldur skemmtifund í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 7. des. kl. 8.45. •— Meðal skemmtiatriða verður söng- ur og gitarundirleikur Bandaríkja- mannsins John Hoffmann. Enn- fremur verður dans. Aðgöngumið- ar verða seldir í Bókabúð Sigfús- ar Eymundss. og við innganginn. Undir eilífðarstjörnum Eftir A.J. Cronin --------------------- 36 D A G U R --------------------------- ---———______________. ■ ætla ég að kynna fyrir stúlkunni minni. Þér dansið þá ef til vill við hana, eða hvað ?“ Og Jenný leið af stað í leiðslu í örmum herra Stanleys, hún reyndi eftir megni að fylgja öllum reglum um dans og hún fann að allir störðu á hana. Og Jói stikaði af stað með ungfrú Todd, sem virti hann fyrir sér með glettnislegu augnaráði. „Þetta var glæsilegt högg.“ sagði hún og setti stút á munninn eins og hún átti vanda til. Hann viðurkenndi að ekkert hefði verið við höggið að athuga, en honum leið hálfilla, fannst hann vera eitthvert dyggðablóð. Hún sagði rólega: „Það er ágætt þégar menn geta bitið frá sér.“ Hún brosti aftur. ,,En það er óþarfi fyrir yður að líta út eins og þér væruð nýgenginn í stúku.“ Stanley, ungfrú Todd, Jenný og Jói borðuðu kvöldverðinn saman. Jenný var í sjöunda himni. Hún brosti, sýndi fallegar tennurnar, lét skína í dökk augnahárin á töfrandi hátt; hún borðaði sultutau með gaflinum; skiidi eftir af öllu á diskinum. Henni brá illa við þegar Lára Todd tók appelsínu og beit í hana með hvítum tönn- unum. Og enn verra fannst henni þegar Lára fékk vasaklút Stanleys lánaðan. En það var dá- samlegt, hvert andartak var dásamlegt. Og til að kóróna það allt, þegar dansleiknum var lokið, náði Jói í leiguvagn til að bæta fyrir brot sitt fyrr um kvöldið. Það var skipzt á kveðjum og hrópum, höndum veifað. Með pilsaþyt og hrifningu steig Jenný í grænleitan vagninn, sem lyktaði af músum, jarðarföruni, brúðkaupum og hesthúsum. Dúsk- arnir á sjalinu hennar dingluðu til og frá. Hún lét fallast aftur í sessurnar. „Ó Jói,“ stundi hún. „Það hefur verið yndis- legt. Ég vissi ekki að þú þekktir herra Milling- ton svona vel. Hvers vegna sagðirðu mér ekki frá því? Ég hafði ekki hugmynd um það. Hann er mjög viðkunnanlegur. Hún er það auðvitað líka. Hún er ekki lagleg að vísu og áreiðanlega fyrir rallið. En hún er vel klædd, skal ég segja þér. Kjóllinn sem hún var í hefur kostað nokk- ur pundin. En tókstu eftir þegar hún beit í appelsínuna? Og fékk lánaðan vasaklútinn? Það gekk alveg fram af mér. Hamingjan góða. Ég hefði aldrei látið þetta sjást til mín. Það er alls ekki kvenlegt. Heyrirðu hvað ég er að segja, Jói, hlustaðu á mig.“ Hann fullvissaði hana innilega um að hann væri að hlusta á hana. Nú þegar hann var orð- inn einn með henni i dimmum vagninum, fylltist hann ákafri þrá til hennar. Það var eins og líkami hans ólgaði og brynni af þrá. Allt kvöld- ið hafði hann haldið henni í fangi sér, fundið fáklæddan likama hennar við sinn. Mánuðum saman hafði hún vísað honum á bug. Nú var hún þarna alein með honum. Hann færði sig gætilega nær henni, þar sem hún hall- aði sér aftur á bak og tók utanum mitti henn- ar. Hún hélt áfram að tala án afláts, hugfang- in og ljómandi af ánægju. „Einhvern tíma skal ég eignast kjól eins og ungfrú Todd. Það var satín og ekta knipplingar. Hún virðist hafa bein í nefinu. Það leynir sér aldrei.“ Hann dró hana varlega, mjög varlega að sér og hvíslaði mjúkri röddu: „Mig langar ekki að tala um hana, Jenný. Ég tók alls ekki eftir henni. Ég tók eftir þér, og ég tek eftir þér núna“. Hún flissaði af ánægju. „Þú ert miklii, miklu laglegri en hún. Og kjóllinn þinn sýndist miklu fallegri en hennar kjóll“. „Efnið kostaði tvo shillinga, Jói.... Sniðið fékk ég úr Weldon“. „Þú ert sannarlega dásamleg Jenný...........“ Hann hélt áfram að hrósa henni. Og því meira sem hann hrósaði henni því fastar faðmaði hann hana. Hann fann' að hún var í uppnámi, og hún leyfði honum ýmisíegt sem hún hafði aldrei leyft honum áður; Hann brann af þrá óg fór afar gætilega. Allt í einu kallaði hún upp: „Vertu ekki að þessu, Jói. Þú verður að haga þér eins og maður“. „Hafðu engar áhyggjur, elskan“, sagði hann blíðlega. „Nei, Jói, nei. Það er ekki rétt. Það er rangt“. „Nei, það er ekki rangt, Jenný“, hvíslaði hann bljúgur. „Við elskum hvort annað?“ Þetta var rétta aðferðin. Hvaða möguleika sem Jói kunni að hafa í Billiard þá var hann enginn viðvaningur í listinni að tæla. Hún var ringluð í faðmi hans: „En nei, Jói. .. . nei, ekki hérna, Jói“. „Ó, Jenný.. . .“ Hún barðist um. „Sjáðu, Jói, við erum næstum komin. Sjáðu, við erum í Plummer stræti. Við erum að komast heim, Slepptu mér, Jói, slepptu mér“. Hann lyfti rauðu andlitinu frá hálsi hennar og sá að hún hafði rétt fyrir sér. Gagntekinn gremju og vonbrigðum lá við að hann bölvaði upphátt. En hann fór út úr vagninum, hjálpaði henni niður, fleygði shillingi til ökumannsins sem ]eit út eins og fuglahræða og gelck á eftir henni upp tröppumar. Linur líkama hennar aft- an frá, hreyfingar hennar þegar hún opnaði úti- dyrnar með lyklinum, gerðu hann frávita af þrá. Og þá mundi hann, að Alfreð faðir hennar yrði burtu um nóttina. Þegar þau komu inn í eldhúsið sem var lýst upp af eldbjarmanum einum, sneri hún sér að honum; þrátt fyrir móðgaðan meydóm sinn vildi hún ógjaman fara að hátta strax. Æsing- urinn, nýjabrumið á öllu gagntók hana, sigur- hrósið frá dansleiknum söng í höfði hennar. Bókaútgáfan Björk hefur sent Þjóðviljanum tvær barna- bækur. Nefnist önnur þeirra Selurinn Snorri, er éftir Frit- hjof Sælen og þýdd af Vilbergi Júlíussyni. Bók þessi kom fyrst út í Noregi haustið 1941, en var bönnuð af Þjóðverjum mán- uði síðar, og mun það sjaldgæft um barnabækur. Eftir stríð hefur bók þessi orðið flestum öðrum vinsælli í Noregi. Fjöl- margar litmyndir eru í bókinni. Hin bókin nefnist Ella litla, er eftir A. Chr. Westergaard og þýdd af Sigurði Gunnarssyni. Myadir eru í bókinni eftir Atla Má. .ndtti'ungrar á Lækjartoi'KÍ, barna-> iga með myndum, er nýkomin út lenedikt Gröndal blaðamaður hef- r staðfært þessá sögu og teikn- ð myndirnar og samið nýjan íxta. Útgefandi er bókaútgáfan SÖFNIN: . Landsbókasafnið er opið alla virka daga kl. 10—12, f.h. 1—7 og 8—10, nema laugardaga kl. 10—12 f.h. og 1—7 e.h. — Þjóðminjasafnið er opið kl. 1—3 þriðjud., fimmtu- daga og sunnudaga. — Náttúru- gripasafnið er opið sunnudaga ki 1.30—3 og þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 2—3. — Listasafn Efnara Jónssonar er opið kl. 1:30—3.30 á sunnudðgum. D A Vli»

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.