Þjóðviljinn - 13.12.1950, Page 8

Þjóðviljinn - 13.12.1950, Page 8
V íi sœmMti dmwum mð teomim í ijós "! að sjomenn þræli 16 st. 'ðum fvrir innlendan markað FÍÖGURBA STUKÐA EFTíBVIKHUÞRÆLDÖM SIÖMAHNANNA META SÆMUN0ARNIR Á 30 KR. Þegar síðasta sáttatilboð kom fram í togaradeil'unni var á það bent hér í Þjóðviljanum að í því fælust ýmsir vankantar sem sjómönnum bæri að varast og að í sumum atriðum væru samningarnir engan veginn viðunandi fyrir sjómenn. Margt af þessu er nú þegar komið á daginn eða er að koma fram. Það hefur komið á daginn að samningn’um fylgdu yfirlýs- ingar — sem sjómenn fengu ekki að sjá fyrr en eftir að samn- ingarnir voru gerðir! Einn togarasjómanna hefur sent Þjóðviljanum eftirfarandi um þetta mál: Þann 3. desember s.l. fór tog arinn Fylkir á ísfiskveiðar og va.r honum ætlað að sigla með aflann. Þann 10. þ.m. kom tog- arinn inn með 80 tonn af fiski og var honum landað hér í Reykjavík. Samkvæmt þessum íjmánarsamningum sem Sæmund arnir gerðu í haust áttu sjó- menn að fara í þessa veiðiferð upp á 16 tíma vinnu á sólar- hring eða gömlu þrælalögin. Nú er hins vegar aflanum landað hér innan lands og áttu sjó- menn því að hafa 12 stunda hvild á sólarhring þessa veiði- ferð. Svo varð þó ekki. 1 samn ingnum var ekki gert ráð fyr- ir því að hlutur sjómanna yrði á neinn hátt réttur í þessu til- felli, en hins vegar er í nýút- kcmnum prentuðum samning- um að finna yfirlýsingu eins af mörgum sem Sæmundarnir og útgerðarauðvaldið hafa gert með sér í sumar hverjar til hins mesta skaða fyrir sjómenn. Enga þessara yfirlýsinga fengn sjómenn þó að sjá þeg ar sáttatilboðið var borið upp til atkvæða^ og eru það víta- verð vinnubrögð en ekki ó- kunn af hálfu þessara Sæm- unda. Yfirlýsing þessi hljóðar svo: „,Nú hefur skip verið á veiðum og hásetar unnið samkvæmt reglum um hvíldartíma á ís- liskveiðum fyrir erlendan mark að, en landar þó afla sínum í inhlendri höfn og skal það þá vera vítalaust (leturbreyting mín), ef það er gert vegna bil- unar í vél eða á skipi, slysa, markaðshruns, aflabrests eða af öðrum sainbærilegum ástæð- um! Komi hinsvegar í Ijós við ah. félagsstjórnanna að slíkar ástæður hafi ekki verið fyrir hendi, skal útgerðarmaður greiða hverjum einstökum há- seta kr. 30.00 án verðlagsupp- bótar (!) fyrir hvern fullan sól arhring, sem unnið var eftir regl um um vinnutíma á ísfiskveið- um fyrir erlendan markað“. 1 sambandi við þetta vildi ég mega leggja fram nokkr- ar fyrirspurnir til stjórnar Sjómannafélags Reykjavík- ur: Telur stjórn S.R. að til- felli þctta á Fylki, sem hér er nefnt að framan sé hægt að heimfæra undir þessa yfir lýsingu og þá á hvern hátt? Sé það liins vegar ekki, hvaða ráðstafanir hefur stjórnin gert til þess að sjó- menn á skipi þessu fái greidda uppbót sína? Telur stjórn S.R. að kr. 30.00 án verðlagsuppbótar sé viðun- andi kaup fyrir fjögurra tíma eftirvinnu á skipum á meðan Dagsbrúnarmenn hafa kr. 16.04 með verð- lagsuppbót fyrir Iivern unn- inn eftirvinnutíma ? Er það þetta sein Sæmuudarnir kalla að semja um bætt kjör fyrir sjómenn eða er það þetta sem þeir kalla að verja það fengizt hefur? Eg vona að stjórn S.R. verði við því að svara þessum fyrir- spurnum því eflaust leikur sjó- mönnum mikil forvitni á því að fylgjast með því hvernig stjórn S.R. framfylgir þessum smánarsamningum því ekki mun af veita að eftirlit sé haft með því hvernig þeim er fram- fyigt. Togarasjómaður. Drengur slasast í sleðaferð DrengVir að nafni Guðmund- ur YVilhelm Pétursson, til heim ilis að Eskihlíð 16 A, varð fyr ir jeppabifreið í fyrradag. Meiðsli lians munu ekki full- rannsökuð enn og ekki vitaf hvort þau eru alvarleg, cn drengurinn var flutt'ur í lækna varðstofuna og síðan heim til sín. Að sögn bifreiðarstjórans mætti hann drengnum á skíða- sleða við Eskihlið, hemlaði þá og beygði frá, en drengurinn lenti samt á vinstri hlið bif- reiðarinnar. Þegar bílstjórinn hafði stöðvað bifreið sína ut- an við veginn og steig út úr henni lá drengurinn á götunni. Rannsóknarlögreglan óskar eindregið eftir því, að þeir sem kynnu að hafa verið sjónar- vottar að slysi þessu gefi sig fram við hana hið fyrsta. Ríkisstjórnm utvegi Fiskiðjusamlagi Húsavíkur 800 þus. kr. til hraðfrysti- húsbyggingarimiar Þingsályktunartilaga Kristins Andréssonar og Hannibals Valdimarssonar Togararnir Togarinn Fylkir fór á ísfisk veiðar í fyrrakvöld. Við skip- sst.iórn hefur tekið nýr skip- stjóri, Auðunn Auðunsson, áð- ■ur stýrimaður á Kaldbak, og. fór hann nú í sína fyrstu veiði ferð sem skipstjóri. Skemmdir í Qlafsfirði I ofviðrinu skolaði nokkrum EÍldartunnum út af söltunar- stöð við höfnina í Ólafsvík og nokkrar rkemmdir urðu á höfn jnni. Flóðbylgja skemmdi einn ig hitaveitu bæjarins, en við- gerð var lokið um miðjan dag daginn eftir. Kristinn Andrésson flytur, á samt Hannibal Valdi- marssyni, svohljóðandi þingsályktunartillögu: — .,A1- þingi ályktar aö fela ríkisstjórnin'ni að útvega Fiskiðju- samlagi Húsavíkur á þessu ári lán, að upphæð 800 þús. krónur, til hraöfrystihúsbyggingar meö sömu kjörum og stcfnlánadeild sjávárútvegsins veitir J. þessu skyni.“ I greinargerð segir: „Tillaga bessi er flutt verrna þess, að brugðizt hefu” fiár- veiting úr stofnlánadþíld •váv- arútvegsino að upphæð 800 bús kr., sem Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur var lofað, þegar það réðst i smíði hraðfrystihúss á staðnum. Eftir að framlag stofnlánadeildarinnar brást. gaf fiármá.Iaráðherra loforð um, að ríkið útvegaði jafnháa lánsupphæð með sömu kjörum. og skyldi lánið veitt 8. apríl 1950. Þetta loforð hefur einnig brugðizt, eða dregizt á langinn, svo að Fiskiðjusamlagið er ' omið i þrot mcð bráðabirgða- lán sín, og frystihúsið, sem er næstum fullgert, hefur ekki getað tekið til starfa. Eins og atvinnuástandið er á Húsavík, er það brýnasta nauð •syn fyrir bæjarfélagið, að hraðfrystihúsið, sem veitt ge<- ur 40—50 manns atvinnu. taki hið bráðasta til starfa. og er ríkisstjórninni mcð tillögu þess ari falið að sjá um, að svo geti orðið.“ þlÓÐVIUINW Eitt dæmi um aírek þríílokkanna: Biíreiðar hafa liækkað í verði uíí! %% á tveimiir árum! Atvinnubifreiöastjórafélögin Hreyfill og Þróttur, Fé- lag sérleyfishafa og Félag íslenzkra bifreiöaeigenda hafa sent Alþingi bréf þar sem þau krefjast þess aö 20% söluskatturinn af bifrsiðasölu innanlands verði felldur niöur. — í bréfi sínu btnda félögin á mjög athyglisvert dæmi um þá óhemjulegu'dýrtíö sem valdhafarnir hafa skipulagt á undanförnum árurn. Árið 1948 kostaði bifreið sem inn var flutt kr. 28.409,00, og af þeirri upphæð var ríkis- skattur kr. 9.872,15. Sams- konar bifreið sem flutt var inn í ár kostaði nú kr. 85.686,36, og skattar ríkisins námu nú kr. 39.063,57, eða mun hærri upphæð en bifreiðin kostaði fyrir tveimur árum! Hefði þessi bifreið verið seld þegar hún kom til landsins hefði enn bætzt við ríkisskattur að upp- hæð 17.000 kr., þannig að verð JólWótTð4 Afmælismót handknatt- leiksfl. kada í Ármartni Handknattleiksfl. karla í Glímufél. Ármann er 10 ára, var stofnað í október 1940. Nú á 10 ára afmælinu stofnar fc.lagið til nýs móts „Jólamót- ið“, sem að þessu sinni verður afmælismót flokksins, en síð- ar má. færa í fast form, ef vel I reynist. Mótið er með nýju sniði, t.d. er fækkað um einn mann í liði, en það gefur leik- mönnum meira rými til sam- leiks. Ekki verða leikirnir nema þrjár umferðir, en verði félög jöfn að stigum, ræður markatalan. Félögin verffa því að kappkosta að ná góðri markatölu, því líklegt er að fleiri en eitt félag vinni alla sína leiki. Mótið hefst kl. 2 e.h. á 2. jóladag og lýkur sama eftirmið dag, án þess að nokkurt hlé verði. Rafmagnskömmtun Framhald af 1. síðu. Framh. af 1. siðu teknum dögum um suðutím- ann. Veitukerfið er tengt við aflstöðvarnar allt sem ein heild og nær yfir Reykjavík og nágrenni, Hafnarfiörð með ná- grenni, veiturnar á Revkjanesi og í Árnes- og Rangárvalla- sýslum. Unnið hefur verið að greiningu á kerfinu og nokkr- ar tilraunir hafa verið gerffar að nndanförnu. Þaff verður ekki hjá því i'rernizt a.ð taka úr sambandi einn hlutann á morg un 13. des. og hefur komið upp hlutinn úthverfi bæiarins. Það er 'veitan ausfan við Elliffa' ár og vestnn við þær að rræFca l:nu. sem linsnir frá Flugskála- veai í Viðeyiarsundi, vestur að Hlíffarfæti til s.iávar í Foss- vngi. Með þesc'úm hlúta er einn ig Uaugarnesið að Sundlausm- vegi. Skifting á kerfinu auglýst í blcðunum." bifreiðarinnar hefði komizt yf- ir 102.000 kr„ án nokkurrar á- lagningar. Nemur þessi hækkun vegna gengislækkana og AI- þýðuflokksskatta 264%. Félcgin benda á að kjör at- vinnubílstjóra sóu nú orðin rýr og svartur markaður á bifreið- um varla fyrir hendi lengur. Þegar bílar eru seldir er einn- ig farið kringum lögin þannig að bílarnir eru ekki umskráð- ir á nöfn hinna nýju eigenda, en það getur verið stórhættu- legt t.d. í sambandi við slys. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í gær liefur Einar Olgeirs- son þegar lagt til að söluskatt ur þessi verði afnuminn. Kolakraninn óstarfhæfur í ofviðrinu s.l. laugardag var um tímn ótta.st. að kolakraninn viff höfnina fyki af grunninum og var vörður settur um hann. Nú hefur komið í ljós að hann hefur skekkzt svo að hann er ónothæfur þar til viðgerð hef- ur farið fram, Stálbitar í krananum skekkt ust og getur viðgerð dregizt um ófyrirsjáanlegan tíma þar sem viðgerð getur ekki farið fram nema í sæmilega kyrru veðri. Fyrir hátíðir er von á tveim kolaskipum með samtals 8 þús lestir af kolum og mun af- greiðslu þeirra og annarra skipa seinka mikið við að taka verður upp gamla lagiff í leola- vinnu. Slysahætfa af sleðaferóum barna Bifreiðarstjórar hcr í bæn- um hafa komið til rannsóknar- lögreglunnar undanfarna daga og skýrt frá því að þeir værn í miklum vanda vegna barna, sem leika sér á sleðum á göt- unum. Vill rannsóknarlögregl- an því enn á ný brýna fyrir foreldrum að áminna börn sín nm að gæta varúðar í sleða- fferffum, og ennfremur að leggja niður þann stórhættu- lesæ leik að honga aftan á bif- reiðum, sem eka um göturnar. Þá þyrfti að vekja athygli hpvnq.nno á hví, að snjókast í hifre’ðar o.r síður en svo hættu- iaus leikur og hefur þegar vald ið slysum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.