Þjóðviljinn - 15.12.1950, Qupperneq 1
15. árgangnf.
Föstudagur 15. desember 1950.
282. tölublað.
Leppurinn floginn
irlaná
Enn ein jólagjöf frá rikisstjórninni:
þrælalög um kaupbindlngu
Aukin dýrtíð aS engu bœtt frú áramótum
Ríkisstjórnin hefur lagt fram á
þingi breytingartillögu við gengis-
lækkunarlögin, þess efnis að hækk-
anir á vísitölu skuli ekki bættar éft-
ir þessi áramót. Frá fyrsta janúar á
sem kunnugt er að greiða kaup í sam-
ræmi við vísitölu desembermánaðar,
en hún mun verða um 122 stig sam-
kvæmt þeim sérstæða útreikningi sem
ráð er fyrir gert. Samkvæmt gengis-
lækkunarlögunum átti síðan enn að
breyta kaupi 1. júlí í samræmi við
júnívísitöluna, en það ákvæði er úr
gildi fellt með tillögu ríkisstjórnarinn-
ar sem eflaust verður samþykkt. Kaup
gjaldsvísitalan verður þannig bundin
í 122 stigum eftirleiðis hversu mjög
sem dýrtíðin eykst, þetta er svar rík-
isstjórnarinnar við þeirri kröfu laun-
þega að dýrtíðaruppbót sé greidd mán
aðarlega.
Einar Olgeirsson tók til.máls í sam-
bandi við þessa tillögu og benti á, að
með þessu væri ríkisstjórnin að þakka
opinberum starfsmönnum fyrir það
að þeir skuli hafa kosið íhaldsmenn
og Framsóknar til að stjórna samtök-
um sínum. Og köld væri þessi kveðja
ríkisstjÓ£narinnar til Alþýðusambands
þingsins, sem samþykkti einróma
kröfu um að laun yrðu reiknuð sam-
kvæmt mánaðarlegri vísitölu allt ár-
ið, en það mál hafa sósíalistar, sem
kunnugt er, flutt inn í þingið.
Þjóðviljanum barzt í gær eft
irfarandi tilkynning frá utan-
rikisráðuneytinu:
Bjarni Benediktsson, utanrík
isráðherra, og Hans G. Ander-
sen, deildarstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, fóru héðan flug-
leiðis i morgun til þess að sitja
ráðherrafund í Atlanzhafs-
bandalaginu, sem haldinn verð-
nr í Briissel dagana 18. og 19.
desember.
Kyrrí á Kóreu-
vígstöðvunum
Kyrrt var á vígstöðvunum í
Kóreu í gær að sögn banda-
rísku herstjórnarinnar, nema
hvað smáorusta var háð norður
af borginni Hamhung, þar sepi
lið bíður þess að vera flutt á
brott sjóleiðis. Loftörusta milli
þrýstiloftsvéla var háð yfir ós-
um Yalufljóts, Bandaríkja-
menn segja, að á vesturströnd-
inni sjái herirnir ekki hvor til
annars.
Attlee Itoðar á þingi áfram-
haldandi stríð í Kóreu
Attlee forsætisráöherra skýrði brezka þinginu frá
því í gær að brezka stjórnin byggði stefnu sína í Kóreu
á fullyrðingum frá MacArthur um að herir Vesturveld-
anna geti haldiö traustri fótfestu 1 Kóreu.
Björn Ólafsson heldur uppteknum
hætti með hroka í garð þingsins
Neitar að vera viðstaddur í þingsal meðan
sósíalistar sýna fram á hina lííilmótlegu árás á
flugmálastjóra
Björn Ólafsson er sá íslenzkur ráðherra sem einna lengst
hefur gengið í hroka gagnvart Alþingi, enda vílar hann ekki fyr
ir sér að brjóta skýlaus þingsköp, svo sem eins og nú nýlega
þegar hann neitaði að svara fyrirspurnunum um Keflavíkur-
flugvöll.
í fyrrinótt, þegar rætt var
það frumvarp ríkisstjórnarinn-
ar sem hefur þann tilgang ein-
an að bola frá embætti flug-
málastjóranum, sem aldrei
hefur orðið fyrir neinum að-
finnslum í starfi sinu, en mun
hinsvegar ekki fyllilega þóknan
Iegur bandarískum húsbændum
ríkisstjórnarinnar, þá hclt
Björn Ölafsson (en undir
hann heyra flugmálin) upp-
teknum hætti með liroka og
dólgshátt í garð þingsins og
Attlee hóf umræður um
utanríkismál og ræddi einkum
viðræður sínar vió Truman
Bandaríkjaforseta í síðustu
r.-.---------------------.-------.----
viku. Viðurkenndi hann, að her'lét naumast sjá sig i sjálfnm
Bandarikjanna og fylgiríkja | Þmgfalnum, meðan malið var
þeirra í Kóreu hefði beðið mik- I rætt, en hélt sig mest í baú-
EYamhald á 8. síðu. • sölum, þar sem þingmenn
stjórnarliðsins sátu á kjafta-
stólum og hlógu svo mjög að
stundum olli truflunum á fundi
Þrír þingmenn sósíalista, Lúð-
vík, Áki og Einar, tættu í sund
ur frumvarp þetta lið fyrir lið,
sýndu fram á hver væri hinn
lítilmótlegi tilgangur þess og
hversu algjör væri skortur
raka í málflutningi ráðlierrans
en ráðherrann fékkst ekki til
að ganga í salinn, hvernig sem
ræðumenn skoruðu á hann,
nema stöku sinnum að hann
kom í dyrnar til að glotta
framan í þá sem flettu ofan af
svívirðu þeirri er fellst í frum-
varpi hans. Önnur svör átti
HAPPDRÆTTI
SÓSlALISTAFLOKKSINS
I kvöld
verður
dregið
[ í dag er því síðasta tækifæri
að - eignast miða.
Á morgun verður það of
seint.
Málamíðlunar
nefnd skipuð
Þing SÞ samþykkti í gær með
52 atkv. gegn 5 tillögu þrettán
Asiuríkja um áð þriggja manna
nefnd kynni sér möguleika á
að koma á vopnahléi í Kóreu.
Austur-Evrópuríkin greiddu at-
kvæði á mó.ti og sagði Malik
fulltrúi Sovétríkjanna, að tillag
an væri aðeins blekking, sem
Bandaríkin ætluðu að notfæra
sér til að undirbúa nýjar árás-
ir. I nefndina var kjörinn Ent-
ezam hinn íranski forseti þings-
ins, og kvaddi hann til starfa
með sér Rau fulltrúa Indlands
og Pearson utanríkisráðherra
Kanada.
Missti fjórðung fjár-
stofns síns
Aðfaranótt 10. þ.m. missti
Sæmundur Kristjánsson, bóndi
á Sigurðarstöðum á Sléttu, 70
f jár eöa um f jórðung f járstofns
síns.
Brim sópaði fénu út af nesi
við Torfustaðalón. Ekki er vit-
að að fé hafi áður týnzt þar
með slíkum hætti.
Lokunartími búða
Óðum styttist til jólanna.
Fóllti er bent á að athuga aug-
lýsingu á G. síðu blaðsins í dag
um Iokunartíma sölubúðanna.
liann ekki við hinum hvassa
og rökstudda málflutningi
sósíalistanna.
Með frumvarpinu er gert ráð
fyrir þeirri breytingu varðandi
öryggismálin að flugyallastjóri
kemur til með að hafa einna
mest um þau að segja, en hann
er jafnframt mikill áhrifamað-
ur í Flugfélagi íslands. Benti
Framliald á 8. síðu.
I
Þeir sem hafa miða til sölu verða að hafa
kvöld. Allir miðar sem ekki hefur verið
séldlr. — Skrifstofan á Þórsgötii 1 verður
ert skil á fieim fyrir kl. 12 í
S fyrir þann tíma skoðast
opin til klnkkan 12.