Þjóðviljinn - 20.12.1950, Side 4

Þjóðviljinn - 20.12.1950, Side 4
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. dea. 1950. PIÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjamason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðuatíg 19. — Sími 7500 (þrjár linur). Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. ' Hver er þjéfsnauturinn Með sérstökum lögum er bannað að flytja inn sterkan bjór til íslands, hann er fluttur inn engu að síður Ef bjórinnflutningur væri leyfður ætti hann að íara um hendur Áfengiseinkasölu ríkisins samkvæmt lög um um hana, en Áfengiseinkasalan hefur engin afskipti af þeim bjórinnflutningi sem nú á sér stað. Engar vörur má flytja til landsins nema framkvæmt sé gjaldeyris- og innflutningseftirlit, en bjórinn er fluttur inn án þess að um nokkuð slíkt sé spurt. Það eru teknir tollar og skattar af öllum innflutningi til landsins — en þau gjöld eru ekki innheimt af þess- um bjór. Það er ekki leyfilegt að selja áfenga drykki í almenn- um verzlunum og hvergi nema á þeim stöðum þar sem leyfi yfirvaldanna hefur sérstaklega verið látið í té, en þessi bjór er seldur í verzlun án þess áð um nokkurt leyíi hafi verið beðið. Þetta munu vera einhver margföldustu lögbrot sem tiér hafa átt sér stað og hugsanleg eru. En þótt sjómemi Bg aörir séu dæmdir fyrir smávægilegan ólöglegan inn- flut.ning er bjórhneykslið látið viðgangast. Lögreglan veit um það, tollyfirvöldin vita um það, gjaldeyriseftir- litiö veit um það, bindindissamtökin vita það, áfeng- isvarnarnefndirnar vita um það og ríkisstjórnin veit um það — og hefur gefið öllum öörum aðilum fyrirskipun um að loka báðum augum og hefta tungur sínar. Það jþarf ekki taka það fram að það er herraþjóðin á : Keflavíkurflugvelli sem framkvæmir þessi margföldu lög- torot. En það er ekki aðeins herraþjóðin sem hér á hlut að máli. Einn er sá íslendingur sem mikinn áhuga hefur á þessum lögbrotum og hefur grætt á þeim tugi þúsunda á hverju ári. Það er hinn íslenzki umboðssali fyrir dansk- an bjór, en hann hefur komið því þannig fyrir að það er aö heita má eingöngu danskur bjór sem smyglað er. Sé hinum ósvífnu lögbrotum herraþjóðarinnar líkt við þjófn að, ber umboössalinn heitið þjófsnautur. Þjóðviljinn hefur margsinnis undanfarið spurt Björn Ólafsson, umboðssala, um það hver sá íslendingur væri sem hagnaðist látlaust á þessum stórfelldu lögbrotum, hver væri þjófsnautur Bandaríkjamanna. Umboðssalinn í ráðherrastóli hefur ekki fengizt til að svara. Hvers vegna skyldi umboðssalinn ekki svara? Jólagjöf til sjómanna Sjómannastéttin er mikilvægust allra íslenzkra starfsstétta; ihún aflar þess gjaldeyris sem athafnir þjóðfélagsins hvíla á. Valdamenn þjóðfélagsins hafa hins vegar lagt þessa stétt sér- staklega í einelti undanfarin ár, þótt þeir séu nógu andstyggi- lega tungumjúkir þann eina dag sem helgaður er sjómönnum. Athyglisvert dæmi um þetta er framkoman við síldveiðisjó- anenn. Verulegur hluti þeirra á enn vangoldið kaup frá síðasta sumri og margir meira að segja frá árinu 1949! Alþingi setti sérstök lög þar sem sjómönnum var þannað að innheimta kaup sitt með aðstoð laganna, sem sé lög um það að þjófnaður á kaupi sjómanna skyldi heimill og sjálfsagður. Hefur engin önn- /ur íslenzk starfsstétt orðið að þola slíkt. Sósíalistar hafa margsinnis vakið máls á þessu regin- hnevkli á þingi en engar undirtektir fengið. Seinast í fyrradag iagði Áki Jakobsson til að ríkisstjórnin hlutaðist um að sjó- veðskröfurnar yrðu greiddar fyrir jól, þannig að fjöldskyldur sjómannanna yrðu þó ekki að líða skort um sjálf jólin. En afturhaldsflokkarnir kolfelldu þá tillögu. Það var jólagjöf þeirra pl sjómanadstéttarianar, BÍU ---- “'UIU rvi. 0.0\J U. venjul. stað. — Stundvísi. Hvaða bók á að gefa barninu ? Eg man ekki hvort það var í fyrra eða hitteðfyrra að kona ein bað mig að ráðleggja sér hvaða bók hún' ætti að kaupa handa syni sínum í jólgjöf. En ég ráðlagði henni að kaupa Hafmeyjuna litlu, sem þá var nýkomin út á vegum Syrpu. Og svo er að sjá sem konan hafi ekki þótzt svikin af þeirri ráðleggingu, því að nú leitar hún til mín í vandræðijm sin- um að velja jólabók handa dóttur sinni, sem er yngri en aonurinn. Eg svara því enn til, að mér er ekki gjörkunnugt um þann kost barnabóka sem nú er á markaðnum. Þó er ein bók sem ég þykist með góðri samvizku geta ráðlagt kon- unni að kaupa handa dóttur sinni. Það eru þulur Theodóru Thoroddsen, ný útgáfa, ná- kvæm endurprentun á 1. út- gáfu með ómetanlegum mynd- um Muggs. Þessa bók geta allar mæður óhræddar kéypt handa börnum sínum, því að fáar bækur hafa í svo ríkum mæli til að bera þá kosti sem glatt geta íslenzk börn. Og þó er kannski mest um vert hitt, að ekkert íslenzkt barn getur kynnst þessari bók án þess áð verða betra barn mömmu sinn- ar á eftir. □ Koma að luktum dyrum á jólunum, „Lausamáltíðamaður" skrif- ar: — „Jólin nálgast.. Undir- búningur hátíðarinnar miklu er hafinn. Samúðaröldur ástúðar og risnu rísa hærra og hærra unz þær flæða yfir á aðfanga- dagskvöld færandi gleði og gjafir heilum og hrjáðum, í hreysum og salvíðum villum. Á jólunum er munað eftir mörg- um sem virðist grafinn í gleymsku á öðrum tímum árs. Og þó. Hér í höfuðborg lands- ins er hópur manna, sem kem- ur að luktum dyrum og ljós- vana sclum á sjálfum jólunum. Þetta er hópur einstaklinga, kvenna og karla, sem kaupir sér ‘ lausamáltíðir á matsölu- stöðum bæjarins. □ Er það ekki ábyrgðar- leysi“. „Þessir einstaklingar, sem af ýmsum ástæðum eru ekki í fastafæði, verða að svelta á helztu hátiðum ársins, vegna þess að þá eru lokaðir þeir staðir, þar sem þeir eru vanir að fá sér fæði. Er hér ekki um að ræða of mikið ábyrgðar- íeysi gagnvart fjölmennum hópi fæðiskaupenda, sem eiga þess engan kost að elda handa sér sjálfir? Og hví ættu þeir að þurfa að vafstrast við mat- reiðslu á mestu hátíðum árs- ins, frekar en öðrum .óbreytt- um dögum? — Á þessu vildi ég vekja athygli þeirra, sem þess eru um komnir að úr verði bætt. Vona ég að mál þetta verði tekið þeim tökum að ekki þurfi oftar á það að benda. Lau3amáltíðarmaður.“ Vakna þú, Island. G. skrifar: •—- „Vakna þú, ísland, er nafn á sönglagahefti er Hallgrimur Helgason hefur nýlega ggfið út og hefur að geyma 55 íslenzk lög. 40 þess- ara laga eru ný og almenningi ókunn. Flest þeirra eru skrifuð upp, eftir alþýðufólki og radd- færð af Hallgrími; lög sem al- þýðumenn og konur hafa raul- að fyrir munni sér við hvers- dagsleg störf og hátíðleg tæki- færi, kannski án vitundar um listrænt gildi þeirra, en erlend- ir hljómlistarmenn sem lögin hafa heyrt hafa dáðst mjög að hinni auðugu lagltnu þeirra. 9 Þeir sem unna þjóðlegri tónlist. „Því eru línur þessar ritaðar , að ég vildi benda fólki sem ann þjóðlegri tónlist, á að eignast þessi lög, og vissulega mun það auka hátíðaskap margra um þessi jól að eiga „samneyti við þá tóna er fólkið í landinu hefur kveðið úr eigin barmi að fornu og nýju, í blíðu og stríðu" eins og Hallgrímur kemst að orði í inngangsorðum þessa ágæta íslenzka söngva- safns. G.“ * ★ * Rikisskip Hekla verður væntanlega á Ak- ureyri i dag. Esja fór frá Reykja- vík í gærkvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið átti að fara frá Reykjavik í gærkvöld til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Skjaldbreið er á Húnaflóa á leið til Reykjavíkur. Þyrili er í Paxa- flóa. Ármann fer frá Reykjavík siðdegis i dag til Vestmannaeyja. Eimskip Brúarfoss fór frá Rvík 18. þ. m. til Hull, Warnemiinde og Khafnar. Dettifoss kom tií Rvík- ur 18. þ. m. frá N. Y. Fjallfoss fór frá Siglufirði i gær til Akur- eyrar. Goðafoss fór frá Gaúta- borg í gær til Hull og Rvíkur. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss fór frá Antwerpen í gær til Leith og Rvíkur. Tröllafoss kom til N. Y. 10. þ. m.; fer þaðan væntanl. 29. þ. m. til Rvíkur. Laura Dan kom til Rvikur 16. þ. m. frá Hali- fax. Vatnajökull kom til Rvikur 17. þ. m. frá Kaupmannahöfn. Sktpadeild SIS Arnarfell er i Reykjavílc. Hvassa fell er á Akureyri. j Fastir liðir ’eins og venjulega. Kl. 18.20 Framburðar- ^ ’N ' kennsla í ensku. 18.30 Islenzkuk.; II. fl. 19.00 Þýzkú- kennsla; I.. fl. 20.30 Ríkisútvarpið’ 20 ára: a) Ávörp: Björn Ólafsson menntamálaráðherra og Ólafur Jóhannesson formaður útvarps- ráðs. b) Samfelldir dagskrárþætt- ir, 22.35 Danslög (plötur) til 24.00.Í Rafmitgnsskömmtunin. í dag verð- ur rafstraumurinn tekinn af á svæði er nær yfir HL'ðahvarfin, Holtin, Túnin og Teigana' Marka- linan hugsast dregin frá Mikla- torgi og niður að sjó. . Vantar vitni. Aðfaranótt mánu- dagsins 18. des., kl um 4, var ek- ið á bifreiðina R-1845, sem stóð fyrir framan húsið Hringbraut 88. Ekið var á vinstri hlið bif- reiðarinnar og hliðin og brettin mikið skemmd. Ekki er vitað hver ók á bifreiðina, en fólk í húsinu, sem bifreiðin stjóð hjá, vaknaði um nóttina við hávaða. Rannsóknarlögreglan biður þá er kynnu að hafa orðið sjónarvottar að árekstri þessum að gefa sig fram við hana. S. 1. sunnudag voru gefin sam- an í hjónaband af sr. Emil Björnssyni, ung frú Hlin Guð- jónsdóttir frá Siglufirði og Pétur Goldstein, loftskeytamaður. Heim- ili ungu hjónanna er að Lang- holtsvegi 139. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar. Isafoldarprentsmiðja, starfsf. kr. 330; Almenna byggingarfélagið, starfsf. 280; I.S.V og G.J. 130; H. Ólafsson og Bernhöft 200; Ragnheiður Torfad. 100; Rósa Eggertsd. 50; Gutenberg, starfsf. 1005; Stafkarl 20, Frón, starfsf. 150; Hjálmar Sveinbjörnsson 200; Geysir, veiðafæraverzl. 500; Ásta 50; Lýsi h.f. 200; Merkúr, starfsf. 460; Byggir,' starfsf. 140; Eyjólfur Jónsson 100; Verzl. Drífandi 200, úttekt; Atvinnudeild Háskólans 1701 Silli og Valdi 200; Guðlaug- ur Þorláksson 20Q; Sjúkrasamlag- ið, starfsf. 235; Magnús Brynjólfs- son 200; Hafliði 100; S.T. 100; Áfengisverzl. Ríkisins 1000; Helga 20; M.G. 50; Bílasmiðjan, starfsf. 745; Helgi Magnússon og Co. 250; Helgi Magnússon, starfsf. 150; Kjöt og fiskur, úttekt 250; N.N. 25; J. Þorlákssón og Norðmann, 250; J. Þorláksson-' ög Nórðtrian'ri, starfsf. 210; Olíuverzlunin Shel), starfsf. 935; Hlutafélagið Shell á Islandi 500; N.N. 30; 88 100; Sí- mon Konráðsson 50; Frá þremui' systrum 50; Kexverksmiðjan Eaja 420; E.H. 300. ■— Kærar þalckir. — Nefndin. * Tíundi árgangur Norrænna Jóla ér riú kominn út. Eins og kunnugt er þá er rit þetta gefið út af Norrænafélaginu og er ritstjóri þess Guðlaugúr Rósin- kranz, en það hefur hann verið síðan ritið: kom fyrst úr. Ritið hefst á inngangsorðum eftir rit- stjórann, þá er ávarp mennta- málaráðherra Björns Ólafssonar. Prófessor Ásmundur Guðmunds- son skrifar um lcirkjusamband Norðurlandanna. Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal skrifar um Suomi (Finnland), þá er lcvæði eftir Jakob Thorarensen skáld, smásaga Ljónabúrið, eftir sænslca skáldið Verner von Heidenstan, þýdd af Helga Hjörvar. Guðmund ur Gíslason Hagalín á þarna smá- sögu er hann nefnir „Táp og fjör og fríslcir menn.“ Broddi Jóhannes son, kennari, skrifar um veðgildið og lánið, hugleiðingar í leikrits- formi. Magnús Gíslason, skólastj. skrifar ferðaminningar frá Sví- þjóð. Auk þess eru i ritinu myndir af leilchúsum norðurlandanna, og nokkur kvæði. Anriáll ársins 1950 myndum og frá Þjóðleikhúsinu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.