Þjóðviljinn - 21.12.1950, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1950, Síða 4
9 ..ÞJÓÐVILJINN 'T--- 'J'JÍTJSl Fimmtudagur . 21. • de3. 1950. Þióðviliinn Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. ‘ Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.) Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason. 1 Auglýsingastjóri: Jónstelnn Haraldsson. Rltstjórn, afgreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg ! 19. — Sími 7500 (þrjár línur). ! Áskriftarverð: kr. 14.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f, Vísitalan Gengislækkunin átti sem kunnugt er að vera allra meina bót, og sérstaklega var því lofaS í sambandi við bana að látið yrði af hinum óvinsælu ráðstöfunum „fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins“, sífelldum skatta og tollahækkunum, fölsun og binding vísitölunnar. Reynslan hefur hins vegar orðið sú að ofan á sligándi álögur gengislækkunarinnar hefur verið þrædd nákvæmlega sama brautin og hin alræmda Alþyðuflokksstjórn fetaði. Tollar og skattar hafa verið hækkaðir um tugi milljóna króna siöan gengislækkunin var samþykkt og nú hefur gengislækkunarstjórnin bundið vísitöluna á sama hátt og Alþýöufloktosstjórnin fyrr. Því er haldið fram í áróðursskyni í blöðum aftur- haldsflokkanna að vísitöluuppbætur á kaup séu orsök að verðbólgu og dýrtíð og því hæpnar kjarabætur. Þetta er argvítug blekking. Fullkomið vísitölukerfi merkir það eitt að íaunþegum er tryggt óbreytt raunverulegt kaup, óbreytt kaup miðað við verðlag. Ríkisvaldið tekur á sig þá ábyrgð að tryggja eftir megni óbreytt lífskjör laun- þega í landinu. Slíkt kerfi getur á engan hátt ýtt und- ir verðbólgu. Haldi ríkisstjórnin verðlaginu í skefjum, lielzt kaupið einnig óbreytt. Takist ríkisstjórninni að lækka verðlagiö, lækkar kaupið einnig í samræmi við það. Hækki hins vegar verðlagið, hækkar kaupið einnigr en þá er verðhækkunin orsökin en kauphækkunin af- leiðing. Kenningin um verðbólguáhrif vísitölukerfisins er hreinn þvættingur, fyllilega samboðinn heiðarleika og vitsmunum Ólafs Björnssonar. Hér á íslandi hefur ekki verið fullkomið vísitölu- kerfi, því fer f jarri að uppbæturnar á kaup hafi samsvar- að aukinni dýrtíð, og þetta misræmi hefur ágerzt mjög á undanförnum árum fyrir tilverknað stjórnarvaldanna. „Fyrsta stjórn Alþýðuflokksins“ gerði það bókstaflega að sérgrein sinni að falsa víisitöluna og þegar gengis- lækkunin var samþykkt voru enn frekari falsanir hrein- lega lögfestar. Þetta vaxandi misræmi hefur síðan yerið hagnýtt vitandi vits til að skerða lífskjör almennings, lækka raunverulegt kaup. Stjómarvöldin hafa sjálf auk- ið verðbólgu og dýrtíð til þess að lækka kaupið, en sú leið hefði að sjálfsögðu ekki verið fær ef vísitölukerfið hefði verið fullkomið. En þrátt fyrir ófullkomleik vísitölukerfisins hefur þó falizt í því mjög veigamikið öryggi fyrir launafólk, það 'ró ævinlega úr sárasta sviða veröhækkana og dýrtíöar. )g það gerði það að verkum að verðbólguleiðin var næsta seinfær, enda greip hin óþolinmóða Alþýðuflokks- stjórn til þess ráðs á sínum tíma að binda vísitöluna eins og áður er sagt og nú hefur gengislækkunarstjórnin sem sagt vegið í jsama knérunn. Þegar „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins“ batt vísitöl- una hófu verkalýðsfélögin gagnsókn og knúðu fram grunnkaupshækkanir þrátt fyrir svik Alþýðusambands- stjómar. Þessi nýja kúgunaraögerð hlýtur að hafa sömu afleiðingar. Þingmenn sósíalista bentu stjórnarflokkun- um á þetta á þingi, en þeir létu sér fátt um finnanst. Þeir treysta á að vaxanþi atvinnuleysi og aukin völd at- vinnurekendaagentanna innan verkalýðshreyfingarinn- ar hafi dregið úr alþýðusamtökunum þrótt og þrek. ÞaÖ traust mun vissulega bregðast. Hitt er ljóst að allir heið- arlegir, stéttvísir verkamenn verða nú aö sameinast um aö einangra atvinnurekendaþjónanna á sem virkastan hátt; það hefur aldrei verið eins brýnt og nú aö tryggja verkalýðssamtökin gegn svikum þeirra. Eftir livaða reglu er tekið frá í mjóikur- búðum? Ein kona skrifar: „Ég er saft að segja hissa á því, að enginn skuli hafa minnzt á það ennþá í blaðinu, hvernig það gengur fyrir sig með af- greiðsluna í sumum mjólkurbúð unum........í morg-un fór ég i mjólkurbúð til að kaupa rjóma. Fyrst stóð ég alllengi í biðröð, en þegar ég svo komst að borðinu, þá fékk ég það svar að rjóminn væri búinn. Ég sá ■þó margar flöskur og önnur í- lát með rjóma og spurði hvers vegna hann væri ekki seldur fólki. Stúlkan sagði þá ósköp stuttaralega að þessi rjómi væri tekinn frá ...... Og mér þætti sem sagt gaman að vita, eftir hvaða • reglum stúlkurnar taka frá. Virðist ekki sanngjarn ast að þeir, sem lengst hafa beðið í röðinni eigi mestan rétt á þeim rjóma sem til er? □ Sérstök réttindi kunningja? „Annars gildir þetta eltki bara um rjómann. Það er eins með skyrið. Sumstaðar eru hillur mjólkurbúðanna fullar af skyrpökkum, þó að þeir, sem fyrst eru mættir á morgnana, fái ekki neitt........ Okkur viðskiptavinunum sýnist senni- legast, að þarna séu stúlkurn- ar að gera kunningjum sínum og vinum hærra undir höfði en okkur hinum, með því að taka frá handa þeim þá vöru sem skortur er á, og getur slíkur afgreiðslumáti auðvitað ekki gengið. □ Engin mjólkurbúð í Miðbænum. „Svo að lokum í sambandi viö mjólkurbúðirnar: Fyrir okk ur, sem búum í miðbænum, er það mikill ókostur, að á stóru svæði þar er ekki ein einasta mjólkurbúð. Það er ekki ein ein asta mjólkurbúð í miðbænum, svo ég viti til. En vitanlega þyrftu þær að vera þar að minnsta kosti 4 eða fimm. Það er ekkert réttlæti í því, að við skulum verða að ganga langar leiðir í mjólkurbúð, á meðan flestir aðrir bséjarbúar hafa slik ar búðir í jiánasta nágrenni sinu. — Vill nú' ekki forstjóri samsöiunnar gera bón okkar og setja upp mjólkursölu, þó ekki væri nema á tveimur stöðum í miðbænum? — Vegmóð.“ □ Hvað um unglinga- hljómleikana? Önnur kona biður fyrir eftir- farandi línur. „Kæri bæjarpóst- ur. — Ef ég man rétt, þá stóð einhverntímann til, að Sinfóníu hljómsveitin héldi sérstaka hljómleika fyrir unglinga en fyrir handvömm, að mér skilst, varð ekkert úr þeim. Ekki finnst mér þó a’ð þar með megi láta málið niður falla. Ég hvet eindregið til þess, að unglinga- j hljómleikarnir verði haldnir, I þrátt fyrir allt. Það ber einmitt |að leggja áherzlu á að kynna unga fólkinu þessa tónlist, því að mestur menningarstyrkur er ætíð í því fólginn að þroska hina uppvaxandi kynslóð. — M. 2.“ Að éta umbúðir. Loks er hér kafli úr bréfi sem fjallar um sælgæti: „Ég er ekki mikil sælgætisæta, en þó kemur fyrir aö ég bragða sælgæti. Og satt segja þeir sem gagnrýna þá framleiðslu, heldur er hún léleg flest.... Eitt ættu þó framleiðendurnir að geta lagfært án mikiilar fyr- irhafnar: sá galli að umbúðirn ar loða við sælgætið svo að maður verður næstum að éta það með pappír og öllu sam- an. Mest ber á þessu með kara- mellur, en þó er ekki óalgengt að syona sé líka frá konfekti og súkkulaði gengið — Pr.“ * ★ * Ríkisskip Hekla fór frá Akureyri í gær austur um land til Reykjavíkur. Esja var á ísafirði í gær á norð- urleið. Herðubreið er á Breiða- firði á vesturleið. Skjaldbreið kem ur væntanlega til Reykjavíkur seint x kvöld að vestan og norðan. Þyrill er í Faxaflóa. Ármann fer frá Reykjavík í dag til Vestmanna .eyja; og er það síðasta ferð skips- ins fyrir jól. .__________ Eimskip Brúarfoss fór frá Rvík 18. þ. m. til Hull, Warnemiinde og Khafn- ar. Dettifoss, La,t)ra Dan og Vatna jökull eru í Reykjavík. Fjallfoss er á Akureyri. Goðafoss fór frá Gautaborg 19. þ. m. til Hull, Leith og Reykjavíkui'. Lagarfoss er á Hjalteyri. Selfoss er í Antwerpen; fer þaðan til Reykjavíkur. Trölla- foss er í New York; fer þaðan væntanlega 29. þ. m. til Reykja- vikur. Skipadeild SIS Arnarfell er á Akureyri. Hvassa- fell fór frá Akureyri í dag áleiðis til Stettin. Flugferðir Loft- lelða h.f.: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar kl. 10 og til Vestmanna- eyja kl. 14. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar kl. 10 og til Vestmannaaeyja kl. 14. —• Á laugardag verður flogið til Ak- ureyrar, Vestmannaeyja- Vest- fjarða og Hólmavíkur. Þetta verð- ur síðasta flugferð til Vestfjarða og Hólmavíkur fyrir jól. Á sunnu- dag, aðfangadag, verður flogið til Akureyrar og Vestmannaeyja. Islenzkur iðnaður, málgagn Félags ís- lenzkra iðnrekenda 4. tbl. er komið út. Þar ér skýrt frá samþykkt 22. þings ASl um iðnaðarmál, ölmálið á Al- þingi, Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans ásamt fleiri greinum. Tímaritið Úrval. Síðasta hefti Úr- vals á þessu ári er komið út og flytur að vanda fjölda greina um margvisieg efni. Þessar eru helzt ar: „Barnið sém hætti að þrosk- ast“, grein eftir Peai-1 S. Buck; Bernard Shaw sem þjóðfélagsgagn rýnandi, eftir J. B. Priestley; For máli að sjálfsævisögubroti og Hver ég er og hvað' ég hugsa, h'vorttveggja eftir Bernard Shaw. Tokyo á mótum austurs og vest- urs. Ævi . og ástir Casanova. Um ofnautn morfíns. Brot, smásaga eftir Tito Colliander. Nýtt. lyf við magasári. Sannleikux'inn- um dr. Busch. Meyjarfæðing. Strokumað- ur eða stríðshetja. Konuiaust ríki. Fögur sál ef ávallt ung. Kanasta reglur hins nýja spils, sem virð- ist ætla að verða .mjög vinsæit, og loks þókin Ævisaga A. Conan Doyle, eftir John Dickson Car'r. — Þess er getið á fylgiblaði méð heftinu, að þeir sem vilja gefa á- skrift að Úrvali í jólagjöf- geti fengið smekkleg gjafakort á af- greiðslunni, eða. beðið um að þau verði send sem jólakort til þess sem gjöfin er ætluð. Mun hér vera um pýjung. að ræða, sem líklegt er að ýmsir muni notfærá sér. Til Vetrarhjálparinnar Scheving Thorsteinsson kr 1000; Bernhard Petersen 500; Slippfélag- ið 500; Bæjarútgei'ð Reykjavíkur 4000; Guðm. Jóhannesson, Reykja- lundi 100; H. og E. 100; J. G. 200; Ágústa, Þórður 50; Ó. K. 50; N. N. 100; Skóverzl. L. G. Lúðvígssonar 500; Heildverzl. Sverris Bernhöft 500; N. N. 100; Verzl. Ragnars Biöndal 500; Eyjólfur Gíslason 50; Heildv. Edda h.f. 250; Mjólkurfé- lagið matvæli; G. Ó. 50; S.Í.S. 500; J. Þorláksson og Norðmann 300; Shell 500; Kristján Siggeirs- son 300; Eimskipafélag Reykja- vikur 1000; S. S. 100; A. G. 25; Sigmar Jónsson fatnaður; Bóthild- ur Ólafsdóttir fatnaður. — Með kærri þökk. Vetrarhjálpin. v* ' • Fastir liðir éins pg venjulega. — Kl. 20.30 Upplestur: * „Agnes“, jólasaga eftir Guðlaugu Benediktsdóttur . (frú Sigurlaug Árnadóttir les). 20.45 Upplestur og tónleikar. 21.30 Jazzþáttur. 21.55 Fréttir og veður- fregnir. (22.05 Endurvarp á Græn- landskveðjum Dana). Gjöf til Stúdentagarðanna. Nýlega hafa börn og barnabörn hjónanna Sigurbjargar Halldórsdóttur og Bóasar BóaSsonar frá‘ Stuðlum í Reyðarfirði gefið andvirði ein’s herbergis í Nýja-Stúdentagarðin- um. — Samkvæmt ósk gefenda hef ur eitt herbergi Nýja Stúdenta- garðsins verið skýrt „Stuðlar i Reyðarfirði“ til minningar um hin látnu hjón. Heib>ergi þessu fylgir forgangsréttur. Garðstjórn þakk- ar gefendum hina höfðinglegu gjöf. „Jörðln er eins og flrnastór mót- takari. Allar hinar grænu jur-tir seni vaxa á jörðinni safna sólar- ljósi og breyta því í bundna efna- orku grænna blaða, greina, tr.já- bola, ávaxta og korns“. — Úr greininni Auðæfl jarðar og menn- irnir, í 3. hefti Réttar 1950.) Samkvæmt fangabók lögregl- unnar í Reykjavík hafa 53 menn verið færðir í fanga- geymslu lögreglunnar dagana 12.—18. des. 1950 vegna ölv- unar + önnur afbrot. (Fréttatilkynning frá Áfeng- isvarnarnefnd Reykjávikur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.