Þjóðviljinn - 21.12.1950, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.12.1950, Qupperneq 6
ÞJÓÐVIL’JINN Fimmtttdagur 21. des. -1950. I TILKYNNING íiá Innllutnijigs- og gjaldeyiisdeild um endurútgáfu eldri leyfa o. fl. Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum svo og gjaldeyrisleyfi eingöngu faila úr gildi 31. des- ember 1950, nema aó þau hafi verið sérstaklega á- rituö um, aö þau giltu fram á árið 1951 eöa veitt fyrirfram meö gildistima á því ári. Deildin mun taka til athugunar, áö gefa út ný leyfi í staö eldri leyfa, ef vai-an hefur veriö pönt- uö samkvæmt gildandi leyfi og seljandi lofáö af- greiöslu innan hæfilegs tíma. í sambandi við umsóknir um endurútgáfu leyfa. vill deildin vekja athygli umsækjenda, banka og tollstjóra á eftirfarandi atriðum: 1) Eftir 1. janúar 1951 er enga vöru hægt að tollafgreiö'a, greiða eða gera upp ábyrgöir í banka gegn léýfum, sem falla úr gildi 1950 nema þau hafi verí'ö endumýjuö. 2) Endurnýjun þarf gjaldeyrisleyfi fyrir ó- uppgei'öum bankaábyrgöum, þótt leyfi hafi veriö áritað fyrir ábyrögarupphæöinni. Ber því viðkom- andi banka, áður en hann afhendir slíkt leyfi til endurnýjunar, aö bakfæra áritunina á leyfinu eöa á annan hátt sýna greinilega meö áritun sinni á leyíiö, hve mikill hluti upphaflegu ábyrgöarinnar er ónotáöur. 3) Eyöublöó fyrir endm’nýjunarbeiönir leyfa fást á skrifstoíu deildarinnar og bönkunum í Reykjavík, en úti á landi hjá sýslumönnum, bæj- arfcgetum og bankaútibúum. Eyðublööin ber að útfylla eins og fonTiiÖ segir til um. Þess ber aö gæta, aö ófullnægjandi frágangur á umsókn þýöir töf á afgreiöslu málsins. 4) Ef sami áóili sækir um endurnýjun á tveimur eða fleiri leyfrnn fyrir nákvæmlega sömu vöru frá sama landi, má nota eitt umsóknareyöu- blaö. Beiönir um endumýjun leyfa, er tilheyra nýbyggingarreikni ngi og beiönir um endurnýjun annarra leyfa má þó ekki sameina í einni urn- sókn. Allar umsóknir um endurnýjun leyfa frá inn- flytjendum í Reykjávík þurfa aö hafa borizt skrif stofu deildarinnar fyrir kl. 5 þann 4. janúar 1951. Samskonar beiönirfrá innflytjendum utan Reykja víkur þurfa aö leggjast í póst til dsildarihnar fyr- ir sama tíma. Til aö hraöa afgreiðslu endurnýjunarbeiöna veröur skrifstofa deildai'innar lokuö fyrstu dagana í janúar. Hins vegar veröa leyfin póstlögö jafnóð- um og endurnýjun fer fram. Reykjavík, 18. desember 1950, Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Undir eilífðarstjörnum Eftir A.J. Cronin 45. D A O U B lings Jói varð að þræla, meðan þau hin skeinmtu sér. Og Davíö skemmti sér konunglega. í eðli sínu var Davið félagslyndur, en hann hafði aldr- ei tækifæri til að leggja rækt við þann eiginleika. Þegar hann fór heimanað Var hann staðráðinn í að skemmta sér og það tókst framar öllum von- um. Janný var búin að aðvara fjölskylduna, og í fyrstu mætti liann tortryggni og fálæti. En and- rúmsloftið breyttist brátt, Kvöldverðurinn var borinn á boró og ailir voru kátir og f jörugir. Frú Suniey hafci aldrei þessu vant tekizt að hrista af sér sljóleikann og. hafði framleitt Ijúffengan rétt. Jenný var heillandi í nýjum kjól, og hún bar fiam teið í eigin persónu, — þvi að mömmu hafði orðið eldamennskan ofraun og hjín lagðist ttpp í sófann. Davíð gat ekki litið af Jenný. Með þetta van- rækta og subbulega heimili í baksýn, virtist honum hún Ijóma eins og blóm. Allan tímann sem hann hafði veri'ð í Tynecastle hafði hann varla talað orð við stúlku, og heima í Slees- cale var hann ekki kominn á þann aidur að hann hefði eignazt vinkonu. Jenný var hin fyrsta, sú langfyrsta, sem heillaði hann með yndis- þokka sínum. Hlýr andblær barst inn um hálfopinn glugg- ann i bakherberginu, og endaþótt hann bæri inn í herbergið þef og sót úr þúsundum reykháfa, fann Davið samt blómailm vorsins. Hann beiö eftir brosi Jennýar; bros vara hennar var hið fegursta sem hann hafði séð, það var eins og blómaknappur sem opnaðist. Þegar hún rétti honum bollann hans og hendur þeirra mætt- ust, fór um hann fiðrandi sæluhrollur. Jenný fann hvaða áhrif hún hafði á liann og hún var upp með sér. Og þegar Jenný var upp með sér, var hún í essinu sínu. Og þó var hún ekki sérlega hrifin af Daváð. Þegar hendur þeirra mættust varð hún ekki vör við neinn sæluhroll. Jenný var ástfangin af Jóa. Jenný hafði í fyrstu fyrirlitið Jóa fyrir slæma siði hans, óheflaða framkomu, mállýzku lians og óþrifalega vinnu. En þótt undarlegt megi virðast voru það einmitt þessir eiginleikar, sem höfðu sigrað hana. Jenný var sköpuð til að láta kúga sig, innst í eðli hennar leyndist ómeð- vituð en sæl ánægja yfir hinni tillitslausu í-udda- mennsku, sem hafði sigraö hana, tekið hana með húð og hári. En hún var engu að síður glöð yfir þessum nýja sigri sínum: hann yrði ef til vill til þess að Jói kæmi kurteislegar fram við hana. Þegar máltíðinni var lokið, stakk Alfred upp á hljóðfæraslætti. Þau fóru inn í dagstofuna. Daufur ómur frá umferðinni barst inn af göt- unni, inni var þægilega svalt og loftgott. Sallý spilaði undir og Jenný söng „Júaníta" og „María litla“. Þótt rödd hennar væri veikbyggð og dá- lítið uppgerðarleg, þá var söngur hennar ekki ógeðfelldur. Þegar hún var búin með „Maríu litlu", stakk hún sjálf upp á „Ég gekk framhjá“, en Alfred var farinn að stinga upp á að Sally syngi og Clarry' og Phillis tóku undir það. „Sallý er nefnilega rúsínan í pylsuendanum", hvislaði hann að Davið i trúnaði. „Ef við getum komið henni af stað, þá skuluð þér fá að skemmta yður. Það er brot af leikkonu í henni, skal ég segja yður. Við förum oft í Empire“. „Gerðu þa’ð, Sallý", sagði Clarrý biðjandi. >.Syngdu „Jack Pleasants““. Og Philip sárbændi líka: „Já, Sallý. Og Floirie Ford“. En Sallý sat kyrr á stólnum og lét ekki undan. Hún sló nokkra þunglyndislega samhljóma og sagði: „Ég er ekki í skapi til þess. Hann þama“, hún bandaði höfðinu í áttina til Davíðs, „hann vill hlusta á Jenný en ekki á mig“. Jenný hló tilgerðarlegum hlátri: „Hún vill láta ganga á eftir sér“. Sallý stökk þegar í stað upp á nef sér: „Svei attan, ungfrú María litla Sunley, ég skal sannarlega gera það án þess að láta ganga á eftir mér“. Hún setti sig í stellingar. Sallý var orðin fimmtán ára og var enn lítil og bústin, en það var eitthvað í fari hennar, eitthvað ólýsanlegt, sem var töfrandi. Þáð var eins og þessi litli líkami væri hlaðinn rafmagni. Hann neistaði. Hún hrukkaði emiið, en allt í einu kom gáskasvipur á ófyrirleitið andlit henn- ar. Hún sló skerandi ósamhljóm. „Samkvæmt sérstakri beiðni ætlar „hin“ ung- frú Sunley nú að syngja Mollý O’Morgan", sagði hún með breyttri röddu, Og svo byrjaði liún. Það var hrífandi, beinlínis hrífandi. Lagið var í rauninni einskis virði, en Sallý gerði milcið úr þvi. Hún söng það ekki, hún skopstældi það, hún gerði úr því fáránlega hryggðarmynd; hún söng i faísettu; allt i einu fór hún að syngja af tilfinningu, hún söng með grátstafinn i kverkunum um hina svikulu elskhuga Mollýar. An þess að skeyta hið mimista um hvað Jenný hefði kallað „góða siði“ lauk hún laginu með hræðilegri giættu, sem átti að tákna ap- ann, sem búast mátti við að hefði fylgt líru- kassa Mollýar O’Morgan. Allir nema Jenný engdust sundur og saman af hlátri. En án þess að þau fengju ráðrúm til að jafna sig byrjaði telpan á „Ég stóð á hominu“. Apinn hvarf. Nú var hún Jack Pleas- ants, hún var skuggalegur þorpari, sem hallaði sér þunglamalega upp að veggnum á kránni. Það lá við að háiiö á henni yrði strítt. Alfred fagnaði henni ákaft. Sallý brosti glettnislega til hans og deplaði öðru auganu. Hún var aftur orðinn kvenmaður og söng „Florrie Ford“. Hún fékk háan barm, djúpa hljómmikla rödd og ávalar mjaðmir — Florrie ljóslifandi. Hún þagnaði skyndilega þegar hún var búin ÖAVÍÖ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.