Þjóðviljinn - 07.01.1951, Side 3
jSuimudagur 7. janúar 1951.
ÞJÓÐVILJINN
3
Bókmenntir
Fyrstu niðurlagsorð: ,,0g
J>annig endalaust án tilbreytni
unz tjald hins áhorfendalausa
leikhúss fellur og hylur sviðið
og ekkert er meir.“
Önnur niðurlagsorð: „. .. og
hann hvildi höfuð sitt á hægri
handlegg sér og dó“.
Þriðju niðurlagsorð: ,,Og þeg
iar hann fékk að hætta lokuó-
ust augun svo að ekkert var
meir“.
Fjórðu niðurlagsorð: „Svo
dó hami“. "
Fimmtu niöurlagsorð: „Þeir
ivissu ekki hversu dauður hinn
dáni var“.
Sjöundu niðurlagsorð: „Ekk-
ert lófatak, þögn, ekkert".
Áttundu niðurlagsorð: „Svo
hvarf sandurinn líka og ég
’líká og ekkert var meir. Ekk-
œrt“.
Níundu niðurlagsorð: ,,.. og
eftir var ekkert nema livít kal-j
in sléttan sem minnti á þáð þeg
ar ástin er dáin og hatrið líka
‘og eftir er: alls ekki heitt“.
Elleftu niðurlagsorð: „Mað-
urinn var dáinn“.
Tólftu niðurlagsorð: „Hann
gekk fram hjá fólkinu á Via
Veneto sem situr alltaf á gang-
(stéttarveitingastöðunum innan-
tómt að horfa á sama ekki
jieitt með sama óbrigðula sljóa
svip sem segir ekki neitt...“
Þrettándu niðurlagsorð: ,,Und
•jr þreyttum augum
haustgrárra daga
sem horfa þöglir"
(það má ekki koma punktur á
eftir, enda er um ljóð að ræða).
Annað Ijóð endar svo: „Og
svo er líf vort
allt í einu
búið“.
'(Hér á nð vera punktur, hvern-
ig sem á því stendur).
Hér eru enn niðurlagsorð ó-
hundins máls:
„Og þær vagga honuin til
svefns.
Sofa sofa
sofa rótt“.
Næstu niðurlagsorð: ,,. . var
þá hlekkjaður maður sem hafði
fengið lausn með því að geta
nftur fjötrazt í ný takmörk sín,
írosið í nýjan hjúp“.
Og svo áfram:
„Og vatr.ið er til orðið af .tár
lum sem hún hefur grátið áður
en sorg hennar varð ljúf og
Iblíð og tárlaus".
..... eins og fótatök saka-
manns sem gengur viðnáms-
llaust tii gálga síns“.
„Og tár hennar fylla tómið
ög sökkva jörffinni í bláan salt
'an sjó sinn“.
! „Og skógarnir þegja naktri
jauflausri þögn sinni“.
,,0g þannig líður hin áralausa
teilífö hins fordæmda fanga lífs
síns“.
„Og tíniinh hvarf eins og skip
sem sigiir að morgni frá landi
út á rauðan sjó og hverfur í
japanska birtu fjarskans“.
„Svo kom nótt“.
„Hrapa og hrapa“.
„Enginn veit
hvar hann endar
enginn veit
: er hann byrjar
að hann endar
hvergi“.
„Svo var ekkert“.
,,.... horft á okkur sjálfa
Ikoma upp úr myrkrinu þau
þrjú skipti sem okkur skýtur
mii Ekkert
upp áður' en við drnkknum í
því“.
„Þannig erum við hulin reyk
þeirra elda sem aldrei hafa
brunnið, vitund okkar fyllist
þrá eftir dánum Jitum þeirrar
myndar sem aldrei verður mál-
uð“.
Hér höfum viö séð niðui’lags-
orð 26 listaverka af 60, sem
með listrænum tengslum sín í
milli gera eitt listaverk heiliar
bókar. Tveir eöa þrír listfræð-
ingar hafa fellt þann dóm, að
sú bók muni valda stormi í and
legu lífi þjóðarinnar. Aðrir
tveir hafa jafnfra.mt tilkynnt
nú um jólaleytið, að Tómas
Guðmundsson sé orðinn spek-
ingur að viti, svo að enn sann-
ast hið fornkveðna, að ekki er
öll vitleysan eins.
Ég held ekki, að þessi bók
geti valdið neinum stormi í
nokkurri sál. Ef stormurinn
væri hennar sterkasta hlið, þá
væri hún enn minna virði en
raun er þó á. Hún heitir: „Mað
urinn er alltaf einn“. Hún hefði
átt að heita öðru nafni. Ut frá
hinum tilvitnuðu lokasetning-
um mætti ætla, að rétta heit-
ið hefði verið: ,,Ekkert“ eða
„Ekki neitt,“ en svo er þó ekki.
Eini lofsöngur hennar stígur að
vísu upp til tilveruleysisins,
Ekki Neitt er þrá skáldsins,
núllið er hápunktur þeirrar full
komnunar, sem lífið getur náð.
En bókin hefði getað lieitið:
„Maðurinn ætti ekki að vera“,
Að baki henni liggja djúpir
harmar og yfirþyrmandi lífs-
reynsla, og lausn undan þeim
liörmum eygist í tilveruleysinu
einu saman. Það er engin
væmni í liarmatölunum: Svarti
maðurinn, sem gengur við hlið
hans, sker lijartað úr honum,
vefur um það svartri dulu og
segir honum að láta það í vas-
ann, ,,í nafni mannúðarinnar
sker ég hjartað úr þér
lengi lifi mannkærleikinn
að eilífu Amen“
Ef til vill er djúptækasta lífs
réynslan bundin við algert upp
ger við „hús og heimili", og í
því einu ijórar fyrir fullkomn-
un á ferii hins stundlega: „Mað
urinn stóð enn utan við tómt
hús sitt með ljúfan sáran frið
í lijarta sínu og var nú sáttur
við allt. Snöggvast saknaði
hann konunnar til þess eins að
hún gæti líka fundiö hvað þessi
stund var fullkomin". En ef
leyfiiegt væri að gera ráð fyrir
hugsun á bak við þessa bók
sem héild, þá er hið algera til-
veruieysi hámark þeirrar full-
komnunar, sem þetta líf hefur
að bjóða. Lífið er rannvex'ulega
alls ekki líf, „aðeins steinn sem
var sparkað til án þess að vera
ætlað neitt og án þess að finna
neitt tii“, en „hvert augnablik
lífs þíns leitast við að þroska
sál þína og stækka af sársauka
sáiar þinriar", og þessi þrosk-
un og stækkun stefnir aö því
háleita marki: ,,að þú megir
á endanum sofna hinum eilífa
blundi þannig að þú ert lcom-
inn heim“.
Höfundur þessarar bókar er
ungur maður. Og hann er ekki
einn um það ungra manna nú
á tímum að snúa baki við líf-
inu og kveða tilveruleysinu lof
og dýrð. En hann er einn
þeirra allra um það að tigna
dauðann í þjónustu lífsins. Þrá
Vögguvísa eftir Elías Mar
Það er ánægjulegt að hafa
fengið i hendur hina nýjr
skáldsögu eftir Elías Mar ser
liann nefnir Vögguvísu. Hún
liom út rétt fyrir jólin og lé"
einna minnst yfir sér af jóla-
bókum öllum, og er hún þó eir
hinna beztu.
Elías _Mar er ungur höfund
ur, sem skrifað hefur áðui
tvær skáldsögur og birtir nú á-
samt Vögguvísu smásagnasafn.
Gamalt fólk og nýtt. Hinar
fyrri bækur sýndu óljóst hva
úr þessu skáldi myndi verðc
og maður opnaði Vcgguvísi
fremur með ugg en háum von
um, en ekki var langt komic
lestri, þegar auðséð var að nú
kom Elías fram sem nýr höf-
lians eftir dauða hefur að inn-
taki ást á lífinu. Það skilur
hann frá dauðaskáldum hins al-
gera tilgangsleysis. Á bak við
orð hans bregður fyrir ómi
hinnar fullkomnu elli, sem á
að baki fullkomnað hlutverk,
og fullkomna nautn þess, sem
lífið getur boðið, svo að þessir
tveir eru skildir að skiptum:
„Nú lætur þú, herra, þjón þinn
í friði fara, .... því að augu
mín hafa séð hjálpræði þitt“.
Thor Vilhjálmsson er hinn eini
sanni boðberi dauðans, af því
að hann er með í blóði sínu
dauða heillar stéttar, sem runn
ið hefur glæsilegt skeið til hinn
ar fyllstu fullkomnunar og get
ur aldrei framar átt neitt við
lífið saman að sælda samkvæmt
dýpstu rökum tilveru sinnar.
Þessi fullnægja hins fnllkomn-
aða lífs er svo ofin harmkvæla-
sársauka ónáttúruuppreistar
þessarar sömu stéttar gegu sín
um náttúrlega dauða í fyllingu
síns fullkomna lífs. Hin friðáða
sál, sem hefur séð lífið renna
sitt skeið til þess, sem er full-
komnað, fær ei notið þiss frið-
ar, sem dauðinn er í fullkomn-
un genginnar iífsbi'autar, fyrir
viðbjóðlegasta draugagangi ger
vallrar veraldarsögunnar. Höf-
undurinn er sá þáttur hins aft-
urgengna, sem ekki getur sætt
sig við að vera draugur, en ekynj
ar enn ekki fullkomlega mögu-
leika þess að lifa, Þess vegna
er þrá hans eftir tilvcruleysinu
Franxh. á 6. síðu.
ELIAS MAK
undur, er hafði full tök á efn-
inu og sagci athvglisverðe
sögu sem lesandi hlaut að
fylgja með spenningi til enda,
og fagna yfir að lestri lokn-
um.
Vögguvísa er nútímasaga úr
Reykjavík, gerist á fáum dög-
uiji, er stutt, cg einíöld í snið-
uih.
Menn geta lesið liana sem
reyfara; Þrír ungliiigar brjót-
ast inn til heildsala og stela
tíu þúsimd krónum, lifa hátt í
nokkra daga, þar til . pening-
amir eru þrotnir og upp kemst
um stuldinn. Þetta er sagan,
og viðlagið amerísk vögguvísa,
sem er reyndar upphaflega
ítalskur vals og endar á þess-
um hendingum:
Chi-baba, Clii-baba, chiwawa.
My bambino g'o to sleep.
En sagan á undirtóna og
hana má lesa á fleiri en ei.m
veg.
Einn af unglingunum sem
innbrotið fremur er um ferrn-
ingu, nefndur Bambínó. Hann
er í fyrsta sinn með í svona
för, eftir áeggjan frá félögum
sínum hinum eldri. ,,Á maður
annars nokkuð ac vera að
þessu“, spyr hann í upphafi
bókar, og það er i lionum ugg-
ur og hræðsla, sem æfintýra-
löngunin vinnur þó bug á. Og
eftir að innbrotið fiefur heppn-
azt og ekkert' VÍi'ðist ætia að
komast upp, gerist hann æ
djarfaxi í háttalagi sínu. Pen-
ingarnir greiða honum götur
inn í skemmtistaði bæjarins,
Ný námskeiö eru að heíjast. Innritun kl. 5—1 í
skrifstofu skólans, Túngöfu 5.
HALLDÓR P. DUNGAL.
eða þjófnaðurinn líkt og vigir
hann inn í samkvæmislífið, m.
a. í féiagsskap þess lieildsala
sem unglingarnir stálu frá pen-
ingunum. Æfintýrið endar með
því að (Bambínó hefur verið
barinn niður í svaðið utan við
dýr Sjálfstæðishússins, heyrir
vöggusönginn gegn um lokaðar
dyrnar, og veit að komið er
upp um sig.
Sagan fær dýpkaðan tón og
merkingu við þær andstæður
sem liún speglar. Bambínó er
verkamannssonur, sem fengið
hefur gljáa í augun af hinu
ameríska tildri sem alls stað-
ar er fyrir augum. Hann lang-
ar til að „verða að öllu leyti
eins og strákarnir í myndun-
um, reyfurunum og hasar-
blöðunum.“ Hins vegar er
brugðið upp myncl af lieimili
foreldra hans. Þegar drengur-
inn er hættur að fara til vinnu
og koma lieim fyrr en undir
morgun, spyr faðir hans:
„Hvernig værir þú undir það
búinn að láta slaá þig á at-
vinnuleysingjalista dag eftir
dag á kreppuárum ? Bjössi litli,
hlustaðu á það sem ég segi.“
Höfundur liefur náð frá-
sagnai-stíl sem er viðfeldinn og
yfirlætisiaus, en liefur ekki
síður áhrif. Persónurnar eru
mai’gar, og það leikur um þær
flestar ákveðið andi’iimsloft.
Auðsáð er að höfimdur er ikunn
ugur Reykjavík, þekkir stað-
ina og fólkið sem hann lýsir.
Hann er ekki sízt kunnugur
málfari þess, málleysum og
hinu ameríska slaiigi sem tal-
að > er í ,,partíunum.“ „Innan
um heyrðust íslenzk orð, líkt
og undarlegir og ljótir blettir
á slanginu." Þessi bók er ein
fyrsta skáldsagan úr Reykja-
vík sem innan sinna takmarka
drégur þaðan upp eðlilegar og
réttar myndir.
Sagan i sínum einfalda eðli-
lega. búningi er alvarleg hug-
vékja ekki aðeins til æskunnar
í Reykjavík, heldur íslenzku
þjóðarinnar allrar. Hver er
þrá hennar og hugsjónir, hver
sá gljái sem hún hefúr fengið
í augun, hver árvekni hennar .
og hver sú vö'gguvísa sem húii
lætur kveða sig með í svefn? 1
Örlög vcrkamannssonarins
Bam.bínós, sem lætur tælast cg
afvegaleiðast af erlendu. tildri
og liggur barinn niður í svaoið
framan við dyr sjálfstæðis-
hússins; snertir djúpan stréngl
Vögguvísa á skilið að vera
lesin af hverjum íslendingi;
hún er ádeila sem hittir í mark.
Að jökum þetta: Elías Mar
hefur unnið fyrsta sigur á
skáldabraut sinni. Hann hefur
skrifað góða bók. Næstu slcáld-
sögu hans verður beðið með
eftirvæntingu. Nú er að ganga
ekki í sömu sporin, eins og-
hættir til mörgum höfundi,
heldur koma á óvart á nýjan:
l'eik.
Kr. E. A.
t