Þjóðviljinn - 16.01.1951, Blaðsíða 3
t>riðjudagur 16. janúar 1951.
ÞJÓÐVILJINN
3
"-r-
.VAWi*AW.VAVAflAWiWA,JWAV 'AVV.V-V.VWiVW-VAW
IÞROTTIR
RITSTJÖRI: FRlMANN HELGASON
íþróttahreyfingiii verður að sýna vilja
sinn í verki — 011 þjóðin verður að rísa
upp gegn áfengisflóðinu
23 milljóna imanríkislán til við-
bótarvirkjana Sogs og Laxár
Tvö innnnríkislán liafa verið boðin út vegna viðbótarvirkj-
ana Sogs og Laxár, 18 miþlj. kr. til Sogsvirkjur.arinnar og 5
millj. kr. til Laxárvirkjunarinnar. Hefst sala skiildbréi'a í lán-
um þessum í dag.
Stjórnir virkjananna hafa sent blaðinu greinargerð um
iánsútboðið og fara aðálatriði hennar hér á eftir:
Hér á íþróttasíðunni hefur
verið reynt að rekja í stórum
dráttum og sýna framá hve ó-
heil mörg iþrótta- og æsku-
lýðsfólög hér í bæ eru í bind-
indismálum.
Rót sína á það ef til vill að
rekja ■ til þess að hin félags-
lega hlið er mjög vanrækt. Þar
er það keppnin og það sem
henni fylgir sem mest snýst
um, hvað íþróttafélögin snert-
ir. Eg er, að vísu ekki kunnug-
ur í hinum pólitísku flokkum,
en segja mætti mér að þar
snerist mest um hina pólitísku
togstreitu og innihaldslaust
skemmtanaiíf. Þó kunna að
vera þar á undantekningar. Þó
fjögur íþróttafélög hafi fengið
95 vínveitingalejfi á skemmtan
ir sem þau gangast fyrir og
nokkur hinn^ á mánuðum eða
árum þar áður, sýnt undanláts-
semi í þessum efnum, þá eru,
sem betur fer til félög sem
hafa hug á og vilja reka fólags
og skemmtanalíf sitt með menn
ingarbrag. En þau vantar oft
aðstöðu til að sýna sinn góða
vilja, þau vantar húsnæði.
Eitt félag hefur þó, eftir að
hafa beðið ósigur annarstað-
ar, ekki misst kjarkinn og
trúna á að hægt væri að reka
skemmtanalíf í Revkjavík með
menningarsniði, þetta félag er
U.M.F. Revkjavíkur. Eftir
hrakfarirnar í Mjólkurstöðvar-
salnum náði það samkomulagi
við Félag islenzkra myndlistar-
manna um leigu á Listamanna-
skálanum.
Hófst sú starfsemi þar á s.l.
vetri. Var skálinn þá h>'"sgagna
laus, og varð félagið því að
kaupa húsgögn fyrir marga
tugi þúsunda.
Haldið var rfram i vetur
með sama fyrirkomulagi. Til
þess að kynnast þessu nánar
fór sá er þetta ritar á eina
skemmtun um miðjan nóv. s.l.
Kl. rúmlega 10 var húsinu lok-
"nð, það var fullt og ekki liægt
að hleypa fleirum inn.
Það sannaöi mér strax að
þarna vildi fólkið koma, þarna
vildi það skemmta sér. Inn-
gangseyrir mjög lítill aðeins
10 krónur.
Eg fékk borð á góðum stað
og fylgdist þaðan með þvi sem
gerðizt. Allt var rólegt, hvergi
köll né háreysti, brotahljóð
glerja eða búsáhalda, fólkið
dansaði og naut þess í friði..
Eftir að ég hafði setið inni
um eiiin klukkutíma fer að
verða hávaðasamt við eitt borð
ið rétt hjá mcr. Innanskamms,
koma þar 3 vasklegir menn að
borðinu og biðja þá er hávað-
anum valda og sýnilega voru
orðnir drukknir, að hverfa úr
salnum. því ölvun sé bönnuð.
Er ekki að orðiengja að þeir
eru fjarlægðir. Annað svipað
tilfelli kom fyrir þetta kvöld.
Eg spurði einn mannanna
hvernig stæði á þessari ölvun
manna þarna inni. Þeir hafa
helt í sig áður en þeir komu
inn og svo svifið á þá. Já við
erum hér nokkrir úr félaginu
sem hjálpumst að, að halda
þessu í góðri reglu. Það fær
enginn að koma inn sem er sjá
anlega undir áhrifum víns.
Þetta er ákaflega vel séð af
öllum og sorstaklega þó höf-
um við orðið varir við þakkir
margra aðstandenda þeirra er
tiðum sækja skemmtanir okkar.
Er nokkur hagnaður af
þessu? — Það er mjög sæmi-
legt var svarið.
Staðreyndin er því þessi:
U.M.F.R. hefur sýnt og sann-
að að fólk sækir skemmtanir
sem eru vínlausar, og það má
reka þær við „mjög sæmileg-
um“ hagnaði.
Engum mun detta í hug að
á þessar skemmtanir U.M.F.R.
komi aðeins sá hópur æsku-
fólks í Rvík, sem ekki vill að
vín sé um hönd haft. Að í
öðrum samkomuhúsum verði
að vera brennivín til þess að
fólkið vilji skemmta sér. Slíkri
fjarstæðu dytti engum í hug
að halda fram í alvöru. Sú
skoðun væri mótuð af meiri
gróðafíkn, meiru örlæti af
liendi þeirra er „ölsælir" væru
og varla vissu hvað þeir væru
að gera. Það er fullvíst að fólk
ið heldur áfram að skemmta
sér, það vill dansa og koma
saman. Hátterni þess og lát-
bragð er á hverjum tíma eins
og forstöðumenn skemmtan-
anna ákveða, að því tilskyldu
þó að þeir hafi þor og vilja til
að framfj'lgja því sem þeir
vita að er bezt og þeir hafa
ákveðið. Því má líka bæta hér
við að ekki sé skilyrði húseig-
enda um vínveitingar fyrir því
að fá húsið. Eins og ástandið
er nú vantar flest alla vilja til
að breyta þeim tíðaranda, sem
nú ríkir í féJags- og bindindis-
málum. íþróttafélögin halda því
fram, og önnur æskulýðsfélög
sjálfsagt líka, að þáð sé ekki
verra að þau fái ágóða af þess
um skemmtunum en aðrir sem
ekki vinna að eins góðu mál-
efni og þau gera, en sem ann-
ars mundu taka hann frá jæim
Við þurfum mikið fé til starf-
rækslu félaganna, og hvað ætti
okkui’ að vera vandara um en
sjálfu Alþingi og ríkisstjórn,
sem byggja tilveru sina og
fjárhagsafkomu á því að
brennivín. só drukkið.
Hér kemur enn fram vantrú
‘él'ip-.nna æsx i ands ; s, van
máttur þeirra ti] að framfylgja
því sem þau vita að er rrtt
og í anda þeirra eigin starfsemi
Ef leggja á til grundvallar
hugsjón íþróttanna þá á sú
hreyfing ekki tilverurétt ef
framtíð hennar og fjárhagsaf-
koma byggist á því að hún
■sjálf vinni að aukinni vín-
drykkju meðal þeirrar æsku
sem henni hefur verið trúað
fyrir. Öllum er það Ijóst að
stór hluti ríkisteknanna er af
sölu brennivíns. Að það eigi
að vera sönnun þess og rétt-
læting æskulýðsfcJaga á því að
þau haldi áfram á þeirri braut
sem þau liafa verið fæ ég ekki
skilið. Hvenær hefur ábyrgur
stjórnmálamaður sagt að það
sé of lítið drukkið, það þurfi
að auka það til mikilla muna,
svo ríkissjóður fái meiri tekj-
ur. Virðist mér að þeir hafi
nóg á sinni samvizku, þó þeim
sé lilíft við þessum ásökun-
um, hitt er annað mál að þeir
hafa flestir verið veikir og
værukærir í öllum aðgerðum
gagnvart þessu áfengisflóði.
Hafa þar hinir stærri spámenn
látið hægt og hægt undan síga,
hopað undan tíðarandanum.
Hittum við annars nokkurn-
tíma fullorðinn ábyrgan mann
sem ekki lætur í ljós undrun
sína yfir ástandinu? Er hin al'-
menna skoðun ungra sem gam-
alla ekki sú, að þetta ástand
só óþolandi lengur, en þar virð-
ast allir gleyma því að það
er hinn stóri fjöldi þegnanna
sem skapar þetta ástand og
með athöfnum vill hafa það
en með orðum fordæma. Tví-
skinnungurinn er næstum al-
gjör, upp og niður þjóðfélags-
stigann. Þó munu margir bera
ugg i brjósti ef íslenzka lýð-
veldið á i vaxandi mæli að
eiga tilveru sína undir því að
æska þess liggi við. vínámur og
drekki meira í dag en í gær.
islendingar! Það er verið að
rányrkja æsku þjóðarinnar.
Það er verið að lama athafna-
vilja hennar og þroska, siauk-
andi vínsala sannar það sorg-
lega. Á þessu eiga sök háir
sem lágir, leikir sem lærðir, ó-
pólitísk- og pólitísk æskulýðs-
félög — hin almenna undan-
látssemi, sem eins má kalla
hugleysi. ÖIl þjóðin er samá-
byrg. Hún hefuy heyrandi ekki
7; 7 / t
Þegar viðbótarvirkjunum Sogs
og Laxár, sem nú eru að hefj-
ast, er lokið, þrefaidast raf-
orkan frá báðum orkuverunum.
Orka Laxárvirkjimarinnar vex
úr 4.000 kw í 12.000 kvv, og
orka Sogsvirkjunarinnar úr
15.000 kw í 45.000 kw. Er á-
ætiað, að báðar virkjanirnar
muni kosta um 202 milljónir
króna, þar af Sogsvirkjunin 158
millj. og Laxárvirkjunin 44
millj. kr. Kostnaður við Sogs-
virkjunina skiptist þannig, að
innlendur kostnaður er 68
millj., kostnaður í Evrópugjald-
eyri 28 millj. og kostnaður í
Bandaríkjagjaldeyri 62 millj.
kr. Kostnaður við Laxárvirkj-
unina skiptist þannig að inn-
lendur kostnaður er 22 millj.,
kostnaður í Evrópugjaldeyri 6
millj. og kostnaður í Banda-
ríkjagjaldeyri 16 millj. kr.
Innlendur kostnaður
um 90 millj.
íslandi hefur nú þegar verið
veitt 2 millj. dollara lán til efn-
iskaupa í Bandaríkjunum, og
gert er ráð fyrir, að jafn-
virði 45 millj. króna i dollur-
um verði veitt sem framlag án
endurgjalds. Leitað hefur verið
eftir láni hjá Alþjóðabankanum
til þess að standa straum af
þeim kostnaði, sem greiða þarf
í ýmsum Evrópugjaldeyri. End-
anlegt svar er ekki enn komið
frá bahkanum, en góðar horfur
munu vera á því, að þetta lán
fáist.
Eftir er þá að afla fjár til
þess hluta kostna'ðarins, sem
greiða þarf í innlendum gjald-
eyri. Innlendur kostnaður við
báðar virkjanirnar er áætlaður
um 90 millj. lcr., en þar að
auki þarf að leggja í mótvirðis-
sjóð gegn þeirri fjárhæð, sem
efnahagssamvinnustjórnin veit-
ir án endurgjalds.
Enda þótt elcki sá ólíklegt,
að þetta fjáröflunarvandamál
verði að einhverju leyti leyst
í sambandi við mótvirðissjóðinn,
er augljóst, að mikið skortir á,
að tryggt sé nægilegt innlent
fjármagn til framkvæmdanna.
Ákveðið hefur verið, að Akur-
eyrarkaupstaður leggi fram 3
milljónir króna til Laxárvirkj-
unarinnar og Reykjavíkurbær
15 millj. króna-til Sogsvirkjun-
arinnar, en vandinn er þó ekki
leystur til fulls með þeim fram-
lögum.
heyrt þær fáu raddir sem
hrópað hafa í þessari eyði-
mörk. Sjáandi hefur liún ekki
séð hvert stefnir. Vakandi flýt-
ur hún sofandi að feigðarósi
í þessum efnum og horfir á
börn sín eitt eftir annað
drukkna í vínflíðinu, sem hún
sjálf hefur yfir þau leitt.
Hvað er þá hægt að gera á
þessari alvörustund? '
Framh, á 6. siðu.
Leitað aðstoðar
ahnennings
Til þess að koma i veg fyrir
þa'ð, að þessar mikilvægu fram-
kvæmdir þurfi að stöðvast
vegna skorts á innlendu fjár-
magni, hafa nú verið boðin út
tvö innanríkislán vegna virkj-
ananna, 18 milljón króna lán
til Sogsvirkjunarinnar og 5
miiljón króna lán til Laxár-
virkjunarinnar. ■— Mhn sala
skuldabréfa í lánum þessum
hefjast í dag.
Má gera ráð fyrir því, að
þessar 23 milljónir króna séu
sá herzlumunur, sem ávant er,
til þess að fengnar séu þær
202 miiljónir króna, sem er
hið áætlaða kostnaðarverð þess-
ara miklu raforkuframkv.
1 þús. á hverja
5 manna fjölskylclu
Verói almenn þátttaka í
skuldabréfakaupunum, er hæg-
ur vandi að afia þessara 23
milljóna. Þótt aðeins sé reikfi-
að með íbúum orkuveitusvæða
Sogs og Laxár, nemur lánsfjár-
liæðin að meðaltali ekki nema
rúmum 1000 krónum á hverja
5 'manna fjölskyldu. Er þá
ekki tekið tillit til þess, að
iðnrekendur og margir aðrir
atvinnurekendur, sem eiga af-
komu fyrirtækja sinna að meira
eða minnu leyti tengda raf-
orkunni, munu án efa fúsir að
leggja fram ríflegan skerf tii
þess að greiða fyrir því, að
þessar virkjanir komist sem
fyrst upp.
Vextir 6% á ári
Eins og fram er tekið í út-
boðsaugiýsingum lánanna eru
vextir 6% á ári, og þriggja ára
vextir 18% af nafnverði bréf-
anna, eru greiddir fyrir fram.
Eftir 4 ár verður svo byrjað
að innleysa bréfin. Af hverju
300 króna bréfi fær kaupand-
inn strax greiddar 54 krónur í
I vexti, af hverju 1000 króna
bréfi fær hann greiddar 180
krónur, og af hverju 5000 króna
bréfi fær kaupandi strax
greidda 900 króna vexti.
Banlcar, sparisjóðir og !
rafveitur annast hréía- 1
söluna 1
Skuldabréfin verða til sölu
í öllum bönkum og útibúum
þeirra og einnig í öllunj spari-
sjóðum og rafveituskrifstofum
og hjá mörgum verðbréfasöl-
um á orkusvæðum Sogs og
Laxár, en gert er ráð fyrir,
að aðalsala bréfanna verði á
þeim svæðum. Þar sem þó má
ætla, að marga utan þeirra
svæða fýsi að kaupa bréf, verða
gerðar ráðstafanir til þess að
bréfin fáist einnig keypt í
mörgum hínna stærrí spari-
sjóða, þar sem ekki eru banka-<
útibú.