Þjóðviljinn - 16.01.1951, Qupperneq 4
I
ÞJÓÐVIL71NN
Þriðjudagur 16. janúar 1951.
HlÓÐVILJINN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
j Nú er ekki lengur þörf á
! norrænni samvinnu
Um langt skeið hefur þátttaka í norrænni sam-
vinnu verið talinn hinn sjálfsagðasti þáttur í samskiptum
íslendinga við umheiminn. Umræður um norræna sam-
vinnu hafa verið miklar og misjafnlega raunhæfar, en
fiestum hefur komið saman um að um eðlilega samstöðu
væri að ræða á ýmsum sviðum. Hefur þar ekki aðeins
verið lögð áherzla á frændsemi, sameiginlega sögu og
hliðstæða menningarþróun, heldur og þá staðreynd að
Norðurlandaþjóðirnar eru allar smáþjóðir, sem með sam
eiginlegri afstöðu í alþjóðamálum gætu þó fengið all-
miklu áorkað. Ekki sízt hafa þessi sjónarmið verið rakin
í blöðum þríflokkanna.
Maður skyldi ætla að þetta væru atriði sem óþarft
væri að rifja upp fyrir ríkisstjóminni og utanríkisráð-
herranum, því allir hafa ráðherrarnir margsinnis flutt
ræður um þetta efni, oftsinnis prýddar rómantísku orða-
lagi. í framkvæmd hafa valdamennirnir einnig sýnt nokk-
urn lit á því að hrinda í framkvæmd norrænni samvinnu,
t.d. hafa utanríkisráðherrar Norðurlanda undanfarin ár
haft sameiginlegar ráðstefnur um störfin á þingi sam-
eýiuöu þjóðanna. Var slíkur utanríkisráðherrafundur
haldinn hér á landi í fyrrahaust og í sameiginlegri yfir-
lýsingu sem þá var gefin út lögðu ráðherrarnir allir á-
herzlu á nauðsyn áframhaldandi samvinnu og komust
m. a. þannig að orði:
„Eins og á fyrri fundum kom það í ljós að í veruleg-
um atriðum var samkomulag um afstöðu hinna fjögurra
ríkisstjórna, og varð að ráði að halda áfram á næsta alls-
herjarþingi þeirri nánu samvinnu sem sendinefndir
Norðurlanda hafa haft með sér á fyrri þingum.“
★
En nú hafa allt í einu gerzt þau tíðindi að þessi nor-
ræna samvinna í alþjóðamálum er rofin — af íslenzku
ríkisstjórninni! Eins og kunnugt er sendu Bandaríkin
fyrir skömmu 30 ríkisstjórnum kröfu um að þær tækju
þátt í refsiaðgerðum gegn kínverska lýðveldinu. Þessi
krafa er mjög alvarlegs eðlis og viöbrögðin við henni geta
skipt miklu máli fyrir það hvort friður helzt í heiminum.
Afstaða Norðurlandanna til atburðanna í Asíu getur
ekki mótast af neinni sérstöðu hvers einstaks lands, held-
ur virðast allir möguleikar á sameiginlegri afstöðu. í sam
ræmi við þetta bauð utanríkisráðherra Danmerkur, í-
haldsmaðurinn Ole Björn Kraft, utanríkisráðherrum
hinna Norðurlandanna, íslands, Noregs og Svíþjóðar, á
ráðstefnu sem hefst í Kaupmannahöfn 1 dag.
Ríkisstjórn íslands hefur neitað að taka þátt í
þessari ráðstefnu. Hún hefur ekki um neitt við liin
Norðurlöndin að íala í sambandi við afstöðuna til
Kína. Og neitun hennar er með algerum dónabrag.
Ef Bjarni Benediktsson hefur ekki átt heimangengt,
var stjórninni að sjálfsögðu í lófa lagið að láta
sendiherra sinn í Danmörku mæta á ráðstefnunni,
eins og hún hefur áður gert. En í staðinn svarar
ríkisstjórn íslands aðeins hortugheitum: Við höfum
ekkert við ykkur að tala.
Ástæðan til þessara sinnaskipta er afar augljós. Sví-
ar hafa þegar tekið eindregna afstööu gegn hinni ósvífnu
bandarísku kröfu. Búizt er við að Danir og Norðmenn
muni taka hliðstæða afstöðu. Krafa Bandaríkjanna
samsvarar hins vegar algerri fyrirskipun þegar íslenzku
lepparnir eiga í hlut; þeira hlutverk er aöeins að hlýöa.
Hins vegar hefur stjórninni ekki þótt árennilegt að skýra
út slíka afstöðu frammi fyrir ráöherrum hinna Norður-
landanna, og því er sá kostur valinn að rjúfa samstarfið,
þrátt fyrir öll fyrri faguryrði um nauðsyn norrænnar
samvinnu.
Öllu gleggra dæmi um hinn auðvirðilega undirlægju-
hátt íslenzku ríkisstjórnarinnar mun vart hægt að hugsa
sér. Og ekki mun þetta verða til þess að lepparnir vaxi
mikið í áliti hjá hinum vestrænu yfirboðurum sínum.
Tæki sem útvarpið þyrfti
að eignast.
Amatör skrifar: — „fslenzka
ríkisútvarpið þyrfti endilega að
ná sér í þau tæki, sem notuð
eru við útvarpsstöðvar erlendis
víða, til dæmis brezka útvarpið,
og gefa til kynna hversu marg-
ir hlusta á hina ýmsu þætti dag
skrárinnar! Ég veit ekki gjörla
hvaða undur liggja hér til
grundvallar, enda skiptir það
ekki máli. Hitt er aðalatriðið,
að slík tæki hafa verið upp-
fundin, og það er mikil þörf
fyrir þau við íslenzka ríkisút-
varpið. Eða þarf að skýra fyrir
fólki, hverja þýðingu málið hef-
ur?
□
„Svona eruð þið leiðin-
legir“.
„Hugsum okkur að tæki þessi
væru komin í notkun hér: Þeg-
ar t. d. leiðinlegir fyrirlesarar
eða vondir söngvarar væru bún-
ir'að ljúka sér af, mundi þeim
visað inn í herbergið til magn-
aravarðanna. Þar yrði fyrir
þeim mælir uppi á vegg, og á
honum sæist nákvæmlega til-
greint í tölustöfum, hversu fá-
ir hefðu nennt að hlusta á þá.
„Svona eru þið nú leiðinlegir“,
segði mælirinn. En hann segði
lika (og það er mest um vert),
hversu mikið þeir þyrftu að
bæta sig til að ná meðalhylli
hlustenda. Síðan mundu þeir
fara að vanda sig betur, og
ómögulegt að segja nema þeir
kæmust um síðir í hóp hinna
vinsælustu dagskrárkrafta út-
varpsins. — Og sjá menn þá
ekki þýðingu tækjanna? —
— Amatör“.
□
Erindi sem mest var
hlustað á.
J.ú, víst ættu menn að sjá
hana. Og vissulega hlytu tækin
að vera heldur betur dýr. ef
ekki borgaði sig fyrir íslenzka
útvarpið (vinsældanna vegna)
að útvega sér þau. -— En þess-
ar upplýsingar. Amatörs minna
á það, sem ég hef heyrt varð-
andi erindaflokk þann, sem
Hjörtur Halldórsson er tekinn
að flytja íslenzkaðan í útvarp-
ið hér. Þannig er sem sé mál
með vexti, að þegar erindi þessi
Voru flutt í brezka útvarpið
var meira á þau hlustað en
noklcur önnur erindi það árið.
Fyrir því er örugg vitneskja.
Þeir hafa nefnilega þau marg-
umræddu undratæki við brezka
útvarpið.
□
Hvað gerir bærinn til að
bæta úr atvinnuþörfinni ?
Verkamaður skrifar: — „At-
vinnuleysi meðal verkamanna
hefur sjaldan verið verra en
einmitt nú, og ekki annað sjá-
anlegt en að hver einasta upp-
sögn úr fasta vinnu þýði lang-
varandi atvinnuleysi. — Mikill
þorri þeirra manna sem sagt
var upp t. d. í bæjarvinnunni
á síðastliðnu hausti eftir að
hafa unnið þar yfir sumarið
hafa ekkert fengið að gera enn-
þá, nema einstaka sem hafa
fengið smá snöp dag og dag eða
part úr degi við höfnina.
Nú er tækifærið að
efna loforðin
„Áhuginn hjá ráðamönnum
bæjarins virðist hinsvegar mik-
ill að spara sem mest vinnu-
kraftinn, þó vitað sé að mörg
þau verk sem hægt er að vinna
nú um þetta leyti árs ef tíð
er góð, mundu ef þau ekki eru
unnin nú, vera dregin um of á
langinn, eða alls ekki fram-
kvæmd fyrr en seint og síðar
meir, öllum til óþæginda, bæði
bæ og einstaklingum. Fyrir síð-
ustu kosningar voru þó gefin
fögur loforð um atvinnu handa
öllum og að bærinn myndi
greiða úr með atvinnu ef að
þrengdi hjá einstaklingum. Nú
virðist mér að sé tækifæri að
efna þetta loforð. Dæmi eru
til, og ekki svo fá, að verka-
menn hafa ekki getað staðið í
skilum um greiðslu á húsaleigu
og fleiru, af því enga atvinnu
hefur verið að fá í fleiri mán-
uði. — Verkamaður."
□
Er inflúensan pólitísk?
Húsmóðir hringdi til mín í
gærmorgun og lcvartaði um,
að illa bæri saman fréttum dag-
blaðanna, jafnvel um þau efni,
sem utanvið virtust standa all-
an flokkaágreining. Tók hún
sem dæmi fréttirnar af inflú-
ensunni nú seinustu dagana.
„Eitt blaðið fullyrðir að hún
sé hin sama og á Bretlandi og
. Norðurlöndum“, sagði konan.
Annað fullyrðir að ekkert sé
vitað um uppruna með vissu.
Enn annað fullyrðir svo eitt-
hvað enn annað. Hver ósköpin
valda þessum ágreiningi ? Getur
það verið að inflúensan sé orð-
in pólitísk?"
□
Tríó Ólafs Gauks.
Loks vildi ég, fyrir hönd
nokkurra gamalla jazzvina,
þakka þeim Ólafi Gauk Þór-
hallssyni, Axel Kristjánssyni og
Kristjáni Magnússyni fyrir leik
þeirra í jazzþættinum á sunnu-
daginn var. Svona tríó mundi
sóma sér hvar sem væri, og
það er skoðun jazzvinanna
gömlu, að útsetning Ólafs
Gauks á „The man I love“ sé
hreinasta snilld.
* ★ *
og- N.y. Audumbla fermir í Ant-
verpen 16.—17.1. til Reykjavíkur.
JTfundur í kvöld á venju-
-*-*•*■”-*- legum stað og tima.
Loftleiðir h. f.
1 dag er áætlað að
fljúga til: Akureyr
ar kl. 10 og tii
Vestmannaeyja kl.
13.30. Á morgun er
áætlað að fljúga
til Akureyrar kl. 10; til Isafjarðar,
Patreksfjarðar og Hólmavíkur kl.
10.30 og til Vestmannaeyja kl.
13.30.
> Fastir liðir eins og
venjulega. — Kl.
20.20 Tónleikar Pí-
anókonsert í Es-
dúr (K449) eftir
Mozart (Rodolf
Serkin og hljómsveit Adolfs Busch
leika). 20.45 Erindi: Suðurlands-
síldin; síðara erindi (dr. Hermann
Einarsson). 21.15 Sinfóníuhljóm-
sveitin leikur; dr. Victor Urbant-
chitsch stj. 21.40 Upplestur (Sig.
Skúlason magister). 22.10 Vinsæl
lög. 22.30 Dagskrárlok.
Frá rannsóknarlögreglunni. Laug-
ardagsmorguninn, 13. þ. m., varð
piltur fyrir vörubifreið á Melavegi,
móts við Háskólann. Bílstjórinn
stöðvaði bifreið sína og ætlaði að
hjálpa manninum, sem fallið hafði
á götuna, en hann reis þá á fæt-
ur og veifaði til bílstjórans til
merkis um að allt væri í lagi með
sig og hélt síðan leiðar sinnar að
Háskólanum. Rannsóknarlögregl-
an biður bifreiðnrstjóra þann, sem
þarna var á ferð, að tala við sig
sem allra fyrst.
Nýlega hafa opin-
berað trúlofun sína
ungfrú Hjördís El-
inórsdóttir, Akur-
eyri og Jón Árni
Sigfússon frá Vog-
um í Mývatnssveit. — Nýlega hafa
opinberað trúlofun sína ungfrú
Sara Stefánsdóttir, Hrísey, og Jón-
as Guðmundsson frá Flatey á
Skjálfanda. — Nýlega opinberuðu
trúlofun sina ungfrú Bergþóra
Jónsdóttir, afgreiðslumær, Akur-
eyri og Björn Sigurðsson, hús-
gagnasmiður, Akureyri.
Þorrablót heldur Eyfirðingafélagið
n. k. föstudag, 19. þ. m. — Að-
göngumiðar eru seldir í Hafliða-
búð, Njálsgötu 1.
Ný hannyrðaverzlun hefur verið
opnuð í Aðalstræti 12, undir nafn-
inu Hannyrðaverzlunin Refill.
RIKISSKIP;
Hekla er í Reykjavík. Esja fór
frá Akureyri í gær. Herðubreið
fór frá Reykjavík kl. 21.00 í gær-
kvöld austur um land til Siglu-
fjarðar. Skjaldbreið er væntanleg
til Reykjavíkur í dag frá Húnafl.
Þyrill var á Hólmavík í gær. Ár-
mann á að fara frá Reykjavík í
kvöld til Vestmannaeyja.
Eimskip-
Brúarfoss kom til Reykjavíkur
14.1. frá Hull. Dettifoss kom til
Hamborgar 14.1. fer þaðan 15.1.
til Stettin og Gdynia. Fjallfoss
kom til Leith 13.1. fer þaðan til
Reykjavíkur. Goðafoss væntan-
legur til Reykjavíkur síðdegis í
gær 15.1. frá Keflavík. Lagarfoss
fór frá Kaupmannahöfn 13.1. til
Reykjavíkur. Selfoss fór frá R-
vík 15.1 til Akraness og vestur
og norður. Tröllafoss fór frá R-
vík í gærkvöld 15.1. til St. Johns
★
Vandvirkni
Sannvirði
Flýtir
★
Faiapressa
(^])
Grettisgötu 3,
Sími 1098.