Þjóðviljinn - 16.01.1951, Blaðsíða 5
feriðjudagur 16. janúar 1951.
ÞJÓÐVIL7INN
S
Timinn, málgagn forsætisráð-
herrans, heldur áfram skrifum
sínum um einokun útflutnings-
ins. Rakti Þjóðviljinn ýtarlega
fyrstu forystugrein hans um
það efni fyrir nokkrum dögum,
þar sem lýst var yfir því að
útflutningseinokunin væri lang-
þyngsti bagginn sem nú hvílir
á bátaflotanum og yfirleitt tek
ið undir þá alvarlegu gagnrýni
sem Þjóðviljinn hefur flutt á
undanförnum árum.
^ „Málgagn írjálsrar
verzlunar" ver
einokunina!
Jóhanni Þorkatli Jósefssyni
rann blóðið til skyldunnar eftir
þessi skrif Tímans og varði
einokunarfyrirkomulagið af öll-
um mætti í Morgunblaðinu —
„málgagni frjálsrar verzlunar“
— og taldi fráleitt að nokkuð
yrði slakað á því. í fyrradag
svarar Tíminn svo fullum hálsi
og kveður upp enn þyngri dóma
um útflutningseinokunina en í
fyrri greininni.
lát.-
'jAr Sýn mér trú þína
í verkunum.
Þessi skrif Tímans eru að
sjálfsögðu góðra gjalda verð,
en á hitt skal þó bent að Fram
sóknarflokkurinn þarf ekki að
iáta sér nægja að bera fram
kröfur, hann hefur aðstöðu og
völd til að brjóta einokunarkerf
ið niður. Fylgi einhver alvara
hinni hörðu gagnrýni, getur
SÍS til dæmis leyst umsvifalaust
upp einokunarhringinn SlF, þar
sem Vilhjálmur Þór hefur unað
sér í bezta yfirlæti undanfarin
ár. Og hvers vegna er skrifum
Tímans ekki fylgt eftir með áð-
gerðum á Alþingi, sem nú situr
verklaust þrátt fyrir það að
bátaflotinn hefur ekki enn haf-
ið veiðar einmitt vegna einok-
unarskipulagsins ? Fyrir Al-
þingi liggja einnig ákveðnar til-
lögur frá sósíalistum um afnám
einökunarkerfisins, og hvað
kemur til að Framsóknarflokk-
urinn tekur ekki undir þær í ó-
breyttu eða breyttu formi?
Varla telja Framsóknarfor-
sprakkarnir nú hagkvæmt að
endurtaka þann andstyggilega
hræsnisleik sem leikinn var í
kringum framboð Rannveigar
Þorsteinsdóttur hér í Reykja-
vík í síðustu kosningum, að Tím
inn skrifi ádeilur sínar af mikl
um skörungsékap en þingmenn
Framsóknar breyti síðan þver-
öfugt í raun.
'fc „Klíkuskapur,
brask og
svindlstarísrrv
í forustugrein Tlmans í fy:ra
dag segir m.a. svo um áhrif
einokunarinnar:
„Eins og nú sten.'ur, er út-
flutningsverzlun fslendinga
fnllkomlega klafabundin.
Sala saltfisks er í höpdum eins
aðila (SÍF) og sania er að
segja um sa'ts'ldina (Síldarút-
vegsnefnd). Svipað má og segja
um hraðfrysta fiskinn, þar sem
stærstu hraðfrystihúsin hafa
myndr.ð hring um sölu hans
(Sölum’ðstöðina), og aðeins
tveir útflytjendur aðrir, sem
ráða yfir litlu fiskimagni, hafa
útflutningsleyfi.
Þaft má vitanlega benda á
þaft, að einokun geti haft
nokkra kosti. En ókostirnir eru
þó raiklu meíri, er til lengdar
BlaS forsœtisráSherrans lýsir enn yfir:
Áfnám einokunarlnnar er feiðln fi! að
bjarga sjávarútyeginum ur ógöngunum
Hvers vegna styðja FraiBisókitarmenmriiir
ekki í verki kenisingar Tímans?
lætur. Kyrrstaðan heldur fljótt
innreið sína þar sem framtakið,
er samkeppnin skapar, er úr
sögunni. f skjóli einokunarinn-
ar ve\ svo fljótt ýmis konar
klíkuskapur, brask og svindl-
starfsemi. Þetta hefur marg-
fallt meira tjón í för með sér
en svarar til hagnaðarins, sem
einokuninni getur fylgt. Undan-
tekningar geta þó átt sér stað,
þegar um mjög einfalda og auð
velda sölu er að ræða (t.d, á
tóbaki og áfengi), en slíkt er
ekki hægt að segja um sölu
sjávarafurða, sem er margbrot-
in, umfangsmildl og vandasöm.
Fáir hafa oftar eða kröftug-
legar lialdið fram þessum kenn-
ingum en forsvarsmenn Sjálf-
stæðisflokksins og er Jóhann
I>. Jósefsson þar ekki undanskil-
inn. Þeir hafa bent á, að sam-
keppnin hefði mikia yfirburði
fram yfir einoknnina. í því til-
felli, þar sem um sölu afurða
væri að ræða, skapaði hún
miklu meira framtak, er kæmi
fram í auknum markaðsleitum,
meiri keppni í vöruvöndun o.
s.frv.
Af hverju stafa þau þá þessi
skyndilegu umskipti, sem virð-
ast orðin í herbúðum Sjálfstæðis
flokksins til frjálsrar verziunar
og einokunar ? Hvers vegna er
einokunin allt í einu orðin hið
eina sanna og rétta fyrirkomu-
lag í útflutningsverzlun ísiend-
inga? Það er von að menn
spyrji og þannig er líka spurt
víðsvegar um land þessa dag-
ana. Skyldi það geta verið, að
Sjálfstæðismenn séu gengnir af
trúnni vegna þess, að þeir ráða
mestu um stjórn umræddra fyr-
irtækja og þyki sætleiki einok-
unarinnar góður, þegar þeir
sitja sjálfir að honum?
En víst er það, að þessi af-
staða þeirra manna, sem sitja
að einokuninni, og ótti,
þeirra við aukna sam-
keppni, dregur ekki úr þeirri
tortryggni, að ekki sé allt sem
skyldl. Mönnum verður |.iað
lílta alltaf betur og betur ljóst,
að ein leiðin til að bjarga sjáv-
arútveginum út úr þeim miklu
ógöngum, sem hann hefur kom
izt í, er að auka fjör og fram-
tak í útflutningsverzluninni.
Það vcrður ekki gert nema með
auknu frjálsræði“.
^ Enginn áhugi á
þingi.
Eins og áður er sagt hafa
sósíalistar borið fram tillögur
sínar um tilslakanir á einok-
unarfyrirkomulaginu á undan-
förnum þingum, og þær tillög-
ur liggja enn fyrir. Er þar lagt
til að veitt verði frelsi til að
selja varning til þeirra landa
sem ríkisstjórnin hefur ekki
gert heildarsamninga við cg
kaupa í staðinn nauðsynjar,
innan ákveðizma takmarkana
um lágmarksverð á útfluttum
varningi og hámarksverð á
innfluttum. Þess hefur ekki
orðið vart að neinir Framsókn-
arþingmenn hefðu nokkura á-
huga fyrir þessum tillögum eða
efni þeirra. Enginn þeirra hef-
ur tekið til máls þegar þær
hafa verið ræddar, og er það
þó næsta furðulegt eftir síð-
ustu lýsingar Tímans. Hvers
vegna hafa Framsóknarþing-
mennirnir með þögn sinni og
sumir með beinni þátttöku lagt
blessun sína yfir þá einokun
sem er jarðvegur „ýmiskonar
klíkuskapar, brasks cg svind-
ilstarfsemi“ ? Hvað kemur til
að þeir hafa enn ekki sýnt í
verki neinn áhuga á afnámi
einokunarinnar sem að sögn
Tímans er þó „eina leiðin til
að bjarga sjávarútvegnum út
úr þeim miklu ógöngum sem
hann hefur komizt í“ ?
Framsóknarþing-
mennirnir tóku á
sig persónulega
ábyrgð á stöðvun
bátaflotans.
Bátafletinn er enn bundinn
við landsteina, þótt vetrarver-
tíðin ætti að vera hafin af full-
um krafti. Telja má að hver
dagúr sem líður án þess að
bátarnir séu gerðir út baki
þjóðinni tjón sem nemur um
það bil einni milljón króna í
dýrmætum erlendum gjaldeyrL
Þegar þing fór heim í jólafrí
lýsti ríkisstjórnia yfir því að
hún mundi hafa tillögur sínar
um starfrækslu bátaflotans til
þegar að jólaleyfi loknu. En
nú er janúar meira en hálfnað-
ur og engar tillögur sjáanleg-
ar frá þessari ríkisstjórn
Framsóknarflokksins. Hver er
ástæðan til þeirra endemislegu
vinnubragða?
Sósíalistar lögðu til fyrir
Framhald á 6. síðu.
n E Y K J A T ÍK V Bt p Æ T T f «
Ljjóskastarar í skipum
Þ
kað mun nokkuð oft hafa átt
sér stað á undanförnum ár-
um, að skort
ur á jafn
sjálfsögðu
öryggistæki
og ljóskast-
ara hafi bein
línis átt þátt
í því, að ekki
hefur reynzt
unnt að
bjarga sjó-
mönnum er
fallið hafa fyrir borð af ís-
lenzkum fiskiskipum við veiðar
eða á siglingu á hafi úti.
¥jað liggur i augum uppi, að
*■ só í sk>Tidi hægt að lýsa
upp svæðið umhverfis skip,
sem misst hefur út mann, eru
möguleikar til björgunar langt-
um meiri en ella. Má í raun og
veru merkilegt teljast, að ekki
skuli enn hafa verið sett lög
sem tryggja þetta bráðnauð-
synlega öryggistæki um borð í
hverju íslenzku skipi.
Hinn nýi fáni Bandarikjanna
i
Teikaín;; eftlr B. Linke úr
pólska da^blaðinu Trlbuna
\o!nosti.
17erkalýðssamtökin hafa marg
T sinnis borið fram ákveðnar
kröfur í þessa átt. Alþingi sam
þykkti 1947 þingsályktunartil-
lögu frá Hermanni Guðmunds-
syni, þar sem ríkisstjórninni
var falið að setja reglugerð, er
skyldar skipaeigendur til þess
að hafa ljóskastara í skipum
sínum.
Fkótt undarlegt kunni að virð-
ast um jafn sjálfsagt mál
sem þetta, þá hefur ríkisstjórn-
in ekki enn, að þremnr árum
liðnum frá. samþykkt þingsá-
lyktunartillögunnar, komið því
í verk að gefa út reglugerðina.
17 g flutti tillögu í bæjarstjórn,
^ I rarabandi við afgreiðslu
fjárliagsáætlunarinnar 1951,
bar sem skorað er á ríkisstjóm.
ina a? fro-ikvæma nú þegar
bingráiyktunartill. frá 1947.
Þesri tillagn vnr samþykkt sam
hljóð;>. af bæjrrntjóm. Slíkt er
fágætt begar fulltrúar minni-
hlutaSokkamm hveifa raálum.
Rétt mun eigi að sícur fyrir
sjómenn og aðra er áhuga hafa
fyrir framkvæmd málsins, að
fylgjast rneð því hve langan
umhugsunartíma rikisstjórnin
þarf enn, áður en hún kemur
því í verk að gefa út reglugerð-
ina.
G. V.