Þjóðviljinn - 21.01.1951, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.01.1951, Blaðsíða 8
Um 30 aí 146 mtinman hafa haít í gær lauk atviimuleysisskráningu sem Múrarafélagið gekkst fyrir meðal meðlima sinna. Mun hún hafa staðið yfir stutta stuiul úr tveim dögum. TLl skráningarinnar mættu 64 menn, þar af 52 kvæntir, með samtals 83 börn á framíæri. Þótt þetta sé geigvænlega há tala, þar sem í félaginu eru 142 menn, þá gefur liún samt sem áður ekki rétta h'ugmynd um atvinr.uleysi múraranna. Hjá múrarafélaginu er sá háttur á að múrararnir fá kaup sitt greitt í skrifstofu félagsins, þeir múrarar sem hafa vinnu koma þangað til að fá greitt kaup sitt. Undanfarið hafa frá 26—30 múrarar fengið greitt kaup í skrifstofunni. Það þýðir að af 142 félagsmönnum hafa um 30 haft vinnu undanfarið. Sknldaskllasjéiur greiði tafarEaus Á fundi sem haldinn var í Skipstjóra og stýrimannafélaginu Aldan í Reykjavík 14. jan. 1951, var svohljóðandi ályktun sam- þykkt í einu hljóði: „Fundur haldinn í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Ald- an, Reykjavík, sunnudaginn 14. jan. 1951, skorar á Alþingi það er nú sifur, að hlutast til um að skuldaskilasjóður greiði nú þegar Iiáup þeirra manna, sem samkvæmt gögnum sem fyrir Iiggja ega kaupkröfur á Iiendur þeim útgerðarmönnum, er til Skuldaskilasjóðs hafa Ieitað“. Greiiiargerð. Það hefur viðgengizt undan- Bandarisk.f vfirlœtisleysi Los Angeles Times segir það sem stjórnendur herraþjóðarinnar hugsa! Tónninn í Bandaríkjablöðum er þó dálítið hógværari nú en haustmánuðina þegar þeir þótt- ust hafa unnið stríðið í Kóreu, sællar minningar. 2. okt. s. 1. birti bandaríska blaðið Los An- geles Timcs grein með fyrir- sögninni „Nú er ekki ástæða fyrir okkur að vera yfirlætis- lausir", Þar segir m. a.: „Bandaríkin hafa unnið enn eitt stríð: það, í nöktum ein- faldleik, cr sú staðreynd er for- ingjar okkar standa andspænis á sviði heimsstjórnmála, efna- hagsmála, heimsspelti og her- valdsmála. Þrátt fyrir það yfirskin að við séum að framkvæma Iög- regluaðgerð fyrir sameinuðu þjóðirnar, getum við nú frem- ur gert kröfu til að eigna. okk- ur Iieiðurinn en 1918 og jafn- vcl fremur en 1945. Því við erum ekki einungis orðnir vold- ugastir allra hernaðarþjóða, helckir erum við einnig forysta lieimssíjórnmálaima, fremstir í heiini aö auði og jafnvel í and- legum málum. Hverjir aðrir ráða höfunum sjö og lofíinn yfir þeim? H\erjir síjórnmálamenn aðrir stjórna hverri jákvæðri hreyf- ingu sameinuðu þjóðanna og þjóðanna uían við bandalag- ið, svo sem Þýzkalands, Japans og Spánar? Kvert er það meg- inland eða jafnvel eyland sein ekki er á áætlunarlista okkar? Og hvað annað en lýðræði, made in America, er ríkjandi lífsskoðun og von alls hins þekkta heims? Nú er ekki ástæða fyrir okk- ur að vera yfirlætislausir . . . Einhver verður að vera „boss“. Eftir hverju erum við að bíða?“ Athugasemdir óþarfar! farið, að sjómenn hafa í mjög mörgum tilfellum ekki fengiö greitt kaup sitt hjá útgerðar- mönnurn þeim og félögum, sem þeir hafa unnið hjá. Vegna þessa hefur alvarlegt ástand skapazt lijá þessúm launþegum þjóðfélagsins. Það er augljóst mál, að sjómenn þurfa, eigi síður en aðrir, að fá kaup sitt skilvíslega greitt, ef þeir eiga að geta séð fyrir sór og sínum. Með lögum nr. 100 frá Alþingi 1948, er um ó- fyrirsjáanlegan tíma komið í veg fyrir að hægt sé að fram- kvæma kröfuré tt sjómanna sem eiga sjóveð í skipum þeim, er þeir hafa starfað á, vegna van- goldins kaups. Vegna laga þess ara hefur gildi sjóveðs rýrnað svo, að sjómenn hafa ekki get- að fengið neitt út á það, enda ekki von til þess að neinn taki sjóveðskröfu, seni enginn veit Framhaid á 7. síðu. Foringjaefnið pekkir ekki Dagsbrúnar! í Morgunblaðinu í gær má sjá það að atvinnurekendur muni telja að nú sé Dags- brún frelsari fæddur, og heiti sá Magnús Hákonarson. Þetta foringjaefni gengis- lækkunarmanna birtir í gær grein í aðalblaði atvinnu- rekenda, þar sem hann ljóst- ar því upp um sjálfan sig að hann veit ekki einu sinni hvað formaður Dagsbrúnar heitir, og kallar hann Sig- urð BJARNASON!! Hentu verkamenn góðláí- Iegt gaman að skrifum þessa hvítvoðungs í Dagsbrún sem ekki þelddr Sigurð Guðna- son, en er aftur á móti hug- stætt nafii rindilsins frá Vig- ur. Verkamenn ræddu það ennfremur hvað myndi hafa komið þessum inanni sem hefur aðeins verið 8 mán- uði í Dagsbrún, til að bjóða sig fram sem formann. — Hvaða bölvaðir háðfuglar skyldu hafa narrað mann- aumingjann til þess?, sagði einn. Ætli hann hafi liarg ekki svona mikið álit á sjálfum sér?, sagði annar. Vera kann að í fásinninu á Vestf jörðurn hafi hann í draumum sínum séð sig sem glæstan foringja fjölmenns liðs, sagði sá þriðji, en hitt er þó ástæðan: gengislækkunarílokk- arnir scndu hann í framboð. 60 pökkum af sígarettum stolið i íyrrinótt I fyrrinótt var brotist inn í Hressingarskálann við Austur- stræti. Stolið var 60 pökkum af sígarettum, 35 af Lucky Strike og 25 af Wellington, en engum peningum. — Þjófurinn hefur senni’lega farið inn um glugga. Svissneshsí píanósnillingur !ík Paul Baumgartner kom hing að til landsins með Gullfaxa í fyrradag og er það tveimur dögum síðar en ráð hafði vcrið fyrir gert, en hann þarf að fara héðan afiur á þriðjudag- inn. Hann lék fyrir styrktárfélaga Tónlistarfélagsins í gærkvöld. í dag klukkan þrjú leikur hann aftur fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins og í kvöid leikur hann í Hafnarfirði á vcgum Tónlistarfélagsins þar, en opin- bera hljómleika heldur liann hér á mánudagskvöld kl. 7. Fréttamenn áttu tal við Bau- mgartner heima hjá Ragnari Jónssyni, forstjóra, í gær, og lék hann fyrir þá lög eftir Mcn- delssohn og Bach. Baumgartner á heima í Sviss. Hann er kennari við tónlistar- háskóla í Basel. Á árunum 1925 til 1935 var hann tónlist- arkennari i Köln í Þýzkalandi, en fluttist aftur til Sviss 1935. Hann hefur víða farið og hald- Paul Baumgartner undanförnu, en fer nú til Júgó- slavíu og síðan til Holiands. Hann fær hvarvetna hina beztu dóma, einkum þykir hann af- buröasnjall túlkari Beethovens. Á hljómleikunum hér leikur hann lög eftir Beethoven,vnema á mánudagimi, þá mun hann einnig leika lög eftir Bach, Scu- ið hljómleika, í Þýzkalandi að bert o. fl. Frileifur hafnar samvmno vil verkalýðsfélögm - velnr vin- áttuna við atvmnurekendur Atvinnuleysið, sem stjórn afturhaldsins hefur leitt yf- ir alþýðuna, bitnaði fyrst á vörubílstjórum og hafa því vörubílstjórar verið lengst atvinnulausir allra stétta. Friðleifur „hinn úrskruð- aði“ aflaði sér kjörfylgis í Þrótti á þeim forsendum að hann væri sérstaklega hæf- ur til þess að ráða bót á atvinnuleysi stéttarinnar, vegna þess að hann væri í Sjálfstæðisflokknum, væri flokksbróðir atvinnurekend- anna, og liefði liin beztu sambönd við forystu Sjálf- stæðisflokksins og atvinnu- rekendastéttina. Þróttarmenn hafa nú und- anfarin ár reynt hvað það þýðir að hafa sem forustu- mann sinn mann sem hefur það fyrst og fremst til ágæt- is að vera vinur atvinnurek- endanna og Sjálfstæðisflokks ins — sú reynsla er ó.tví- ræð: atvinnuleysi vörubíl- stjóra hefur haldið áfram að vaxa jafnt og þétt, svo aldrei hafa atvinnuhorfur vörubílstjóra verið alvarlegri en nú. Aldrei hefur þess því ver- ið meiri þörf, að stjórn Þrótt ar tæki á atvinnuleysismál- unum með festu og alvöru, — en hvað gerir Friðleifur, og litli bróðir hans í at- vinnurekendavináttunni, Ás- grímur í Alþýðuflokksgær- unni ? Á miðvikudaginn var hélt Ðagsbrún fund með stjórn- um alíra verkalýðsfélaganna í bænum til að ræða sam- vinnu þeirra um sameiginleg- ar aðgerðir gegn atvinnu- leysinu. Aðeins fulltrúar eins fé- lags í bænum þurftu að fá frest til að ákveða hvort þeir yrðu þátttakendur í sam vinnu verkalýðsfélaganna í atvinnuleys|smálunum. Þessir tveir menn voru Friðleifur, atvinnurekenda- vinurinn í Sjálfstæðisflolikn- um, „hinn úrskurðaði“ for- maður Þróttar, og Ásgrím- ur litli bróðir í Alþýðuflokkn um! Þessar tvær „baráttuhetj- ur“, sem hafa sett sér það mark að barjast aldrei svo fyrir hagsmunum Þróttar- manna að það kunni að styggja atvinnurekendur, — tóku sér frcst til kl. 2 í gær til að segja til um hvort þeir ætluðu að gerast aðilar að samvinnu verkalýðsfélag- anna um ráðstafanir gegn atvinnuleysinu. — Svarið kom aldrei. Það þýðir að húsbændur Friðleifs í Sjálfstæðishúsinu hafa ekíd leyft honum að gera neitt til að tryggja vörubilstjórum atvinnu — það kynni að styggja at- vinnurekendur. Það þýðir, að nú þegar atvinnuleysi vörubílstjóra er alvarlegra cn nokkru sinni fyrr, hafna þeir Friðleifur og Asgrímur allri samvinnu við verkalýð Reykjavíkur um ráðstafanir til að knýja fram úrbætur á atvinnuleys- inu. Þróttarmenn! í dag eigið þið að velja. milli þess hvort þið kjós- ið sem formann ykkar gengislækkunarpostul- ann Friðleif Friðriksson, manninn sem hefur hafn- að allri samvinnu við verkalýð Reykjavíkur, og kosið í þess stað vináttu við atvinnurekendurna, eða Einar Ögmundsson, hinn ötula baráttumann vörubílstjórastéttarinnar. Það er auðvelt. Kjósið allir B-listann. X I í gær tók varðskipið Ægir enska togarann York Ci.ty, G.Y. 193, að veiðum í landhelgi á svokölluðum Haínarleir út af Kirkjuvogi í Höfnum. Ægir kom með togarann hingað til Reykjavíkur í gær. Skipstjórinn var dæmdur í 74 þús. kr. sekt í landhelgissjóð og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Dómn- um hefur verið áfrýjað. í nýútkomnu hefti af tíma- ritinu Allt um íþróttir er varp- að fram þeirri spurningu hve margir íslendingar muni keppa á Holmenkollenmótinu í vetur. Sem væntanlega keppendur nefnir ritið eftirtalda skíða- menn: Magnús Brynjólfsson, Reykjavík, Hauk Ö. Sigurðs- son, Isafirði og Harald Páls- son, Siglufirði, í svigi, Siglfirð- ingana Jónas Ásgeirsson, Guð^ mund Árnason og Ara Guð- mundsson í stökki og Jóhann Strandamann og Gunnar Péturs son frá ísafirði eða Jón Krist- jánsson úr Mývatnssveit í göngu. Allt um iþróttir flytur einn- ig greinar um jólamóti'ð í hand- knattleik, afreksmenn i frjáís- um íþróttum, leiktækni knatt- spyrnufél. Arsenal, Ásgeir Eyj- ólfsson skiðakappa o. m, fl.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.