Þjóðviljinn - 26.01.1951, Síða 4

Þjóðviljinn - 26.01.1951, Síða 4
fMÓÐVILJINN Otgeíandi: Bameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Préttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Arnason. Auglýsi ngastjóri: Jónsteinn Haraldsson Rttstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sírni 7500 (þrjár línur). Askriftarverð: 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. Bm'sríkjðleppar gop bjéðinni Ekkei-t smáfrumvarp á Alþingi er afgreitt án þess að það fari gcgnum sex umræður í báðum deildum þings. Fræg eru að’ endemum „hitamál“ afturhaldsflokkanna á þingi, friðun rjúpu. minnkarækt og önnur slík, seni löggjafarsamkoma þjóöarinnar er látin hanga yfir dögum saman. Þá er ekki síður alkunnugt hve góðan tíma aft- urhaldsFókkarnir taka sér þegar þeir eru að leita „bjarg- ráðanna" alræmdu, þá er engu hraðað af. En begar gert er út um örlagamál þjóðarinnar, þá eru höfð hröö tök. Til að ræ’öa mál eins og Ksflavíkur- samnine’nn og þátttöku íslands 1 Atlanzháfsbanda- lagi er alþingi ætlaður svo naumur t.’mi að þjóðin fær ekkert tóm til að átta sig á málunum. Jafnörlagaríkt skref 09- Marsjallsamningur var geröur án þess að sam- þykki Albipgis kæmi til. Og i gær situr ríkisstjórnin að baktialdamakki við útsendara bandarísku herstjórnarinn ar um hin örlagaríkustu mál, mál er geta varðað sjálfa tilveru þjóð’arinnar, frelsi hennar og sjálfstæði. Og Al- þingi er ekki spurt, á hálfum klukkutíma ræða ráðherr- ar til málamynda við útséndara erlenda valdsins fyrir- skipanjr þess, og flýta sér að samþykkja í algeru heimild- arleysi ráðstafanir sem oröið geta örlagaríkari en nokk- urn mann grunar. Broslegur viöbúnaður ríkisstjórnar- innar með lögreglu og hvítliöa á hverjx/strái gæti þó bent til að hún efaðist eitthvaö um vinsæld þessa at- ferlís og útsendarans sem að því stendur. Og víst er um þaö að óvild og ískuldi er afstaoa þjóðarinnar til hins evrópska MacArthurs og íslenzku Bandaríkjaleppanna kringum hann. Það eru aum örlög manns sem þó hlotnaöist þátt- taka í baráttunni við nazismann að leggjast nú jafnlágt og Eiseuhower gerði er hann gaf þýzku nazistahsrmönn- unum siðferðisvottorð á dögunum, þeir-"heíöu ekki flekk- að hermannsheiður sinn. íslenzkir sjómenn og íslenzk- ar sjómannafjölskyldur fengu þó nokkuð að kenna á þýzkum nazistahermönnum á styrjaldarárunum, og þær að mínnsta kosti skilja hve langt þessi yfirhershöfðingi íslendinga er kominn fyrst hann lætur sig hafa aö gefa liðsmönnum Hitlers siðferðisvottorö. Flestar meginlands- þjóðir Evrópu fengu að’ kenna á hinni vitfirrtu níðings- lund og hryllilcgum grimmdarverkum þýzkra nazista- hermanna,. Ao Eisenhower skyidi vera valinn til aö skjalla þessa menn og gefa þeim fín siöferðisvottorð’ um óflekkaö an hermannaheiður verður áreiðanlega mörgum Evrópu- manni lærdómsríkt. Einmitt daörið við þýzka nazistaafturhaldið og á- ákvörðun Bandaríkjastjómar um uppvakningu þýzks naz- istahers, þvert ofan í hátíðlega sáttmála stórveldanna í m-i íðslok, sannar, áð Bandaríkjaauðvaldið hefur tekið viö hlutverki þýzka nazismans, og er nú aö reyna, með lilstyrk innlendra leppa, að þvæla Evrópuþjóöum nauð- ngum út í styrjöld til að vinna það verkefni sem Hitler tókst ekki aö’ vinna. Tilburðir Bandaríkjaleþpanna undanfarna daga, ótti þeirra við íslenzku þjóöina, sem birtizt enn í hinu bros- lega lögreglu- og hvítliðaútboöi í tilefni af komu Eisen- howers, bendir eindregið t’il þess að hér hafi veriö reynt að reka smiö'shöggið á þá landráðaþróun, sem alltaf var tilætlunin að lyki með varanlegu bandarísku hernámi. Óttinn um persónu Eisenhowers var að’ sjálfsögðu alger- lega ástæðulaus. Sá tími er liðinn að íslendingar búi út- ÞJÖÐVIL JI NN. Föstudagur 26. janúar 1951. NR. 21. Jól, páskar og Eisenhower. Vicsa daga ársins heita leið- arar allra blaða Jól, vissa daga Páskar, líka Sumardagurinn fyrsti, — það er hægt að stóla á þetta einsog almanak Þjóð- vinafólagsins. En nú bregður alltíeinu svo við, að leiðarar allra afturhaldsblaðanna heita Eisenhower. Þetta er alveg nýtt í almanakinu, einhverskonar aukajól gæti maður haldið, eða uppbótapáskar. Athyglisverð eru einnig þau áhrif sem við- komandi ritstjórar verða fyrir af umræðuefni þessu. Venjulega er sá gallinn á leiðurum þeirra, að þeir ,,hefast“ ekki frekar en sódakaka sem gleymzt hefur að láta lyftiduft í. Nú hinsveg- ar eru þeir alltíéinu innblásnir. Eisenhower verkar á þessa rit- stjóra einsog andlegt gerpúlver. Leiðararnir gera það sem þeir hafa varla einusinni getað á jólum eða páskum, — þeir „hefast“. □ Því var ekki dansað. í gær var t. d' slík hátíða- stemning í hugum þcssara rit- stjóra, að manni fannst þeir hlytu vera að fara að borða rjúp ur. Eða er ekki siður að borða hangikjöt í tilefni af fæðingu frelsarans og meira efa minna vandáðar dilkasteikur í tilefni af upprisu hans, því skyldu þá ekki borðaðar riúpur í tilefni af komu Eisenhowers til ís- lands? Og svo mikinn aufúsu- gest sögðu afturhaldsblöðin hershöfðingja þennan vera ísl. þjóðinni, að .yfirvöldin virtust ekki geta verið þekkt fyrir annað en gera eitthvað til há- tíðabrigða niðrí bænum, til dæmis láta aftur skreyta jóla- tréð á Austurvelli og leyfa síð- an hinum fagnandi fjölda að dansa kringum það — arm í arm við Eisenhower og ÍBjarna Ben. □ Hlýtur að koma fram opinbcrlega Að öllu athuguðu virtist sem- só óhugsandi annað en ríkis- stjórnin gerði allt sem hún gæti til að almenningur mætti fagna þessum gesti og votta honum virðingu sína. Eisenhow- er hlaut að koma fram ein- hversstaðar opinberlega og leyfa okkur að klappa fyrir sér. En svo var hann bara horf- inn eins skyndilega og hann kom. Og ríkisstjórnin gerði ekkert til að menn fengju að votta honum virðingu sína. Því máttu. menn ekki klappa dálítið fyrir honum ? Því var farið með heimsókn hans eins og manns- morð? Kærði ríkisstjórnin sig kannski ekki um að menn sýndu hershöfðingja þessum svo vel að ekki yrði um villzt hvern hug þeir bæru til hans cg þeirra samtaka sem hann er fulltrúi fyrir? □ Keðjuleysi — hvað segir Slysavarnafélagið ? Bílstjóri skrifar: — „Sjálf- sagt hefur fólk veitt því at- hygli, að margir bílar aka nú keðjulausir, þrátt fyrir hálk- una á götunum. Og ef að vanda lætur, þá er kæruleysi bíl- stjóranna kennt um. En þó kem ur hér einnig annað til greina, og það ætti fólk að athuga vel. Keðjur á bíla eru ófáanlegar, nema hvað eitthvað fæst af þeim á allra minnstu tegundir. .... Þannig má segja, að stjórnarvöldin taki á sig á- byrgð á þeim siysum, sem kunna áð verða af völdum hálk- unnar. En þó er hitt ef til vill undarlegra, að Slysavarnafélag- ið, sem venjulega sýnir aðdá- unarverða árvekni í starfi sínu, skuli hér ekki grípa í taum- ana, og kippa málinu í lag. — Bílstjóri“. □ Góð erindi um Þingvallavatn Gunnþór Hjálmarsson skrif- ar: -— „Ég er maður gamall og þaulsætinn við útvarp. En ekki ætla ég að taka undir þann söng, að allt sé þar ó- merkilegt og einskis virði. Ég er sérstaklega gefinn fyrir ým- iskonar þjó&legan fróðleik og minningar, svo sem títt er um gamla karla. ... Til dæmis vil ég — og þess vegna hef ég nú tekið peni^a í hönd — þakka erindi þau sem Guðmundur Þorláksson kennari hefur flutt um Þingvallavatn. Slík erindi eru fyrirtaks útvarpsefni, að mínum dómi, og ætti að gera meira að því að fá þau inn í dagskrána. — Gunnþór Hjálm- arsson“. * ★ * j / % 3 r” l* 7 ' 18 Wi ll H '3 /'/ n /5 /í> /? Sklpadeild S.I.S.: Arnarfell fór frá Rvík 18. þ.m. áleiðis til Italíu. Hvassafell lest- ar saltfisk x Faxaflóa. Ríkisskip Hekla fer frá Reykjavík á morgun austur um land til Siglu- fjaiðar. Esja fór frá Akureyri í gær austur um land til Reykjavík^ ur. Herðubreið var á Vopnafirði í gærkvöld á suðurleið. Skjald- breið fer frá Reykjavík í kvöld til Breiðafjarðarhafna. Þyrill er á leið til Austfjarða. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. Eimsklp Brúai-foss fór frá Reykjavík sendurum erlenda valdsins örlög Smiös Andréssonar eða Jóns Gerrekssonar. En þótt baráttuaöferöirnar hafi taréytzt, logar enn í brjóstum íslendinga sami eldur frels- irþrár Qg sjálfstæð’isvilja og jafnan hefur blossað upp í íslandssögu þegar mest á reið. Þann bjarta loga megnar hvorki bandarískt hernám né Bandaríkjaleppar að kæfa. Lárétt: 1 afl — 4 gróðursetja. —■ 5 lét lífið — 7 héi'að — 9 sti’eymi — 10 hvíldu — 11 hjart- fólgin — 13 + 15 virtu — 16 skóg- ardýrin. Lóðrétt: 1 þegar — 2 vilt — 3 skammstöfun — 4 ski'ök — 6 hljómuðu — 7 við — 8 dropi — 12 sæmd — 14 forföður ■—• 15 ó- samstæðir. Lausn _ nr. 20. Lárétt: 1 undur — 4+5 snær — 7 ská — 9 ást — 10 tað — 11 ótt —• 13 inn — 15 án — 16 ólgar. Lóðrétt: 1 un — 2 dok -— 3 ræ — 4 skóli — 6 ræðin — 7 stó — 8 átt — 12 tóg — 14 mó — 15 áf. 24.1. til Grimsby. Dettifoss hefur vænfanlega farið frá Gdynia í gær 25.1. til Kaupmannahafnar, Leith og Rvík. Fjallfoss er í R- vík. Goðafoss fór frá Reykjavík 17.1. væntaniegur til N.Y. 26.1. Lagarfoss er í Vestmannaeyjum, fer þaðan til Aústfjarða og Norð- urlands. Selfoss er á Siglufirði, fer þaðan til Húsavíkur, Raufar- hafnar og útlanda. Tröllafoss kom til St. Johns 23.1. fer þaðan 26.1. til N.Y. Audumla fór frá Imming ham 22.1. til Reykjavíkur. 18.30 Framburðar- kennsla í dönsku. — 18.25 Veðurfr. 18.30 Isl.-kennsla; II. fl. 19.00 Þýzku- kennslu; I. fl. 20.30 Útvarpssagan: „Við Háasker" eftir Jakob Jóns,son Irá Hrauni; XI. -— sögulok (höfundur les). 21.00 „Sitt af hverju tagi“ (Pétur Pét- ursson). 22.W Passíusálmur. nr. 5. 22.20 Skólaþáttur (Helgi Þorláks- son kennari). 22.45 ' Dagskrárlok. Saumanámskeið Mæðrafélagsins hefst 1. febrúar n.k. Enn mun vera hægt að bæta við nokkrum nýjum þátttakendum, sími 4402. Kafmagnsskömmtunin. Straumlaust verður kl. 11—12 í dag á svæöi sem nær yfir Vest- urbæinn frá Aðalstræti, Tjarnar- götu og Bjarkargötu. Melana, Grimsstaðaholtið, með flugvallai'- svæðinu, Vesturhöfnina með Ör- firisey, Kaplaskjöl og Seltjarnar- nes fram eftir. Nætui'vörðui' er í Laugavegs- apóteki, simi 1618. S Ö F N I N: Landsbókasafnið er opið kl. 10— 12, 1—7 og 8—10 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 1— 7. Þjóðskjalasafnið er opiö kl. 10— 12 og 2—7 alla virka daga nema laugardaga yfir sumarmánuðina kl. 10—12. Þjúöminjasafnið er opið lcl. 1—3 þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Listasafn Einars Jónssonar kl. 1.30—-"3.30 á sunnu- dögum. Bæjarbökasafnið er opið kl. 10—10 alla virka daga nema laugardaga kl. í—4. Náttúrngripa- safnið er opið sunnudaga kl. 1.30- 3 og þriðjudaga og fimmtudaga kl. 2—3. Tíminn birti á fyrstu síðu í gær mynd af Harold Stassen fyrrv. rík- isstjóra Minnesota og núverandi rekt- or J’ennsylvaniaháskóla, en undir myndinni stóð: DVVIGHT DAVID EISENIIOWEE, hershötðingi! Ungbarnavernd Líknar, Templara- sundi 3 er opin þriðjudaga kl. 3.15 til 4 e. li. og fimmtudaga kl. 1.30 til 2.30 e. h. Einungis tekið á móti börnum er fengið hafa kíghósta eða hlotið ónæmisaðgerð gegn hon- um. Ekki tekið á móti kvefuðum börnum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.