Þjóðviljinn - 11.03.1951, Síða 4
4) —* ÞJÓÐVILJINX -—Sujmudagur 11. marz 1951
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.)
Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason.
Blaðam.: Ari Kárason, Magnús Torfi Ólafsson, Jónas Árnason.
Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson.
Ritstjórn, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg
19. — Sími 7500 (þrjár línur).
Áskriftarverð: kr. 15.00 á mánuði. — Lausasöluverð 75. aur. eint.
Prentsmiðja Þjóðviljans h. f.
V.____________________________________________________________________s
Alþýðusambandið 35 ára
Stofnun Alþýðusambands íslands 12. marz 1918 er ekki
að miklu getið í samtímablöðum. Augljóst er að andstæðingar
verkalýðshreyfingarinnar hafa ekki skilið að með því hæfizt
nýr áfangi, ekki einungis í sögu alþýðunnar, á Islandi heldur í
sögu þjóðarinnar allrar, tímamót sem komandi kynslóðir staldra
við, böm læra um í barnaskólmn og sagnfræðingar framtíðar-
innar leggja meiri alúð við en fiest annað frá þeim tíma. Þarna
var reynt að skapa tvennt í senn, samfléttað, landssamband
verkalýðsfélaga og verkalýðsflokk er bæri fram mál íslenzkrar
alþýðu sem fullgilds aðila í stjórnmálalífi samtíðarinnar.
★
Við þessi örlagaríku áfangaskil íslenzkrar verkalýðshreyf-
ingar finna sagnfræðingar framtíðarinnar hvað eftir annað
þann mann sem átti mestan hlut að hinni sérkennilegu og þrótt
miklu hreyfingu sunnlenzkra skútusjómanna á síðasta tug 19.
aldar og fyrsta tug þeirrar tuttugustu, manninn sem brúar
bilið frá Bárufélögunum til Sósíalistaflokksins og hefur allan
tímann verið í fremstu röðum íslenzkrar verkalýðshreyfingar,
Ottó N. Þorláksson. Það var einmitt þessi bláfátæki hugsjóna-
og hamingjumaður, sem á Dagsbrúnarfundi 28. okt. 1915 bar
fram tillöguna um samband milli verkalýðsfélaganna j>g kosn-
ingu tveggja manna til að koma því í framkvæmd í samráði
við menn úr öðrum félögum. Til þess voru kosnir Ottó og Ólaf-
ur Friðriksson. — Og á stofnþingi Alþýðusambands íslands í
marz 1916 var Ottó N. Þorláksson kosinn fyrsti forseti sam-
bandsins.
Nú á þrjátiu og fimm ára afmælinu er( Alþýðusamband ís-
lands á einum hættulegasta kafla ævi sinnar og hafa mál þess
mjög skipazt á verri veg síðustu árin. Það árabil sem einingar-
stjórn var við völd í Alþýðusambandinu, 1942—’48, er algerlega
einstakt í sögu þess, á þeim árum varð Alþýðusamband íslands
að sterkustu félagssamt. sem nokkru sinni hafa uppi verið á ís-
landi. Saga þessara ára er glæsileg baráttusaga, saga markvissr-
ar sóknar og traustrar vamar verkamanna á íslandi fyrir hags-
rnunum sínum, um miðbik þess verður hin einstæða sókn þjóð-
arinnar til bættra kjara og sjálfstæðis samkvæmt nýsköpunar-
stefnu Sósíalistaflokksins, og Alþýðusambandið átti öflugan
hlut að þeirri sókn. Styrkur alþýðusamtakanna, sterks Alþýðu-
sambands og öflugs sósíalistísks verkamannaflokks, var orðinn
slíkur að auðstétt landsins og erlendir yfirboðarar hennar töldu
vonlaust að ná fram hinum skuggalegu áformum sínum nema
tækist að lama verkalýðshreyfinguna. Með moldvörpustarfi, lög-
leysum og klofningshótunum hefur þessum öflum tekizt um
stundarsakir að hrifsa til sín æðstu völd í Alþýðusambandinu
og stjórn allmargra verkalýðsfélaga. Þessi ömurlega þróun hefði
verið óhugsandi ef Alþýðuflokkurinn hefði ekki notað leifarnar
af verkamannafylgi sínu til að ofurselja afturhaldi.landsins þau
vígi verkalýðshreyfingarinnar sem hann megnaði, og mun það
níðingsverk lengi uppi.
Hins vegar má nú þegar sjá óræk merki þess, að það niður-
lægingartímabil Alþýðusambandsins sem hófst með 21. þinginu
1948 verði ekki langvarandi. Verkamenn láta ekki til lengdar
lama hreyfingu sína eins og undanfarandi ár, heiðarlegir al-
þýðumenn sem talið hafa sig til mismunandi stjórnmálaflokka
eru í hverju félaginu af öðru að samfylkja til varnar sam-
tökunum. fjölmargir þeirra sem kosnir voru á 22. sambands-
þingið í haust, létu ekki að stjórn auðburgeisa íhaldsins, svo
margar af samþykktum þingsins mótuðust af stéttvísi og bar-
áttuvilja. Baráttuþrek verkfallsmanna í hinum geysihörðu og
erfiðu átökum þessa tímabils benda síður en svo til neins upp-
gjafarhugarfars. Kosningarnar í verkalýðsfélögunum nú síð-
ustu mánuðina boða einnig nýja sókn gegn skemmdaröflunum.
Á þessum afmælisdegi hlýtur hver heiðarlegur verkamaður að
Strengja þess heit að hrífa Alþýðusambandið úr ræningjahönd-
pm, — og hefja það til þess vegs sem það naut á tímum ein-
jngarinnar.
Jarðýtan öslar áfram.
„Gamall bóndadurgur" skrif-
ar: „Síðan öld hinna stórvirku
vinnuvéla reis á Islandi, hefur
ýmsum þótt verða vart ískyggi-
legra hugarfarsumskipta að því
er áhrærir náttúruvemd og
virðingu fyrir fegurð og sér-
kennileik landslags. Jarðýtan
hefur öslað áfram og umturnað
mörgum fögrum hólnum, og
fyllt margan vinalegan hvamm-
inn með grjóti og mold,
oft án þess að slíkt hefði
nokkra „praktíska" þýðingu.
Sérkennilegir drangar og klett-
ar eru sprengdir í loft upp,
áður en nokkur kemst að með
að spyrja, hvort sú þæginda-
aukning, sem kann að verða
við það að þeir hverfa af yfir-
borði landsins, sé í rauninni
nokkurs meira virði, en sú
prýði, sem þeir höfðu borið með
sér gegnum aldirnar. Og svona
mætti lengi telja.
„hlutaðeigandi aðilum'* eftirfar-
andi erindi: „Ég hefl mörg ár
verið að bíða eftir því, að út
væri gefin ný skrá yfir póst-
afgreiðslustaðina á þessu landi.
Skrá sú, sem til er um þetta
efni, var útgefin í kringum 1930,
og er því orðin yfir 20 ára
gömul. Má nærri geta, hvort
hún er ekki orðin úrelt fyrir
löngu.... Það er sem sé- aldrei
hægt að reiða sig á gömlu
skrána, og veldur það skiljan-
lega miklum erfiðleikum, ekki
sizt fyrir þá, sem hafa það
starf að skipuleggja póstsend-
ingar út um landið. — Er þess
að vænta, að útgáfu nýrrar
póstskrár, eða „bæjaskrár“
eins og hún mun hafa verið
nefnd, verði ekki öllu lengur á
frest slegið.
Ekki stendur á
Þjóðviljanum.
„En það er kominn tími til
að breyta því hugarfari, sem
þarna er að verki. Og á því
sviði hafið þið blaðamennirnir
miklu hlutverki að gegna. Þið
eigið að benda mönnum á, að
jarðýtan og dýnamitið eigi ekki
alls staðar jafnan rétt á sér.
Þar sem fegurð og sérkenni-
leiki landslags eru annarsvegar,
þar ber vandlega að íhuga fram
kvæmd verksins. áður en jarð-
ýtan er sett af stað, eða holan
meitluð fyrir dýnamitið. . . . Ég
var einmitt að lesa grein um
þetta í Tímanum eftir J. H.
Hann lýsir þar jTir miklurn
skilningi á þessum málum, og
hvetur til meiri aðgæzlu í verk-
legum framkvæmdum gagnvart
hinni dýrmætu náttúrufegurð
landsins. Vænti ég þess, að
fleiri blaðamenn fylgi þar eftir.
— Gamall bóndadurgur.“---------
Það skal tekið fram, að Þjóð-
viljinn er hér mjög á sama
máli og bréfritarinn, enda hefur
hann oft áður lýst sig ein-
dreginn fylgjanda þess, að
náttúruvernd verði aukin og
efld sem mest.
Vantar skrá yfir
póstafgreiðslur.
Vinnulöggjöfina þarf
líka að gefa út.
„En úr því ég er farinn að
minnast á það, sem miður fer
á útgáfustarfsemi hins opin-
bera, þá er rétt að nefna einnig
aðra skrá, eða kver, sem vönt-
un er á. Þetta er vinnulöggjöfin
eða „Lög um stéttarfélög og
vinnudeilur“. Eru liðin fjölda-
mörg ár síðan löggjöf þessi var
gefin út, en nú er varla nokk-
urs staðar til eintak af því.
En slíkt kver þarf hinsvegar
hvert einasta verkalýðsfélag,
og raunar hver einasti karl og
kona í verkalýðsstétt, að hafa
við höndina, svo oft reynist
nauðsynlegt að vitna til lög-
gjafarinaar. Mér skilst að
ráðuneytið eigi að annast slíka
útgáfu, og ef til vill þá í sam-
vinnu við Alþýðusambandið. En
allt um það, hver svo sem að-
ilinn er, sem hér á hlut að máli,
þá er þess að vænta, að vinnu-
löggjöfin verði nú gefin út hið
bráðasta, og henni dreift sem
víðast á meðal verkalýðsins. Já,
og hvemig var það annars, stóð
ekki til að gefin yrði út bók
sem upplýsti fólk um þau rétt-
indi, sem Tryggingarnar veita
hinum ýmsu þjóðfélagsborgur-
um ? Ekki man ég betur. En
hver hefur orðið var við þá
SKIPADEILD S.I.S.:
Arnarfell átti að koma til Berg
en 11. þ. m. frá Álaborg. Hvassa-
feil fór frá Reykjavik 9. þ. m. á-
leiðis til London.
EIMSKIP:
Brúarfoss fór frá Reykjavík í
morgun til Akraness, Keflavíkur
og útlanda. Dettifoss kom til N.
Y. 6.3. frá Reykjavik. Fjallfoss
fór frá Reykjavík í gærkvöld til
Siglufjarðar, Akureyrar og Isafj.
Goðafoss fór frá Reykjavík 9.3.
til Akureyrar, Dalvíkur, Húsavík-
ur, Kópaskers og Reyðarfjarðar.
Lgarfoss fer frá Reykjavík í dag
til N.Y. Selfoss fór frá Leith 7.3.
til Djúpavogs. Tröllafoss fór frá
Patreksfirði 6.3. til N.Y.
Ríkisskip
Hekla er í Reykjavík. Esja er
á Austfjörðum á suðurleið. Herðu-
breið kom til Reykjavíkur í gær-
kvöld frá Vestfjörðum og Breiða-
firði. Skjaldbreið fer i þessari
viku til Skagafjarðar- og Eyjafj.-
hafna. Þyrill kom til Hvalfjarðar
í gærkvöld að vestan og norðan.
Ármann var í Vestmannaeyjum í
gær.
Nú er verðið á kló
settpappír komið
uppí 5 krónur rúll-
an, og má í þvi
sambandi segja,
að „dýrtíðarráðstaf
anir“ rikisstjórnarinnar geri ekki
endasleppt í afskiptum sinum
af neyzluvörum fólks.
SVlR-
SÖNGÆFING kl.
'2 í dag í Edduhús-
inu, Lindargötu 9 A. MÆTIÐ vel
og STUNDVÍSLEGA.
Næturvörður er i Ingólfsapóteki.
— Simi 1330.
Næturlæknlr er í læknavarð-
stofunni. — Simi 5030.
\x!oV
góðu bók ?
Afgreiðslumað-
„Afgreiðslumaður" sendir ur.‘
ÞekkirSu
bœinn?
mmm
1 haust birtust hér tvær
myndaþrautir undir þess-
ari fyrirsögn, en af viss-
um ástæðum urðu þær
aldrei fleiri, þó ráð hefði
verið fyrir öðru gert. Nú
er hinsvegar meiningin að
taka þessar þrautir upp
aftur, og munu þær birt-
ast hér alltaf öðru hverju
á næstunni.
„Hva? Þetta er turn á einhverri sveita-
Myndaþraut 3. kirkju", sagði einn prentarinn, þegar hann
sá þessa mynd. Eruð þið á sama máli?
Getur ekki verið að myndin sé tekin einhversstaðar innan
takmarka bæjarins? — Lausnin birtist á þriðjudaginn kemur.
tKW<*W*W*#W*»W*#«*»WW****W«*W»»WW**W»*
Hjónunum Sigriði
„ Jónsd. og Árna
ip — Skúlasyni, húsa-
' smiðameistara,
Æ í. Hrannarstíg 3,
fæddist dóttir í
fyrradag, 9. marz. — Hjónunum
Sigurlaugu Pétursdóttur og Reim-
ari Snæfells, verkamanni, Sólvalia-
götu 32, fæddist 16 marka sonur
í fyrradag, 9. marz. — Hjónunum
Úlfhildi Þorsteinsdóttur og Pétri
Kristjáni Árnasyni, - Grandavegi
33, fæddist nýlega 18 marka son-
ur.
Prentarakonur halda skemmti-
fund í kvöld kl. 8.30 í Aðalstræti
12.
Helgidagslæknir: Jón Eiríksson,
Ásvallagötu 28. — Sími 7587.
1 gær birtir Morg-
unblaðið grein um
rök þau sem liggi
að páfatilkynningu
um nð bein Péturs
postula séu nú
loksins fundin í Róm eftir nær
2000 ár. Virðast rök þessi vægast
sagt fremur hæpin, og er það álit
sumra, að ef samskonar sönnunar-
kröfur verði gerðar til fornleifa-
rannsókna þar um slóðir eftir önn
ur 2000 ár, megi allteins gera ráð
fyrir, að þá komi ný tilkynning
frá Hans Heilagleika, þess efnis,
að fundizt hafi bein mannsins með
„sérstöku blessunina," Ivars posti-
ula Guðmundssonai-.
> 11.00 Morguntón-
leikar. 14.00 Messa
í kapellu Háskól-
ans (séra Sveinn
Víkingur prédik-
ar; séra Jón Thór-
arensen þjónar fyrir altari). 15.15
Útvarp til Islendinga erlendis:
Fréttir. 15.30 Miðdegistónleikar.
18.30 Barnatími (Þ. Ö. St.). 19.30
Tónleikar. 20.20 Islenzk tónlist
(plötur): Sinfóníuhljómsveitin leik
ur, Róbert A. Ottósson stjórnar:
a) „Of Love and Death" (Um
Framhald á 7. síðu.