Þjóðviljinn - 11.03.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.03.1951, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVIUINN —• Sunnudagur ÍLl. marz 1951 [{5 Áður en Alþýðusamband Islands var stofnað höfðu á- hugamenn í íslenzkri alþýðu- stétt gert nokkur drög að heild- arsamtökum verkamanna. Sam- band Bárufélaganna, er voru hin fyrstu sjómannasamtök á Islandi, er viðleitni í þá átt, þótt veik væru. 1907 er enn ein tilraun gerð til þess að koma á heildarsamtökum ís- lenzkra verkamanna. Það var Verkamannasamband íslands, er samdi mjög róttæka stefnu- skrá í sósialistískum anda. Eu sambandið leið út af eftir stutta stund, enda voru pólitísk og efnahagsleg skilyrði í landinu slík, að það gat ekki náð að festa rætur. En heimsstyrjöld- in mikla 1914—38 gjörbreytti öllum lífsháttum manna hér á landi. Verkalýðnum fjölga'ði óð- fluga, fólkið flykktist í æ rík- ara mæli til höfuðstaðarins og kauptúna við sjávarsíðuna, dýr- tíð stríðsins, sem hin snauða alþýða varð að bera ein, og stór gróðasöfnua atvinnurekenda, sem þeir stungu einir í sinn vasa, vakti slíka ólgu með verkamönnum í kaupstöðum, að nú var loks komin fylling þess tíma, er unnt var að stofna víðtækari samtök með verka- mönnum, en áður hafði reynzt tiltækilegt. Það er upphaf Alþýðusam- bands íslands, að nokkur verka- mannafélög x Reykjavík kusu fulltrúa til að ræða og hug- leiða, hver kostur væri á stofn- un heildar3amtaka verkamanna. Þetta var í nóvember 1915. Jafnframt þessu hófu þessir fulltrúar undirbúning að bæj- arstjórnarkosningum, þar sem verkamenn kæmu fram með óháðan lista. Bæjarstjórnar- kosningaraar fóru fram 31. jan. 1916 og urðu þau úrslit, að listi verkamanna kom 3 mönnum í bæjarstjórn. Þessi úrslit sýndu greinilega nýtt stjórnmálavið- horf meðal reykvískra verka- manna, og þetta hefur án efa ýtt undir fulltrúa verkamanna- félaganna að hraða stofnun heildarsamtaka. Þessi samtök voru siðan stofnuð hinn 12. dag marzmán- aðar 1916 og nefndust Alþýðu- samhand Isiands. Fyrsta stjórr sambandsxns var skipuð þess- um mönnum: Ottó N. Þorláks- syni, úr Dagsbrún, forseti, Ól- afi Fríðx’ikssyni, úr Hásetafé- lagi Reykjavíkur, varaformað- ur, Helga Björnssvni, úr Dags- brún, gjaldkeri, Jóni Baldvins- syni, úr Prentarafélaginu, rit- ari, Jcnínu Jónatansdóttur, úr verkakvennafélaginu Framsókn, Sveinj Auðunssyni, úr Verka- mannafélagi Hafnarfjarðar og Gu'ðmundi Daviðssyni úr Dags- brún. Þetta stofnþing Alþýðusam- bands íslands samdi sér lpg og stefnuskrá, sem breytt var lít- ilsháttar á fyrsta reglulega sambandsþingi, sem háð var í nóvembermánuði 1916. Skipulag óg stefnumið Alþýðusambands- ins, samkv. þessum fyrstu lög- úm voru i stuttu máli þessi: 1) Tilgangur sambandsins er að koma á samstarfi meðal ís- UN Sverrir Kristjánsson lenzkra alþýðumanna, er sé reist á grundvelli jafnaðarstefn- unnar og miði að því að efla og bæta hag alþýðu 'andlega og líkamlega. 2) Rétt til að ganga í Al- þýðusambandið hafa öll íslenzk verkalýðsfélög, er vilja hlíta stefnuskrá sambandsins. En þau félög, sem hafa atvinnu- rekendur innan sinna vébanda ná ekki inngöngu í sambandið nema á sambandsþingi, og að minnst % af fulltrúum félag- anna séu því hlynntir. En sam- bandsstjórn getur að öðru leyti tekið inn í sambandið lrvert það félag, sem á skilyrðislaus- an rétt á inngöngu samkvæmt lögum þessum, en þó skal það síðar borið undir álit sam- bandsþings. Stefnumarki sinu ætlar sam- bandið áð ná með þessum ráð- um: 1) Að öll félög, sem í sam- bandið ganga, skuldbindi fé- lagsmenn sína til þess að halda kauptaxta hinna félaganna á þeim stað og á því svæði, er kauptaxtinn nær til. 2) Að semja á sambandsþingi og ákveða stefnuskrá, sem sé bindandi fyrir öll félög í sam- bandinu og ekki verði breytt aftur nema á sambandsþingi. 3) Að kjósa til opinberra starfa fyrir bæjarfélög, sveit- arfélög og landið alit eingöngu menn úr sambandinu, sem fylgi hiklaust og í hvívetna stefnu- skrá sambandsins, nema svo standi á, að sambandið bjó'ði engan mann fram til kosninga. 4) Að efla samvinnufélags- skap og gefa út blöð og bækl- inga, 5) Að greiða fyrir stofnun verkalýðsfélaga, sem gangi í sambandið. Um rétt hinna einstöku fé- laga segir svo, að i^vert þeirra hafi fullt frelsi um sín innri mál, innan laga sambandsins, en í öllum opinberum afskipt- um verða hin einstöku félög að fylgja eindregið stefnuskrá sambandsins. Loks er gert ráð fyrir því, a'ð hin einstöku félög sambandsins innan kjördæm- anna myndi innbyrðis samband, og skuíi fulltrúar þeirra koma sér saman um frambjóðendur í því kjördæmi í allar opinber- Ottó N. Þorláksson ar stöður, er kjósa skal í. En hver frambjóðandi skal skrifa undir stefnuskrá sambandsins og skuldbinda sig til að starfa i öllu samkvæmt henni. Enn- fremur skal sambandsstjórnin samþykkja frambjóðendur kjör- dæmanna til þings, svo þeir geti talizt löglegir frambjóðendur af hálfu sambandsins. Svo sem sjá má af þessum fyrstu lögum Alþýðusambands Islands er megináherzla lögð á hina pólitísku hlið sambandsins, en verkalýðsmál í þrengri merk- ingu skipa miklu minni sess, svo að jafnvel má þykja um of. En þess er að gæta, að Al- þýðusambandið á upphaflega allan sinn styrk í bæjum Suð- urlandsins, Reykjavík og Hafn- arfirði, og þar voru borgara- flokkarnir óðum að riðlast, er ekkert gekk í sjálfstæðismál- inu. Verkamenn og alþýða hlupu á milli hinna gömlu flokka og flokksbrota í pólit- isku umkomuleysi, með öllu réttindalaus í félagslegum efn- um og missti flest sin mann- réttindi, ef nokkuð út af brá. Forgöngumenn og höfundar Al- þýðusambandsins hlutu þvi að sveigja lög og skipulag þess miklu meir í stjórnmálaátt, en ella hefði orðið. Sambands- stjórnin hefur vikið að þessu sambandi milli Alþýðuflokks- ins og Alþýðusambandsins í bæklingi, sem gefinn er út 1917a Alþýðuflokkurinn. Nýr stjórnmálaflokkur. Hvað hann er og hvað hann viil. Þar seg- Framhald á 6. síðu. K£ EY KJ AVÍKU Œ ÞÆTTM ’ÍW BBSWK íhaldiS d alla sök á stöÖvun strœtisvagnanna Inærfellt þrjár vikur hafa strætisvagnar bæjarins verið stöðvaðir vegna hernaðar bæjarstjórnaríhaldsins gegn hagsmunum vagnstjóra og vakt manna og x-aunar alls þess mikla fjölda bæjarbúa, sem notar daglega ferðir strætis- vagnanna. Ihaldið hefur aldrei í þessari vinnudeilu sýnt nokkurn alvar- legan lit á því að finna lausn á deilunni og í engu skeytt um þau alvarlegu óþægindi sem stöðvun vagnanna hlýtur að baka almenningi í bænum. Þess stefna hefur verið að þverskall- ast við rétt- látum kröf- um vagn- stjóra og vaktmanna um hækkað kaup og bætt kjör og þjóna xar með kaup kúgunar- stefnu ríkis- stjórnarinn- ar og atvinnurekendavalds- ins, alveg án tillits til hags- muna og velferðar bæjarbúa almennt. aginn áður en strætis- vagnaverkfallið hófst var haldinn fundur í bæjarstjórn. Ég notaði það tækifíeri til að spyrja borgarstjóra um gang samningaumleitana og horfur á samningum milli fulltrúa vagnstjóranna og bæjarins. Svör borgarstjóra voru þau, í stuttu máli, að mikið bæri í milli og litlar horfur væm á að til samninga drægi án verkfalls. Ég benti þá á hvílíkt óhag- ræði og erfiðleika stöðvun ai- menningsvagna bæjarins hlyti að valda Reykvíkingum um þetta leyti árs, ekki sízt þeim þúsundum sem búa í úthvei’fum bæjarins. Auk þess væru kröf- ur vagnstjóranna svo eðlilegar og réttmætar að óstætt væri á því fyrir bæinn að láta korna til stöðvunar, og bæri þvi bæj- arstjórn að leggja alla áherzla á að leysa deiluna áður en til verkfalls kæmi. Það er mai’greyTit í sam- bandi við kaupdeilur, að náist ekki samningar áður en til stöðvunar kemur, getur orðið langur dráttur á að samningar takist. Á þessa kunnu stað- reynd benti ég bæjarstjórnar- fundinum 15. febr. og lagði ríka áherzlu á að allt yrði gert sem unnt væri til að ná samkomu- lagi áður en til vinnustöðvun- ar kæmi. Flutti ég í sambandi við þessar umræður eftirfarandi tillögu: „Vegna hins margháttaða óhagræðis, sem stöðvun strætisvagna bæjarins myndi valda bæjarbúum almennt nú um hávetur, skorar bæj- arstjórnin á borgarstjóra og bæjarráð að gera allt sem urmt er lil þess, að samn- ingar megi takast um lxaup og kjör vagnstjóra og vakt- manna áður en til vinnU- stöðvunar kemur.“ Þótt verkfall væri yfirvof- andi að morgni næsta dags sýndi íhaldið áhuga sinn fyrir lausn og skjótu samkomulagi með því að vísa tillögunni frá, — til bæjarráðs, með sínum 8 atkv. gegn 7 atkv. fulltrúa minnihlutaflokkanna. Daginn eftir hófst vinnustöðvunin eins og boðað hafði verið. ★ ★ ★ ð hálfum mánuði liðnum, eða 1. marz s. 1., var enn fundur í bæjarstjórn. Þá höfðu nokkrar árangurslausar samn- ingatilraunir farið fram milli umboðslausra fulltrúa bæjarins og vagnstjóra og vaktmanna. Ekkert hafði verið boðið fram af hálfu borgarstjóra og full- trúa hans nema smámunir einir, sem engu gátu breytt um fjár- hagslega afkomu vagnstjór- anna. Aðalkröfu vagnstjóra um 17% hækkun á fastakaupi til samræmis við nýgerða hækkun á kaupi lögreglu- og slökkvi- liðsmanna, en þessar þrjár starfsgreinar höfðu búið við sama kaup frá 1949 og þar til opinberir starfsmenn fengu síð- ustu launabætur samþykktar, hafði borgarstjóri mætt með al- gjörri neitun á venjulega íhalds vísu. Á þessum aðallið samn- inganna hafði borgarstjóri ekki gefið eftir um svo mikið sem eina krónu, hvað þá meira. Á þessum bæjarstjórnarfundi lagði ég fram eftirfarandi til- lögu í málinu: „Bæjarstjórnin samþykkir að fela borgarstjóra að ganga tafarlaust til samninga við vagnstjóra og vaktmenn hjá Strætisvögnum Reykjavíkur um kaupliækkun til sam- ræmingar við núverandi laun lögregluþjóna og slökkviliðs- manna.“ Varatillaga: „Bæjarstjórn samþykkir að bjóða bifreiðastjórum strætisvagnanna að taka að sér vagnana til reksturs og fullra umráða, eftir nánara samkomulagi, enda greiði bærinn þeim fyrsta árið mánaðarlega fjárupphæð til rekstursins, er sé í samræmi við þann reksturshaila sem varð á vögnun'um á s.l. ári, en bifreiðastjórarnir greiði bænum hinsvegar þann nettó hagnað, er verða kynni af rekstri vagnanna.“ Ihaldið reyndist enn við sama heygarðshornið og vísaði báð- um þessum tillögum til bæjar- ráðs. Gegn þeirri afgreiðslu greiddu nú fulltrúar sósíalista einir atkvæði. Alþfl.fulltrúarnir báðir og Þórður Björnsson sátu hjá. ★ ★ ★ T>æjarstjórnaríhaldið er upp- ” víst að því að neita sjálf- sögðum jafnréttiskröfum vagn- stjóra strætisvagnanna. Og það hefur gengið lengra. Ihaldið hefur neitað með öllu að gefa vagnstjórunum sjálfum kost á að reka strætisvagnana með a. m. k. óbreyttum tilkostnaði fyr- ir bæinn. Sú lausn lá þó beint við, hefði íhaldið viljað komast hjá að semja sjálft um kaup- hækkun, en haft einhvem snefil af tilhneigingu til að binda endi á þá öríugleika sem strætis- vagnastöðvunin veldur bæjar- búum. Ihaldið vill hvorugt. Frá upp- hafi liefur það einblínt á þjón- ustuskyldu sína við ríkisstjórn- ina og atvinnurekendavaldið, sem heimta að staðið sé af hörku og óbilgirni gegn öllum kröfum vinnandi fólks um bætt lifskjör, þrátt fyrir síaukna dýrtíð og endurtekna kaupskerð ingu. Og þegar atvinnurekenda- valdið og ríkisstjórn þess skip- ar hlýðir bæjarstjórnaríhaldið, af því að það er tengt hags- munum auðmannastéttarinnar órjúfandi böndum. G.V.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.