Þjóðviljinn - 16.03.1951, Blaðsíða 6
16)
ÞJÖÐVILJINN
Föstudagur 16. marz 1951
I
Strætisvagnadeilan
íagsins skyldu grei'ða kr. 2.00
á dag í sjóðinn meðan verkfail
vagnstjóranna hjá SVR stæði
yfir. Er hér fyrst og fremst
um það að ræða að efla Vinnu-
deilusjóðinn, og getur það v?rla
talizt nema sjálfsögð ráð-
stöfun, sem verkalýðsfélög a!-
mennt gripa ti' í því skyni að
efla Vinnudeilusjóði sína, méð-
an á verkfalli stendur.
Vinnudeilusjóður Hreyfils
starfar á sama liátt og slíkir
sjóðir almennt, þ. e. að úr hon-
um er ekki veittur styrkur
nema i vinnudeilum, ef félags-
menn þurfa á fjárhagslegri að-
stoð að halda. — Frá því SVR-
verkfallið liófst, 16. febr. hafa
aðeins verið veittar samtals kr.
296.00 til vagnstjóranna úr
Vinnudeilusjóðnum. Af þessu er
það augljóst að vagnstjóra.nir
eru enganveginn á „launum“
hjá Vinnudeilusjóði félagsins.
28. febr. s. 1. gerði ég grein
fyrir vinnutíma vagnstjóranna,
í greinargerð, sem þá birtist
í dagblöðunum, og einnig fyrir
þeim forsendum sem lágu til
þess að samningum var sagt
upp, en hún var sú að óska eftir
17% launahækkun, þ. e. sömu
hækkun og lögregluþjónar og
slökkviliðsmenn fengu á s. 1. ári,
en vagnstjórar liafa undanfar-
in ár haft sama kaup og þess-
ar stéttir
I ræðu bogarstjóra, á bæjar-
stjórnarfundi fyrir nokkru, kom
það fram, að vagnstjórar hefðu
farið fram á kauphækkun, sem
næmi 26*4%, þessi prósentu-
tala stafar af misgáningi, sem
Sovétfulltrúarnir
Framhald af 1. síðu.
nafnbótina þjóðlistamaður og
síðan Stalínverðlaun.
Pianóleikarinn Naum ‘Vftlter
er fæddur í Ukrainu og á ti!
hljómlistarfólks að telja. Hann
lauk prófi við tónlistarháskói ■
ann við Dnépropedrovsk en
hélt námi sínu síðan áfram í
Moskvu. Árið 1929 kom hann
fram sem einleikari í útvarpina
óg 1933 tók liann þátt í keppni
um píanóleik og hlaut fyrstu
verðiaiín. Hefur hann síöan
ferðast um Sovétríkin og hald
ið hljómleika, en einnig hefur
hann leikið í Berlín, Austurríki,
Búlgaríu og Kína.
Igorj Lupukov er prófessor
í sögu i Moskvu. Hann ei
yngsti fulltrúi sendinefndarinn-
ár og fulltrúi yngstu kynslóð-
ar sovézkra menntamanna. Ár-
ið 1942 gekk hann í herinn og
barðist m. a. við Stalíngrad
en, tók 1946 aftur við starfi
sínu við háskóiann.
var í samningsuppkasti Hreyf-
ils, eins og það var upphaflega.
Þ. e. að kr. 150.00 sem vagn-
stjórar fengu mánaðarlega fyv ■
ir ákveðna vinnu, var bætt við
mánaðarkaupið sem var 1837.50
þannig að 17% var bætt við kr.
1987.50 í stað 1837.50. Ef þessi
misgáningur er ekki leiðréttur,
sýnist kauphækkunarkrafan
nema 26'/2%. Þetta var leið-
rétt við sáttasemjara og leið-
réttist hér með fyrir öllum al-
menningi.
Vegna orðróms þess sem
myndazt hefur um það áð vagn-
stjórar hafi ekki slakað neitt á
kröfum sínum, frá því sem
þær voru áður en verkfallið
hófst, skal á það bent að vagn-
stjórarnir hurfu frá kröfum
sínum um frídaga, aukið sumar-
leyfi og einnig frá kröfunni um
17% kauphækkun, og buðust til
að semja um kr. 150.00 kaup-
hækkun á mánuði, ásamt öðr-
um lagfæringum á samningum
og tilsvarandi hækkun á öðrum
greiðslum.
Það sem vagnstjórarnir hafa
átt kost á að semja uppá er:
1. Breytt fyrirkomulag á
akstri vagnstjóranna að og
frá geymslustað.
Að hætta akstri % klst.
fyrr á aðfangadag jóla,
gamlársdag og laugardaginn
fyrir páska.
Að fá kr. ' ‘ .00 í stað kr.
100.00 á rnánuði, ef vagn-
stjórar fá ekki föt á rétt-
um tíma.
4. Að vagnstjórar fái tvennar
buxur á ári í stað einna.
Að ef bærinn afgreiðir ek'ri
hlífðarjakka á tilskildum
tíma, sem á áð vera annað-
hvert ár, greiði bærinn kr.
150.00 á ári í stað kr 55.00.
Að vinna á stórhátíðadög-
um hækki úr kr. 20.40 í kr
23.00 pr. klst.
Að yfirvinna hækki úr kr.
15.00 í kr. 17.50 pr. klst.
Að samningurinn verði upp-
segjanlegur með eins mán-
aðar fyrirvara hvenær sem
er.
Ofangreind atriði voru lögð
fyrir fund í Strætisvagnstjóra-
deild Hreyfils, en voru felld
með 29 atkv. gegn 24.
Hér hefur verið skýrt frá öll-
um aðalatriðum, sem snerta
þessa deilu, og vænti ég þess
að þessi greinargerð nægi til
að hnekkja þeim sögusögnum,
sem gengið hafa um mál þetta
meöal almennings.
Að lokum og að gefnu tilefni,
skai það tekið fram að þessi
deila er með öllu óviðkomandi
Bifreiðastöð Samvinnufélagsins
Hreyfils.
Bergsteinn Guðjónsson.
Uztdir eilíidarstjörnuni
Eftir A.J. Cronii
'1
115.
O A G U R ,
2.
3.
5.
6.
7.
8.
Carólína. Þið skuluð ekki vaka eftir mér. Ég
kem sennilega seint heim. Ég ætla að fara í leik-
húsið með Hetty. Maður verður að lifa þótt
styrjöld standi yfir. Það er verið að leika
„Fjallastúlkuna", ágætt ieikrit er mér sagt.
Hetty langar mjög mikið til að sjá það“. Hann
reis á fætur og fitlaði við blómið í hnappagat-
inu sínu. Hann kinkaði kolli til Carólínu, virti
Arthur ekki viðlits og gekk síðan út úr her-
berginu.
Arthur sat kyrr við borðið, þögull og hreyfing-
arlaus. Honum var vel kunnugt um að Hetty
og faðir hans fóru oft saman út að skemmta
sér: nýju fötin, blómið í hnappagatinu og eirðar-
leysið í fasi Barrasar, gerði sitt til að undir-
strika þá staðreynd. Það hafði í byrjun verið
nokkurs konar sárabætur — Arthur hafði komið
skammarlega fram við Hetty og Barras hafði
séð sig knúðan til að bæta henni það upp á ein-
livern hátt. En Arthur hafði grun um að nú
væri annáð og meira en eintóm hugulsemi á bak
við þetta samband. Hann vissi það ekki. Hann
andvarpaði þungt yfir hugsunum sinum. And-
varp hans fyllti Carrie frænku óróa.
,,Þú hefur varla bragðað á matnum, Artliur",
sagði hún. ,,Þú ættir. að snaakka þennan búðing“.
,,Ég er ekki svangur, Carrie frænka“.
„En þetta er svo góður búðingur, vinur minn“,
sagði hún með áhyggjuhreim í röddinni.
Hann hristi höfuðið og horfði á hana með
þjáningarsvip. Hann fékk skyndilega löngun til
að létta á huga sínum við hana, losa sig við
þær sálarhvalir sem lágu á honum eins og mara.
En hann stillti sig, honum var Ijóst, að það var
tilgangslaust. Carrie var góðhjörtuð, hún elskaði
hann á sinn hátt, en óframfærni hennar og lotn-
ingin sem hún bar fyrir föður hans hindraði að
hún gæti hjálpað honum.
Hann reis á fætur og fór út úr herberginu.
Hann staðnæmdist úti í anddyrinu og vissi ekki
hvað hann átti af sér að gera. Hann þráði sam-
úð. Bara að Hetty hefði verið hjá honum ....
það kom kökkur í hálsinn á honum .... hann
var ráðþrota og hjálparvana. Hann gekk hægt
af stað upp stigann. Um leið og hann kom að
dyrunum að herbergi móður sinnar, nam hann
skyndilega staðar. Ósjálfrátt lagði hann höndina
á hurðarhúninn og fór inn í herbergið.
„Hvernig líður þér núna, mamma"? spurði
hann.
Hún sneri sér snögglega við þar sem hún hall-
aði sér á koddahrúguna. Það var undrunarsvipur
á fölu og feitu andliti hennar.
„Ég er með höfuðverk“, svaraði hún. „Og
mér varð svo hverft við þegar þú opnaðir
dyrnar svona ógætilega“.
„Fyrirgefðu mamma". Hann settist á rúm-
stokkinn hjá henni.
„Nei, Arthur“, andmælti hún. „Ekki þarna,
góði minn. Ég get ekki þolað að neinn sitji á
rúminu mínu. Ekki þegar ég hef svona mikinn
höfuðverk, — ég þoli það ekki“.
Hann flýtti sér að rísa á fætur og roðnaði
lítið eitt.
„Fyrirgefðu mamma“, sagði hann aftur. Hann
reyndi að skilja afstöðu hennar. Hún var þó
móðir hans. Or innstu djúpum sá/lar hans steig
minningin um það, þegar hún hafði beygt sig
yfir hann í knipplingakjól, faðmaði hann að sér
og þrýsti honum að brjósti sér. Hann liélt
dauðahaldi í þessa minningu um móðurlega blíðu,
DAVlÐ
og í von um skilning og ástúð hvíslaði hann
titrandi röddu:
„Mamma, má ég tala um dálítið við þig?“
Hún virti hann undrandi fyrir sér.
,,Ég er með svo mikinn höfuðverk“.
„Það tekur ekki langan tíma. Ég þarf að
leita ráða hjá þér“.
„Nei, Arthur", andmælti hún og lokaði augun-
um eins og hún þyldi ekki að horfa á ákafa
hans. „Ég get það alls ekki. Einhvern tíma
seinna. Ég hef svo hræðilegan höfuðverk".
Hann dró sig þögull til baka í herberginu.
Synjunin hafði gerbreytt andlitssvip hans.
„Af hverju heldurðu að þetta sé Arthur?“
hélt liún áfram með lokuð augu. „Af hverju
heldurðu að ég sé alltaf að fá höfuðverk? Mér
hefur dottið í hug hvort það gæti stafað af
skothríðinni í Frakklandi, titringnum sem berst
með loftinu. Auðvitað veit ég að ég heyri ekki
skotin; en mér hefur dottið í hug að titringur-
inn í loftinu gæti haft áhrif á mig. En hann
getur auðvitað ekki orsakað bakverkinn og hann
hefur verið mjög slæmur upp á síðkastið. Segðu
mér Arthur, heldurðu að skotdrunurnar geti haft
einhver áhrif?“
„Ég veit það ekki, mamma", svaraði ’nann
þreytulega, en þagnaði svo og áttaði sig. „En
ég held varla að þær geti haft áhrif á bakið
á þér“.
„Það er ekki af því að ég sé að kvarta yfir
verk í bakinu. Smyrslin sem Lewis Jæknir lét
mig hafa, hafa hjálpað mér geysilega. Aconite,
belladonna og klóróform las ég á lyfseoiinum,
þrjú banvæn eitur. Er það ekki undarlegt að
eitur skuli hafa svona góð áhrif útvortis? En
hvað var ég að tala um- Já, titringurinn í loft-
inu. Ég er nýbúin að lesa i blaði, að hann orsaki
rigningarnar sem hafa verið upp á síðkastið. Það
virðist sanna mál mitt. Það sannar að hann
hefur mikil áhrif. Og Lewis læknir segir mér
að til sé sjúkdómur sem heitir fallbyssuhöfuð-
verkur. Auðvitað eru aðalorsakirnar taugaþreyta.
Hún hefur alltaf þjakað mig, Arthur minn, taug-
ar minar eru ajveg lamaðar“.
„Já, mamma“, samsinnti hann lágri röddu.
Aftur varð dálítil þögn og síðan fór hún aftur
að tala. 1 hálfa klukkustund talaði hún um
líðan sína, svo bar hún höndina upp að enninu
og sárbændi hann um að fara út, því að hann
þreytti hana. Hann hlýddi henni þegjandi. Fimm-
tán mínútum síðar þegar hann gekk aftur eftir
ganginum, heyrði hann hroturnar í henni.
Sú tilfinning, að hann væri einangraður með
kvöl sinni, fór vaxandi eftir því sem dagarnir
liðu, honum fannst hann einmana, næstum út-
lægur. Ósjálfrátt dró hann sig meira í hlé en
nokkru sinni áður. Hann fór aðeins í vinnu sína,
og jafnvel þar tók hann eftir kynlegum augna-
gotum sem beint var að honum — frá Armstrong
og Hudspeth og sumum verkamönnunum. Á
leiðinni í og úr vinnu voru oft lirópuð skammar-
yrði á ef-tir honum. Öllum var kunnugt um ó-
samlyndið milli hans og föður hans og almennt
var talið að það stafaði af því að hann vildi
ekki fara í herinn. Barras hafði ekki hikað við
að láta skoðanir sínar í ljós opinberlega; hin
sterka ættjarðarást hans vakti alls staðar hrifn-
ingu. Það var talið virðingarvert af honum að
láta persónulegar tilfinningar engin álirif hafa
á afstöðu sína á þessum uggvænlegu tímum fyr-
ir föðurlandið. Það lamaði Arthur algerlega að
finna að allur bærinn fylgdist með ágrci. ingi
þeirra feðgnnna.
í febrúarmánuði versnaði ástandið stöðugt og
um miðjan marz settist hervæðingarnefndia á
rökstóla. I nefndinni voru fimm menn, James
Ramage, Bates vefnaðarvörukaupmaður, Murehi-
son gamli, séra Enok Low prestur í kirkjunni í
Bethel Stræti og Ríkharður Barras sem vav ein-
róma kjörinn formaður. Auk þess átti sæti í
nefndinni fulltrúi frá hermálaráðuneytinu,
Douglas kapteinn. Bæjarráðsritarinn Ruttei’, var
ritari nefndarinnar.
Arthur fylgdist með störfum nefndarinnar
af áhuga og óstyrk. Hann var fljótur að kom-
ast að raun um að þarna var alvara á ferð-
um. Hvað eftir annað var umsóknum um undan-
þágu synjað. Douglas var forliertur og ráðríkur.
Hann gerði umsækjendurna dauðskelkaða. til-
kjnnti siðan úrskurð sinn: „Ég þarf á þessum
manni að halda"; Ramage og faðir Arthurs voru
báðir álíka bólgnir af ættjarðarást; hinir höfðu