Þjóðviljinn - 08.04.1951, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.04.1951, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. apríl 1951 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Ávarp um þátttöku í hinni sam- norrænn sundkeppni „Þing hins norræna sundsambands hefur ákveðið að efna fil sundkepjHii inilli Norðurlandaþjóðanna í sumar. ísland tekur þátt í þeirri keppni. Þingið ákvað jöfnunartölur, sem reikna skal eftir stig þjóð- anna að keppni lokinni. Jöfnunartala Islands var ákveðin hæst, vegna þess að þingfulltrúar töldu Islendinga mestu sundþjóð Evrópu. Sundskyldau mun eiga sinn þátt í þeim dómi.* Hver sundfær Islendingur getur tekið þátt í keppni þessari. Þrautin er ein og hún er sú, að synda 200 m bringusund. íþrótta- og 'ungmennafélög Iandsins munu, hvert í sínu byggðarlagi, hafa á hendi forystu og undirbúning noSrrænu sund- keppninnar. Illutur almennings er sá, að æfa sig í bringusundi og koma á einhvern sundstað á tímabilinu frá 20. maí tii 10. júlí og synda 200 m bringusund. Jöfnunartaia íslands í sambandi við norrænu sundkeppnina er eigi hærri en svo, að íslendingar æftu að geta borið sigur af hólmi. Hér er um hollt og heilbrigt metnaðarmál að ræða. Þess vegna er oíss iindirrituðum Ijúft að beina þeirri áskorun til allra s'undfærra Isiendinga, að láta eigi sitt eftir liggja, til þess að vegur vor og heiðuv í þessum efnum megi verða sem mestur. ISLENDINGAR ! Hjálpumst að því að létta undir búningsstarfið. Lærum sund. Æfum sund. Tökum þátt í himii samnorrænu sundkeppni. Islendingar eru af mörgum taldir mesta sundþjóð í Evrópu. Sýnum það á norrænu sundkeppninni í sumar, að það sé eigi ofmælt. Allir sundfærir Islendingar á sundstað í sumar!“ í Frelsi og ísskápar Björn Ölafsson menntamálaráðh. Helgl Elíasson frseðslumálastj. Guðm. Kr. Guðm.ss. form. Iþr.n. ríkisins Bragl Friðriksson form. Iþr.b. framh,- slcóla i Rvík og nágr. Gauti Arnþórsson form. íþr.nefndar SBS Karl Guðmundsson form. Iþr.kennarafél. Islands Aiþýðubiaðið heldur enn , áfram að hampa stolnum j fjöðrum sínum. I gaer seg- ; ir það á forsíðu að í valda- tíð Stefáns Jóhanns, frá ; desember 1947 tll desember ; 1960, hafi rúgmjölið lækk- i að um 80 aura kílóið, hveit- ; ið um 11 aura kílóið og hafragrjón ekki hækkað ' meira ou um 12 aura! ; Stjóru Stefáns Jóhanns i tók hins vegar við í fe- ; brúar 1947, og frá febrúar til desember það ár hækk- aði hún rúgmjölið um 21 eyri, hveitið um 48 aura og hafragrjón um 8 aura. Þessar hækkanir stöfuöu af beinum aðgerðum „fyrstu stjórnar Alþýðuflokksins", tollunum og sköttunum, en síðari læklcanir stöfuðu af verðbreytlngum úti í heimi, sem ekki er kunnugt um að Stefán Jóhann liafi átt nokkurn þátt í! • LEI0RÉTT1NG 1 klausuuni „Stolnar fjaðrir" í gær féllu niður nokkur atriði. Fyrstu mán- uði tílvern sinnar hækkaði stjórn Stefáns Jóhanns rúg- hrauðin um 15 aura, fransk- brauðin um 25 aura, norm- albrauðin um 15 aura og súrbrauöin um 20 aura. Hvað Víoinur til að AI- þvðablaðlð • vlll nú glej>ma fyrstu afrekum fyrstu stjórrta!- Alþýðuflokksins, tollahæhkumjnum sumarið 1947? Þorsteinn Elnarsson íþróttafulltrúi Ben. G. Wáge forseti 1S1 Erlingur Pálsson form. Sundsambands Islands Þorg. Sveinbjarnars. varaforseti 1S1 Þorgils Guðmundss. gjaldkeri 1S1 Frímann Helgason í framkvæmdastj. 1S1 Herm. Guðmundss. í framkvæmdastj. 1S1 Eogl Einarsson í stj. Sundsamb. Isl. tílfar Þórðarson í stj. Sundsamb. Isl. Kjartan Bergmann framkv.stj. 1S1 Eiríkur J. Eiríksson sambandsstj UMFI Guðrún Pétursdóttir form. Kvenfélaga- samb. Isl. Stef. Jóh. Stefánss. form. Norræna fél. Guðbj. Ólafsson form SVFl Jón Bjarnason form. Blaðamannafél. Islands Helgi Tómasson skátahöfðingi Daníel Ágústínusson sambandsritari UMFl Hið nýja frelsi ríkisstjórn- arinnar er nú að komast til framkvæmda. Það birtist í nælonsokkum sem kosta 96 kr., það birtist í klósett- pappírrúllum sem kosta 5 kr., það birtist í. ávaxtadós- um sem kosta 26 kr. og það birtist í bóndósum sem kosta 18 kr. Þetta ágæta frelsi hefur einnig birzt á síðum Morgunblaðsins undanfarna daga. Þar hefur ein heilsíðu- auglýsingin rekið aðra, þar sem mönnum er boðið upp á að kaupa eins og hjartað girnist af ísskápum, eldavél- um, þvottavélum, hrærivél- um, bónvélum og ryksugum. Myndir eru birtar af þess- um ágætu tækjum frá ýms- um erlendum verksmiðjum og ekkert- til sparað að gera auglýsingamar sem glæsileg- astar. Hins vegar láist aug- lýsendunum að geta um verð, slíkt er aukaatriði á tímum frelsisins. Innan um allan þennan auglýsingamokstur hefur lít- ið farið fyrir yfirlætislausri samþykkt sem stjórn verk- smiðjunnar Rafha í Hafnar- firði gerði fyrir nokkmm vikum. I samþykktinni var því beint til ríkisstjómar- innar „að hún léyfi því að- eins innflutning á rafmagns- tækjum til heimilisnota að verksmiðjunni verði samtím- is tryggt nægilegt hráefni til framleiðslu sinnar“. Frelsi ríkisstjómarinnar er nefni- lega á þá lund að þótt heim- ilt sé að flytja inn ísskápa er óheimilt að flytja inn efni í ísskápa, og þótt heimilt sé að flytja inn eldavélar er óheimilt að flytja inn efni í eldavélar. Heildsalarn- ir mega flytja inn ísskápa meðan 100 miljónir króna af bátagjaldeyri endast, en Rafha verður að senda auð- mjúkar umsóknir til fjár- hagsráðs og fær með eftir- gangsmunum aðeins brot af því sem verksmiðjan gæti af- kastað. Rafha er mjög fuW.omin verksmiðja o g framleiðir vandaðar og góðar vömr. Hana skortir aðeins hráefni. Undanfarið hefur ekki ver- ið hægt að halda þar uppi fullri átta tíma vinnu á dag a’ð staðaldri eða að nýta nema brot af'getu vélanna, þegar allir möguleikar ættu VaStýskan Eftir síðustu aldamót var uppi hér á landi stjórnmála- stefna, sem kölluð var Valtýska og fylgismenn hennar „Valtý- ingar“. Það er of langt mál að fara að lýsa henni hér, en aðal- inntak hennar var þetta: ís- lendingar eru ekki þess megn- ugir að vera sjálfstæð þjóð og hafa ekkert með það að gera. Sambandið við herraþjóðina, kúgaranna, skal haldast og treystast sem bezt. Eins og kunnugt er hrundu spilaborgir kúgaránn og kögursveina þeirra og ísland varð fullvalda ríki. Allir héldu að Valtýsikan væri dauð og grafin, en svo reyndist ekki. Blað morgunsins hóf sær- ingarþulur svartagaldurs og mannhaturs og sjá Valtýskan gekk aftur og hófst til vegs og valda og tókst það sem nöfnu hennar misheppnaðist. Það eru til sagnir um það, að þegar fjandinn vildi vera „diplo mat“ þá brá hann sér í ljós engilsmynd og gyrti skottið niður í 'brækurnar. Valtýskan hafði alveg sömu aðferð. Hún fékk sér lýðræðishjúp og huldi skottið. Þessi steffia hefur nú í ára- tugi allt viljað fyrir fólkið gera og sérstaklega verkafólk!!! Nema kannslce það, að víkja sér til hliðar svo sólin gæti skinið á það. Við kosningar í hverju ein- asta verkalýðsfélagi, er stefnan aðaláttaviti í því hvað sé lýð- ræði. þó að vera á því að vinna í þrískiptum völctum allan sól- arhringinn með fyllstu af- köstum. Verksmiðjan hefur engan veginn undan hinni innlendu eftirspurn, en möguleikarnir eru slíkir að hún hefur einnig fengið til- boð erlendis frá um sölu á heimilisvélum sínum. • Isskápar þeir sem Rafha hefur hafið framleiðslu á munu kosta um 2400 kr. Af því eru 1200 kr. erlendur kostnaður, en 1200 vinnu- laun og annar innjendur kostnaður. Þeir erlendu ís- skápar sem mest hafa verið auglýstir í blöðunum undan- farið munu hins vegar kosta um 3000 kr. í innkaupi. Fyr- ir einn fullbúinn ísskáp væri sem sé hægt áð kaupa efni í tvo og hálfan handa Rafha. Sé gert ráð fyrir að heild- salamir flytji inn 1000 is- skápa í ár — fyrir þrjár milljónir króna — hefði sú upphæð nægt fyrir efni i 2500 skápa sem framleiddir væru hér innanlands. • Ríkisstjómin segist hafa gefið frelsi sitt til takmarka- lauss innflutnings á ísskáp- um til að bjarga bátaútveg- inum. Á hvem ísskáp á sem sé að leggja ca. 50% gjald- eyrisskatt. Skápur sem að öllu eðlilegu ætti að kosta 3000 kr. kemst þannig upp í 4500 kr. En á alveg sama hátt hefði verið hægt að bjarga bátaútveginum með því að veita takmarkalaust frelsi til innflutnings á efni í ísskápa og leggja á það 50% gjaldeyrisskatt. Með því móti hefði erlendi kostn- aðurinn hækkað upp í 1800 kr. Innlendi kostnaðurinn héldist hins vegar óbreyttur, þannig að skáparnir myndu kosta 3000 kr. — yrðu 1500 kr. ódýrari en þeir erlendu. • Dæmið virðist þannig ofur einfalt. Ríkisstjómin á um það að velja að flytja inn tilbúna ísskápa eða efni í ís- skápa. Sé síðari kosturinn vaiinn er hægt að fá 2500 ísskápa fyrir hverja 1000 sem inn em fluttir. Verðið til kaupenda er 3000 kr. í stað 4.500. Gjaldeyrisskatt- ur rikisstjórnarinnar fæst eftir sem áður. Atvinnan í Rafha myndi nærri þrefald- Og fólkið þarf ekki annao en hringja í Sjálfstæðishúsið, því þar hafa verið auglýstir 3 símar. Bílarnir koma brunandi með „sælgæti, sígarettur og vindla“ og kannske „paafengi". Valtýingarnir setjast við hlið hinnar fávísu alþýðu og leiða hana í allan sannleika um hvað sé lýðræði og hvernig eigi að „höndla“ það. Nú bregður svo undarlega við, að það er eins og skottið sé farið að gægjast upp úr brók Valtýskunnar og hún sé jafnvel farin að slá í kring um sig með því. Og að þetta skuli einmitt ger ast í sambandi við verkalýðs- félag, sem stefnan er þó grjót- páll fyrir. Stúlkunum, sem vinna í veit- ingahúsum datt allt í einu sú böívuð vitleysa í hug, að þær ættu einhverja aðild að því ast, og gróði eigendanna, Emils Jónssonar & Co., myndi aukast að sama skapi, þannig að þeir myndu fá færi á að drýgja í rík- um mæli þann glæp sem þeir segja sér hugleik- inn nú en Emil Jónsson taldi öllum öðrum skaðsamlegri méðan hann var ráðherra. Já, víst er dæmið einfalt, en engu að síður halda heild- salarnir áfram að birta heil- síðuauglýsingar sínar í Morg unblaðinu og atvinnumögu- leikar Rafha eru bundnir við lágmark. Hagfræði rík- isstjórnarinnar er nefnilega annarrar náttúru en almenn skynsemi, og frá hennar sjónarmiði er einn hængur á dæminu um Rafha. Emil Jónsson má að vísu græða, en það er einnig gert ráð fyrir stóraukinni atvinnu og möguleikum á bættum kjör- um. En meginregla stjórnar- innar er sú að halda kaup- getunni í skefjum og lama sem mest baráttuþrek al- þýðusamtakanna, og til þess þarf verulegt atvinnuleysi. Það er þetta og þetta eitt sem veldur því að veita á frelsi' til að flytja allt inn — nema hráefni til iðnað- ar og byggingarefni. Það er þetta sem veldur því að rik- isstjómin veitir fullkomið frelsi til innflutnings á ís- skápum og eldavélum en bannar að framleiða hvort tveggja í landinu nema að minnsta leyti. Dæmið um ísskápana á við um flestar greinar íslenzks iðnáðar. Innflutningur til hans er rígbundinn, og raun- ar allt það sem stuðlað gæti að aukinni atvinnu. Og svo kemur Björn Ólafsson heild- sali og talar í útvarp um frelsi ríkisstjórnarinnar. Það er frelsi þeirra sem ekki fá vinnu í Rafha til að skoða heilsíðuauglýsingar um er- lenda ísskápa. Það er frelsi þcirra sem ekki geta keypt sér nauðsynlegasta fatnað, til að horfa á búðabor'ðin svigna undan vefnaðarvöru- ströngum. Það er frelsi hús- næðiseymdar, atvinnueymd- ar, atvinnuleysis og skorts. ■A 'TZ^Uó hvað þær hefðu í kaup og hvaða kjör að öðru leyti. Og stúlkurnar mynduðu félag og vildu semja við sjoppu- greifana um sama kaup og væri greitt við hliðstæða vinnu. Nei, hér var ekki um „kaupskrúfun“ að ræða. Eftir línu Valtýskunnár í kosningum í vetur, benti allt til að stefnan nuuidi flokka þessa „ídeu“ stúlknanna undir lýðræði og fylgja þeim að mál- um. Nú er eins og sagt er á ritningarmáli, líkast því að andskotinn hafi hlaupið í svínin. Blað morgunsins ber nú ekki keim af kvensemislýðræði, held- ur stendur fast við hlið sjoppu- greifanna og leggur blessun sína yfir það að þessar stúlkur séu barðar og dregnar á hárinu og þeim sem leggja þeim liðs- Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.