Þjóðviljinn - 28.04.1951, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.04.1951, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 28. apríl 1051 Guðrún Andrésdóttir Nokkur minningarorð Á sumardaginn fyrsta and- aðist að heimili sínu Hofsvalla götu 21, frú Guðrún Andrés- dóttir. Hún var fædd að S&eggjastöðum í Landeyjum 11. apríl 187-1 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum. Árið 1903 giftist hún Sigurði Guðna syni frá Eystri-Tungu í sama hreppi og hófu þau þá búsliap. Þau bjuggu lengstum að Vet- leifsholti í Rangárþingi, unz þau fluttust til Reykjavíkur árið 1930. Þau hjón eignuðust S mann- vænleg börn, fjóra syni og fjórar dætur, og ólu upp eitt tökubarn. Þau voru jafnan í hópi þess alþýðufólks, sem tekst með elju og atorku að hafa nóg fyrir sig og sína, en hlotnast aldrei neinn auðtekinn gróði. Meðan börnin voru kom in lítt á legg í Vetleifsholti, hefur eflaust stundum verið þröngt í búi þar eins og víðast hér á landi í byrjun þessarar aldar, en þó var heimili þeirra hjóna eitt góðgerðasamasta og hjálpfúsasta þar um slóðir, og þangað leituðu einkum þeir, sem urðu nauðleitarmenn. Það hafa orðið svo miklar bylting- ar hér á landi á siðustu ára- tugum, að manni virðist hálf- gerður fomeskjublær yfir þjóð félaginu, þótt við lítum ekki nema um 30 ár aftur í tímann. Þá voru hér enn hálfgerðir förumenn og niðursetningar, sem voru ekki alltaf of sælir af aðbúðinni. Eg veit, að slíkt fól'k leitaði að Vetleifsholti. því að húsbændurnir þar greiddu hvers manns götu, með an þeir gátu, og þar sem er hjartarúm þar er einnig hús- rúm. I Vetleifsholtshverfinu voru í þann tíð um 11 búendur. Eitt sinn að vetri til brann þar bær ofan af fátækum hjónum með fjölda barna. Auðvitað fluttust þau með barnahópinn til Guðrúnar og Sigurðar í Vet- leifsholti og dvöldu hjá þeim, þangað til þau höfðu eignazt að nýju þak yfir höfuðið. Og börnin í hverfinu, þau söfnuð- ust á heimili Guði’únar með ærslrnn og Ieikjum, eins og barna er siður, en cg minnist aldrei að hafa heyrt styggð- aryrði af vörum Guðrúnar sál- ugu, eða hún hafi þurft að banna okkur og við hefðum ekki hlýtt henni. Hún hafði þetta eitthvað í fari sínu, sem ilaðaði að henni börn og full- orðna. Þótt í odda skærist lijá okkur aðkomubörnunum og hennar eigin börnum, þá var hún jafnan hinn hlutlausi mála miðlari, sem koma á friði og huggaði og græddi þá, sem fyr ir skakkaföllum urðu. Guðrún var kona vel verki farin, kjarkmikil og þrifin, en oft heilsuveil. Einn son hennar tók út af skipi fyrir allmörg- um árum, og dóttir hennar veiktist af illkynjuðum og ó- læknandi sjúkdómi frá ungum börnum. Þau Sigurður tóku heimili þessarar dóttur sinnar til sín, og Cuðrún hjúkraði henni af stakri umönnun í banalegu hennar, sem stóð í fimm ár. Eg minnist þess ekki, að hafa heyrt aukatekið æðru- orð af vörum Guðrúnar sálugu. Hún var lögzt í hinztu legu sína, þegar ég sá hana í síð- asta sinn. Brosandi og alúð- leg að vanda skrafaði hún við mig um daginn og veginn eft- ir því sem máttur hennar leyfði og henti góðlátlegt gam- an að vesaldómj sínum. Þannig var Guðrún Andrésdóttir til hinztu stundar, æðrulaus og vonglöð. Einhver síðustu orð hennar voru fyrirspurnir um það, hvort lítil dótturdóttir hennar væri komin í hátíðakjólinn, svo að hún gæti tekið þátt í skemmtunum barnadagsins. Hún fann hamingjuna í því að gera öðrum gott og vera öðr- um til gleði, en þessir göfug- ustu eiginleikar íslenzkrar al- býðu hafa gengið að erfum til barna hennar og tengdafólks. Þar er alls staðar að finna ó- falskt íslenzkt blóð. B. Þ. Beykj’avíknrflugvöllur: 207 lendingar í marz I marz mánuði var umferð um Reykjavikurflugvöll sem hér segir: Millilandaflug 8 lendingar. Farþegaflug, iimanlands 160 lendingar. Einka- og kennsluflug 100 lendingar. Samtals 107 lendingar. Með millilandaflugvélum fóru og koumu til Reykjavíkurflugv’ali ar 178 farþegar, 4055 kg. far- angur, 8894 kg. vöruflutningar og 1442 kg. póstur. Með farþegarflugvélum í inr. anlandsflugi fóru og komu 1013 farþegar, 14424 kg. far- angur, 53.132 kg. vöruflutning- ar ,og 7708 kg. póstur. (Frcttajilkynning frá flug- vallarstjóra). , Undir eiií f ðor sti ör smm Eftir A. J. Cronin 14?. DAGUR samlegt að þú skulir vera kominn heim“. Smám saman tókst henni að sigrast á geðs- hræringu sinni. Hún leiddi hann inn í anddyrið, færði hann úr frakkanum og tók við rennvotum hattinum. Hún hélt áfram að tauta ástúðleg sam- úðarorð. Gleði hennar yfir heimkomu hans var hrífandi. Hún hringsnerist kringum hann og það fóru kippir um innfallið andlit hennar. ,,Þú verður að borða eitthvað núna, Arthur minn, núna strax. Mjólkurglas, kex, eitthvað. . “ ,,Nei, þakka þér fyrir, Carrie frænka". Hún leiddi hann í áttina að borðstofuimi. En við dyrnar nam hann staðaií: „Er pabbi kominn heim ?“ „Nei, Arthur“, tautaði Carrie frænka, ringluð yfir hinni kynlegu framkomu hans. „Kemur hann heim um hádegið ?“ Carrie frænka greip aftur andann á lofti. Var- ir hennar kipruðust enn meira saman. „Já, Arthur, auðvitáð. Um eittleytið sagði hann. Ég veit að hann hefur fjarska mikið að gera síðdegis í dag — i sambandi við jarðarför- ina. Hún á að fara fram með mikilli viðhöfn". Hann gerði enga tilraun til að svara. Hann horfði í kringum sig og tók eftir öllum breyt- ingunum sem orðið höfðu meðan hann var burtu: nýju húsgögnin, nýju gólfteppin og gluggatjöld- in, lamparnir í ganginum. Hann mundi eftir fangaklefa sínum, þjáningum sínum í fangels- inu og hann fylltist viðbjóði yfir öllum þessum munaði, hatri á föður sínum. Hann varð gagn- tekinn undarlegum æsingi, einhvers konar kynjaleiðslu. Honum fannst hann vera sterkur. Hann fann hvað hann þurfti að gera og hann varð að framkvæma það. Hann sneri sér að Carrie frænku. „Ég ætla að fara upp á loft sem snöggvast“. „Já Arthur, já, stamaði hún og óstyrkur henn- ar fór vaxandi. „Við borðum klukkan eitt, indæl- an mat“. Hún hikaði og svo hvíslaði hún eins og á nálum: „Þú ætlar ekki .... þú mátt ekki æsa föður þinn upp, Arthur minn. Hann hefur svo margt að hugsa, hann er .... hann er dá- lítið skapstirður þessa dagana". „Skapstirður", endurtók Arthur. Hann virtist vera að velta fyrir sér hvað orðið þýddi. Svo gekk hann hægt upp á loftið. Hann fór ekki inn í herbergi sitt, heldur inn í skrifstofu föður síns, sem hann hafði frá blautu barns- beini álitið sérstakan helgidóm sem engum leyfðist að stíga fæti inn í. I miðju herberginu stóð skrifborð föður hans, þungt og viðamikið mahognyborð útskorið með þungum messinglæs- ingum og handföngum, hið allrahelgasta. Hatrið brann úr augum Arthurs meðan hann virti fyrir sár skrifborðið. Það stóð þarna traust og óbif- anlegt, imynd Barrasar sjálfs, ímynd alls þess sem hafði lagt lif Arthurs í rúst. Allt í einu greip hann skönmginn sem lá við arininn og liófst hánda. Hann braut upp lásinn áefstu skúffunni og skoðaði innihald hennar. Svo braut hann lásinn á næstu skúffu og svo koll af kolli — hvert einasta hólf grannskoðaði hann. Innihald skúffanna- bar auðlegð föður hans ljósan vott. Þær voru úttroðnar af hlutabréfum, víxlum, skrám yfir útistandandi skuldir, bók í léðurbandi sem innihélt skrá yfir eignir og af- rakstur af þeim ritaða með snyrtilegri rithönd föíur hans. Á annarri bók stóð: Málverkin mín, og þar var liver einasta mynd skráð ásamt dag- setningu pg. verði. Loks var þriðja bókin með DAVÍÐ skhá yfir fjárfestingu. Arthur renndi augunum yfir hina þéttskrifuðu dálka: það voru að minnsta kosti tvö hundruð þúsund pund í arð- bærum fyrirtækjum. Fölur og titrandi af reiði fleygði Arthur bókinni frá sér. Tvö hundruð þúsund pund: upphæðin sjálf, reglusemin og snyrtimennskan, gleðin og sjálfsánægjan sem skein út úr þessum talnadálkum gerðu hann frávita. Peningar, peningar; peningar sem sogn- ir voru út úr tærðum og lémagna mannslíköm- um, peningar, peningar, peningar. Dauði eyði- legging, neýð styrjaldir ekkert af þessu skipti mláli, ef gullið aðeins bar ávöxt. Arthur braut upp eina skúffu í viðbót. Hann var altekinn hefndarlöngun. Hann þurfti að ná í annað og meira en þessar sannanir um auð og aftur auð. Hann hafði fengið liræðilegt hug- boð um að kortið, kortið yfir gömlu Neptún- námuna lægi þarna. Hann þekkti fööur sinn: manninn sem geymdi allt og fleygði aldrei neinu. Hvers vegna hafði honum ekki dottið þetta fyrr í hug? Faðir hans eyðilagði aldrei bréf eða skjöl; hann gat það ekki. Ef það var sannleikur sem stóð í bréfi Róberts Fenwicks, þá var kortið til og lá í skrifborðinu. Hann gramsaði í einni skúffunni af annarri og fleygði innihaldinu á gólfið. Og í neðstu skúffunni kom hann auga á litla óhreina perga- mentrúllu, sem lét lítið yfir sér. Arthur rak upp óp. Óstyrkum þöndum vafði hann ofan af rúllunni og lagðist á hnén á gólfið tii að rann- saka hana. Hann sá strax að gamla náman var greinilega teiknuð á kortinu; neðstu göngin lágu samkiða skilveggnum og f jarlægðin á milli þeirra voru aðeins hálfur meter; Arthur beygði sig enn nær og rýndi í skjalið. Hann sá athuga- semdir og útreikninga með rithönd Barrasar. Það var lokasönnunin; síðasta smánin. Hann reis upp og vafði kortinu hægt saman. Hann sá nú i gegnum alian þennan gífuUega svikavef. Hann stóð í miðjum helgidómnum, hélt dauðahaldi um kortið, með logandi augu og fangelsisfölvann á andlitinu. Og svo var eins og hann sæi sjálfan sig,' tukthúsliminn sem hélt á sönnunargagninu um sekt föður síns, og hann glotti beizklega við þetta dæmi um réttvísi mannanna. Svo greip hann óstjómlegur hlátur. Hann langaði til að brjóta, brenna, eyðileggja; hann langaði tii áð umturna öllu í lierberginu, rífa niður myndir, brjóta glugga. Hann vildi refsingu, makleg málagjöld, réttlæti. Honum tókst með erfiðismunum að liafa stjóm á sér. Hann sneri sér við og gekk niður. Hami beið í anddyrinu og horfði á útidyraar. Öðru hverju leit hann á stóm veggklukkuna og hlustaði á sekúndurnar líða með hægu, reglu- bundnu hljóðfalli. Loks hrökk hann við. Þegar klukkuna vantaði tuttugu og fimm mínútur í eitt ók vagn upp að húsinu og þungt fótatak kvað við. Dyrnar opnuðust og faðir hans gekk inn í anddyrið. Andartak stóðu þeir grafkyrrir og horfðust í augu. Arthur greip andann á lofti. Iiann þekkti varla föður sinn. Það hafði orðið óhugnanleg breyting á honum. Hann var orðinn þyngri og feitari, en kraftlaus, slappur og útblásinn; kinn- amar héngu niður, maginn var eins og keppur framan á honum, og flibbinn skarst inn í feitan hálsinn. I stað gömlu hörkunnar og róseminnar var komið stöðugt fálm og eirðarleýói; Hendur hans fálmuðu í sífellu við dagbiaðapakka; aug- un voru á reiki um stofuna til að missa ekki af neinu. Hugur hans og hpgsun voru sístal’f- andi í stöðugri leit að einSÍfis verðri afþreyj- ingu. I cinu vetfangi skildi Arthur að tilgangur- inn með þessari óstöðvandi framtakssemi var að halda dauðahaldi í 'liðandi stund, afneita for- tíðinni og gleyma framtíðinni. Upplausnin var að komast á lokastigið. Hann stóð lcyrr í sömu sporum. Það var þögn. „Svo að þú ert kominn“, sagði Barras. „Það var óvænt ánægja“. Artliur svaráði engu. Hann horfði á Barras ganga að borðinu og leggja fri sér blöðin og nokkra smápakka. Barras hélt áfram meðan hann fitlaði órólega við hlutina á borðinu!: „Þú veizt auðvitað að styrjöldin stendur enn. Sjónarmið min eru óbreytt. Þú veizt að ég kajri mig ekki um neina iðjuleýsingja hér“. Arthur sagði niðurbældri röddu: „Ég hef ekki verið iðjulaus. Ég hef verið í fangelsi“.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.