Þjóðviljinn - 12.05.1951, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.05.1951, Qupperneq 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. mai 1951 (MÓÐVIL)INN Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, SigurBur Guðmundsson (ób.) Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. Blaðam.: Arl Kárason, Magnús Torfl Ólafsson, Jónas Árnason. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (þrjár línur). Áskriftarverð kr. 16 á mánuði — Lausasöluverð 75 aur. eint. Prentsmiðja Þjóðviljans h. f. i Kernám ísiands eykur stríðshætluna Erlend blöð sem ekki eru sorprennur bandaríska áróðurs- 5ns telja striðshættuna í heiminum hafa stórum vaxið við her- nám Islands. Eftir innlimun Ðanmerkur og Noregs í hern- aðarbandalag Bandaríkjanna hefur athygli umheimsins í vax- andi mæii beinzt að Svíþjóð, sem neitaði að verða með í Atlanz- Laísbandalaginu. Það kom þó ekki til af því að núverandi vald- bafar Svíþjóðar séu miklum mun ónæmari fyrir bandarískri ástleitni en danskir og norskir starfsbræður þeirra, en hitt reið baggamuninn, að þjóðin hafði skýrari skilning á þeim gífulegu hættum er leiðir af því að láta rígbinda sig í striðs- vagn Bandaríkjanna, og sósíaldemókratar Svíþjóðar mátu það svo að þeim yrði ekki liðið að ganga gegn þjóðárviljanum um iþað örlagamál. Enda stinga ummæli blaða sænsku rikisstjórnarinnar mjög i stúf við þýlindisáróðurinn í dönskum og norskurn blöðum. Svíum er ljóst að með hernámi íslands geti færzt nær framkv. þeirrar ætlunar bandarískra heimsvaldasinna að hefja þriðju heimsstyrjöldina, þeim er ljóst hvað það þýðir að Bandaríkja- Ætjórn er að færa fram vígstöðvalínu sína, manna þær stöðvar sem herfræðingar um heim allan reikna með að yrðu í fremstu víglínu ef Bandaríkjaauðvaldinu tekst brenn'uvargsætlunin, að kveikja í heiminum. Og hverjum skyldi ætlað að trúa því að flugstöðvar Banda ríkjamanna á Islandi séu ætlaðar til varnar ? Bandarísikir stjórn- málamenn og herfræðingar fara ekki dult með að hernaðar- undirbúningur Bandaríkjamanna er miðaður við sóknarstyrj- Öld. Flugstöðvar og herstöðvar um Evrópu, Afríku og Asíu, í stórum hring um alþýðulýðveldin í Evrópu, Sovétríkin og Kina <eru ekki ætlaðar til „vamar“. Kjarnorkusprengjur og sýkla- morið sem Bandaríkin treysta á eru ékki varnarvopn. Bæði Islendingar og útlendingar vita, að það er staðreynd sem seg- ir í ávarpi Sósíalistaflokksins að tilgangur hernáms Islands sé sá að „nota það sem herstöð til árásar á meginland Evrópu“. Afleiðingar þess sér enginn maður fyrir. Þó er svo mikið víst, að takizt Bandaríkjaauðvaldiuu að koma af stað þriðju heims- etyrjöldinni munu sex menningarnir i ríkisstjórninni og þeir fjórir tugir alþingismanna sem tóku á sig þá ábyrgð að gera ísland að bandarískri herstöð, jafnan taldir mestu óhappamenn Islandssögimnar. Ríkisstjórnarklíkan ber ábyrgðina Ýmsir atburðir gerast þessa síðustu daga sem benda á að ríkisstjórnarafturhaldið og hinir bandarísku yfirboðarar þess hugsi sér að láta koma til þeirra viðtæku verkfalla sem boðað hefur verið til eftir tvo daga. Fari svo, sem allar horfur eru á, er þar um glæpsamlegt ábyrgðarleysi að ræða, ábyrgðar- leysj sem veldur óhemjulegu tjóni á hverjum degi sem vinnu- stöðvun stendur. Ríkisstjórnarklíkan mun þá fá að kenna á valdi verkalýðs- samtakanna. Aldrei fyrr hafa jafn mörg félög staðið saman, aldrei fyrr hefur jafn miklu afli verið beitt og í þeim átökum eem framundan eru. Flest helztu félög Reykjavíkur — með rum 8 þúsundir starfandi meðlima hafa boðað vinnustöðvun og aíleiðingin hlýtur að vera sú að flestar athafnir falla niður hér 3 bænum og víðar. Eitt bifreiðastjórafélag austur í Árnessýslu á nú í verkfalli við vegavinnu, og afleiðingin er sú að mjög erfitt cr að koma mjólk til Reykjavíkur og áburðarflutningar til bænda hafa stöðvazt. En hversu margfalt víðtækari verða ekki afleiðingarnar af stöðvun í Reykjavík sem tekur til flestra fé- laga í bænum! Öll starfsemi þjóðfélagsins hvílir á verkalýðn- nm og felli hann niður atvinnu sína þó ekki sé nema stutta stund mun sjálft þjóðfélagið lamast. Sameinaður verkalýður er afl sem ekkert fær staðizt. Verkalýðssamtökin í Reykjavík vilja ekki að til verkfalla Jvomi; þau kæra sig ekki um að beita valdi sínu. En séu rétt- lætiskröfur þeirra hunzaðar eiga þau ekki annarg kost. Og rík- iestjórnarafturhaldinu er hollt að gera sér Ijóst að það mun tkki takast að kúga vekalýðssamtökin til hlýðni; alþýðan veit sð hún býr yfir afli sem enginn máttur fær bugað, og því afli verður beitt ef nauðsyn ber til. En komi til þess ber ríkisstjórn- Jahklíkan ein alla ábyrgð. Gerum fundinn glæsilegan. I kvöld safnast reykvísk al- þýða saman til að mótmæla þeim svikum sem málstaður Is- lands enn hefur verið beittur á örlagastund. — Alþýðan mun gera þennan fund að glæsilegu tákni þess máttar sem nafni Islands eflist í brjósti hennar að sama skapi sem rödd þess kafnar í brjósti þeirra sem landráðin fremja. Landráðaöfl- in skulu skjálfa fyrir hinum hávaðalausa mætti þessa fund- ar. Hann skal verða þeim óræk ur fyrirboði þess hver endan- lega mun bera sigur úr býtum í baráttunni um örlög tslands. . n . Takið kunningjana með! Enginn, sem á þess kost að sækja þennan fund, má sitja heima í kvöld. Takið vini ykkar og kunningja með, hvar í flokki sem þeir standa. Þetta er þeirra fundur allra jafnt, fundur alþýðunnar, vettvangur sameiginlegra mótmæla gegn þeirri svívirðu sem höfð hefur verið í frammi við hana, land hennar og sögu, vettvangur þar sem hún þjappar sér saman og strengir þess heit að linna ekki baráttunni gegn ofbeldi þessu og órétti fyrren fullur sigur er unninn. — Já, við skulum fjölmenna á fundinn í kvöld. Við skulum láta landráðaöflin finna þann kyrrláta styrk sem býr í sameinaðri íslenzkri al- þýðu á þessum örlagatímum. o n . Svar borgarlæknis. Hér er svarið sem borgar- læknir sendir við fyrirspum sem gerð var til hans 11. maí: „1 blaði yðar í dag kvartar „húsmóðir við Bollagötu“ yfir sorphreinsuninni eins og hún hefur verið áð undanförnu. ;— Það er því miður fullkomlega rétt, að of langt er á milli tæminga á sorpílátum nú sem stendur. Hreinsunarflokkunum er ætlað að tæma hvert ílát eigi sjaldnar en vikulega, a. m. k. á sumrum, en í þessum mán- uði hafa flokkarnir verið 5-—7 daga eftir áætlun. I Bollagötu t. d. fóru, skv. bókun í skrif- stofu minni, þrjár síðustu hreinsanirnar fram miðviku- dagjnn 10. maí. Þessi seina- gangur á þó engan veglnn rót sína að rekja til „amlóðahátt- ar“ hjá hreinsunarmönnunum, eins og „húsmóðir" vill halda fram. Hreinsunarstarfið hefur sótzt óvenju seint þennan mán- uð af ýmsum ástæðum: vor- hreingerningar innanhúss fara einmitt fram um þetta leyti, talsvert er um flutninga, og vegna óhagstæðrar tíðar í apríl hefur vorvinna á lóðum og í görðum dregizt til skamms tíma. . n . Ankaráðstafanir ♦ þessa viku. „Allt hefur þetta hjálpazt að til að auka sorpmagnið gífur- lega á stuttum tíma, svo að hreinsunarmennirnir hafa víð- ast hvar orðið að fara eina eða fleiri aukaferðir heim að húsunum til þess að sækja trjágreinar og annan úrgang. Loks hafa hinir mörgu frídagar undanfarið gert sitt til að auka vandræðin. -— Til úrbóta hafa aukaráðstafanir verið gerðar þessa viku, að svo miklu leyti sem bílakostur hefur leyft, og verður þeim haldið áfram eins lengi og þörf gerist. — Jón Sigurðsson.“ • □ ° Maður í sveitinni svarar fyrir sig. Bóndi skrifar: „Þann 6. maí síðastliðinn skrifar Agr. i Bæj- arpóstinn um meðferð landbún- aðarvæla. Hann hrópar af vand- lætingu, já, og honum svelgist á, enda að vonum, því að stór eru orðin, er hann reynir að mæla. Hann heldur því fram, að landbúnaðarvélar standi úti um land allt á vetrum. Eg leyfi mér að ándmæla, því að mér er vel kunnugt um, að svo illa er þessu eigi farið. Við vitum, að alstaðar eru þeir svörtu sauðimir, en að dæma hjörðina alla svarta er fráleitt. I Reykjavík eru nokkrir fá- vitar. Af því mundir þú, Agr, sæll, álykta alla Reykvíkinga fávita. Er ekki svo? En hví lítur þú þér ekki nær? Hví æpir þú eigi að bílaeigendum Rvíkur? Standa þar eigi úti, sem bílarnir eru, verðmæti, er veðrast á Ikostnað erlends gjald eyrís? — Bóndi.“ * ★ * ÁN ÞJÓÐVILJANS fengi ein- okunarklíkan óátalið að valsa með málefni lands og þjóðar! Gerizt áskrifendur. Heiísuvérnd, tima- lit Náttúrulækn- ingafélags Islands, 1. . hefti 1951, er nýkomið út. Úr efni þess er þetta helzt: Merkilegar manneldistilraun ir eftir ritstjórann, Jónas Krist- jánsson. Hvernig Island kom mér fyrir sjónir (dr. Kirstine Nolfi). — Heilbrigðar gulrófur (Jón Árn- finnsson, garðyrkjumaður). — Út- flutt kjöt og sojabaunir (Björn L. Jónsson). — Húsmæðraþáttur, bakstur úr heilhveiti (frú Dag- björt Jónsd.). — Ungbarn lspknar sig með kartöflum (B.L.J.). — Eit- urefni í matvælum. — Fósturláti afstýrt með hráfæði. — Læknar skýra orsakir krabbameins. — Spurningar og svör. — Þingsálykt- untillaga um útvégun heilnæmra fæðutegunda. — Merkileg indiána þjóð. — Á víð og dreif. — Félags- fréttir o. fl. Nokkrar myndir prýða ritið. Sí. laugardag voru gefin sam an í hjónaband Arndís Bjarna- dóttir, hjúkrun- **- arkona og Guð- mundur Guðmundsson, trygginga- fræðingur, Háteigsvegi 42. — Sl. .laugardag voru gefin saman í hjónaband í Vestmannaeyjúm ung frú Jóna Júiíusdóttir og Tryggvi Jónásson frá lsafirði. Heimíli ungu hjónanna er á Urðarvegi 8, Vest- mannaeyjum. — Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Emil Björnssýni ungfrú Auður Guðmundsdóttir og Guðmundur A. Erlendsson, )jósmyndari, Stór- holti 45. Sextug er í dag ekkjan Eyrún Helgadóttir, Hverfisgötu 100 B, Reykjavík. Mjónunum Ingu rQ ' Þorgeirsd. og Ing- W /j ^ ólfi Guðbrandssyni J V Jiennara, Hofteigi í W v 48, íæddist nýiega dóittir. — Hjónun- um Áslaugu Siggeirsdóttur og ( Friðjóni Sigurðssyni, lögfræðingi, fæddist sónur 1S. mai. ■\y's Skipadeild S.l.S. Hvassafeli lestar saltfisk í Faxa flóa. Arnarfell lestar saltfisk í Vestmannaeyjum. Jökulfell fór frá Reykjavik i gærdag kl. 15.00 áleið is til N.Y. Ríkisskip Hekla er á Austfj. á suðurleið. Esja fer frá Rvík í kvöld vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fer frá Rvík í kvöld austur um land til Siglufj. Skjaldbreið er væntánleg til Rvíkur í dag að vestan og norðan. Þyrill er i Rvík. Eimskip Brúarfoss komur til Rvíkur i gær 15. þm. frá Sigluf. Fer frá R- vík í kvöld 16. þm. til Grimsby. Dettifoss fór frá Alexandria 8. þm., væntanlegur til Hull 19. þm. Fer þaðan til London. Fjallfoss fór frá Rvík 11. þm. til Austfj., Gauta börgar og Kaupmannah. Goðafoss fór frá Reykjavík 11. þm. til Hull, Grimsby, Hambosgar og Rotterdam. Gullfoss kom til Kaup mannahafnar 14. þm. frá Borde- aux. Lagarfoss kom til N.Y. 10. þm. frá Rvík. Selfoss væntanleg- ur til Rvíkur kl. 23—24.00 í gær- kvöld 15. þm. frá Austfjörðum. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 14. þm. frá Norfolk. Hilde kom til Reykjavíkur 9. þm. frá Leith. Marie Boye fór frá Akureyri 14. þm. Fermir í Álaborg og Odda í Noregi seinni partinn í maí til R- víkur. Katla fór frá N.Y. 8. þm. t.il Reykjavíkur. Liibeck kom tii Reykjavíkur 14. þm. frá Hull. STAKA. Stórveldinu færði fórn, Fróni varð að helsi. Sárt er að eiga svona stjórn er selur land og frelsi. ÞJÓÐVILJINN er ekki aðeins blað sósíalista. Þjóðviljinn er blað alþýðufóiks í öllum flokk- um. Gerizt áskrifendur! Flugfélag Islands: Innanlandsfiug: I dag er ráð- gert að fljúga til Akurevrar, Vest mannaeyja, Hehisands og Sauðár- króks. Á morgun eru áætlaðar flug ferðir til Akureyrar, Vestmartna- eyja, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarð ar, Neskaupstaðar, Seyðisfjarðar og Sauðárkróks. Miliilandaflug: Gullfaxi kom frá Londön i gær- kvöld. Flugvélin fer til Osló á, föstudagsmorgun og kemur aftur til Reykjavíkur samdægurs. 8.30—9.00 Morgun- útvarp. 10.10 Veð- urfr. 12.10—13.15- Hádegisútvarp. — 15.30 Miðdegisút- varp. 16.25 Veður- fregnir. 19.30 Tónleikar: Óperulög. 20.30 Erindi: 1 rannsóknarför um Vatnajökul (Jón Eyþórsson veður- fræðingur). 21.00 Skólakvöld: Söng ur kóra úr framhaldsskólum i R~ vik., upplestur o. fl. 22.10 Dans- lög. 22.30 Dagskráriok. MARSHALLSTEFNAN er að drepa íslenzkan iðnað. Þjóðvilj- inn er eina dagblaðið, sem berst gegn Marshallstefnunni, fyrir tilveru og viðgangi íslenzka iðn- aðarins. Gerizt áskrifendur! Loftleiðir h.f.: 1 dag er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja, Isafj., Patreksf j., Akureyrar, Sa.uðárkróks og Hólma víkur. — Á morgun er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyjá og Ak- ureyrar. Næturlæknir er í læknavarðstof— unni, Austuibæjarskólanum. — Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. — Simi 1618.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.