Þjóðviljinn - 12.05.1951, Page 5

Þjóðviljinn - 12.05.1951, Page 5
Laugardagur 12. maí 1951 — ÞJÓÐVILJINN Dýr mundi I dag er sá alþýðumaður til bálstofu borinn, sem mér þótti meir vera Háva kyns en nokkur annar sessunautur og vinur, sem ég hef átt í Reykja vík. Einar hollvinur hans Benediktsson gefur samlík- ínguna, er hann kveður í leit að manni á torgi múgans: Svo há og víð er hjartans auðá borg, að hvergi kenhir rjáfurs eða veggjar. En leiti ég manns, ég lít um múgans torg; þar lifir kraftur, sem minn vilja eggjar. Hvað vita þessir menn um sælu og sofg, er supu aldrei lífsins veig í dreggjar! Eg þrái dýrra vín og nýja vini og vel mér sessunaut af Háva kýni. Sá fulltrúi almúgans, sem þessum eigindum og reynslu er gæddur, skyldi dýrst bætt- ur maður á íslandi, ef vel væri, því að hann er tákn þjóð- arandans. Hvort sem hann nefnist Bólu-Hjálmar og varð ódauðlegt skáld eða Ölafur Kárason, ímyndað og full- skapað skáld, eða Hafliði Jórts son sjómaður, áþreifanlegt, en óskapað skáld, er þjóðar- andinn jafnt að verki í þeim öllum, þeir supu einhverntíma á ævi veig íslenzkrar alþýðu- þjáningar í dreggjar, áttu dýpri sorg og sælu inni fyrir og hærra til rjáfurs í hjart- anu en flestir menn. ,,Þar lif- ir kraftur,“ segir Einar um þaU hjörtu, og þessir menn áttu allir orku, sinn með hverju móti, til að spenna boga sinn í bardaga, og gnótt hvassra örva áttu þeir stund- um. En að skotum þeirra urðu sjaldnar not nema helzt Hjálmars, því eðlið er spunnið af öðrum toga, þess ör á ei streng á sinn boga. Ekki er rúm hér að ræða, hve margir og mis-samstæðir þættir voru fólgnir í Hafliða Jónssyni sjómanni. Þátttaka hans í félagsmálum, tryggð við Héðin Valdimarsson, sem hann átti hjartfólgnar bar- áttuminningar bundnar við, einlægni hans og hiti hvar og hvenær sem honum þóttu út- lendir menn og þjónar þeirra ganga á íslenzkan rétt, — þetta var þeim f jölda manna kunnugt, sem átt höfðu við hann orðastað þar, sem hann vann allan síðasta kafla æv- innar (á benzínstöð), eöa mætt honum annars staðar. Vitaskuld var, að einskis manns var að verða Hafliða sammála um allt, sem hugur hans steypti sér gegnurn á fluginu, enda hefði hann ekki metið þann jábróður mikils, sem það hefði gert. Hafliði komst nokkra vet- ur yfir fifnmtugt og dó, með- an hann var í æsku andlega. Um lífsþrótt hans og langanir get ég ekki stillt mig um að ljóstra því upp, sem hann trúði mér fyrir snemma í þess um mánuði, að mikið langaði sig til að læra nú loksiris að synda þrátt fyrir hjartavéil- una, sem hann vissi, að var búin að sitjá um líf hans nokkuð á annan áratug og hlaut að sigra. Þetta spratt af tali okkar Um íþróttir sona hans, sem hann gladdist áf, og íslenzkán metnáð í norrænni f jölsundskeppni. Næst mættúmst við 7. maí, þar sem hann vann. Hann var glaðlegur og reifur, en undir niðri mikið og þungt, byrjaði að tala um nýtt hernám. Ann- ir beggja slitu talinu þegar, en í hug mér lifnaði minning frá hernámsárum, suddaþungt miðnætti á sama benzínplani. Kringum bíl við tank Hafliða væflaðist Gunna eyðimörk fulltrúi Islands og 2—3 jafn- merkir fulltrúar erlends stór- veldis, — reikuðu þó minna en hún. „Horfðu ekki á það.“ Skepnur," sagði Hafliði, því að þetta snart hann ólíkt Grímsbýarlýð, og hann bætti við ófínni orðum um heldri- dömur, sem við tankinn birt- ust í líkum erindum og þætt- ust gera happaför. „Þjóð þín og mín,“ sagði hann, „er ekki Gunna ræfill, heldur prúðbún- asta hefðarkvendi, sem treður sér í græðgi og dollaralosta inn í bíla herraþjóðarinnar.“ Svo vildi til aðfangakvöld hins ellefta hernámsafmælis, að Hafliða sótti ómegin við vinnu sína, studdist við dyru- staf. Hjartað neitaði að slá lengur. Hann féll og var nær um leið örendur. Þannig lauk ábyrgðarstörf- um ævinnar. Löngu innan fermingar hóf hann þau í smán og skorti öreigans vest- ur í Skálavík, með hraust- lyndri móður og hópi yngri systkina, og öll varð honum sú ævi að þroskabraut og öðr- um gagn. Hafliði bjó á Ásvallagötu 61. Hann lætur eftir sig ekkju og fjóra syni, einn þeirra í bernsku. I þeim virðist vera góður málmur að erfðum. Það er þegnfélag vort, sem misst hefur mann, þar sem Hafliði hvarf, að ógleymdum Framhald á 7. síðu. Áætlaðar flug- ferðir frá 15/5—15/6 1951 Ennanlands: Frá Réýkjavík: Sunnudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja Mánudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Hornafjarðar — Kirkjubæjarklaust- urá — Sigluf jarðar Þriðjtidaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Blönduóss — Sauðárkróks — Siglufjárðár Miðviktidaga: Til Akureyrar ■— Vestmannaeyja — Sauðárkróks — Hellisands — Siglufjarðar Fimmtudaga: Til Akureyrar •— Vestmannaeyja — Seyðisfjarðar ■— Norðfjarðar — Reyðarfjarðar — Fáskrúðsfjarðar — Sauðárkróks — Blönduóss — Siglufjarðar Föstudaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Hornafjarðar •— Fagurhólsmýrar — Kirkjubæjarklaust- urs — Siglufjarðar Laugardaga: Til Akureyrar — Vestmannaeyja — Blönduóss — Siglufjarðar — Sauðárkróks Frá AkureyrS;: Til Siglufjarðar alla virká daga — Ólafsfjarðar, mánu- daga og fimmtu- daga — Austfjarða, fötetu- daga. FEygféfðg Ísíands h.f. HópferS Dano til Islands í Kaupmannahafnarblaðinu „PoIitiken“ birtist þann 3. maí s. 1. frétt þess efnis, að í júlí verði efnt til 18 daga ferðar frá Danmörku til Islands. Er það ferðaskrifstofa blaðsins setii gengst fyrir ferð þessari í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins liér. V.erður lagt af stað frá IC- höfn þann 14. júlí með „Gull- fossi“. Til Reykjavíkur komiö þahn 19., og næstu átta daga ferðazt um landið, Þingvellir heimsóttir, Laugarvatn, Gull- foss, Geysir, Hekla, eitthvað farið gpp undir jökla, o. s. frv. Til Danmerkur verður haldið aftur me'ð „Drottningunrii“ 27. júli. Er líklegt að þátttaka í þess- ari ferð verði mikil, enda býðst hún Dönunum fyrir tiltölulega lítið verð, samkvæmt því sem blaðið segir. Öldur á Buðum Fáskrúðsfirði. Frá frétta- ritara Þjóðviljans. Ungmennafélagið Leiknir á Búðum í Fáskrúðsfirði hafði í gær frumsýningu á leiknum Öld ur eftir Jakob Jónsson. Aðsókn og undirtektir voru ágætar. Mun félagið sýna leik- inn á eystri fjörðunum, enn- frerriur leikinn Seðlaskipti og ástir, sem félagið æfði og sýndi í fyrra. Mikill snjór er hér enn og verður að gefa fé mikið inni og hefur heyið sem hingáð var flutt reynzt alltof lítið. Afli hef ur sama og enginn verið, 2—3 bátar fóru nokkrum sinnum, en hættu vegna aflaleysis. Á hvíta- sunnunni var fermt í báðum kirkjunum, Kolfreyjustað og Búoum, 15 börn hér en 6 á Kol freyjustað og af þeim voru 3 alsystur. Alexander 16- hannesson rektor í boði Frakklandsstióinai Prófessor Alexander Jóhann- esson, rektor Háskóla Isiands, lagði af stað héðan í dag, þriðju dag, áleiðis til Frakklands, en þangað fer hann í boði frönsku ríkisstjórnarinnar. Rektor mun dvéljast í mánuð á Frakklandi, þar sem hann mun heimsækja háskólana í París, Caen og Grenoble og halda þar fyrirlestur um efnið „Rannsóknir á uppruna máls- ins“. í París mun rektor halda fyrirlestur sinn þ. 18. þ.m. Prófessor Alexander Jóhann- esson og kona hans, sem ferð- ast með honum, munu að lok- um dveljast við Miðjarðarhafs- strönd Frakklands. Meðan rekt- tor stendur við í Normandie, mun hann heimsækja Avranch- es, í boði borgarstjóra þeirrar borgar. Eins og mönnum er kunnugt, var rektor í fram- kvæmdanefnd Frakklandssöfn- unarinnar rétt eftir síðustu heimstyrjöld, og safnaði nefnd- in gjöfum til þessa bæjar, sem var mjög hart leikinn af völd- um stríðsins. Sem þakkarvott hefur borgarstjórnin gefið einni af götum bæjarins nafnið „Is- landsgata". — (5 Leikfélag Reykjavíkur: Ssgðu steminwm sýnt annað kvöld 1 sjónleikrium Segðu stein- inum — eftir John Patrick hef ur' Leikfélág Reykjavikur safn- að saman nokkrum skemmti- legustu yngri leikendum bæjár- ins, enda má segja, að sýning leiksins sé með frískum og hressilegum brag, svo að unun er á að horfa. Leikritið sjálft hefur hlotið góðar undirtektir og vinsældir, efni þess er og einkar hugþekkt. Rúrik Har- aldsson, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir og Gunnar Eyjólfsson fara með aðalhlutverklini, en Gunnar Bjarnason vekur mikla kátínu með leik sínum í hlut- verki enska hermannsins og Gísli Halldórsson, sem vakti athygli á sér fyrir leikmeðferð í fyrri sjónleik L.R., sýnir nú að hann er efni í góðan skap- gerðarleikara. Árni Tryggva- son, Þorgrímur Einarsson : og Guðjón Einarsson fara með önnur hlutverk í leiknuin. Næsta sýning Leikfélagsins á. þessum skemmtilega, leik verð- ur annað kvöld. 200 hestái af töðu brenna Sl. laugardag kom upp eldur í vörugeymslu kaupfélagsins á Vopnafirði og eyðilögðust 200 hestar af töðu, en öðrum vör- um, sem í húsinu voru var bjargað. Vörugeymslan eyði- lagðist. Eldsupptök eru ókunn. Ingólfur Gíslason Ingólfur Gíslason læknir lézt í sjúkrahúsi í fyrrakvöld. Ing- ólfur var fæddur að Þverá í Dalsmynni 17. júlí 1874. Hann lauk kandidatsprófi í lækriis- fræði 1901, var skipaður héraðs læknir í Reykdælahéraði og síð- ar var hann læknir í Vopna- firði og Borgarnesi. Hann fékk lausn frá embætti 1941 og flutt ist skömmu síðar til Reykjavík- ur. Ingólfur hefur skrifað tvær minningabækur: „Læknisævi“ og „Vörður við veginri' og þótti hinn skemmtilegasti útvarps- fyrirlesari. Eldsvoði á Þingeyii Á laugardagsmorgun sl. kom upp eldur í vörugeymslu Kaup félags Dýrfirðinga á Þingeyri. Talsvert tjón varð á vörum kaupfélagsins, bæði af eldi og reyk. Eldsupptök eru ókunn. Greiðasalaþing í Rvík Dagana 2. til 5. júli n. k. eru væntanlegir hingað til lands 14 fulltrúar frá Norðurlöndum, til að sækja ársþing Nordisk Hot- el- og Restaurantforbund, sem haldið verður hér í Reykjavík dagana 6.—12. júlí. Alls verða 22 í hópnum, þar af 8 eiginkon ur fulltrúanna. Samband veit- inga- og gistihúsaéigenda ann- ast móttökur gestanna, en full- trúar frá þeim samtökum hafa sótt ársþing undanfarinna 3ja, ára, sem haldin hafa verið í Kaupmannahöfn, Osló og Hels- ingfors.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.