Þjóðviljinn - 12.05.1951, Page 6

Þjóðviljinn - 12.05.1951, Page 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 12. maí 1951 Rósinkar Guðmundsson Þegar ég var unglingur, dvaldi ég öll sumur hjá afa mínum, Þórláki bónda Sig- urðssyni að Korpúlfsstöðum. Hann hafði kaupamenn eins og gengur, því einn fékk hann ekki annað slætti. Allt munu þetta hafa verið hinir ágæt- ustu menn, því aðra myndu þau hjón ekki viljað hafa til vistar. Einir þrír kaupamann- anna voru vestan af Skógar- strönd, harðduglegir menn til ahra verka. Flestir munu nú kaupamenn afa míns héðan horfnir. Hinn 8. þessa mánaðar and- aðist einn þeirra, Rósinkar Guðmundsson, aldurhniginn og þreyttur verkamaður. Rósinkar heitinn var fædd- ur hinn 7. maí 1871 að Geirs- hhð í Miðdölum og hafði því einn dag um áttrætt er hann Jézt. Hann kvæntist 19. júní 1901 Steinunni Hallvarðsdótt- ur, sem lifir mann sinn, öldruð og farin að heilsu. Þau eign- uðust tvö börn, Hallvarð vél- stjóra, sem kvæntur er Guð- finnu Lýðsdóttur, og dóttur, Helgu að nafni, sem andaðist árið 1929 rúmlega tvítug að aldri. Þau hjón, Rósinkar og Steinunn fluttust alfarin til Reykjavíkur árið 1911 og stundaði Rósinkar almenna verkamannavinnu, aðallega skipavinnu. Eftir að Eim- skipafélag Islands hóf starf- semi sína, tók hann að starfa h já því og gerði alla tíð síð- an. Rósinkar gerðist snemma hlutgengur félagi Dagsbrúnar og var stéttvísi hans og áhugi meiri en almennt gerist. Hann gekk í Jafnaðarmannafélagið (gamla) árið 1921 og starfaði í. bví meðan þess naut við, en síðar fylgdi hann að málum Kommúnistaflokki Islands og að honum f rágengnum Sósíal- istaflokknum. Var sæti hans alltaf vel skipað. Rósinkar var hæglátur mað ur og dagfarsgóður. • Ekki vildi hann á hluta nokkurs manns gera. Samt var hann gamansamur og léttlyndur, broshýr og ræðinn. Hann var fastur fyrir og lét ekki skoð- anir sínar við nokkurn mann. Hann hafði í eitt skipti fyrir pll myndað sér skoðun, sem byggðist á rólegri yfirvegun og bjargtraustri stéttarvit- und verkamannsins. Hann var einn þeirra manna, sem með hægð og sigurvissu vann ötul- ast að því að gera samtök verkalýðsins að því vopni til varnar og sóknar, sem þau eru nú orðin á þessu landi. Við' ræddum oft saman um þessi mál og var aldrei bilbug á honum að finna, jafn vel ekki eftir að heilsan var þrotin og erfiðismaðurinn varð að gjalda með henni ævi- langt strit og jafnan lítil laun. Kona hans, Steinunn var honum samhent í öllum hlut- um. Oft komu þau ’hjónin, saman á fundi í Jafnaðar- mannafélaginu og sátu þá í hvert sinn til fundarloka, enda þótt áliðið væri stund- um, en fótaferð beggja snemma á næsta morgni. Rósinkar er nú horfinn og ég hitti hann ekki oftar. Það er erfitt að sjá á bak góðum Framhald á 7. síðu: Jósefína Ölafs- dóttir sextug í dag á sextugsafmæli frú Jósefína Ólafsdóttir, Lauga- veg 49, hér í bæ. Kom hún hingað til bæjarins 1944, með bónda sínum, Björgúlfi Ein- arssyni. Höfðu þau áður búið í Blönduhlíð, Hörðudal, Dala- sýslu, þeirri sveit, sem mörg merkari skáld síðari tíma, rekja uppruna sinn til. Hjón- in eignuðust 7 börn, en 2 eru á lífi. Foreldrar Jósefínu voru þau Guðbjörg Þorvarðardóttir og Ólafur Jóhannsson, sem bjuggu búi sínu í Stóra-Skógi, Miðdalahreppi, Dalasýslu. Ekki verður að efa, að marg- ir hugsa vel til þessarar gest- risnu sveitakonu, sem gerðist verkamannskona á efri árum, og á svo gott hjartalag eins og flestar alþýðukonur. En hún skilur ekki 1 lát- leysi sínu og hógværð, hvað hún býr yfir ólíkt heilbrigðari manngerð en margt af þessu nýríka peningafólki. Enda mun framtíðin eiga flest að þakka alþýðufólki, sem geym- ir í arfleifð sinni íslenzka þjóðarlund og íslenzka tungu eins og kynslóðirnar hafa gert á liðiium öldum. Til hamingju með afmælið, Jósefína. G. M. Undir eilí f ðar sti ör num Eftir A. J. Cronin 156. DAGUR ar varð alveg sviplaust og hún sagði yfirlætis- lega: „Bg held ekki að við höfum hitzt áður“. En veslings Jenny varð vandræðaleg og flan- aði beint út í vitleysuna. „Ég er frú Fenwick“, stamaði hún. „Maður- inn minn er í bæjarstjórn með manninum yðar, frú Ramage“. Frú Ramage virti Jenny fyrir sér frá hvirfli til ilja með ískaldri fyrirlitningu. „Einmitt það“, sagði hún, yppti öxlum og sneri sér aftur að knipplingunum. Svo sagði hún alúðlega við afgreiðslustúlkuna: „Ég held samt sem áður að ég taki þessa dýr- ustu, ungfrú. Þér sendið þá til min strax í dag. Ef þér vilduð skrifa það á reikninginn“. Jenny eldroðnaði. Hún hefði getað dáið af skömm. Svona svívirðileg framkoma og það beint fyrir augunum á afgreiðslustulkunni. Hún sneri sér snögglega undan og þaut út úr búð- inni. Um kvöldið sagði hún Davíð söguna með gráti og gnistran tanna. Hann hlustaði rólegur á hana. Svo sagði hann umburðarlyndur: „Þú getur ekki ætlazt til að konan hlaupi upp um hálsinn á þár, þegár maðurinn hennar og ég erinn svamir óvinir í bæjarstjóminni. I þrjá mánuði hef ég komið í veg fyrir að kjöt- samningurinn við hann gangi í gildi. Og ég geri allt sem ég get til að koma í veg fyrir að veitt verði 500 pund til að leggja nýjan veg framhjá húsinu hans, því að sá vegur kemur engum að gagni nema honum sjálfum. Og á síðasta fundi bar ég honum á brýn að hann bryti að minnsta kosti sex opinberar reglugerðir í hinu ógeðslega sláturhúsi sínu. Og þú ættir áð skilja að honum er ekki beinlínis hlýtt til mín“. Hún horfði á hann með ásökunarsvip í tár- votum augunum. „Hvers vegna þarftu líka alltaf að vera upp á móti öllum ?“ kjökraði hún. „Þú ert svo undar legur. Það hefði komið sér svo vel fyrir þig að Rarnage væri velviljaður þér. Ég vildi óska að það gæti orðið i framtíðinni“. „Já, Jenny min“, svaraði hann ákafur. „Ég er búinn að segja þé.r að ég hef engan áhuga á að „komast áfram“ í þeim skilningi. Ef til vill er ég undarlegur. En ég hef lært mikið þes3í síðustu ár. Fyrst af námuslysinu og síðan af stríðinu. Finnst þér ekki vera tími til ikominn að einhver okkar velji sér það hlutverk að berj- ast gegn því himinhrópandi ranglæti, sem veldur námuslysum og styrjöldum". „Já, en Davið“, sagði hún þrákelknislega. „Þú hefur ekki nema þrjátíu og fimm shillinga á viku“. Hann andvarpaði og gerði ekki frekari til- raunir til að gera henni þetta skiljanlegt, heldur horfði á hana andartak og gekk síðan rólega inn í hina stofuna. Hún sat kyrr og henni fannst húu hræðilega vanrækt. Heit sár sjálfsmeðaumkunarinnar fóru aftur að renna. Svo varð hún gröm og önug. jDavíð liafði gerbreytzt, hann var orðinn annar maður; dekur hennar og fagurgali hafði ’éhgin áhrif lengur, hún hafði ekkert vald yfir honufn lengur. Hún reyndi að örva kynhvöt hans, en einnig í því tilliti var hann orðinn furðulega strangur. Ifenni skildist á honumr að þegar hin líkamlega hlið ástarinnar byggðist ekki á gagn- kvæmri biiðu og tilfiríningú, þá hefði hann óbeit á henrii. Hún leit ýá þéssa skoðun hans sem DAVÍÐ persónulega móðgun. Sjálf gat hún orðið heit og æsr á einu augnabliki, jafnvel rétt eftir hinar svæsnustu deilur og þá heimtaði hún skjóta fullnægingu, -— hún ikallaði það að „jafna sak- irnar“. En þannig var Davíð ekki. Og hún sagði oft við sjálfa sig, að það væri beinlínis óeðlilegt. Og Jenný staðhæfði oft og einatt að hún sætti sig ekki við að láta vanrækja sig — og hún tók til sinna ráða. Hún forðaðist eftir megni að uppfylla óskir hans: þegar Da.víð kom heim á kvöldin var ekki búið að leggja á borðið og ehgmn eldur í arninum. En hann kvartaði aldrei og reifst aldrei við hana, og það var næstum hið versta af öllu. Við slík tækifæri gerði hún ■sitt ýtrasta til að koma af stað rifrildi við hann, og þegar það tókst ekki, fór hún að hæða hann: „Veiztu að ég hafði fjögur pund á viku meðan á stríðinu stóð? Fjögur pund, það er meira en helmingi meira en þú hefur í laun núna“. „Starf mitt verður ekki greitt með peningum, Jenný“. „Mér stendur alveg á sama um peninga, það veiztu vel. Ég er engin smásál. Mér finnst gaman að gefa gjafir. Manstu eftir fötunum sem ég gaf þér þegar við giftum okkur. Það var engin skömm að þeim. Og ég varð að kaupa utaná þig garmana. Jafnvel þá gaztu ekki séð fyrir þér sjálfur. Er það nú karlmaður, að geta. ekki komið með viðunandi peningaupphæð í hverri viku“. „Öll eigum við okkar takmörk, Jenný“. „Já, vitanlega", sagði hún með hatri í rödd- inni. „Ég gæti fengið stöðu hvenær sem væri. Ég renndi augunum yfir auglýsingarnar í morg- un, og það voru að minnsta kosti tíu sem ég hefði getað farið eftir“. „Reyndu að vera þolinmóð, Jenný. Ef til vill er ég ekki eins mikill ræfill og þér finnst“. Ef Jenný hefði skilið hvernig málin stóðu, hefði hún ef til vill getað sætt sig" við að biða og vor.a. Davíð reyndist vel í starfi sínu hjá Heddon. Hann fór með honum á fundi og venju- lega var hann beðinn að taka til máls. I Sechill hafði hann ávarpað fimmtán hundruð menn í samkomuhúsinu og ræðan var stór sigur fyrir Davíð: hún var sterk, lifandi og vel flutt. 1 fundarloik þegar hann gekk niður af pallinum, var hann umkringdur af f jtSlda manns, sem allir vildu taka í hönd hans. Jack gamli Briggs, sjö- tíu og sex ára að aldri, hristi handlegg hans svo ákaft að hann var næstum farinn úr liði. „Svei mér þá“, drundi í Jack gamla. „Þetta var dæmalaust fín ræða, drengur minn. Ég hef heyrt margar góðar á ævinni, en enga betri en þessa. Þú bjargar þér með þessa bæfileika“. Og Heddon gerði sitt til að auka hróður Davíðs. Það var staðreynd, að þótt Heddon væri ómenntaðar og vonsvikinn, þá öfundaði hann Davið ekki. Heddon átti fáa vini, ofsi hans var fráhrindandi fyrir flesta, en honum hafði geðj- azt að Davíð frá því er hann sá hann fyrst. Hann sá að þessi ungi máður hafði göfuga og fórnfúsa sál, og hann hafði kynnzt svo mörgu misjöfnu í mannlegu eðli, að hommi hlaut að þykja vænt um Davíð. Honum var ljóst að þarna var maður sem var á réttri hillu, fæddur ræðumaður, rólegur, öruggur, duglegur og hrein- skiiinn, maður sem gæti gert mikið fyrir með- bræður sína. Og það var eins og Heddon hefði tekið í hnakkadrambið á sjálfum sér og sagt: Þú mátt ekki . vera öfundsjúkur, illgjarn og meinfýsinn, þú verður að gera þitt til að hjálpa honnríi. > ; > J’ ‘‘ ‘ " *5 « I '• ' '' ' ’ Og Heddon fylgdist fagnandi með fréttunum af bæjarstjórnarfundunum í Sleescale sem birt- ust í Tynecastle blöðunum. Blöðin í Tynecastle höföu uppgötvað Davíð og árásir hans og af- hjúpanir rótgróinna hneykslismála voru mikill fengur fyrir þau. Stundum birtu þau fregnir af honum undír stórum fyrirsögnum: Óeirðir í bæjarstjórnínni í Sleescale. Friðarspillirinn í Sleescale Iætur til sín taka. Heddon hló hrossahlátri að fréttunum um hólrngöngur Davíðs. Hann Ieit á skrifara sinn yfir blaðið og spurði: „Sagðirðu þetita við þennan labbakút, Ðavíð?“ „Ekki nærri svona vél, Tom“. „Ég hefðj viljað sjá fráman í Ramage, þegar þú sagðir honuin að þetta grátbölváða sláturhús hans væri ekki sæmandi til að slátra svínum í“. Hógværð Ðavíðs og lítillæti féll Héddon vel í

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.